Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 37 þeim ásamt dætrum að sunnan og tómlegt í kotinu þegar þau fóru. Langt var frá því að dvöl Keflavík- urdeildar fjölskyldunnar í sveitinni væri afslöppun eða letilíf eins og sumarleyfum er gjarnan ætlað að vera. Gestirnir gengu til verka, úti og inni, og drógu hvergi af sér. Svo voru rakaragræjur dorgaðar upp úr ferðatöskunni ef Herði þótti ástæða til að flikka upp á lubbalega drengja- hjörð. Frá Keflavík kom líka útlent sælgæti sem hvergi sást í kaup- félagsbúðum norðan heiða og ein og ein bjórflaska slæddist með líka, munaðarvarningur sem þar á ofan var bannvara í landinu á þeim árum. Hörður er örugglega einn sá fyrsti sem sveiflaði golfkylfu á svarf- dælskri jörð og bændum þótti tíð- indum sæta að fullorðinn maður léki sér í einhvers konar kúluspili á Jarðbrúartúninu. Hann var ástríðu- golfari og reyndar mikill áhugamað- ur um íþróttir yfirleitt, ekki síst fót- bolta. Rósa og Ingibjörg, móðir okkar, eru tvíburasystur, fæddar og upp- aldar á Ólafsfirði. Samband þeirra er náið og sterkt og tengsl fjölskyldna þeirra sömuleiðis. Hörður hafði mikinn persónuleika og skilur eftir sig skarð. Hann var glettinn og örlátur með ríka réttlæt- iskennd, fagurkeri og snyrtimenni sem bónaði bíla sína betur en flestir aðrir! Hann hafði ákveðnar skoðanir um menn og málefni og felldi stund- um harða dóma um pólitíkusa sem honum þótti ekki standa í stykkinu. Hann var forkur duglegur og gerði miklar kröfur til samferðamanna sinna en mestar samt til sjálfs sín. Hann hafði listræna þræði í eðli sínu og var mikill áhugamaður um húsa- gerðarlist, málaralist og tónlist. Vafalaust hefði hann getað náð langt sem arkitekt eða smiður. Hörður lagði hart að sér í öllu sem hann tók sér fyrir hendur um dag- ana, hvort heldur var í starfi eða leik. Meðalmennska og dútl var honum ekki að skapi, hann var stöðugt að breyta og bæta í kringum sig og sína. Gestir í sumarbústað Rósu og Harð- ar í Grímsnesinu sjá til dæmis vel hvernig húsbóndinn lét verkin tala við smíðar og tilfæringar af öllu tagi. Hann vissi mætavel undir lokin að stundaglasið var að tæmast og lík- aminn að gefa sig en hugtakið upp- gjöf var samt aldrei til í orðasafninu. Hörður hélt baráttuandanum til hinstu stundar og lagði upp í lang- ferð undir eftirfarandi lokaorðum í sálminum Á hendur fel þú honum: „Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð.“ Það eru orð að sönnu. Við þökkum honum sam- fylgdina og vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Alltaf verður birta sólar í kringum minningu Harðar Guðmundssonar. Systkinin frá Jarðbrú. Kveðja frá Golfklúbbi Suðurnesja Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja fyrrverandi formann sinn og góðan félaga, Hörð Guðmundsson, sem lést 13. febrúar s.l. Hörður var einn af brautryðjendum klúbbsins og stofnfélagi. Hann var formaður klúbbsins í 16 ár, fyrst 1971 en síðan samfleytt í 15 ár frá árinu 1974. Hann var ávallt boðinn og búinn til að leggja sitt að mörkum fyrir Golf- klúbb Suðurnesja og var ötull í starfi. Hans þáttur í uppbyggingu golfklúbbsins var mikill og allt gert með glæsibrag. Það sannast best á klúbbhúsinu sem er eitt glæsilegasta klúbbhús landsins og að mestu byggt í sjálfboðavinnu af félögum klúbbs- ins undir styrkri