Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 49
Liðsmenn Borgarholtsskólasegjast bjartsýnir, endastefna þeir ótrauðir á sigur í kvöld. „Við stefnum alltaf alla leið, enda kominn tími til að við end- urheimtum Hljóðnemann,“ segir Sturla Snær Magnason sem skipar liðið ásamt þeim Hafsteini Birgi Ein- arssyni og Einari Bjarti Egilssyni. Borgarholtsskóli hefur einu sinni sigrað í Gettu betur, en það var árið 2005. Það var hins vegar fyrir tíma nú- verandi liðsmanna sem eru þó ekki alveg blautir bak við eyrun því bæði Sturla og Hafsteinn voru í liðinu í fyrra. Þá var árangurinn að vísu ekk- ert sérstaklega góður því þeir duttu út í annarri umferð í útvarpinu, og komust því ekki í sjónvarpið. Hvað sérsviðin varðar segja þeir félagar verkaskiptinguna nokkuð ákveðna. Einar er hvað bestur í nátt- úrufræði, klassískri tónlist og ís- lenskri landafræði, Sturla sér um bókmenntir og goðafræði og Haf- steinn er hvað fróðastur um sagn- fræði. Hvað veikleikana varðar við- urkenna þeir að vera ekkert sérlega vel að sér um kvikmyndir, sem hlýtur að teljast óvenjulegt miðað við að hér er um tæplega tvítuga karlmenn að ræða. Þá segja þeir félagar að and- stæðingarnir séu vissulega sterkir. „En það er líka alltaf skemmtilegra að keppa við góð lið,“ útskýra þeir að lokum. Hvor skólinn getur betur? Lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Kópavogi eigast við í þriðju viðureign átta liða úrslita Gettu bet- ur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Jóhann Bjarni Kolbeinsson tók púls- inn á liðsmönnum sveitanna. Árvakur/Golli Lið Borgarholtsskóla Hafsteinn, Sturla og Einar stefna alla leið. Gettu betur verður sýnt í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld og hefst kl. 20.10. Lið Menntaskólans í Kópavogi Andri, Eiríkur og Ingvi eru kokhraustir. Árvakur/Ómar sérsvið er kannski trúarbrögðin, Ei- ríkur er með landafræðina, enda ein- hver fróðasti Íslendingur í þeim efn- um, og svo er Ingvi mikið í tónlist, dægurmálum og íþróttum.“ En hvað með veikleika, eru þeir til staðar? „Nei, við höfum enga veik- leika,“ segir Andri kokhraustur. Hvað andstæðingana varðar segir Andri þá mjög sterka. „Það er alltaf skemmtilegra að mæta góðum liðum, og síðustu ár hefur alltaf komið gott lið frá Borg- arholtsskóla.“ Þetta leggst bara mjög vel í okk-ur,“ segir Andri Þorvarð-arson, liðsmaður Mennta- skólans í Kópavogi. „Við erum alltaf stemmdir.“ Lið MK er skipað sömu mönnum og í fyrra, þeim Ingva Þór Sæmunds- syni, Eiríki Knútssyni og áðurnefnd- um Andra. Þeir félagar komust alla leið í úrslitin í fyrra, en þar töpuðu þeir fyrir liði Menntaskólans í Reykjavík í dramatískri viðureign þar sem úrslit réðust í bráðabana. Þá félaga hungrar því í sigur að þessu sinni. „Við stefnum að því að komast aftur í úrslitin, og vinna,“ segir Andri ákveðinn. Aðspurður segir hann einhverja verkaskiptingu innan liðsins, þótt þeir séu sterkir á öllum sviðum. „Mitt / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:30 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára RAMBO kl. 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i. 16 ára ÁSTRÍKUR Á ÓL.. m/ísl tali kl. 5:30 LEYFÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á STEP UP 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára JUMPER kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN kl. 5:50 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDERFUL.. kl. 5:50 LEYFÐ SÝND Á SELFOSSI eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eeee - G. H., FBL eeeee -S.M.E., Mannlíf SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL STEP UP 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 6 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND UM HELGINA SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND UM HELGINA SÝND Í KEFLAVÍK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.