Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 33
Þú varst ekki lengi að bjóða þeim að koma með þeim á golfvöllinn á æf- ingasvæðið. Ógleymanlegur tími sem þau eiga í minningunni. Ég er líka svo þakklát fyrir Sóley og Isabellu sem hafa verið með ykkur uppá næstum hvern dag síðastliðin 2 ár. Það var alltaf svo mikil gleði í kring um þig og ömmu, þið hlóguð svo að Isabellu að dansa og sunguð með henni. Elsku afi, við eigum ávallt eftir að minnast þín með bros á vör og gleði í hjarta. Megi Guð veita okkur styrk til að komast í gegn um þessa erfiða tíma. Góða ferð. Rakel Dögg. Elsku besti afi minn. Þá ertu farinn og eigum við öll eftir að sakna þín mikið. Ég á eftir að sakna hlátursins og fíflagangsins, allar þær stundir sem ég hef átt með þér hafa verið frábær- ar. Það var alltaf gaman að fylgjast með þér og ömmu leika við hana Isa- bellu Sigrúnu, þér þótti svo vænt um hana og henni um þig. Á sunnudeg- inum áður en þú kvaddir okkur þá komu þú og amma til mín og Gísla í heimsókn og kíktuð á nýju íbúðina okkar. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir því aldrei hefði mér dottið i hug að það væri síðasta skiptið sem ég fengi að sjá þig. Ég var mikil afa- stelpa þegar ég var lítil og voru það ófáar stundirnar sem ég og Hulda áttum hjá ykkur og þú sast í stólnum þínum og leyfðir okkur að greiða hár- ið þitt klukkustundum saman. En alltaf varstu í góðu skapi, afi minn, og er það einhvað sem við öll eigum að taka til fyrirmyndar enda lifðirðu mjög góðu lífi, áttir frábæra konu, stóra fjölskyldu sem þykir svo vænt um þig og góða vini. En ég rifja alltaf upp jólin, afi minn, þegar hart var barist um möndlugjöfina og vor- um við farin að halda og höldum enn að þú hafir alltaf haft aukamöndlu upp í þér, því að einhvernveginn tókst þér alltaf að vinna möndlugjöf- ina jól eftir jól. Einnig er einn skemmtilegasti tími ársins þegar við fjölskyldan förum í bingó hjá ykkur á jóladag, þar situr þú með þína jóla- húfu og jólabindi sem spilar tónlist og ert ótrúlega stoltur bingóstjóri. Ég á alltaf eftir að hugsa til þín þegar við stelpurnar erum að keppa í körfubolta því alltaf á heimaleikjum þá varst þú fyrstur á svæðið til að hvetja okkur áfram, enda varstu svo- kallað lukkutröllið okkar, sérstaklega mitt. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég veit að þú átt allt- af eftir að vera hjá mér alla tíð. Blessuð sé minning þessa meist- ara. Sigríður Dóra. Það hafði alltaf virst svo fjarstæðu- kennt og erfitt að ímynda sér heim- inn án Alberts afa. Því fannst okkur sá dagur sem kjaftshögg, þegar við neyddumst til að horfast í augu við þá staðreynd að nú væri kveðjustund. Við sjáum afa fyrir okkur stand- andi á golfvellinum, með töffarasól- gleraugun á andlitinu og sveiflandi kylfunni í átt að sigri. Golfið átti vel við hann afa, enda jarðbundinn mað- ur með einstakt jafnaðargeð. Þó hafði hann gaman af að gantast og sprella og átti aldrei í erfiðleikum með að hlæja að sjálfum sér. Stundirnar sem við áttum með afa voru oft á tíðum við hversdagslega iðju eins og uppvask, en þar virtist hann hafa fundið sína köllun í heimilishaldinu. Hér er upp- vaskið nefnt sérstaklega, því þær eru ófáar stundirnar sem við barnabörn- in hjálpuðum afa að ganga frá leir- tauinu. Nú, þegar hugsað er til baka, þá rifjast þessi samvera með afa sér- staklega upp. Svona hversdagslegir hlutir virðast harla ómerkilegir en geta skipt öllu, því við áttum okkur ekki á því strax hversu dýrmætur hann er. Afi, enginn gerði ráð fyrir að þurfa að kveðja þig þennan dag. Daginn áð- ur hafði staðið til að fjölskyldan hitt- ist öll en því hafði verið frestað, við höfðum líka hlakkað til að fara með litlu strákana okkar á golfvöllinn