Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 51 Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 24/2 uppselt. Munið gjafakortin! Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. fös. 22/2 og lau. 23/2 örfá sæti laus Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! sýningum lýkur 16. mars Sólarferð eftir Guðmund Steinsson Uppselt á næstu sex sýningar! „Haldið þið að þetta sé fyndið?“ Jón Viðar Jónsson, DV 12/2 Baðstofan eftir Hugleik Dagsson sýn. fös 22/2 örfá sæti laus „Eitursnjallt leikrit". Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2. „Sýningin er besta skemmtun". Þröstur Helgason, Mbl., 9/2 Lýstu eigin útliti Á þessari stundu er ég í svörtum glansgalla og í gull- skikkju. Ætli ég sé annars bara ekki hugguleg á góðum degi. Hvaðan ertu? Úr Vesturbænum Hvernig er það, ætlarðu að koma og heimsækja okkur í Kommúnuna og fara í smáfíling? (Spurt af síðustu að- alskonu, Söru Dögg Ásgeirsdóttur leikkonu). Já, að sjálfsögðu. Ég hlakka mikið til. Hvað vantar þig helst í búið? Ég held að ég eigi flest. Ertu í einhverjum samtökum? Ég er gjaldkeri WIFT sem eru konur í sjónvarps- og kvik- myndagerð […] svo er ég í UNICEF. Eru það ekki sam- tök annars? Dragt eða blómakjóll? Sko, ef dragtin væri rosalega töff og ég væri eins og Grace Jones í henni myndi ég velja hana. Annars held ég að blómakjóll gæti líka verið skemmtilegur. Ég held að hann sé kannski öruggara val, en hann má ekki vera of væminn. Hvar varstu í sumarbúðum þeg- ar þú varst yngri? Á Úlfljótsvatni. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Forseti. Hvaða bók lastu síðast? Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Hvaða sögu viltu kvikmynda? Það er leyndó þar til ég kvik- mynda hana. Hvaða tónlist hlustarðu á þessa dagana? Hauk Morthens og plötur sem ég keypti á hundraðkall í Kola- portinu. Mest voru það 80’s-90’s slagarar sem ég fann. Uppáhaldstónlistarmaður/ hljómsveit? Ég elska Madonnu en ekki bara vegna tónlistarinnar. Hún er svo klár. Ég á rosalega marga uppáhalds. David Bowie, Serge Gainsbourg, Grace Jones, Joseph Marzolla (vinur minn), Billie Holiday, Chet Baker, Claude Francois (diskókonungur Frakklands), Nina Simone […] Ég gæti haldið endalaust áfram. Uppá- haldshljómsveitin mín er að sjálfsögðu mín eigin, BB&BLAKE. Helstu áhugamál (ótengd kvikmyndum)? Að búa til tónlist, fara í sund, dansa afródans, vera með fjölskyldu og vinum. Hvert ferðu í sumarfrí? Það er óákveðið. Líklega verð ég að ferðast með Frakka um landið sem leiðsögumaður hluta af sumri. Mér finnst mjög sennilegt að ég heimsæki móður mína og systur til Barcelona. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að ég kann að baka afbragðs smalaböku. Hver vina þinna er frægastur? Ég er ekki viss um að ég eigi neina fræga vini. Ég á eina fræga vinkonu sem var stjarna í Frakklandi á níunda áratugnum. Hún heitir Muriel Moreno og var í hljóm- sveitinni Niagara. Hún var mjög fræg einu sinni – ekki lengur. Áttu þér uppáhaldskvikmynd? Það er eins og með tónlistina. Ég á enga eina uppáhaldsmynd en ég nefni oft The Servant frá 1964, leikstýrt af Joseph Losey eftir handriti Harold Pinter. Uppáhaldsleikara og -leikkonu? Í dag eru það Katla litla frænka og Íló frændi sem léku í tónlistarmyndbandi hjá mér á dögunum. Þau voru mjög góð. Uppáhaldsleikstjóri? Það er erfitt að segja til um uppáhalds en ég er mjög hrifin af Woody Allen og Pedro Almadovar, ef ég á að nefna fólk sem er að gera myndir í dag. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Ætlar þú að fara á sýningar Fjala- kattarins kvikmyndaklúbbs? VERA SÖLVADÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR ER KVIKMYNDALEIKSTJÓRI, SÖNGKONA OG UMSJÓNARMAÐUR FJALAKATTARINS. HÚN TREÐUR UPP Í GRUNDARFIRÐI Í KVÖLD ÁSAMT HLJÓMSVEIT SINNI BB&BLAKE OG FRUMSÝNIR EINNIG NÝJA STUTTMYND Metnaðargjörn Aðalskona vikunnar hugðist verða forseti þegar hún var yngri. Árvakur/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.