Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 29
Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég þakka liðnar stundir og mun hitta þig aftur þegar minn tími kem- ur. Sandra. Elsku amma. Þá er komið að kveðjustund. Við viljum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minn- ingarnar geymum við í hjarta okkar. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt. Bára, Sjöfn og Kristjana. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 29 ✝ Ármann Hall-dórsson fæddist á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 8. maí 1916. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 15. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Ármanns- son bóndi á Snotru- nesi, f. 26. febr. 1888, d. 3. maí 1967 og Gróa Björns- dóttir, f. 29. júlí 1895, d. 21. júní 1943. Systkini Ármanns eru Ólína, f. 3. ág. 1918, Margrét Ágústa, f. 4. okt. 1922 og Elías Björn, f. 2. des. 1930, d. maí 2007. Eiginkona Ámanns er Ingi- björg L. Kristmundsdóttir, f. 8. maí 1926 frá Skagaströnd. Fóst- urdóttir þeirra (frá 1958) er syst- urdóttir Ármanns, Eygló Eiðs- dóttir, f. 24. nóv. 1956, gift Knúti Sölva Hafsteinssyni, f. 4. okt. 1954. Börn þeirra eru Kári, f. 1982, Vera, f. 1985 og Elín Inga, f. 1991. Ármann ólst upp á Snotrunesi en fór í Alþýðuskólann á Eiðum veturna 1934-36, veturinn 1937 í Austurlands (UÍA) og var rit- stjóri Snæfells, tímarits UÍA árin 1947-1949. Hann var í stjórn Menningarsamtaka Héraðsbúa og kom að héraðsvökum, sem haldn- ar voru í Valaskjálf á 7. og 8. áratugnum. Auk þess tók hann þátt í félagsstörfum kennara bæði á Austurlandi og á lands- vísu (BSRB). Ármann ritstýrði búnaðarsögu Búnaðarsambands Austurlands, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, sem kom út á árunum 1974-1978 (4 bindi). Hann ritstýrði Múlaþingi, riti Sögufélags Austurlands, frá stofnun þess 1966, ýmist einn eða með Sigurði Ó. Pálssyni, lengi vel. (1., 3. – 6., 11. – 19. hefti). Hann ritaði sögu Alþýðuskólans á Eiðum (1983) auk annarra verka, bæði bóka og greina, sem einkum fjalla um sögu og mannlíf á Aust- urlandi. Má þar nefna Í neðra og efra (1979), Hrafn á Hallormsstað – ævisaga (1986), Mávabrík (1992) og Úr stundaglasinu – minningaþættir (2001). Ármann bjó á Egilsstöðum fram til ársins 2000 en þá fluttust þau hjónin til Reykjavíkur eftir að heilsu hans tók að hraka vegna Alzheimer- sjúkdómsins. Frá haustinu 2003 hefur Ármann dvalið á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Ármann verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Flensborgarskóla og lauk kennaraprófi frá Kennaraskól- anum 1939. Hann nam í Den Int- ernationale Højskole á Helsingjaeyri, sumarið 1947. Ár- mann á að baki langan kennsluferil, fyrst sem farkennari í Eiðahreppi 1939- 1941, þá við Eyra- skóla í Seyðisfirði árin 1941-1944 og loks við Alþýðuskól- ann á Eiðum frá 1944-1975. Hann var skólastjóri Alþýðuskólans veturinn 1959-60. Haustið 1975 fluttu Ármann og Ingibjörg í Eg- ilsstaði og hóf hann að undirbúa stofnun Héraðsskjalasafns Aust- urlands sem stofnað var árið 1976. Ármann var safnvörður Héraðsskjalasafnsins til ársins 1984. Þá var hann 68 ára að aldri og sneri sér að ýmsum rit- störfum. Samhliða kennslu og safn- vörslu vann Ármann að ýmsum ritstörfum, auk þess sem hann sinnti margvíslegum félagsmál- um. