Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13. Leik- hússferð á Sólarferð í Þjóðleikhús- inu 23. febrúar kl. 16, rúta frá Afla- granda kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist kl. 13.30, helgistund með sr. Hans Markúsi kl. 10, hárgreiðsla, böðun, handavinna, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbbur kl. 13.30, almenn handavinna, jóga, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, bútasaumur, hádegisverður, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16. Lýður mætir með harmonikkuna kl. 14. Eir hjúkrunarheimili | Lions- klúbbarnir Fjörgyn og Úlfar halda hátíð á hjúkrunarheimilinu 23. feb. 14. Raggi Bjarna syngur og skemmtir. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju syngur, stjórn- andi Svava Ingólfsdóttir, undirleik- ari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kaffi og veitingar í boði Jóhann- esar í Bónus. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK með opið hús 23. feb. kl. 14. Upplestur, gamanmál, harmoniku- leikur, Kristján Guðmundsson, Ása Sjöfn og Agnes Jórunn sýna fla- mencodansa. Kynning á ferðum til Grænlands og Færeyja. Myndbrot frá aðventuferð FEBK til Kaup- mannahafnar í des. sl. Veitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmenntaklúbbur kl. 13, umsjón Sigurjón Björnsson. Aðalfundur FEB 23. febr. kl. 13.30 á Hótel Loft- leiðum. Leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýna, Flutninganna eftir Bjarna Ingvarsson 24. febr. kl. 14 í Iðnó. Inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini eftir Matthías Johumsson. Næstu sýn- ingar: 27. febr. 2.-6. og 9. mars all- ar sýningar eru kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía, málm- og silfursmíði og jóga fyrir hádegi, kaffi til kl. 16 og félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga og ganga kl. 9.15, ganga, leikfimi kl. 10.30, há- degisverður. Gleðigjafarnir syngja kl. 14, konukaffið kl. 15. Félagsstarf eldri borgara, Garða- bæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist og ullarþæfing kl. 13. Rúta frá Garðabergi kl. 12.35. Skráning og móttaka greiðslu í bæjarferð 25. febrúar, 1.500 kr., ekki er hægt að greiða með kortum. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, m.a. bók- band. Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, ganga um nágrennið kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræf- ing kl. 14.20. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á ,„Sól- arferð“, sýning hefst kl. 14 (breytt- ur tími), skráning á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Bingó kl. 14, kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöð- in kl. 9. Opin handavinnustofa kl. 9-12, baðþjónusta kl. 9-14. Hádeg- ismatur. Bingó kl. 14, bókabíllinn kl. 14.45 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls að- gangur að opinni vinnustofu kl. 9- 12, postulínsmálning, jóga kl. 9-11, Björg F. Bingó kl. 13.30, spilaðar 6 umferðir, kaffiveitingar í hléi. Böð- un fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um Íslend- ingasögurnar? kl. 10, morgunspjall hjá Trausta Ólafssyni. Breiðagerð- iskórinn syngur með Leikskólanum Jörva kl. 14, sameiginleg myndlist- arsýning Hæðargarðs og Jörfa, dúkkurnar afhentar eigendum sín- um í nýsaumuðum/prjónuðum förtum. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi-blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa opnar kl. 9-16. Myndlist kl. 9-12, leikfimi kl. 13. Hárgreiðslustofa s. 588-1288, s. fótaaðgerðarstofa 568-3838. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, handavinna, spænska – byrjendur, hádeg- isverður, sungið v/flygilinn, kaffi- veitingar og dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun kl. 9, morgunstund, leik- fimi, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Sögustund kl. 13.30, lesin verður framhald sög- unnar næsta föstudag. Kaffiveit- ingar eftir lesturinn. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Biblíurannsókn kl. 11 á morgun á Blikabraut 2. Séra Björgvin Snorrason leiðir umræðu og talar í guðsþjónustunni sem hefst kl. 12. Súpa og brauð eftir samkomu. Aðventkirkjan í Árnesi | Biblíu- rannsókn á morgun kl. 10. Barna- og unglingadagskrá. Guðsþjón- ustan kl. 11, ræðumaður Jón Hjör- leifur Stefánssson. Aðventkirkjan í Reykjavík | Bibl- íurannsókn kl. 11 á morgun í kirkj- unni í Ingólfsstræti 19. Barna- og unglingadagskrá, umræðuhópur á ensku. Guðsþjónustan kl. 12. Sr Er- ic Guðmundsson prédikar. Aðventkirkjan í Vestmanna- eyjum | Samverustund á morgun á Brekastíg 17. Biblíurannsókn kl. 10.30 og guðsþjónusta kl. 11.30. Jóhann Þorvaldsson prestur stýrir umræðunni og flytur ræðu. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Samkoma kl. 11 á morgun, í Loft- salnum. Biblíurannsókn, söngur og hugvekja. Ræðumaður Gavin Ant- hony. Dagskrá fyrir börn og ung- linga og umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð að samkomu lok- inni. Áskirkja | Ólöf Davíðsdóttir djáknanemi verður með stólajóga og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorg- unn kl. 10-12. Grafarvogskirkja | Illugi Gunn- arsson les 13. passíusálm kl. 18. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins fellur niður vegna ferðar starfsins til Akureyr- ar. Skráning á filo@filo.is Nánari á www.filo.is Vegurinn kirkja fyrir þig | Kennsla um „Flæðisbæn og lækningu“ verður kl. 20. Kennari er Aníta Björk frá biblíuskólanum Arken í Svíþjóð. 85ára afmæli. Á morgun, laug-ardaginn 23. febrúar, verður Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir (Eyja í Tungu), Suðurgötu 17, Sand- gerði, áttatíu og fimm ára. Af því til- efni býður hún vinum og vandamönn- um að samgleðjast sér í Samkomu- húsinu í Sandgerði kl. 15-18 á afmælisdaginn. Afmælisbarnið af- þakkar blóm og gjafir en þætti vænt um ef andvirði slíks myndi renna til Krabbameinsfélagsins á Suðurnesjum. dagbók Í dag er föstudagur 22. febrúar, 53. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Endurhæfingar- og stuðnings-miðstöðin Ljósið heldur tvönámskeið fyrir aðstand-endur krabbameinssjúkl- inga á næstu vikum. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi er for- stöðumaður Ljóssins, sem frá árinu 2006 hefur aðstoðað einstaklinga sem fengið hafa krabbamein og blóð- sjúkdóma, sem og aðstandendur þeirra: „Fyrra námskeiðið hefst 25. febrúar og er haldið átta kvöldstundir. Námskeiðið er ætlað aðstandendum eldri en 18 ára og er hugsað bæði sem vettvangur fyrir fræðslu jafnt sem samræður en þaul- reyndir fagaðilar hafa umsjón með námskeiðinu: sálfræðingur, iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur,“ segir Erna. Unglingar með jafningjum „Seinna námskeiðið hefst 6. mars, er haldið 10 kvöldstundir og ætlað að- standendum 13-17 ára. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Foreldrahús og heilbrigðisráðuneytið og eru umsjón- armenn sálfræðingur og listmeðferð- arfræðingur sem báðir hafa langa reynslu af að starfa með börnum og unglingum. Þátttakendur fá bæði fræðslu og vettvang til að ræða við jafn- ingja sína sem lent hafa í svipuðum áföllum.“ Aðstandendur gleymast Erna bendir á að aðstandendur krabbameinssjúklinga vilji oft gleym- ast: „Þegar einn fjölskyldumeðlimur veikist af krabbameini hefur það áhrif á alla fjölskylduna því að sjúkdómnum fylgir gífurlegt álag á alla aðstand- endur,“ segir Erna. „Með réttri fræðslu og stuðningi má létta aðstandendum það áfall og erfiði sem fylgir krabba- meini. Ekki síst munar um að leyfa fólki að ræða við aðra sem lent hafa í sömu aðstæðum og hafa náð að yfirstíga erf- iðleikana. Hjá Ljósinu leggjum við áherslu á að hafa það gott í góðum fé- lagsskap, og vinna með lífsgleðina sem gerir hvern dag ánægjulegan.