stjórn Harðar. Þá átti uppbygging golfvallarins sér að mestu stað í stjórnartíð hans og eiga þeir Hörður og Hólmgeir bróðir hans ekki ófá handtökin í þessum glæsilega golfvelli. Hann var löngum stundum úti í Leiru við golfleik eða að sinna ýmsum félagsmálum á veg- um klúbbsins. Hann lagði sérstaka rækt við yngri golfarana og var þeim til leiðsagnar og stuðnings. Það leiddi til þess að Golfklúbbur Suð- urnesja átti og á enn golfleikara í fremstu röð á Íslandi. Hann var alla tíð virtur af félögum sínum í golf- klúbbnum enda félagslyndur og drengur góður. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja sinn góða félaga og fyrrverandi formann Hörð Guð- mundsson með þakklæti í huga og votta aðstandendum samúð. Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja. Þegar maður kveður góðan félaga verður maður hugsi. Hörður rakari var einn slíkur. Þegar golfvellinum í Leiru var breytt úr 9 holum í 18 og byggt yfir starfsemina var Hörður formaður GS. Þar kynntist ég hon- um náið því að ég sat í stjórn með honum. Þetta verk var mestallt unn- ið í sjálfboðavinnu undir hans stjórn og með hans miklu útsjónarsemi. Þessari framkvæmd allri, sem í dag yrði metin á hundruð milljóna, kom hann fram án þess að fá eyrisvirði í styrki frá ríki eða bæjarfélögum. Slíkt stórvirki er ekki hægt að vinna nema undir forystu manns sem hef- ur kjark og vilja til framkvæmda og lagni til að fá aðra til liðs við sig, fé- laga til sjálfboðavinnu og fjárafla- menn til að greiða fyrir það sem fé- lagarnir gátu ekki lagt fram sjálfir. Fyrir þetta vil ég þakka þér, Hörður minn; ég er montinn af því að hafa fengið að taka þátt í þessu með þér! Ég votta konu Harðar, dætrum þeirra og aðstandendum öllum sam- úð mína. Logi Þormóðsson. Í dag kveðjum við kæran vin og lærimeistara. Minningarnar eru margar og skemmtilegar og munum við geyma þær í hjarta okkar um ókomna tíð. Alltaf var mikið líf og fjör þar sem Hörður var. Hann var mikill fagmaður og lagði einstaka áherslu á snyrtimennsku í starfi. Við sem vorum svo heppnar að læra hjá og vinna með Herði nutum góðs af því hvað hann var einstaklega góður kennari. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og okkar en hann var þó ávallt sanngjarn. Hörður lagði ekki aðeins mikinn metnað í vinnu heldur vildi hann efla samheldni okkar utan vinnu og áttum við margar frábærar stundir saman með Herði og Rósu konu hans. Hörður lét sér annt um okkur og okkar fjölskyldur og voru börnin okkar mjög hrifin af þeim hjónum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Elsku Rósa, Halla, Helga, Þóra, Inga Sigga og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Með þökk fyrir allt, stelpurnar þínar af stofunni, Aníta, Bára, Gréta, Linda, Margrét og Rósa. Nú hefur þú fengið hvíldina, kæri Meistari, eftir erfið veikindi. Við „stelpurnar“ hittumst um daginn, til að rifja upp gömlu, góðu dagana, þegar við unnum á Hársnyrtingu Harðar í Keflavík. Við vorum eins og ein stór fjölskylda, Hörður hafði ein- staklega gott lag á því að halda utan um fjörugan stelpnahóp. Hörður var mikill snyrtipinni og mátti hvergi sjá ryk eða kusk. Sér í lagi fór í taugarnar á honum ef borð- tuskan var ekki brotin saman á hans máta eftir að þurrkað var af borðum og hillum á hárgreiðslustofunni, all- ar brjótum