Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Albert HólmÞorkelsson, bak- arameistari, fæddist á Siglufirði 29. ágúst 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 12. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorkell Kristinn Sig- urðsson Svarfdal, f. 8.4. 1881, d. 20.12. 1940, og Jóhanna Guðríður Kristjáns- dóttir, f. 6.1. 1892, d. 11.12. 1986. Systkini Alberts eru Elenora, f. 5.4. 1911, d. 14.6. 1976), Sigurpáll, f. 27.2. 1914, d. 3.1. 1996, Kristján Jóhannes, f. 29.6. 1917, d. 21.11. 2007, Margrét, f. 12.10. 1918, d. 20.9. 2006, Axel Aðalsteinn, f. 25.11. 1920, d. 17.11. 1993, Sigurður, f. 28.2. 1924, d. 28.2. 2007, Júlíus, f. 1.7. 1925, Hansína, f. 22.4. 1927, d. 9.3. 2005, Hilmar, f. 13.10. 1928, Sigríður Inga, f. 8.8. 1930, Elísabet, f. 21.7. 1932, d. 12.3. 2003 og Jóhanna Að- albjörg, f. 11.11. 1933. Albert kvæntist árið 1946 Sigríði Halldóru Guðmundsdóttur frá Súðavík, f. 27.7. 1922. Foreldrar hennar voru Guðmundur Óskar Sigríður eiga 22 barnabarnabörn. Albert ólst upp á Siglufirði. Hann starfaði í Félagsbakaríinu á Siglufirði, fyrst sem sendill og síðar sem bakari. Albert lauk prófi í bak- araiðn frá Iðnskólanum á Siglufirði 1944.Albert og Sigríður bjuggu í Keflavík um árabil þar sem Albert rak bakarí Kaupfélags Suðurnesja frá 1951 til 1961. Albert stofnaði sitt eigið bakarí í Keflavík 1961 og rak það þar til fjölskyldan flutti til Borgarness árið 1965. Í Borgarnesi annaðist Albert rekstur Brauð- gerðar KB til ársins 1988. Eftir að Albert lét af störfum hjá KB starf- aði hann hjá tengdasyni sínum og dóttur (Sigurgeir og Önnubellu) í Geirabakaríi þar til hann fór á eft- irlaun.Albert var mikill áhugamað- ur um íþróttir og var góður skíða- maður og badmintonspilari. Hann var einn af stofnendum badmin- tondeildar Skallagríms 1973 og var fyrsti formaður hennar. Síðustu 35 árin helgaði Albert þó að mestu golfíþróttinni og var einn af stofn- endum Golfklúbbs Borgarness, í janúar 1973, og sat í fyrstu stjórn hans. Albert og Sigríður voru gerð að heiðursfélögum golfklúbbsins árið 1996. Albert og Sigríði var veitt gullmerki ÍSÍ á 90 ára afmæl- ishátíð UMSB í apríl 2002. Albert náði mjög góðum árangri í golf- íþróttinni og var m.a. valinn í landslið öldunga í golfi. Albert verður jarðsunginn frá Borgarnesskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þorleifsson bygg- ingameistari, f. 6.4. 1884, d. 7.7. 1964 og Ágústína Jónsdóttir, f. 6.8. 1884, d. 13.5. 1957. Börn Alberts og Sigríðar eru: 1) Ágústína, f. 13.4. 1945, maki Sigurður Arason. Börn þeirra eru Albert, Sigríður Lilja, Anna María og Íris. 2) Drengur, f. 7.1. 1947, d. 11.5. 1947. 3) Katrín, f. 18.4. 1948, maki Loft- ur Jóhannsson. Börn þeirra eru Fjóla, Kristján Albert og Hulda. 4) Kristján Þorkell, f. 3.5. 1949. Fyrr- verandi maki Margrét Sigurþórs- dóttir. Börn þeirra eru drengur, f. 17.2. 1968, d. 1.3. 1968, Jóna Ester, Sigurþór og Halldór Hólm. Núver- andi maki Kristjáns er Elín Ebba Guðjónsdóttir. Börn hennar eru Sigurbjörg Hulda, Hjalti og Guðjón Helgi Guðjónsbörn. 5) Annabella, f. 17.9. 1952, maki Sigurgeir Erlends- son. Barn Önnubellu og uppeld- issonur Sigurgeirs er Viðar Héð- insson. Börn Önnubellu og Sigurgeirs eru Rakel Dögg, Sóley Ósk og Sigríður Dóra. Albert og Leiðir okkar Alberts lágu fyrst saman fyrir um 30 árum síðan. Þau hjónin, Albert og Sigga, höfðu heyrt orðróm um að drengstauli nokkur væri farinn að gera sér dælt við dótt- ur þeirra í Reykjavík og drifu sig í bæinn til að kanna aðstæður og grípa í taumana ef ástæða væri til. Ekki er mér kunnugt um hver niðurstaða þessarar rannsóknarferðar var að öðru leyti en því að ekki var talin sér- stök þörf á að grípa inn í atburða- rásina. Reyndar var mér, strax frá upphafi, tekið opnum örmum og ég boðinn velkominn í fjölskylduna. Albert var bakari að lífsstarfi og aldrei voru svo veislur haldnar í fjöl- skyldunni að ekki væru á borðum stríðstertur og kransakökur frá Al- berti afa. En umfram allt var Albert mikill fjölskyldumaður og góður fé- lagi og stuðningsmaður barna sinna og fjölskyldna þeirra. Það var alltaf stutt í glettnina og hann var hrókur alls fagnaðar þegar fjölskyldan kom saman. Skopskyn hans og óendanleg lífsgleði og fjör munu lifa áfram í minningu allra sem til þekktu. Ekki verður rætt um Albert án þess að