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmenna- og íþróttasambands Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans má- ist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traust- ast við bindum. (Jón Helgason) Minnið er vandakind. Kannski munum við það sem við viljum muna og gleymum hinu. Kannski er ekkert að marka minni okkar. Samt sem áður lifa einhver minn- ingabrotin áfram þegar tíminn og maðurinn hverfa á braut. Og þrátt fyrir allan næðinginn hefur vind- inum ekki tekist enn að má úr mínu minni að það voraði seint á Austurlandi 1979 og sumarið kom aldrei. Ekki það sumar sem Aust- firðingar guma svo mjög af með bláheiðum himni, stillum og hlý- indum. Minnið sér fyrir sér vorið ná í skottið á haustinu sem hljóp rakleiðis í gin vetrarins. En þó náttúran sýndi á sér vos- búðarhliðina var öðru að heilsa um nærveru mannanna. Ég var stadd- ur á Egilsstöðum þessa vordaga og sumar sem aldrei kom í þeim er- indagjörðum að vinna við hita- veituframkvæmdir. Úti í slyddu og hraglanda, blautir og hraktir gróf- um við verkamennirnir holur í mýrina sem jafnharðan fylltust af vatni og jafnvel krapa. Um vet- urinn hafði ég verið að fara á fjör- urnar við unga stúlku ættaða að austan en það var á þeim árum þegar sjóndeildarhringurinn náði aðeins til augna hennar og ætt og uppruni voru aukaatriði. Nótt verður feginn sá er nesti trúir, segir í Hávamálum og sú speki átti svo sannarlega við blaut- an verkamanninn hér. Útgarður fékk aðra merkingu í huga ís- lenskunemans að sunnan með Snorra-Eddu á bak við eyrað. Hér var enginn Útgarða-Loki yggldur á brún og sú hlýja sem streymdi á móti blauta verkamanninum að kveldi var ekki aðeins hlýjan frá ofnunum heldur sú mannlega hlýja sem umvefur í umgengni við hjartagott fólk. Þessi Reykjavík- urstrákur, sem var að dandalast í kringum einkadótturina, fann það umsvifalaust að hann var velkom- inn. Og þegar árin liðu var hann allt- af jafn -velkominn, svo mjög að hann hlakkaði ætíð til heimsókn- anna. Ekki aðeins til þess að gæða sér á krásum Ingibjargar heldur til samvistanna við sagnaþulinn Ármann sem um langan aldur færði í letur það sem ekki má gleymast. Við búum að því enn um sinn. Með mér hverfur hins vegar það sem á milli okkar fór á ein- verustundum undir lágnættið eða ferðum niður á firði. Mér er ekki gefin sú náttúra Ármanns að vekja þær aftur til lífsins og því fá þær aðeins að búa innra með mér. En um fram allt lifir með mér á meðan ég tóri sú vellíðan sem fylgir því að vera samvistum við góðar manneskjur. Far vel, – Nestor. Knútur Hafsteinsson. Egilsstaðir, sumar, amma og afi, eru meðal dýrmætustu minninga sem ég á. Að elta mýs úti í klett- unum, smíða kofa á smíðavellinum, spila svartapétur og ólsen ólsen við ömmu í eldhúsinu, spjalla við afa í sófanum í stofunni. Mysuostur, súrmjólk með púðursykri og jóla- kjöt í júní. Allt eins og ég vildi hafa það og allt látið eftir mér. Þegar gesti bar að garði varð ég þó hafa hljótt um mig. Amma bar veitingar á borð, heimtaði að gest- irnir borðuðu seddu sína og jafnvel umfram það. Sjálf sat hún svo í rauða stólnum og prjónaði. Ég sat á gólfinu, nógu nálægt til að heyra hvað var sagt en í nægri fjarlægð til að vera ekki fyrir. Afi sat í sóf- anum, reykti pípu eða setti hendur aftur á hnakka á meðan hann tal- aði við gestina um gamla daga og liðna. Þegar gestirnir risu úr sóf- anum ráku þeir höfuðið iðulega í ljósakrónuna fyrir ofan sófaborðið sem hékk úr loftinu á heldur óheppilegum stað. Það truflaði ömmu og afa sjálf auðvitað lítið, enda bæði lágvaxin og nett. Há- vaxnari gestir máttu hins vegar oft ganga út með kúlu á enninu. Afi var stríðnispúki mikill og