við töskurnar saman á þennan máta enn í dag. Að hans sögn var hann sá eini á landinu sem fór í sóparaskóla, svo að allar útskrifuð- umst við úr hans skóla með það á hreinu að fægiskóflan skyldi geymd í ruslatunnunni, ekki við hlið hennar. Ýmislegt varð að föstum viðburð- um hjá okkur á stofunni, til dæmis árleg grillveisla hjá Herði og elsku Rósu sem tók alltaf vel á móti okkur og okkar mökum. Þau voru bæði höfðingjar heim að sækja. Nú, svo var það Eurovision-partý, útilega, jólahlaðborð og skötuveisla á Þor- láksmessu. Það má heldur ekki gleyma sólfarfríunum, þegar brunað var í Bláa lónið með Hörð fremstan í flokki. Á föstudögum, í lok vinnu- viku, þá bauð Hörður upp á léttar veitingar til að láta þreytuna líða úr okkur eftir vikuna. Þá voru málin rædd og við hlustuðum á Hörð segja sögur, til að mynda frá því þegar hann var við jarðaberjatínslu í Am- eríku. Hörður var jafnan góður fé- lagi okkar og oft var gleðin svo mikil að við fórum ekki beint heim heldur enduðum á skemmtistað í nágrenni við stofuna og skemmtum okkur fram á rauða nótt. Svona væri hægt að halda áfram endalaust en við látum staðar numið hér. En stemmingin á stofunni mun lifa áfram, því að stofnaður hefur verið klippiklúbburinn Hörður og samanstendur hann af starfsmönn- um frá Hársnyrtingu Harðar. Elsku Rósa, dætur, tengdasynir og barnabörn, við vottum ykkur okk- ar innilegustu samúð á erfiðum stundum. Unnur, Kolla, Bjarnveig, Drífa og Alma. Golfíþróttin er einstök og hefur á síðasta áratug orðið að næststærstu íþróttagrein á Íslandi. Hörður Guð- mundsson var einn af nokkrum sem heilluðust af þessari mögnuðu íþrótt á sjöunda áratug síðasta aldar, fyrir rúmlega fjörtíu árum síðan. Þá vissi hann ekki að hann átti eftir að marka spor sín í uppbyggingu hennar á Suðurnesjum svo að um munaði. Hörður vildi veg íþróttarinnar sem mestan og var formaður Golf- klúbbs Suðurnesja í sextán ár. Undir hans stjórn og eftirlifandi eldri bróð- ur hans, Hólmgeirs, gerðist ótrúlega mikið. Við félagarnir hittum Hörð fyrst í Leirunni fljótlega eftir að okkar leið- ir lágu í þessa paradís árið 1972. Nokkrum árum síðar réð Hörður okkur í vinnu við vallarhirðingu Hólmsvallar. Það er okkur ógleym- anlegur og ómetanlegur tími. Hörð- ur sem þá var formaður var einnig vallarstjóri. Hans hugur var alla daga í Leirunni. Snyrtimennska, dugnaður og metnaður voru honum í blóð borin sem og endalaus áhugi á uppbyggingu og hirðingu Hólmsvall- ar. Hörður var óþreyttur á því að leggja okkur lífsreglurnar í öllu þessu en studdi okkur á sama tíma í því að verða betri kylfingar. Tók tillit til þess í okkar vinnu á vellinum og gaf okkur frí til að keppa. Eitt árið var Íslandsmót í Leirunni. Við fé- lagarnir slógum flatir og brautir með Herði svo að völlurinn myndi skarta sínu fegursta og svo kepptum við líka um Íslandsmeistaratitilinn. Öðr- um okkar gekk betur og var í topp- baráttunni eftir tvo daga af fjórum og þá vildi Hörður að sá fengi frí í vinnu síðustu tvo dagana svo að hann gæti einbeitt sér að mótinu. Hinn vann áfram við vallarsláttinn. Það skipti hann miklu máli að kylfingar í Golfklúbbi Suðurnesja bæru merki hans í keppnum og næðu árangri. Við lentum í skemmtilegum æv- intýrum með Herði í Leirunni. Einu sinni lenti hann undir kerru fullri af möl þegar við