Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hörður Guð-mundsson hár- skerameistari fædd- ist á Seyðisfirði 21. júlí 1931. Hann lést á Líknardeild LSH í Kópavogi miðviku- daginn 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Ólason, f. 26.9. 1886, d. 23.6. 1964, og Ingibjörg Árnadóttir, f. 22.9. 1887, d. 20.5. 1969. Þau bjuggu á Höfða á Völlum og víðar á Héraði, í Loð- mundarfirði og Seyðisfirði frá 1928 þar til þau fluttust til Kefla- víkur árið 1942. Systkini Harðar eru: Óli, f. 28.6. 1914, d. 26.9. 1995; Herborg, f. 21.12. 1915; Ásta Ragn- heiður, f. 22.2. 1917, d. 20.10. 1999; Þóra, f. 12.7. 1918, d. 15.4. 1956; Árni, f. 11.9. 1919, d. 28.1. 1992; Hólmgeir, f. 18.11. 1920; Þuríður, f. 9.8. 1922; Gunnar, f. 11.7. 1925 d.12.11. 1990; Sigþrúður, f. 1927, d. 1927; og Elín Björg, f. 15.5. 1929. Hörður kvæntist 29.1. 1956 Rósu ársins 1942 en fluttist þaðan til Keflavíkur. Hörður lauk hárskera- námi frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1951 og rak hársnyrtistofu í Keflavík allt til ársins 2000. Hörð- ur starfaði lengi að íþrótta- og félagsmálum í Keflavík. Hann var lengi virkur félagi í Ungmenna- félagi Keflavíkur og einn af stofn- endum og stjórnarmönnum Íþróttabandalags Keflavíkur. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og var þar virkur félagi frá stofnun. Hörður var einn af stofnendum Golfklúbbs Suðurnesja og gengdi þar for- mennsku í 15 ár. Hann var formað- ur Landsambands eldri kylfinga 1989–1992 og gengdi einnig starfi forseta Evrópusambands eldri kylfinga í eitt ár. Hörður var sæmdur gullkrossi, æðsta heið- ursmerki Golfsambands Íslands, árið 1989 og einnig sæmdur gull- merki Landsambands eldri kylf- inga árið 2004. Hörður og Rósa bjuggu flest sín hjúskaparár í Keflavík eða allt til ársins 2001 en þá fluttust þau í Kópavog þar sem þau hafa búið síðan. Heimili þeirra er nú að Funalind 13. Útför Harðar fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Helgadóttur, f. 27.11. 1930. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannesdóttir, f. 2.10. 1886, d. 31.8. 1972, og Helgi Jóns- son, f. 18.3. 1882, d. 6.6. 1941, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Börn Harðar og Rósu eru: 1) Helga hár- snyrtir, búsett í Bandaríkjunum, f. 18.7. 1956, 2) Halla hársnyrtir, búsett í Reykjanesbæ, f. 18.7. 1956, 3) Þóra tækniteiknari, f. 2.6.1961, búsett í Kópavogi, gift Sigurgeiri Þorleifssyni tæknifræð- ingi, f. 9.10. 1959, börn þeirra eru Fanney, f. 16.8. 1988, Atli Þór, f. 14.8. 1992, og Karen Helga , f. 5.1. 1998. 4) Inga Sigríður einkaþjálf- ari, f. 6.8. 1970, sambýlismaður Gunnar Guðjónsson fram- kvæmdastjóri, f. 9.8. 1969, börn þeirra eru Ólöf Rósa, f. 25.4. 1994, Hörður Ingi f. 14.8. 1998, og Bryn- dís Halla, f. 5.7. 2007. Hörður ólst upp á Seyðisfirði til Nú lýkur degi, sól er sest, nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, en blærinn hvíslar: góða nótt. Guðs friður signi foldarrann, Guðs friður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins, undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvíl, hjarta, rótt, hvíl, höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður – sof nú rótt. (Valdimar V. Snævar) Við kveðjum föður okkar í dag með virðingu og söknuð í hjarta. Hans vilji hefði verið að við bitum á jaxlinn og héldum okkar striki þrátt fyrir mikinn og sáran söknuð Hvíl í friði, elsku pabbi. Þínar dætur Þóra, Inga Sigríður, Halla og Helga. Herði kynntist ég fyrir rúmum 30 árum þegar ég og Þóra dóttir hans byrjuðum saman. Ég kom í Háholtið að sækja Þóru því að við ætluðum saman í bíó. Hörður kom til dyra og tók mig strax í yfirheyrslu með ákveðnum spurningum. Hvað heit- irðu? Hverra manna ertu? Hvað ger- irðu? o.s.frv.Við fyrstu kynni leist mér alls ekkert á kallinn, svo ágeng- ur var hann að ég varð