hafði afskaplega gaman af því að koma mér í fýlu sem var nú reynd- ar ekkert erfitt í þá daga. Þegar hann hafði móðgað mig duglega hljóp ég fram í eldhús og klagaði í ömmu. Hann var þó fljótur að sjá að sér, hló rámum tóbakshlátri, kallaði í mig, hróið sitt , leyfði mér að sitja hjá sér í sófanum, jafnvel deila teppinu og sagði mér sögu. Á meðan hnusaði ég af Prince Albert píputóbakinu hans og fiktaði í húð- inni á hrukkóttum handarbökun- um. Hvort viltu rífa hrís eða binda bagga? Þuríðardans eftir endi- langri stofu, fram og til baka, vísur við hvert tilefni, að ógleymdum Lagarfljótsorminum sem var ótæmandi uppspretta vangaveltna okkar á milli. Hvernig fóru finnsku töframennirnir að því að binda hann niður? Ætli við sjáum honum bregða fyrir ef við störum nógu lengi á fljótið? Ef ég var góð fékk ég að prófa ritvélina. Þá sat ég við gluggann á skrifstofunni og hamr- aði af ákafa eitthvað út í loftið, hlustaði á hvellt hljóðið í tökk- unum, horfði á stafina birtast á blaðinu og þóttist skrifa eitthvað af viti. Þóttist vera eins og afi. Undir lokin var afi orðinn mikill sjúklingur og ólíkur þeim afa sem ég var vön, lítil í sumarfríi á Egils- stöðum. Þá hugsaði amma um hann eins og endranær af sinni einstöku hlýju og alúð. Þrátt fyrir veikindin veit ég að ég mun minn- ast afa eins og hann var, afi minn á Austurlandi. Þannig geymist myndin af afa í hugartetrinu og þannig verður hann alltaf nálægur. Vera Knútsdóttir. Mínar björtustu minningar um afa minn eru árlegar sumarheim- sóknir til Egilsstaða í æsku þar sem amma og afi tóku hlýlega á móti litlum snáða. Barnslegri for- vitninni mætti afi ávallt með mikilli þolinmæði. Það var þessi þolin- mæði, húmor sem oft jaðraði við góðlátlega stríðni, botnlaus viska og síðast en ekki síst sagnabrunn- urinn sem laðaði okkur systkinin auðveldlega að afa. Hvort sem hann las þjóðsögur eða ævintýri fyrir okkur eða sagði frá bernsku- árum sínum á Borgarfirði hlust- uðum við af athygli og áhuga. Inn- lifunin hefur verið mikil því að ég man einstaklega vel eftir þessum frásögnum og látbragði afa, hreyf- ingum Lagarfljótsormsins og trítli músanna sem hann veiddi í æsku. Hann sat oft og tíðum inni á skrif- stofu umvafinn pípureyk og sló taktvisst á ritvélina. Fékk ég oft að sitja við hlið hans með aðra rit- vél og ónotaða pípu því ég vildi vera eins og afi. Búðaferðir fyrir ömmu, boltaspark og bíltúrar nið- ur á Seyðisfjörð voru miklir við- burðir í nánd afa. Afi festi mörg minningakornin og sögurnar á blað. Nærvera hans í þessum skrifum er svo mikil að það er eins og maður sé kominn inn í stofuna á Útgarði við hlið afa og hlusti á hann af barnslegri for- vitni. Seinustu ár hefur maður að- allega hugsað um heilsu hans og baráttuna við Alzheimer en ég man eftir afa á betri tímum. Í það held ég og geymi nær hjartanu. Kári Knútsson. Það var á sólheitum júnídegi vorið 1972, fyrsta vorið okkar hér fyrir austan. Við sátum í sólinni sunnan við húsið sem við bjuggum í, Tjarnarbraut 7 á Egilsstöðum. Koma þar til okkar tveir menn, Ármann Halldórsson og nágranni hans Sigurður Ó. Pálsson skóla- stjóri, þeir þurftu að komast heim í Eiða, en hvorugur átti bíl. Var brugðist fljótt við bóninni og brátt vorum við komnir út á Garð. Er ekki að orðlengja það að Ingi- björg húsfreyja kemur í dyrnar og býður mér inn og segir um leið að þau ætli endilega að bjóða okkur í mat áður en langt líður. Ég hafði heyrt mikið talað um gestrisni þeirra hjóna, að heimilið stæði allt- af opið