unnum við stækkun vallarins. Þá þurfti að hafa snör handtök til að bjarga formanninum, en það tókst. Hann þurfti líka að bjarga okkur úr vandræðum, oftar en einu sinni. Við héldum einu sinni gleðskap með fleiri vinum okkar í golfskálanum að kvöldi til, nokkuð sem var að sjálfsögðu stranglega bannað. Það sást til okkar og Hörður mætti á staðinn, okkur að óvörum. Fjörið var úti og við héldum á brott skömmustulegir. Aldrei nefndi hann þetta við nokkurn mann í stjórn klúbbsins svo að við sluppum við refsingu, sem við áttum skilið fyrir þessi strákapör. Hörður var formaður af gamla skólanum, enda með ungmenna- félagsblóð í æðum. Hugsjónamaður. Á þessum tíma voru litlir og oft engir peningar til en með útsjónarsemi tókst honum að fá fólk og fyrirtæki með sér í lið. Það var ótrúlegt að sjá stórvirkar vinnuvélar á Hólmsvelli við gröft og jarðvegsflutning þegar við vissum að GS-buddan væri tóm. Hörður kunni þetta vel og kunni að halda góðu sambandi við styrktarað- ila. Hörður hefði ekki afrekað svona mikið ef hann hefði ekki átt fjöl- skyldu sem studdi hann í öllu þessu. Við sendum þér, elsku Rósa, og fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Páll Ketilsson, Gylfi Krist- insson og fjölskyldur. Meðan veðrið er stætt, berðu höfuðið hátt, og hræðstu’ eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið. Þó steypist í gegn þér stormur og regn, og þó byrðin sé þung, sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst: Þú ert aldrei einn á ferð. (Oscar Hammerstein) Einhvernvegin festist þetta ljóð í huga mér, eftir síðustu heimsókn mína til Harðar og Rósu, rétt áður en hann fór sína hinztu för á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi, en þar lézt hann nokkrum dögum síðar. Ég vissi alltaf, að Hörður væri ekki einhamur, en eftir að hann greindist með krabbamein í vélinda og gekkst undir mikla aðgerð, tví- efldist hann. Hann var ákveðinn að sigrast á þessum óvini og barðist hatramlega, en varð loks að játa sig sigraðan, en þá hafði meinið dreift sér og meðal annars skemmt radd- böndin. Þrátt fyrir það náðum við að tala talsvert saman í hinztu heim- sókn minni. Við Hörður og fjölskyldur okkar kynntumst fyrst að ráði, er við hóf- um báðir byggingu einbýlishúsa hlið við hlið við efstu götu Keflavíkur- bæjar, nánast uppi í heiði. Gatan, sem hlaut nafnið Háholt, var þó alls ekki til sem slík fyrr en allnokkru síðar, heldur var aðeins illfær troðn- ingur milli húsanna. Við Helga hóf- um framkvæmdir aðeins á undan, en Hörður og Rósa fluttu inn í sitt hús 1960, en við vorið 1961. Fljótlega þróaðist góð samvinna og vinátta á milli frumbyggjanna við götunefnuna Háholt (sem síðar varð glæsigata), og bar þar aldrei skugga á í þá fulla þrjá áratugi, sem við vor- um nágrannar. Eftir að Hörður og Rósa fluttu í Kópavog, duttum við hjónin oft inn í kaffi, ef við áttum leið hjá, eða skruppum í heimsókn í sælureitinn þeirra í Grímsnesinu, þar sem þau áttu fagran reit og notalegan bústað í nágrenni golfvallar. Síðasta heim- sókn okkar þangað var þann 6. júlí 2006, hálfum mánuði fyrir andlát Helgu. Hörður og Rósa voru nýlega flutt í nýja íbúð í Kópavogi. Ekki var ýkja langt á milli gömlu íbúðarinnar og þeirrar nýju, og flutti Hörður, þrátt fyrir heilsubrest, búslóðina á milli húsanna á handtrillu á