Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 31 inn og átti ágæta félaga í skól- anum sem m.a. deildu með honum áhuga á tónlist. Áhugamálum sínum sinnti Heið- ar af dugnaði. Hann hafði yndi af því að spila á gítar og hlusta á góða tónlist, sérstaklega rokktón- list. Síðasta veturinn sinn í Lang- holtsskóla var hann í hljómsveit, m.a. með strákum úr Laugalækj- arskóla. Vitnaðist þá að þeir væru að semja saman, spiluðu mest þungarokk og hefðu komið fram á Músíktilraunum. Heiðar var fámáll um þetta í skólanum en þegar tón- listina bar á góma birti yfir honum svo greinilegt var að hún var hon- um hjartans mál. Hugurinn dvelur nú við árin með þessum óstýriláta og yndislega unglingahópi sem Heiðar tilheyrði. Minning hans lifir í huga okkar. Ég færi foreldrum Heiðars, fjöl- skyldu og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir. Kveðja frá Langholtsskóla Skóli er samfélag nemenda, starfsmanna, heimila og nánasta umhverfis. Allir einstaklingar skipta máli og oft myndast tengsl sem haldast um aldur og ævi. Meginhlutverk skólasamfélagsins er að stuðla að menntun og þroska sérhvers nemanda til að takast á við framtíðina sem við blasir með öllum sínum tækifærum. Það er því mikið áfall þegar einhver hverfur úr hópnum. Heiðar Örn tilheyrði samfélagi okkar í Langholtsskóla. Hann kom í skólann í 8. bekk haustið 2002 og útskrifaðist vorið 2005. Heiðar Örn hafði sig lítið í frammi og var prúður í öllum samskiptum. Hann var í fámennum árgangi þar sem nálægðin var mikil og böndin þétt. Heiðar Örn eignaðist fljótt félaga í hópnum sem sakna nú vinar. Nemendur koma og fara. Þeir staldra mislengi við en eftir sitjum við starfsmenn og finnst við eiga hlutadeild í hverjum og einum. Við fylgjumst með þeim vaxa og þroskast og vonandi tekst okkur að búa þeim veganesti til náms og starfa. Við horfum á eftir þeim með góðar óskir og væntingar þeim til handa. Það er því erfitt að sjá á bak Heiðari Erni í blóma lífs- ins. Mestur er þó harmur fjöl- skyldu hans og vina. Aðstandend- um öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lýsa þeim um ókomin ár. Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri. Elsku Heiðar Örn. Það eru engin orð sem lýsa sorg og söknuði okkar yfir ótímabæru andláti þínu. En margar góðar minningar um góðan strák og vin lifa með okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku Hafdís Ósk, Einar, Arnar Máni, Alda, Víðir, Svana og fjöl- skyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Ykkar vinir Guðrún Ósk og Anton. fóru snemma að vinna fyrir sér, enda áttu þau ekki kost á langri skólagöngu frekar en önnur börn íslensks bændafólks á þeim tíma. Sigríður giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Finnboga Hauki, árið 1951. Þau fluttu með fjöl- skyldu sína í Seláshverfið árið 1954, sem á þeim tíma var nánast eins og sveit, og bjuggu þar allt til ársins 1972 þegar þau fluttu vestur á Ránargötu en þaðan fluttu þau árið 1995. Sigríður var afar dugleg, kjarn- mikil og ósérhlífin kona. Hún vann mikið á meðan hún gat og féll aldr- ei verk úr hendi. Þegar þau hjón bjuggu í Selásnum voru þau alltaf með stóran kartöflugarð og einnig ræktuðu þau mikið af öðru græn- meti auk þess sem þau höfðu hæn- ur. Eftir að þau fluttu á Ránargöt- una voru þau óþreytandi við ræktun blóma og trjáa og breyttu lóðinni í yndislegan garð sem bæði höfðu mikla ánægju af. Sigríður hafði mikið yndi af allri handavinnu og var mjög lagin við hana. Áður fyrr saumaði hún fötin á öll börnin sín og prjónaði peysur á milli þess sem hún saumaði út hvern klukkustrenginn og myndina