Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „AFSTAÐA mín er skýr í þessum efnum. Það er ætlun mín að afleggja þetta kjarnfóðurgjald,“ sagði Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráð- herra spuður um tilmæli Samkeppn- iseftirlitsins þess efnis að hann beiti sér fyrir afnámi tolla á fóðurblönd- um en tilmælin eru sett fram í áliti eftirlitsins varðandi fóðurtolla á fóð- urblöndur. Samkeppniseftirlitið hef- ur verið með í athugun tiltekna þætti er varða innflutningsvernd á landbúnaðarvörum. Einar sagði að undirbúningur af- náms gjaldsins væri hafinn í land- búnaðarráðuneytinu. Þá hefði hann rætt þetta á bændafundum sem hann hefði setið. Málið krefðist ákveðins undirbúnings en hann gerði ráð fyrir að ákvörðun í þess- um efnum lægi fyrir í þessum mán- uði hvað varðaði tímasetningar og fyrirkomulag á afnámi gjaldsins. Í áliti Samkeppniseftirlitsins seg- ir að fóðurtollarnir verndi innlenda framleiðendur fóðurs og viðhaldi samkeppnishamlandi fákeppni á fóðurmarkaðnum. „Tollarnir skaða þannig hagsmuni bænda og neyt- enda. Að mati Samkeppniseftirlits- ins þarf vart að fjölyrða um að af- nám fóðurtollsins myndi stuðla að aukinni samkeppni á fóðurmarkaði, bændum og neytendum til hags- bóta. Í því skyni að stuðla að lækk- un framleiðslukostnaðar bænda og þar með lægra vöruverði neytend- um til hagsbóta, sem og að vinna gegn þeirri fákeppni sem ríkir á ís- lenskum fóðurmarkaði, telur Sam- keppniseftirlitið afar brýnt að af- nema tolla á fullbúnar fóðurblöndur. Í ljósi núverandi aðstæðna á fóð- urmarkaði er afar mikilvægt að til þessarar aðgerðar verði gripið sem allra fyrst,“ segir ennfremur í álit- inu. Samkeppnishindranir „Við teljum sýnt að í þessum toll- um felist samkeppnishindranir, í þeim felist ákveðin vernd fyrir inn- lenda framleiðendur,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Jafnramt telji Samkeppniseftirlitið að tollurinn sé til þess fallinn að leiða til hærra verðs á fóðri til framleiðenda. „Hann geti þá haft áhrif til hækk- unar á matvælaverði,“ segir Páll Gunnar. Kjarnfóðurgjald afnumið Tollarnir vernda innlenda framleiðendur fóðurs og viðhalda samkeppnishamlandi fákeppni á fóðurmarkaðnum og skaða hagsmuni bænda og neytenda Einar K. Guðfinnsson Páll Gunnar Pálsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ALEXANDER Bridde og Jón Gunnsteinsson hjá Próf- ílstáli létu hráslagalegt veðurfarið ekki á sig fá og unnu ótrauðir við að setja upp listaverk á vegum Reykjavíkurborgar, sem standa eiga á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis, bæði fyrir framan Lands- bankann og Apótekið. Morgunblaðið/Kristinn Setja ótrauðir upp listaverkin Það viðraði ekki vel til útivinnu í úrhellisrigningunni ENGIN tíma- áætlun er til um hvenær hafist verður handa við lagningu Hlíð- arfótar, sunnan Öskjuhlíðar, og Öskjuhlíðargöng, en ljóst að fram- kvæmdirnar eru aftar í forgangs- röðinni en t.d. stokkalausnir á Miklu- braut og Kringlumýrarbraut auk lagningar Sundabrautar – hvernig sem hún mun liggja. Á kynningarfundi um byggingu nýs háskólasjúkrahúss lagði Inga Jóna Þórðardóttir, formaður fram- kvæmdanefndarinnar, áherslu á að áður en fyrsti áfangi spítalans yrði tekinn í notkun yrði vegur um Hlíð- arfót kominn í gagnið. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir lagningu Hlíðarfótar á áætlun en „hins vegar hafa sérfræðingar okkar alltaf sagt að arðbærni hans haldist í hendur við uppbyggingu í Vatnsmýrinni. […] En við munum auðvitað skoða það með spítalanum, hvernig hægt er að koma samgöngumálum fyrir á þessu svæði,“ segir Gísli og nefnir m.a. að spítalinn þurfi að koma sér upp sér- stakri samgönguáætlun. Gísli Marteinn segir gott fyrir sam- göngur í miðborginni ef menn geta nýtt sér fjölbreytilegan samgöngu- máta til og frá spítalanum, s.s. al- menningssamgöngur, hjólreiðar eða einkabíla – eftir þörfum hvers og eins. „Við erum að gera heilmikinn skurk í þessum málum og munum huga sérstaklega að öllu umhverfi þessa nýja háskólasjúkrahúss.“ Hann óttast ekki að samgöngumál muni enda í ólestri, s.s. með tilkomu byggð- arinnar í Vatnsmýrinni. „Það er ekki þétt byggð sem skapar umferð- arteppu. Umferðarteppur skapast þegar allir búa í öðrum enda borg- arinnar og þurfa að komast í hinn endann.