gúmmíhjól- um, sem hann tók á leigu hjá Byko. Er ég kom síðar í heimsókn, var hann byrjaður að hengja upp stórt málverkasafn sitt. Ekki var þá þrek- ið meira en það, að hann sagðist að- eins hengja upp eina mynd á dag. Honum entist þó þrek og aldur til að hengja upp meginhluta málverka- safnsins og fegra íbúðina. Ég votta vinum mínum, Rósu, ekkju Harðar, dætrum þeirra, tengdasonum, dætrabörnum, systk- inum Harðar og öðrum aðstandend- um innilega samúð mína vegna frá- falls dugmikils og góðs drengs og vinar. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Björn Stefánsson. ✝ Magnús Sig-urður Helgason fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1944. Hann andaðist á Landspítala við Hringbraut 5. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ísleifur Helgi Sig- urðsson trésmíða- meistari, f. á Eyr- arbakka 13.5. 1906, d. 18.4. 1969, og Hulda Líney Magn- úsdóttir Blöndal, f. í Stykkishólmi 17.8. 1907, d. 16.2. 1989. Systkini Magnúsar eru Erna, f. 16.7. 1933, d. 20.6. 2007, Haukur Ormar, f. 9.2. 1938, d. 11.6. 1940, drengur, f. 21.8. 1941, d. 23.8. 1941, og Sesselja Guðný, f. 18.2. 1946. Magnús kvæntist 7.12. 1963 Ing- rid Ísafold Oddsdóttur, f. 24.3. 1945. Foreldrar hennar eru Oddur Hannes Magnússon, fv. stöðv- arstjóri, f. 1920 á Akranesi, og Kirsten Ása Magnússon húsmóðir, f. í Danmörku 1922, d. 1990. Þau Ingrid eignuðust 5 börn, en þau eru: 1) Oddur Hannes, f. 1962, maki Guðrún Hallgrímsdóttir. Synir þeirra eru Andri Viðar og Elvar Einir. 2) Páll Sigurður, f. 1964, maki Dagbjört Brynj- arsdóttir. Dætur þeirra eru Andr- ea Dagbjört og Guð- rún Ísafold. 3) Ísleifur Helgi, f. 1970. 4) Hulda Lí- ney, f. 1971, maki Eggert Björg- vinsson. Börn þeirra eru Arnar, Þóra Björk og Jóna Þór- dís. 5) Kristján Ingi, f. 1974, maki Lilja Björk Andrésdóttir. Synir hans eru Agn- ar Freyr og Eyþór Ingi. Dóttir þeirra er Aldís Freyja. Magnús ólst upp í Reykjavík og stofnaði þar heimili með konu sinni. Hann nam húsasmíðar og fékk meistararéttindi sem húsa- smiður. Hann vann við bifreiða- smíðar hjá Bílasmiðjunni hf. þar til hún hætti og var svo einn af stofnendum Nýju bílasmiðjunnar. Sumarið 1978 fór hann vestur á firði til að vinna við byggingar á húsakosti fyrir bændur þar. Hann heillaðist af sveitinni og haustið 1983 festu þau hjónin kaup á jörð- inni Múla í Kollafirði í Reykhóla- hreppi. Þar byggðu þau upp fjárbúskap sem þau hjónin hlúðu að af alúð. Haustið 2007 var öllum búskap hætt á Múla. Magnús verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kæri afi. Það var gaman að koma í sveitina, fara út í fjárhús og góla fyrir kind- urnar. Það var líka gaman að fara í réttir og mér fannst fyndnast þegar Spori át og nagaði innan úr bílnum. Ég veit að þetta hefur verið erfitt, að berjast við krabbameinið. Mér þykir vænt um þig. Hvíldu í friði, afi. Þín, Andrea Dagbjört. Kæri afi. Þú áttir margar kindur og amma var mjög dugleg að hjálpa þér. Mér fannst gaman að koma til þín í sveit- ina. Þú kenndir mér að umgangast dýrin og hjálpa til í sveitinni. Hvíldu í friði, afi. Þín Guðrún Ísafold. Magnús Sigurður Helgason Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur kvenskáta.) Guð og englarnir geymi þig. Þín tengdadóttir, Dagbjört Brynjarsdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.