beinlínis hræddur við hann. Þeir sem þekktu Hörð kannast eflaust við þessa takta en það var einmitt lýsandi fyrir hann að koma beint fram og fá staðreyndir á borðið áður en áfram yrði haldið. Ég jafnaði mig á yfirheyrslunni og skynjaði fljótlega að á milli okkar myndi verða úr mikill vinskapur. Ekki skemmdi fyrir að jafnræði kynja í fjölskyldunni færðist honum í hag þar sem hann var á þessum tíma eini karlmaðurinn á heimilinu. Hörður var alla tíð mjög gjafmild- ur í minn garð og minnist ég alltaf fyrstu jólanna þar sem hann nýtti öll tækifæri til að færa mér jólagjafir og voru pakkarnir merktir ýmist frá tengdó, tengdapabba eða jafnvel frá heimiliskettinum Mjöll. Í lok árs 1980 fluttumst við Þóra til Danmerkur þar sem stefnan var tek- in á framhaldsnám. Á þessum tíma fengum við margar heimsóknir frá Herði og Rósu og áttum saman ynd- islegar stundir sem aldrei munu gleymast. Við bjuggum í Danmörku í 9 ár og fluttum heim til Íslands um haustið 1989 með ársgamla dóttur okkar Fanneyju. Síðan hafa liðið 18 ár og 2 börn, Atli Þór og Karen Helga bæst í hópinn sem öll hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa notið góðra stunda með afa. Hörður var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og sjaldan hef ég kynnst slíkri hjálpsemi og atorku í einum manni. Mér er minnisstætt þegar ég sagði honum að ég ætlaði að skipta um jarðveg framan við húsið, en næsta morgun var hann mættur með skóflu og byrjaður að hamast án þess að láta nokkurn vita af sér. Rétt vakn- aður fer ég að athuga hvaða læti þetta voru fyrir utan, og þar var Hörður og hamaðist á skóflunni eins og hans var von og vísa. Það lýsir kraftinum sem bjó í Herði, að fyrr um morguninn hafði hann einnig far- ið í sund og síðan þvegið og bónað bílinn! Þær urðu ófáar klippingarnar sem hann gerði á mér gegnum árin og yf- irleitt hnippti hann í mig og sagði, þarf ekki að klippa þig? Síðan settist ég í stólinn hjá honum og hann sá um restina. Þegar hann hætti rekstri rakarastofunnar kom hann ýmist heim til okkar með skærin eða ég fór heim til hans. Þegar heilsu Harðar hrakaði fór ég í fyrsta skipti í mörg ár í klippingu á stofu og var þá spurður hvernig klippingu ég vildi? Við þessari spurningu átti ég engin svör enda ekki vanur að hafa skoðun í þeim efnum. Þrátt fyrir mjög erfið veikindi síð- ustu ár var ótrúlegt að fylgjast með því baráttuþreki sem Hörður bjó yf- ir. Þótt oft blési hressilega á móti sýndi hann aldrei nein merki um uppgjöf heldur aðdáunarvert æðru- leysi og kjark í erfiðri stöðu. Að lok- um vil ég kveðja Hörð með innilegu þakklæti og virðingu fyrir að hafa gengið mér í föðurstað eftir fráfall föður míns 1992. Guð blessi þig, kæri vinur. Þinn tengdasonur, Sigurgeir Þorleifsson. Í dag fylgjum við tengdaföður mínum, Herði Guðmundssyni, í hans hinstu för þessa veraldlega heims. Á svona stundum er algengt að við sem syrgjum leitum svara við spurning- um sem hjálpa okkur að takast á við sorgina. Einu svörin sem við fáum eru oft því miður hávær þögn. Þessi þögn neyðir okkur til að líta farinn veg og rýna í myndamöppu minning- anna. Þökk sé Guði þá eigum við margar og góðar minningar um Hörð. Mín fyrstu kynni af Herði voru þegar ég, á biðilsbuxum til yngstu dóttur þeirra hjóna, kastaði grjóti í rangan svefnherbergisglugga og vakti hann í stað þess að vekja Ingu mína. Rúmum tuttugu árum og þrem hraustum barnabörnum síðar er sagan jafn brosleg og atvikið var neyðarlegt. Þótt við fyrstu kynni af Herði hafi hann virkað harður og hranalegur bauð hann mig strax vel- kominn í sína yndislegu fjölskyldu og þar hefur ávallt verið komið fram við mig sem ég væri þeirra eigin. Hörð- ur var ávallt boðinn og búinn að leggja sína visku, raunsæi og reynslu á vogarskálarnar og hvaða ákvörðun sem tekin var þá studdi hann við mann í því að láta