minnast á eftirlifandi eigin- konu hans og lífsförunaut til meira en 60 ára, Sigríði Guðmundsdóttur. Gagnkvæm vinátta og væntumþykja einkenndi sambúð þeirra allt til enda. Albert og Sigga gerðu alla hluti sam- an. Eftir að Albert fékk golfbakter- íuna gat þess ekki orðið langt að bíða að Sigga smitaðist líka. Þau urðu bæði frábærir golfarar og unnu mörg golfmót eins og best sést í verðlauna- herberginu á Kveldúlfsgötunni þar sem hillurnar svigna undan verð- launabikurum. Hvergi naut Albert sín betur en á golfvellinum. Hann reyndi ítrekað að koma mér á golfbragðið og var óþreytandi að fara með mér á völlinn og veita mér tilsögn í leyndardómum golfíþróttarinnar. Þrátt fyrir óbilandi bjartsýni og þrautseigju Alberts héldu leyndardómar golfíþróttarinn- ar áfram að vera leyndardómar fyrir mér. Ég minnist þess til dæmis að Al- bert lagði mikla áherslu á að til að ná góðu höggi þyrfti maður að hafa aug- un á kúlunni. Þessi regla virkaði ekki fyrir mig. Reyndar grunaði mig lengi að hún væri til þess eins að ég sæi ekki Albert veltast um af hlátri yfir tilburðunum. Þótt golfið hafi verið helsta áhuga- mál Alberts síðastliðin 30 ár, var það aldrei árátta. Hefði hann sjálfur átt að lýsa áhuga sínum á golfi hefði hann sjálfsagt sagt, með glettnisblik í auga, að það væri engin þörf á að vera alltaf að spila golf, tveir til þrír hring- ir á dag væri alveg nóg. Albert Þorkelsson lifði það ekki að verða gamall – samt varð hann ríf- lega 85 ára. Eins og títt er um glað- sinna fólk, sem ann lífinu, eltist hann vel og var ungur í anda, kvikur á fæti og frísklegur allt til loka. Einhver spekingur sagði að dauðinn væri bara aðferð náttúrunnar til að segja mönn- um að fara að taka því rólega. Albert fékk þessi skilaboð að morgni 11. febrúar síðastliðinn. En rólegheit voru Albert ekki að skapi, þá var eins gott að hætta alveg og það gerði Al- bert, eftir stutta umhugsun, að morgni 12. febrúar. Loftur Jóhannsson. Elsku afi. Nú er komið að kveðju- stund sem við áttum alls ekki von á. Söknuðurinn er mikill og það rifjast upp margar góðar minningar. Þú varst alltaf einstaklega hress og við munum ekki eftir þér öðruvísi en að þú værir að koma af gólfvellinum eða að fara á hann og það var ósjald- an sem tekinn var rúntur á gólfvöll- inn til að athuga hvernig þér gengi. Ekki nóg með það, heldur stundaðir þú líka badminton og lyftir lóðum. Svo fengum við líka að heyra hjá þér sögur af skíðaiðkun þinni og boxiðk- un sem þú stundaðir þegar þú varst yngri. Já, það er ótrúlegt hvað þú hefur verið duglegur að hreyfa þig gegnum tíðina, elsku afi. Þótt þú hafir stundað íþróttir af krafti fram á síðasta dag, þá var aldr- ei að sjá þreytumerki á þér. Þú tókst alltaf á móti okkur hress og kátur með húmorinn í lagi. Slóst stöðugt á létta strengi, lékst við krakkana, vaskaðir upp, skaust út í búð, lagðir á borð og sprautaðir á alla með rjóma- sprautunni. Þú varst sérstaklega góður í þér og kátur maður sem ekk- ert aumt mátti sjá og við munum taka þig okkur til fyrirmyndar. Við viljum þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Þú varst einstakur afi sem verður sárt saknað. Megir þú hvíla í friði. Elsku amma. Guð veri með þér og styrki þig í þessari miklu sorg. Kveðja, Albert Sigurðsson, Sigríður L. Sigurðardóttir, Anna María Sig- urðardóttir og Íris Sigurðardóttir. Mér líður eins og afi minn hafi dáið langt fyrir aldur fram, þó að hann hafi orðið 85 ára. Maður trúir því ekki ennþá að hann sé farinn. Að hann eigi ekki eftir að koma við á Kjartansgöt- unni eða við í bakaríinu eða sjá hann keyra upp á golfvöll. Afi var ekki bara afi minn, hann var líka besti vinur minn. Það var svo gott að vera nálægt honum, hann var svo rólegur og yf- irvegaður og í góðu jafnvægi. Við átt- um líka svo margt sameiginlegt, við unnum við það sama, og svo var það eitt, það stærsta: golfið. Það var líf hans og yndi og klárlega það sem hélt honum svona ungum og hraustum fram á síðasta dag. Afi var mjög mikill íþróttamaður, hann var mikið á skíðum og skíða- stökki þegar hann var yngri, svo þeg- ar ég fer að muna eftir honum var hann að hamast í badminton. En að- allega var það svo golfið sem átti hug hans allan. Við fórum víða um land með félögunum í klúbbnum til að keppa á mótum og stundum komum við með verðlaun heim. Ég man alltaf eftir því að hann var að keppa á Ping Open og ég var að draga settið og allt gekk svona glimrandi vel. Afi nældi í verðlaun og við vorum brosandi út að eyrum á leiðinni heim, komum svo inn í eldhús til ömmu og hún spyr „Jæja, hvernig gekk þetta svo?