gestum og gangandi, eins vissi ég nokkur deili á Ármanni, hafði lesið bækur sem hann hafði skrifað og heyrt hann tala í útvarp. Þannig hófust kynni okkar. Ármann og Inga voru einkar samhent og sjaldan nefnd nema bæði í einu. Það var þó fyrst eftir að þau fluttust í Egilsstaði sem heimsóknir voru tíðar milli fjöl- skyldanna, en þá var Ármann hættur kennslu, og var byrjaður að skrá og byggja upp Héraðsskjala- safn Austfirðinga. Á þessum árum var Ármann um- boðsmaður Máls og menningar á Fljótsdalshéraði. Það var mikil bókaveisla í fjölskyldunum þegar jólabækurnar frá Máli og menn- ingu fóru að berast. Keypti hann auk þess sjálfur mikið af bókum sem varð til þess að undirrituð gátu sparað sér sporin á opinbert bókasafn. Þær eru hlýjar minningarnar frá þessum árum, og spurningar dætra okkar: „Eigum við að fara út í Útgarð í kvöld til Ármanns og Ingu?“ Svo var farið út í Útgarð og alltaf var veisla og innihaldsríkt spjall um menningarmál. í stof- unni, hann í stólnum sínum með pípustertinn, sem fór honum einkar vel, það færðist alltaf ein- hver ró yfir þegar hann var búinn að kveikja sér í. Hámarki náðu þó heimsóknirnar á gamlárskvöld, en í Útgarði höfðum við útsýni yfir allan bæinn og nutum flugeldasýn- ingar allt kvöldið. Ármann var ein- lægur sósíalisti og félagi í Alþýðu- bandalagi Héraðsmanna. Það fór ekki mikið fyrir honum, þóttist vera latur, aldrei sá ég hann þó öðruvísi en vinnandi, hann var drjúgur í ýmsu þótt hann sýndist ekki vinna hratt og hjá honum átti undirritaður hauk í horni væri hann að vinna með texta. Ármann hafði líka reynslu í að gefa út blöð og tímarit, sá m.a. um árabil um útgáfu Múlaþings, ásamt Sigurði Óskari Pálssyni. Hann átti oft töluvert ritefni í málgagni Al- þýðubandalagsins Gálgási sem kom út á Egilsstöðum á árunum 1992-1999. Þó útgáfa Gálgáss væri ekki regluleg var á hverju ári gefið út veglegt jólablað, sem vakti at- hygli ekki síst fyrir viðtölin sem Ármann átti við ýmsa menn í bæ og sveit, en hann átti einkar gott með að fá ólíklegustu menn til að tjá sig. Ég var þeirra forréttinda aðnjót- andi að fá að aka honum um sveitir Héraðsins þegar hann var að sanka að sér efni. Það voru skemmtilegar ferðir. Við hjónin og fjölskyldur okkar þökkum að leiðarlokum, samfylgd- ina og þær ógleymanlegu stundir sem við áttum saman um leið og við vottum Ingibjörgu, Eygló og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Magnús Magnússon, Helga Ruth Alfreðsdóttir. Ármann Halldórsson ✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, GUÐNÝ VALGEIRSDÓTTIR, Ofanleiti 29, Reykjavík, sem lést mánudaginn 11. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Egill Valgeirsson, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Ólafur H. Hannesson, Ásdís Egilsdóttir, Erlendur Sveinsson, Hrefna Egilsdóttir, Sigurður Pálsson Beck, Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson, Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir, Ólöf Kristín Ólafsdóttir, Jón Egilsson, Ása Ólafsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI GUÐMUNDSSON læknir, Fjóluhlíð 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 20. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, Guðmundur R. Bragason, Ásta Gunnarsdóttir Sigríður Á. Bragadóttir, Eyjólfur Guðjónsson Þorsteinn Bragason, Malín Sirimekha Daði Bragason, Inga Jóhannsdóttir Þórdís Björk Atladóttir, Aðalheiður Atladóttir, Falk Krüger Kristinn Gunnar Atlason, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.