Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 44
„Nei, við höfum enga veikleika,“ segir Andri kokhraustur. 49 » reykjavíkreykjavík ÞAÐ hefur oft verið sagt um stærstu kvikmyndastjörnur heims að árang- ur þeirra sé ekki síður kominn til vegna gífurlegrar vinnusemi en ein- stakra leikhæfileika. Hæfileikar mexíkóska leikarans Gaels García Bernal eru ótvíræðir eins og hann hefur sýnt fram á í myndum á borð við The Motorcycle Diaries og The Science of Sleep – og nú á sviði Borgarleikhússins í Kommúnunni – en vinnusemi Bernals er ekki minni. Þannig situr leikarinn ekki með hendur í skauti á daginn heldur und- irbýr tökur á stuttmynd sem hann hefur verið fenginn til að gera fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Lítið er vitað um eiginlegan söguþráð mynd- arinnar en þó er talið að hún muni fjalla um mikilvægi menntunar. Myndin verður tekin upp hér á landi í næsta mánuði og mun Bernal vera á fullu þessa dagana við að skima eftir hentugum tökustöðum auk þess sem hann leitar að íslenskum leik- urum fyrir myndina. Leikur með Bill Murray Næsta stóra verkefni Bernals er ekki af verri toga en það er vega- kvikmyndin The Limits of Control í leikstjórn hins bandaríska leikstjóra Jims Jarmusch (Down By Law, Ghost Dog, Coffee and Cigarettes, Broken Flowers). Kvikmyndin er enn á undirbún- ingsstigi en handritið sem er skrifað af Jarmusch fjallar um dularfullan einfara. Kvikmyndin verður tekin upp á Spáni, nánar tiltekið í Madrid, Sevilla og Almeria en auk Bernals mun stórleikarinn Bill Murray leika í myndinni og breska leikkonan Tilda Swinton. Þá hafa Isaach De Bankole og franski leikarinn Jean-Francois Stevenin einnig tekið að sér hlutverk í myndinni. Líkt og í mörgum fyrri myndum Jarmusch verða ekki minni stjörnur í litlum aukahlutverkum og heyrst hefur að Javier Bardem sem hlaut Golden Globe og BAFTA verðlaunin fyrir hlutverk sitt í No Country For Old Men og pólski leikstjórinn Rom- an Polanski, komi lítillega við sögu í kvikmyndinni. Situr ekki auðum höndum Árvakur/Brynjar Gauti Eftirsóttur Mexíkóski leikarinn Gael García Bernal leitar tökustaða. Vinnur að stuttmynd fyrir SÞ um mikilvægi menntunar  Söngvararnir Magni og Birgitta voru gestir morg- unþáttarins Zúúber á Fm 95,7 í gær í tilefni af flutningi sínum á lagi Hafdísar Huldar í Laugardags- lögunum annað kvöld. Bæði voru þau bjartsýn á árangur lagsins sem þau sögðu bæði einstaklega fallegt og ekki síður skemmtilegt. Hins vegar lýsti Magni ákveðnum áhyggjum yfir því að ef svo færi að lagið færi alla leið í keppninni gæti það reynst stórhættulegt því nú væru Serbar víst brjálaðir út í Kró- ata vegna sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra síðarnefndu og allt eins lík- legt að stríð myndi skella á í miðri úrslitakeppni Evróvisjón. Líklega hefur Magni verið með hugann við næsta smell Á móti sól þegar hann fylgdist með fréttum því ekki voru það Króatar sem lýstu yfir sjálf- stæði heldur íbúar Kosovo. Eins gott að smellurinn verði góður. Skyldi stríð skella á í miðri Evróvisjón?  Leikritið Kommúnan var frum- sýnd í gærkvöldi í Borgarleikhús- inu. Sýningin þótti takast vel upp enda höfðu prufusýningar verið haldnar alla vikuna til að fínpússa verkið en leikritið er, eins og komið hefur fram, byggt á sænsku kvik- myndinni Tillsammans. Að lokinni sýningu gafst gestum kostur á að fagna með aðstandendum sýning- arinnar í forsal Borgarleikhússins en í takt við tíðaranda verksins var boðið upp á indverska hippakássu með ofnbökuðu, lífrænu rót- argrænmeti og himnesku salati auk ástarávaxta sem baðaðir voru í líf- rænu súkkulaði. Þetta kallar maður alvöru hippa-veislu. Hippa-veislumatur Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HIPHOP-mógúllinn Ómar Ómar hélt því fram á síðum Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum að árið 2008 gæti vel orðið árið sem markaði end- urkomu hiphops-ins. Hvað sem þeim spádómi líð- ur markar 2008 ákveðin tímamót fyrir rapparann Sævar Daníel Kolandavelu sem einnig gengur undir nafninu Poetrix, því út er kominn hans fyrsta plata Fyrir lengra komna. Að sögn Poetrix hefur platan verið í smíðum í tvö og hálft ár en sumt efnið á plötunni er eldra og annað „fjörgamalt“ eins og hann orðar það. Poetrix segist hafa byrjaði að semja rapptexta þegar hann var 16 ára gamall en fram að því hafði hann eins og svo margir rapparar leikið sér að því að semja ljóð. Spurður um áhrifavalda nefnir hann bandaríska rapparann Sage Francis en það var plata hans Personal Journals sem atti honum á sínum tíma út í rappið. Aðspurður hvað hafi ver- ið í Francis sem hafi heillað hann nefnir hann trylltan ljóðheim svo stóran og mikinn að víðáttu- brjálæðið hafi verið allsráðandi í textagerðinni. „Það er líka mikla sál að finna í textunum hans og hann notar orðin á mjög sérstakan máta sem ég kann að meta.“ Margt gengið á Á MySpace síðu Poetrix kemur fram að rapp- arinn hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla og á yngri árum sínum barðist hann bæði við eitur- lyfja- og áfengisfíkn og komst oftar en einu sinni í kast við lögin meðan á því tímabili stóð. Eftir ní- undu meðferðina á Vog ákvað hann hins vegar að nú væri komið gott. Hann sneri við blaðinu og hóf að einbeita sér að tónlistinni. „Því miður hefur maður komið sér í þá aðstöðu að þurfa að ræða þessi mál opinskátt í fjölmiðlum en ég kýs þó heldur að lögin og textarnir tali sínu máli og segi mína sögu. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í mínu lífi hefur textagerðin alltaf haldið mér gangandi og textagerðin var það eina sem gaf mér einskonar markmið og einhvern tilgang.“ En hvað er það við hiphop-ið sem aðrar tónlist- arstefnur hafa ekki? „Það er lýríkin og þessi kraftur sem leysist úr læðingi í hiphop-inu. Þetta er hrá músík og beint áfram en um leið svo einlæg. Í henni er alla vega eitthvað, ... einhver kraftur sem ég hef ekki fund- ið annars staðar.“ Lýrískur kraftur Rapparinn Poetrix gefur út sína fyrstu plötu, Fyrir lengra komna Árvakur/Kristinn Hrátt og einlægt „Þetta er hrá músík og beint áfram en um leið svo einlæg,“ segir rapparinn Poetrix um hip hop-tónlist. www.myspace.com/poetrixmusic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.