“ það var ekkert annað en það að afi tók ut- an um ömmu og gaf henni rembings- koss beint á munninn og ég labbaði eldrauður í framan beint inn í stofu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá afa kyssa ömmu. Það mætti segja að afi hafi haft réttu uppskriftina að því hvernig ætti að lifa lífinu, hann var elskaður og dáður af öllum, ekkert vesen. Hafði alltaf tíma til að sinna fjölskyldunni, hafði óendanlega þolinmæði. Maður sá hvað hann hafði rosalega gaman af að fá litlu börnin í heimsókn eða skjótast upp á völl með þau til að taka nokkur högg, og alltaf komu allir glaðir og brosandi heim. Það var aldrei grátur eða vesen eftir að hafa verið með langafa. Elsku afi minn, hjarta mitt er stút- fullt af stórkostlegum minningum um þig og það sem við brölluðum saman. Það var mér óendanlega dýrmætt að hafa náð að vera hjá þér síðustu stundirnar í þínu lífi, halda í heita hönd þína, tala við þig og kyssa þig á ennið. Ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þinn Viðar. Elsku besti afi. Það var enginn búinn undir það að þú myndir kveðja okkur svona snögglega. Þetta er svo sárt og við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Ég er svo þakklát fyrir að við Maggi gátum tekið spil með ykkur fyrir nokkrum dögum. Minnist þess með bros á vör þegar þú reyndir nú að svindla með því að leggja tígulinn út, en amma fylgdist vel með og tók strax eftir því. En við rúlluðum þeim upp afi og þú hélst vel utan um stigin okkar. Þú varst alltaf svo góður við litlu langafabörnin Andra Snæ, Önnu- bellu, Patrek og Aron Elí þegar við komum í heimsókn frá Danmörku. Albert Hólm Þorkelsson ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU JÓHANNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að Hvassaleiti 153, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. Skúli J. Björnsson, Anna S. Garðarsdóttir, Þórhallur Skúlason, Unnur A. Einarsdóttir, Elva Rósa Skúladóttir, Sigrún Kristín Skúladóttir, Hlynur Skúli Skúlason og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ANNA HÄSLER, Sundstræti 36, Ísafirði, sem lést 15. febrúar, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæring Gunnar Jónsson, Hans Georg Bæringsson, Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Geir Elvar Bæringsson, Inga Lára Þórhallsdóttir, Gunnar Reynir Bæringsson, Guðrún Arnfinnsdóttir, Gertrud Hildur Bæringsdóttir, Valgeir Guðmundsson, Jón Sigfús Bæringsson, Edda Bentsdóttir, Henry Júlíus Bæringsson, Jóna Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma okkar, ÞÓRLAUG AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Möðrudal, til heimilis að Laufási 12, Egilsstöðum, sem lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þann 17. febrúar verður jarðsungin laugardaginn 23. febrúar frá Egilsstaðakirkju kl 14.00. Sigbjörn Sigurðsson, Jón Hlíðdal Sigbjörnsson, Fjóla Malen Sigurðardóttir, Soffía Sigríður Sigbjörnsdóttir, Vilhjálmur Grétar Pálsson, Jóhanna Birna Sigbjörnsdóttir, Birgir Vilhjálmsson, Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Gunnar Þór Sigbjörnsson, Helga Þórarinsdóttir, Þórhalla Dröfn Sigbjörnsdóttir, Hallgrímur Már Jónasson, Sigurður Steinar Sigbjörnsson, Sunneva Flosadóttir, ömmubörn og systkini. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRGVIN RÖGNVALDSSON, fyrrverandi hafnarvörður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag föstudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristján Fredriksen, Kristín S. Jónsdóttir, Guðbjörn Garðarsson, Ragnhildur Skjaldar, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR SIGURÐSSON, sem lést á Vífilsstöðum mánudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl.13.00. Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson, Björgvin Þorleifsson, Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsd. Snædal, Bárður Þór Stefánsson, Jenna Huld Eysteinsdóttir, Pálína Sigurrós Stefánsdóttir, Veigar Grétarsson, Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Óskar Sigurðsson og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.