þinn í smá sýnikennslu í sumar, eins og rætt hafði verið um. Þín verður sárt saknað, en nú taka minningarnar við, þær glæða þig áfram lífi og við geym- um þig í hugum okkar og hjörtum. Við þökkum kærlega fyrir þann dýr- mæta tíma sem við fengum með þér. Fjóla, Kristján og fjölskyldur. Látum hugann reika til ársins 1971, nokkrir áhugasamir eldhugar taka sig saman og ráðast í það stór- virki að undirbúa gerð golfvallar á Hamri í Borgarbyggð. Undirbún- ingsnefnd er stofnuð, samið við Borg- arneshrepp um afnot af túnunum og Golfklúbbur Borgarness stofnaður tveimur árum síðar. Menn setja af stað vinnu við undirbúning fram- kvæmda og fyrstu golfhöggin eru slegin á norðurtúnunum, menn byrja með 3 brautir. Þrotlaus vinna fram- undan, áhuginn óbilandi, samheldnin og gleðin yfir hverju framfaraskrefi öllu öðru yfirsterkari. Einn af stofnendum golfklúbbsins, Albert Þorkelsson, sem við kveðjum í dag, er með frá upphafi, lætur sig aldrei vanta, boðinn og búinn til allra verka. Starfið heldur áfram næstu ár, samið er um stækkun golfvallarsvæð- is við sveitarfélagið, Hamarshúsið fæst fyrir félagsstarfið, breytir miklu, kallar á enn meiri sjálfboða- vinnu, hlúð er að gróðri, umhverfið snyrt, trjárækt hefst. Á árinu 1995 er 9 holu golfvöllur tekinn í notkun, menn halda áfram vegferðinni, stefn- an er mörkuð, 18 holu golfvöllur skal rísa á Hamri og ekki er linnt látum fyrr en takmarkinu er náð og fullbú- inn golfvöllur er formlega tekinn í notkun sumarið 2007. Hvað er þá betur til fundið en að heiðursfélagi klúbbsins slái fyrsta höggið við þessi tímamót? Enginn annar en Albert Þorkelsson kemur til greina og hann bregst við þegar hann er beðinn á jafn jákvæðan hátt og alltaf þegar til hans er leitað. Þegar kappinn slær vígsluhöggið halda fjöl- margir viðstaddir niðri í sér andan- um, boltinn stefnir beint á holu en skoppar síðan rétt aftur fyrir, hann er hársbreidd frá því að fara holu í höggi. Aðrir munu rekja lífshlaup Alberts nú þegar við kveðjum heiðursfélaga okkar. Hitt er víst að saga Golfklúbbs Borgarness og Alberts og eiginkonu hans Sigríðar er samofin öll þessi ár og eiga félagsmenn Golfklúbbsins þeim hjónum ótal margt að þakka fyrir gifturík störf. Það kemur margt upp í hugann frá þessum árum. Albert sat í fyrstu stjórn klúbbsins, var gjaldkeri árin 1973 til 1983 og aftur 1988-1989. Sig- urvegari var hann oft í sínum flokki á meistaramótum klúbbsins og núver- andi meistari í öldungaflokki. Hann tók þátt í ótal golfmótum á lífsleiðinni og vann til fjölda verðlauna. Albert var ótrúlega ern á efri árum og spilaði golf sem aldrei fyrr, orðinn 85 ára gamall, og síðasta golfsumarið lækkaði kappinn í forgjöf, geri aðrir betur. Hugtök eins og jákvæði, bjartsýni, eljusemi, nægjusemi, traust og áreið- anleiki eru allt hugtök sem okkur fé- lögum hans koma í hug í dag. Alltaf tilbúinn að starfa og það voru ekki margir dagarnir sem hann kom ekki að Hamri til þess að gantast við starfsmenn og félaga, leggja gott til mála og fylgjast með. Slá nokkur högg ef viðraði, vera félagi. Við leiðarlok þakkar Golfklúbbur Borgarness fyrir samfylgdina, braut- ir Alberts og Golfklúbbs Borgarness hafa legið saman í 37 ár. Sigríði og öðrum aðstandendum eru færðar samúðarkveðjur. F.h. Golfklúbbs Borgarness, Guðmundur Eiríksson formaður. Fallinn er frá okkur góður vinur sem hafði mikil áhrif á okkur og var stór hluti af því umhverfi sem við lif- um og hrærumst í. Albert Þorkelsson (Berti bakari) var frumkvöðull í orðsins fyllstu merkingu. Hann var ekki einungis upphafsmaður hinna einu sönnu súkkulaðisnúða, eftir því sem við best vitum, því hann var ekki síst frum- kvöðull í íþróttalífi Borgnesinga. Hann var í framvarðarsveit í