“ Hlíðarfótur aftarlega í röðinni Gísli Marteinn Baldursson SKRIFSTOFUR Fasteignamats ríkisins á Austurlandi og Vestur- landi verða lagðar niður á næstu vikum. Haukur Ingibergsson, for- stjóri Fasteignamatsins, segir að þessi ákvörðun sé tekin vegna þess að stofnunin þurfi að hagræða í rekstri, en hún hafi misst tekju- stofna á þessu ári. Haukur segir að rekstur Fast- eignamatsins hafi kostað 690 millj- ónir á síðasta ári, en fjárveiting á þessu ári sé 638 milljónir. Þetta þýði að skera þurfi niður rekst- urinn um 70-80 milljónir í ár. Hann segir að lokun á skrifstofu Fasteignamatsins á Egilsstöðum og í Borgarnesi sé hluti af þessum aðgerðum. Einn skrifstofumaður hefur verið á skrifstofunni á Egils- stöðum og verður það starf lagt niður að sögn Hauks. Tveir mats- menn hafa starfað á skrifstofunni í Borgarnesi og segir Haukur að nefnt hafi verið við þá að koma til starfa á skrifstofunni í Reykjavík enda taki töluverðan tíma að þjálfa um nýjan mannskap, en niðurstaða liggi ekki fyrir. Haukur segir að undanfarna mánuði hafi ekki verið ráðið í þau störf sem losna á skrifstofu Fast- eignamatsins í Reykjavík og störf- um þar hafi fækkað um sex á einu ári. Hann tók fram að á síðustu ár- um hefði skrifstofan á Akureyri verið efld með því að færa til hennar ný verkefni. Þar störfuðu nú 12 manns í stað fimm starfs- manna áður. Fasteignamat ríkisins starfar á ábyrgð fjármálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa þessar aðgerðir verið gerðar í samráði við ráðuneytið. FMR lokað á Egils- stöðum og í Borgarnesi Ákvörðunin tekin vegna þess að hagræða þarf í rekstri HELGI Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efna- hagsbrota hjá RSL, segir að dómur Héraðs- dóms Reykjavík- ur í fyrradag í svonefndu DC++-máli hafi fordæmisgildi að svo miklu leyti sem héraðsdómar hafa það. Á mánudag voru níu menn sak- felldir fyrir brot gegn höfundalög- um með því að hafa gert ólögmæt eintök af höfundaréttarvernduðu efni sem þeir vistuðu á nettengdum tölvum sínum og birtu meðlimum jafningjanets. Eintakagerðin refsiverð Lagalega hafa héraðsdómar lítið fordæmisgildi en Helgi bendir á að sé þeim ekki áfrýjað séu þeir vís- bending um með hvaða hætti dóm- stólar meðhöndli málatilbúnað ákæruvalds eins og í umræddu til- felli og virðist vera fullkomið sam- ræmi milli málatilbúnaðar sam- kvæmt ákæru og sakfellingar. Þetta sé fyrsta málið hérlendis þar sem ákært sé fyrir brot af þessu tagi framin á netinu. Ekki sé sérstakt hlutdeildarákvæði í höfundarlögun- um en dómurinn beiti ákvæðum hegningarlaga um hlutdeild með lögjöfnun og sé þetta í fyrsta sinn þar sem reyni á það varðandi höf- undarlögin. Dómurinn hafi því for- dæmisgildi. Eins sé ákært fyrir ólögmæta ein- takagerð, þ.e. að ákærðu hafi gert eintök til birtingar á netinu. Rætt hafi verið um að niðurhal til einka- nota sé hugsanlega ekki refsivert, en samkvæmt dómnum sé niðurhal, eintakagerð, í því skyni að gera það aðgengilegt fyrir aðra refsivert. Helgi segir ljóst að verknaðurinn að halda úti jafningjaneti og birta þar höfundaréttarvarið efni sé hinn sami burtséð frá því hvaða aðferð- um sé beitt og hægt sé að dæma fyrir hlutdeild í slíkum verknaði. Hann segir að þungar refsingar séu ekki aðalatriði og það hafi forvarn- argildi að menn tapi dýrum tölvum sínum. Verknaður- inn hinn sami burtséð frá aðferð Lögjöfnun beitt í höfundarréttar- máli í fyrsta sinn Helgi Magnús Gunnarsson FJÓRTÁN ökumenn óku yfir lög- legum hraða á einni klukkustund í Bólstaðarhlíð í gær eða rúmlega fjórðungur ökumanna á tímabilinu. Lögreglan fylgdist með ökutækj- um sem var ekið Bólstaðarhlíð í vesturátt, þ.e. á milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, eftir hádegi í gær og voru brot 14 ökumanna mynduð, en 52 ökutæki fóru akstursleiðina á mælingartímanum. Hámarkshraði í Bólstaðarhlíð er 30 km á klukku- stund en meðalhraði hinna brotlegu var 42 km. Sá sem hraðast ók mældist á 46 km hraða. Eftirlit lögreglunnar kom í kjöl- far ábendinga frá íbúum í hverfinu, en þeir höfðu áhyggjur af hrað- akstri í götunni. Niðurstaða vökt- unarinnar sýnir að ábendingarnar voru fyllilega réttmætar. 14 óku of hratt í Bólstaðarhlíð ♦♦♦ ♦♦♦ BORGARSTÓRN ræddi loka- skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur á fundi sínum í gær. Umræðu um málið var frestað á fundi borgarstjórnar 19. febrúar sl. og stóðu umræður enn þegar Morgunblaðið fór í prentun eftir miðnættið. Umræður fram á nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.