á fætur annarri. Þá prjónaði hún ótal sokka- og vettlingapör á af- komendur sína og tengdabörn. Þegar sokkarnir slitnuðu hjá minni fjölskyldu fór ég með þá til hennar og hún prjónaði á þá nýjan hæl eða nýja tá eftir því sem þurfti, enda var hún tengdamóðir mín nýtin og ráðdeildarsöm. Þrátt fyrir að líf Sigríðar hafi alla tíð snúist um að vinna og sinna fjölskyldu sinni naut hún þess þeg- ar tími gafst til að ferðast og þá einkum innanlands, en hún hafði mikla ást á landinu sínu. Kæra Sigríður, ég þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar og líka þær þegar þú áttir erfitt vegna veikinda þinna. Mér er minnisstætt margt sem þú sagðir mér frá þínum yngri árum og hversu erfið lífsbaráttan var þá og gjörólík því sem nú er. Þér var alla tíð afar annt um börn þín og fjölskyldur þeirra og lagðir þig fram um að fylgjast með þeim öllum. Aðstæður þínar voru þannig að þú áttir ekki kost á langri skóla- göngu, en þú lagðir mikla áherslu á að afkomendur þínir leituðu sér menntunar og studdir þau til þess eins þú mögulega gast. Ég hefði gjarnan viljað að synir okkar hjóna hefðu fengið að kynnast þér betur en heilsa þín var erfið síðustu árin. Þú varst orðin langþreytt á heilsu- leysi þínu og hvíldinni fegin. Ég veit að þér verður vel tekið á nýj- um stað. Tengdaföður mínum votta ég mína dýpstu samúð enda hefur hann misst mikið. Öllu starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sem annaðist Sigríði síðustu æviárin vil ég fyrir hönd fjölskyldu hennar, þakka fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Hulda Rós Rúriksdóttir. Nú hefur amma mín loks fengið hvíld. Á þessari kveðjustund hvarflar hugurinn aftur til þess tíma þegar amma Sigga var hress og lífsglöð. Ég minnist þess svo vel hvað hláturinn var dillandi og hvernig amma tók bakfall og sló sér á lær. Flestar minningarnar áttu sér stað á Ránargötunni þegar við komum í heimsókn til ykkar afa. Þar fengum við bestu pönnu- kökur sem við höfum smakkað og jafnvel kleinur og parta. Sautjánda júní-heimsóknirnar eru eftirminni- legar þegar við löbbuðum úr bæn- um til ykkar og gæddum okkur á kræsingunum, öll fjölskyldan sam- an. Þá var fíni garðurinn ykkar, sem þið afi hugsuðuð svo vel um, í fullum blóma. Falleg blóm, vel hreinsuð beð og himinhá tré. Á haustin var svo sláturgerðin ógleymanlega þegar öll fjölskyldan tók slátur. Ég man hvað mér þótti það ótrúlega skemmtilegt og ógeðslegt í senn. Við krakkarnir fengum að sauma saman vambirnar og þótti gaman að fá að taka þátt. Fyrir jólin skárum við svo út laufa- brauð. Mér fannst alltaf jafnfyndið þegar þú komst með hárnetin frá Granda og við sátum þarna öll eins og kjánar með hárnet að skera út. Þegar við komum í heimsókn til ykkar sast þú oftar en ekki við og varst að prjóna. Þú varst svo ótrú- lega fljót að þessu og þurftir ekki einu sinni að horfa á hvað þú varst að gera. Þú spurðir mig stundum hvort mig vantaði ekki leista og ég þáði það oft. Þá prjónaðir þú handa mér sokka sem náðu alveg upp að hné. Þegar ég var yngri átti ég voða- lega erfitt með að sætta mig við freknurnar mínar. Þú reyndir ávallt að hughreysta mig með því að segja mér að þær væru hreysti- merki. Það dugði skammt, en þeg- ar þú sagðir mér að þú hefðir próf- að að þvo þér í framan með mysu til að ná þeim af og það hefði ekki virkað þá vissi ég að það var úti- lokað. Síðustu ár voru þér erfið, elsku amma mín. Eftir að þú fluttir í Seljahlíðina fór heilsu þinni að hraka. Þó minnist ég þess eitt sum- ar hvað þú varst dugleg að vinna í garðinum þar. Þá kom fram sá mikli kraftur og vinnusemi sem einkenndi