hluti verða að veruleika. Hann tók aldrei neitt ann- að í mál en að fólk fylgdi draumum sínum. Herði féll sjaldnast verk úr hendi og vandaði vel til allra verka, hvort sem þau tengdust vinnu, íþróttum eða tómstundum. Afrekaskráin er löng og of langt mál að telja upp hér en marga sína stærstu sigra tel ég hann hafa unnið eftir að veikinda hans varð vart. Það var erfitt að sjá heilsu hans hraka og að með tíman- um þyrfti þessi viljasterki og duglegi maður aukna aðstoð og umönnun. Hann sýndi samt allan tímann mikið æðruleysi í veikindum sínum og mestar áhyggjur hafði hann af ann- arra líðan en ekki eigin. Ósérhlífni og járnvilji voru hans aðalsmerki, alla leið. Mér er í huga þakklæti til mátt- arvaldanna að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að rekast á Hörð í þessu ferðalagi okkar. Í honum eign- aðist ég vin að eilífu sem átti drjúgan þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Metnaður hans fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur var eldsneyti fyrir alla sem í kring- um hann voru. Hörður varpaði ljósi á þá staðreynd að í lífinu eru vandamál ekki vandamál heldur tækifæri til að gera betur og hver áskorun á þeirri leið eykur einungis þroska okkar. Sólin rís aftur á morgun með nýjum tækifærum. Því veganesti sem Hörð- ur lét mér í té ætla ég mér að börn mín fái að bergja á, þó að vissulega hefði mér þótt vænna um ef þau hefðu fengið meiri tíma til að kynn- ast afa sínum og séð þann persónu- leika sem ég kynntist. Elsku Rósa, lífsförunautur þinn hefur nú haldið í aðra heima. Þó að þetta séu okkur framandi slóðir leggjum við traust vort á Guð al- máttugan um að þar líði honum vel og sé þar farinn að takast á við ný hlutverk. Megi Drottinn Guð styrkja þig og varðveita, hér eftir sem hing- að til. Farðu í friði, vinur, og hafðu hjart- ans þakkir fyrir allt. Gunnar. Hörður Guðmundsson var besti afi sem maður gat hugsað sér. Mér finnst ég vera mjög heppin að eiga svo margar skemmtilegar minningar með honum. Afi minn mun alltaf lifa í brjósti mér. Ég reyni að vera hug- rökk og minnast þess hvað við gerð- um margt skemmtilegt saman. Ég vil kveðja hann afa minn með texta sem ég samdi þegar hann var á spít- alanum. Afi minn og afi þinn er ekki það sama. Það þýðir ekki sorg og sút og hættum þessu drama. Því ég á þig og þú átt mig. Það breytist aldrei neitt þó sólin skíni heitt eða rigni vítt og breitt. Hvíldu í friði, afi minn. Þín afastelpa, Karen Helga. Í dag kveðjum við Hörð afa okkar. Við trúum því að nú sé hann á góðum og fallegum stað þar sem hann spilar golf, dyttar að húsum og gefur fugl- unum. Við áttum margar stundir með afa í sumarbústað þeirra ömmu þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað. Hann kenndi okkur báðum að spila golf og sýndi oft hve góður hann var að halda fótbolta á lofti. Hann var ungur í anda og gaf ekkert eftir þó að oft finndi hann til og þrekið væri lít- ið. Hann var í okkar huga algjört hörkutól með fallegt hjarta. Við lofum að passa vel upp á ömmu Rósu og verðum sterk eins og þú baðst okkur um. Einnig munum við segja „litla gleðigjafanum“ þín- um, Bryndísi Höllu, sögur af þér þegar hún verður eldri. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesú, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. Hvíl í friði, elsku afi – minningin um þig er ljós í lífi okkar Ólöf Rósa og Hörður Ingi. Fel ég mig í faðminn þinn feginsamlega, Drottinn minn. Þá stund þú lætur mig lifa hér, láttu þinn engil gæta að mér. Haltu mér í traustri trú, til þín fagnandi flý ég nú (Höf. ókunnur.) Guð blessi minningu þína, elsku afi minn. Þinn Atli Þór Sigurgeirsson. Síðustu daga hef ég verið að rifja upp gamlar og góðar stundir með afa og af nógu er að taka. Afi var alltaf svo orkumikill og ákveðinn maður, hann var alltaf á ferðinni og fannst