“ Bæði námskeiðin eru ókeypis og öll- um opin. Á slóðinni www.ljosid.org má finna nánari upplýsingar um endurhæf- ingarþjónustu miðstöðvarinnar. Heilsa | Námskeið hjá Ljósinu fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga Stutt við aðstandendur  Erna Magnús- dóttir fæddist á Selfossi 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá FÁ 1984 og út- skrifaðist sem iðju- þjálfi frá Iðju- þjálfaskólanum í Kaupmannahöfn 1988. Erna starfaði sem iðjuþálfi við sjúkahús í Danmörku frá árunum 1988-1990 og á Landspít- ala og Tryggingastofnun ríkisins frá 1990-2004. Hún hefur frá 2006 starfað hjá endurhæfingar- og stuðnings- miðstöðinni Ljósinu þar sem hún er nú forstöðumaður. Erna er gift Guð- mundi Jónssyni byggingafræðingi og eiga þau þrjú börn Tónlist Café Rót | Kvennarokkhljómsveitin Viðurstyggð spilar ásamt Múgsefjun í kvöld og opnar húsið kl. 19. Frítt inn. Leiklist Halaleikhópurinn | Næstu sýningar á Gaukshreiðriðrinu eftir Dale Wasserm- an, verða í Halanum, Hátúni 12, (Sjálfs- bjargarhúsinu), 24. febrúar kl. 17, 27. febrúar kl. 20.30 og laugardaginn 1. mars kl. 20. Uppl. og miðapantanir á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 552-9188. Fréttir og tilkynningar Smáratorg | Lionsklúbbarnir í Kópa- vogi, Ýr, Muninn og Kópavogs standa fyrir sykurmælingu á laugardag, kl. 13- 15. Ókeypis mæling á sykurmagn í blóði tengt sykursýki, einnig er hægt að fá frekari leiðb. Tveir læknar og tvær hjúkrunarkonur sjá um mælingu. AÐDÁENDUR og stuðningsmenn öldungadeild- arþingmannsins Baracks Obama sjást hér teygja sig eftir hendi hans að loknum fjölda- fundi Obama í Dallas í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag. Obama sækist eftir því að verða forsetaefni demó- krata í kosningum þar í landi í haust og hefur hann sigrað Hillary Clinton tíu sinnum í röð í forkosn- ingum demókrata. Hönd Obama sést lengst til hægri á myndinni. Að komast í snertingu við átrúnaðargoðið Reuters Skýringarmynd vantaði Með grein Jónasar Elíassonar prófess- ors, „Þráðurinn að ofan“, sem birtist í blaðinu í gær vantaði skýringarmynd- ina sem vísað er í í greininni. Í grein- inni segir að myndin sýni „næstum“ nýja skipulagið, en hún er klippt út úr loftmynd af gamalli evrópskri borg. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Umsagnarfrestur er ekki liðinn Í fréttaskýringu um álversfram- kvæmdir í blaðinu í gær var sagt að frestur til að skila athugasemdum vegna umhverfismats á háspennnu- línum á Bakka við Húsavík hefði runn- ið út 8. janúar sl. Hið rétta er að þarna var átt við frest til að skila at- hugasemdum til framkvæmdaraðila við drög hans að tillögu að matsáætl- un. Skipulagsstofnun á eftir að fá end- anlega tillögu að matsáætlun til um- fjöllunar og mun senda hana út til umsagnar og á þeim tíma gefst öllum tækifæri til að koma með frekari ábendingar við hana. Frummats- skýrslan kemur svo að þessu loknu og þá hafa allir möguleika á að koma með athugsemdir við mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar. Röng nöfn Ranglega var farið með nafn eins af umsækjendum um starf forstöðu- manns Rannsóknarmiðstöðvar Ís- lands. Hann heitir Þorvaldur Finn- björnsson, ekki Þorvarður eins og stóð í fréttinni. Þá misritaðist nafn Stefáns Thordersen í myndatexta í frétt um að Keilir hefði tekið að sér flugverndar- þjálfun, en var rétt í fréttinni sjálfri. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT SAMTÖKIN Blátt áfram standa fyr- ir alþjóðlegri ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Ráðstefnan verður haldin 15.-16. maí í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram undir yfir- skriftinni forvarnir er besta leiðin eða Prevention is the best way! Skráning er hafin á www.blattafram- .is Fjöldi innlendra og erlendra fyr- irlesara leggja leið sína hingað til lands til þess að fræða ráðstefnu- gesti, segir í fréttatilkynningu frá fundarboðendum. Auk þess munu eftirtaldar konur halda erindi: Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunar- forstjóri á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku á Ólafsfirði, Svava Björnsdóttir, starfsmaður og einn stofnandi samtakanna Blátt áfram og Þorbjörg Sveinsdóttir, B.A. sálfræð- ingur frá Barnahúsi. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una má finna á vefsíðu samtakanna www.blattafram.is og þar er hægt að skrá þátttöku. Ráðstefna um for- varnir FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.