badmin- tondeildinni og mikill skíðamaður að ekki sé talað um golfið. Þegar við kynnumst Berta þá var hann komin á fullt í golfið og var að sjálfsögðu komin í fremstu röð frum- kvöðla þar. Minningarnar sem við eigum um samskipti okkar við Albert í Golfklúbbi Borgarness eru efni í heila bók. Sögurnar um litla kallinn í bláu peysunni verða geymdar og sagðar á meðan við lifum, í það minnsta. Eins og við þekktum Albert þá var hann ætíð brosandi, kátur, skemmti- legur og alltaf tilbúinn til hjálpar hvar og hvenær sem þurfti. „Sumir eru betri en aðrir“ var oft viðkvæðið hjá Berta þegar hann náði góðum höggum á golfvellinum og undirparaði holuna. Þau voru sann- arlega mörg gullkornin sem komu af vörum þessa einstaka félaga okkar. Við minnumst þín með söknuði, bros á vör og yl í hjarta. Þú hafðir mikil og góð áhrif á okkur og alla í kringum þig. Blessuð sé minning þín, kæri vin- ur. Elsku Sigga, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Haraldsson og Haraldur Már Stefánsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 33 Til afa míns. Ég man hvernig þú komst mér til að brosa þegar ég var leið. Hvernig þú fullvissaðir mig um að allt færi vel. Nú ertu farinn upp í stjörnuheim. Þar vakir þú yf- ir mér. Hulda Loftsdóttir. Elsku besti langafi. Mér fannst svo gaman þegar ég fékk að fara með þér á golf- völlinn og keyra golfbílinn fyrir þig. Þú kenndir mér líka að spila golf. Mér fannst gaman þegar ég svaf hjá ykkur langömmu. Þú varst alltaf svo góður við mig. Þinn afastrákur Andri Snær. Kæri langafi. Ég sakna þín ofboðslega mikið. En þú ert alltaf hjá mér í hjartanu. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og langömmu og þú varst alltaf búinn að kaupa ís þegar við komum. Það var svo gaman að við náðum að vera með þér á jólunum. Það var líka gaman að fara með þér á golfvöllinn. Ég elska þig. Þín, Annabella. HINSTA KVEÐJA REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓSKAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Reykjum í Hrútafirði. Guðrún Einarsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Þóra Jóna Einarsdóttir, Karl Emil Ólafsson, Helga Einarsdóttir, Ásbjörn Björnsson, Jóhanna G. Einarsdóttir, Halldór Ari Brynjólfsson, Þórhildur Rut Einarsdóttir, Hallgrímur Bogason, Hulda Einarsdóttir, Ólafur H. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Útför bróður okkar og frænda, SKÚLA SKÚLASONAR ættfræðings frá Hólsgerði, Lindargötu 64, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar eigin- konu minnar, móður, dóttur, systur og tengda- dóttur, UNNAR FADILU VILHELMSDÓTTUR, Hraunási 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Sveinn Benediktsson, Gunnar Már Óttarsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Vilhelm G. Kristinsson, Jón G. Vilhelmsson, Sigurður E. Vilhelmsson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir, Benedikt Sveinsson, Guðríður Jónsdóttir. ✝ Þökkum ástkæra og auðsýnda samúð við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ÞÓRARINSDÓTTUR til heimilis að Brúnavegi 5, Reykjavík, sem lést á Landsspítalanum við Hringbraut þann 1. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12-G, Landspítalanum. Ólafur Hafþór Guðjónsson, Níels Ólafsson, Björg Ólafsdóttir, Magnús Magnússon, Daníel Ólafsson, Guðjón Hafþór Ólafsson,Þuríður Edda Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýndu samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar ástkæru eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU ÞORVALDSDÓTTUR, Skarðshlíð 19, Akureyri. Þorsteinn Williamsson, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Mjöll H. Thoroddsen, Margrét Þorsteinsdóttir, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.