fátt skemmtilegra en að spila golf. Ein af eftirminninlegustu stundun- um var á gamlárskvöld í Keflavík, en þá man ég eftir afa dansandi um göt- una með Liverpool húfuna sína að fagna nýja árinu. Sárt er að kveðja afa svona snemma, en mér verður alltaf hugs- að til góðu og hlýju stundanna sem ég átti með honum, í Keflavík að drekka gammel djús, í Kópavogi að borða góðan mat á góðu kvöldi eða jafnvel uppi í Höfða, sumarbústað afa og ömmu að grilla og hafa það yndislegt. Afi mun alltaf vera hjá mér í minningunni og ég kveð elsku afa með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guð veri með ömmu og hjálpi henni í hennar sorg. Fanney Sigurgeirsdóttir. Elskulegur frændi og kær vinur hefur kvatt. Hann Hörður var alvöru frændi sem fylgdist alla tíð vel með sínum. Hann sýndi sínu fólki mikinn áhuga og það duldist ekki að hann vildi fylgjast með starfi, áhugamálum og almennri líðan þeirra sem nærri hon- um stóðu. Í samræðum spurði Hörð- ur margs og oftar en ekki mjög áleit- inna spurninga og leitaði þá eftir skýrum svörum, það var einfaldlega hans stíll, enda hafði hann yfirgrips- mikla þekkingu á ýmsum sviðum. Hörður var mikill íþróttamaður og var jafnframt valinn til margvíslegra forystustarfa fyrir íþróttahreyf- inguna. Hann stýrði m.a. Golfklúbbi Suðurnesja á mesta uppbyggingar- tíma félagsins, í því starfi sást glöggt hvernig útsjónarsemi hans, hagsýni og einstök smekkvísi naut sín. Hörð- ur var mikill félagsmálamaður í sér og var virkur í öllu félagsstarfi sem hann kom nærri, hann vildi vera al- vöru þátttakandi en ekki bara vera með. Í félögum var hann vel til for- ystu fallinn enda naut hann sín vel í slíkum störfum. Hörður var einstakt snyrtimenni og gerði jafnframt kröfur til annarra um góða umgengni, t.d. á golfvelli. Margur nýliðinn í íþróttinni naut leiðsagnar hans hvað varðar tillits- semi, umgengni og virðingu fyrir umhverfinu. Sjálfur varð ég oft vitni að slíkum kennslustundum sem féllu í misjafnlega góðan jarðveg á meðan á þeim stóð, en voru oftar en ekki mikilsmetnar þegar frá leið og við- komandi hafði öðlast skilning á grundvallaratriðum þessarar íþróttagreinar. Sjálfur var ég þeirrar gæfu að- njótandi að spila golf með heiðurs- manninum Herði. Reyndar of sjald- an en þær stundir voru, leyfi ég mér að fullyrða, okkur báðum mjög dýr- mætar. Sama má segja um aðrar samerustundir sem við Rabbý áttum með þeim hjónum, of fáar en þeim mun dýrmætari í minningunni. Það var mikil gæfa að kynnast Herði Guðmundssyni og að fá að eiga hann að kunningja og vini. Frænka hans saknar góðs frænda og einlægs vinar. Bæði þökkum við fyrir samfylgd- ina og einlæga tryggð á langri leið. Rósu, dætrunum og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu Harðar Guð- mundssonar. Guðjón Stefánsson. Hörður Guðmundsson kaus að dreifa huganum með því að hlusta á eðalsöng Norðlendinganna Bjargar Þórhallsdóttur og Jóns Þorsteins- sonar þegar hann háði lokaorrustu stríðs síns við þann sjúkdóm sem engu eirir. Hann kvaddi þennan heim með sálminn „Á hendur fel þú honum“ í heyrnartækjum, í yndis- fögrum flutningi Ólafsfirðingsins Jóns. Táknrænni gat kveðjustundin tæpast verið. Hörður og Rósa voru hluti af til- veru okkur alla tíð. Tilhlökkun og gleði ríkti á sumrin þegar von var á Hörður Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNDÍSAR EINARSDÓTTUR HÓLM, Hlíðartúni 16, Höfn í Hornafirði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Lúðvík Jónsson. Síðasta bréfið! Komdu sæll, Hörður minn. Ég þakka þér fyrir góðar stundir. Það var svo gaman hjá okkur í gamla genginu. Hjá þér var best að vera. Ég vil ekki kveðja þig, en ég ætla að segja: „Ég sé þig í Nangilíala.“ Með kveðju til Rósu og stelpnanna þinna. Ég elska þig. Þín Anna Katrín í Danmörku. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.