þig. Eftir að þú lær- brotnaðir varð róðurinn sífellt erf- iðari hjá þér en góðir tímar komu þó inn á milli. Nokkrum sinnum fórum við í gönguferðir í hjóla- stólnum, þá varst þú svo þakklát fyrir að komast aðeins út. Seinna meir sátum við svo bara inni, þú fórst með vísu og svo fengum við okkur malt. Ég mun líklega aldrei drekka malt öðruvísi en að hugsa til þín. Elsku amma, ég veit að þér líður vel núna og hefur fengið langþráða hvíld. Minning þín lifir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín Sigrún Bragadóttir. ✝ Borgþór Árna-son fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1932. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudag- inn 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Árni Finnbogason frá Norðurgarði í Vest- mannaeyjum, f. 6. desember 1893, d. 22. júní 1992 og Guðbjörg Að- alheiður Sigurðardóttir frá Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958. Þau hófu búskap sinn í Bræðraborg en bjuggu lengst af í Hvammi að Kirkjuvegi 39 í Vest- mannaeyjum. Saman eignuðust mannaeyjum, f. 3. september 1910, d. 17. júlí 1988 og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 2. nóv- ember1909. Saman eignuðust Borgþór og Guðrún börnin Ágúst Heiðar f . 3. apríl 1952, Hrafnhildi, f. 23. júní 1953, Aðalheiði Lóu, f. 1 júlí 1958 og Guðrúnu Vilborgu, f. 11.október 1961. Borgþór tók minna mótorvél- stjórapróf í Vestmannaeyjum árið 1950. Hann var vélstjóri á ýmsum bátum, meðal annars á Vininum VE17 og Skógarfossi VE320, en varð að hætta til sjós vegna veik- inda. Borgþór og Guðrún hófu bú- skap sinn í Bjarma, Vest- mannaeyjum, seinna byggðu þau sér einbýlishús við Brimhólabraut 16 í Vestmannaeyjum. Borgþór átti við veikindi að stríða mestan part ævi sinnar, hann dvaldi síð- ustu æviárin á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför Borgþórs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þau 9 börn og var Borgþór þeirra yngstur: Rósa, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, Ráðhildur, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, Ágústa Kristín, f. 20. janúar 1919, d. 24. júní 1919 Sigurbjörn, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, Ágústa, f. 6. ágúst 1921, Að- alheiður, f. 5. desem- ber 1925, d. 20. sept- ember 1989, Áslaug, f. 20. janúar 1928, d. 18. júní 2007 og Finnbogi, f. 5. maí 1930. Borgþór kvæntist í Vest- mannaeyjum vorið 1955 Guðrúnu Andersen, f. 22. ágúst 1933. For- eldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen, útgerðarmaður í Vest- Æ, elsku pabbi, nú er jarðvist þinni lokið. Ætli þú hafir átt von á að þetta myndi gerast svona snögglega frekar en ég, allavega gáfu sígar- ettubirgðirnar þínar það ekki til kynna. Mér finnst einhvern veginn að við hefðum átt að eiga meiri tíma saman, þó er ég ánægð fyrir þína hönd með það að þú hafir fengið hvíldina núna þar sem lífsgæði þín voru nánast engin orðin. Þeim hefur svo sem aldrei verið ríflega skammt- að til þín, elsku pabbi minn. Ég trúi því að það hafi verið vegna undirbún- ings fyrir stóra verkefnið sem bíður þín á nýja staðnum. Ég er líka alveg hundrað prósent viss um að þú situr nú í sætinu þínu við hliðina á Guði og nærð að tukta hann Jesú til eins og þú sagðist ætla að gera við fyrsta tækifæri. Fáðu þá feðga nú til þess að hjálpa okkur með langþráða frið- inn, að ná þessari græðgi úr mann- fólkinu og að slökkva á stríðsvélun- um … í fullri alvöru, pabbi, held ég að ef kærleikanum yrði stráð með snjóflyksunum og regndropunum myndi það takast. Viltu spjalla um það fyrir mig, pabbi minn. Það var ómetanlegt fyrir mig að fá að halda í hönd þína þegar þú varst að skilja við þennan heim, ekki síður vegna þess að við sátum þarna saman ást- vinir þínir, sem elskum þig svo heitt, umkringd hlýju starfsfólksins á Grund. Það var ljúft að sjá hvað öll- um þarna þótti vænt um þig, það voru listaverk eftir þig út um allt, á öllum hæðum, úti á skrifstofu og jafnvel í sjoppunni. Ég vil nota tæki- færið hér og nú til þess að þakka þessu yndislega fólki fyrir það að annast þig svo vel sem raun ber vitni. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er það ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum? (Kahlil Gibran.) Pabbi minn, ég elska þig, farðu í Guðs friði og takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Aðalheiður og fjölskylda. Hjartans pabbi minn. Takk fyrir ástina og ylinn sem þitt stóra heið- arlega hjarta var fullt af. Orð mín eru fátækleg frammi fyrir brottför þinni héðan, en eins og Halldór Lax- ness skrifaði: „Hafi maður misst það sem hann elskar heitast þarf ekki að yrkja, hreimurinn í rödd manns seg- ir allan skáldskap lífsins.“ Það gleð- ur hjarta mitt að þú náðir fyrsta far- rými héðan og ég sé þig fyrir mér ungan og sprækan tilbúinn í næsta tækifærið sem þið Guð voruð búnir að bralla saman svo lengi. Hjartans þakkir til starfsfólksins á Grund fyrir hlýja og góða umönn- un, sem gerði pabba fært að skapa allt sem listamaðurinn í honum fékk hugdettu um hverju sinni og gerði okkur ástvinum og pabba lokastund- irnar eins fallegar og þær voru. Ég elska þig pabbi minn. Þín dóttir, Hrafnhildur. Elsku pabbi minn, þegar ég hitti þig fyrst var ég orðin 12 ára gömul og man ég þá stund eins og það hefði gerst í gær. Ég mun alltaf geyma þá minningu innst í hjarta mér. Eftir það fórum við að skrifast á og lengi vel voru það okkar einu samskipti, þangað til ég eltist og fór að heim- sækja þig. Ég minnist þeirra yndislegu stunda, samtala og allra skemmti- legu bréfanna og fallegu myndanna frá þér í gegnum árin. Vænst þykir mér þó um síðustu samverustundina okkar sem við áttum saman í janúar síðastliðnum. Þótt ég sæi mikil þreytumerki á þér átti ég ekki von á því að þetta væri síðasta stundin okkar. Þetta var góð stund, þú varst svo glaður að sjá okkur Sonju og ekki síst þegar við náðum í Pamelu, hundinn hennar, og stálumst til að sýna þér hana. Þér fannst það sko ekki leiðinlegt. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir hlýjuna og kærleikann sem þú gafst mér. Þú varst svo yndisleg per- sóna og nú ertu kominn á enn betri stað og þjáist ekki lengur. Þú hafðir nú stundum af því áhyggjur hvað þú gast gefið okkur lítið eða rétt okkur, en eins og við ræddum svo oft um, þá eru það ekki veraldlegu gjafirnar sem skipta okkur mestu máli þegar upp er staðið, heldur kærleikurinn. Og þú, pabbi minn, áttir mjög mikið af honum, þrátt fyrir þinn langa og erfiða sjúkdóm, sem var lítt meðtek- inn í þjóðfélaginu þegar þú varst ungur. Ég minnist þín sem yndislegs, ljúfs og kærleiksríks föður, takk fyr- ir allt. Ég sakna þín. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (Úr 1. Korintubréfi 13. kap.) G. Vilborg Borgþórsdóttir. Borgþór Árnason ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ELÍN SIGURBORG JÓNATANSDÓTTIR, Vallarbraut 9, Seltjarnarnesi, lést á dvalarheimilinu Skjóli mánudaginn 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skjóli. Herbert Herbertsson, Svanhvít Jónsdóttir, Jóhann Pétur Herbertsson, Guðrún Elín Herbertsdóttir, Elín Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Jóhann Jónatansson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.