Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »E-301-vottorðin nýtast semkunnugt er einstaklingum sem hyggja á atvinnuleit í öðru EES-landi til að sýna fram á að þeir hafi verið atvinnuleys- istryggðir á Íslandi. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ATVINNUÁSTANDIÐ er að breytast. Það er ekki jafnauðvelt að ráða erlenda starfsmenn í vinnu hér- lendis, því atvinnurekendur geta í auknum mæli gert kröfu um ís- lenskukunnáttu, þannig að við reyn- um frekar að miðla þeim úr landi,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, verkefn- isstjóri EURES, evrópskrar vinnu- miðlunar. Fjöldi útgefinna E-301- vottorða að undanförnu sýni að gegnumstreymi erlends vinnuafls sé mikið. Hjá Jóngeiri H. Hlinasyni, deild- arstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun, fengust þær upplýsingar að samtals hefðu í febr- úar sl. verið gefin út 303 E-301-vott- orð, þar af 286 til Póllands. Það sem af er árinu hafa því alls verið gefin út 673 E-101-vottorð, en til samanburð- ar má nefna að árið 2007 voru alls gefin út 1.208 slík vottorð. Að sögn Jóngeirs eru nokkur hundruð um- sókna um E-101-vottorð fyrirliggj- andi. Að sögn Drafnar hafa fleiri Pól- verjar komið til landsins það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Bendir hún á að fæstir þeirra hafi hug á að setjast hér að og komi hingað aðeins fyrir uppgripavinnu. Fái þeir ekki vinnu hér fari þeir annaðhvort frek- ar heim aftur eða til annarra EES- landa þar sem skortur er á vinnuafli heldur en að fara á atvinnuleysis- bætur hérlendis. 104 nýskráðir á atvinnuleysisskrá Dröfn segist vita um að minnsta kosti eitt byggingarfyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu sem sé á leið í gjaldþrot, en hjá því störfuðu alls fimmtán Pólverjar og eru fjórir þeirra þegar komnir á atvinnuleys- isskrá Vinnumálastofnunar. Að sögn Drafnar voru alls 152 erlendir starfs- menn skráðir á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu í janúar og febrúar sl. en voru til samanburðar 122 á sama tímabili í fyrra. Nýskráð- ir erlendir starfsmenn fyrstu tvo mánuði þessa árs voru 104 en 73 sömu mánuði í fyrra. Að sögn Drafnar eru Pólverjar um 70% af erlendum starfsmönnum hér- lendis. Samkvæmt upplýsingum frá henni voru samtals 57 Pólverjar á at- vinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæð- inu fyrstu tvo mánuði ársins saman- borið við 21 sömu mánuði í fyrra. Þar af voru 48 nýskráðir þetta árið en 16 í fyrra. Aðspurð segir Dröfn þetta mjög eðlilegar tölur í samhengi við breytt atvinnuástand, samdrátt í efnahagskrefinu og þann mikla fjölda erlends vinnuafls sem hér hafi dvalið í kjölfar þeirrar atvinnustefnu sem hérlendis hafi verið rekin. Reyna frekar að útvega út- lendingum vinnu í útlöndum Að minnsta kosti eitt byggingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu stefnir í gjaldþrot   " #" $% &'                ()   *    * * , -.    / . -/ 0112 . 011% 3&0 300 !" # $%&  ' !" # Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt kynningarfund um nýja kjarasamninga fyrir atvinnurek- endur á Hótel Héraði í gærkvöld. Tíu manns mættu til fundarins. Viðstaddir virtust almennt ánægðir með samningana og sögðu svo vera í sínum röðum. Umræður um samningana væru líflegar. Vilhjálmur var spurður út í ákvæði um nýj- an Endurhæfingarsjóð, sem gerir ráð fyrir að sérstakt 1,13% launatengt gjald leggist á at- vinnurekendur frá 1. júní nk. og er endurhæf- ingargjald sem lífeyrissjóðir innheimta. Þ.á m. hvort fólk þurfi að vera í verkalýðs- félögum til að fá fé úr sjóðnum. „Allir eiga réttindi sem borga í Endurhæfingarsjóðinn og það verða fyrirtækin sem borga í hann en ekki launþegarnir,“ svaraði Vilhjálmur um hæl. Spurt var hvort starfsmenn gætu, ef og þegar samningarnir tækju gildi, komið til at- vinnurekanda og krafist launahækkunar, ella færu þeir annað. Vilhjálmur segir samn- ingana ekki koma í veg fyrir það en hann teldi eftirspurn eftir vinnuafli vera miklu minni en til skamms tíma. „Við tökum eftir því fyrir sunnan að fyrirtæki sem mikið hafa þurft að hafa fyrir að ná í fólk verða nú fyrir ásókn í störf hjá sér. Þetta er að gjörbreytast á örfáum vikum, sem gefur miklu meiri möguleika á að þetta ævintýri okkar með þessa samninga gangi upp.“ Vilhjálmur sagði að líklega fái engir meira út úr samningunum en erlendir starfsmenn. „Þetta er stærsta samflotið sem hefur verið gert hjá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Vil- hjálmur. „Enga samninga er hægt að hafa meiri allsherjarsamninga en þessa. Þeir eru algjörlega stefnumarkandi og fullir af nýj- ungum.“ Hann sagði samninga við flugliða langsamlega mikilvægasta í næstu skrefum. Fram kom á fundinum að AFL, Starfs- greinafélag á Austurlandi, hefur verið dug- legt að kynna samningana fyrir félagsmönn- um sínum og hefur bæði haldið fundi á þéttbýlisstöðum og heimsótt vinnustaði með kynningu. Svo er einnig með Verslunar- mannafélag Austurlands. Almennir launþegar eru ekki allir á því að samþykkja samningana en verkalýðsfélögin virðast ekki hafa beitt sér í þá veru að þeir verði ekki samþykktir meðal sinna félagsmanna. Ástandið gjörbreyst á örfáum vikum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kynnir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt kynningarfund um nýja kjarasamninga á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Tíu manns komu á fundinn. EKKI hefur orðið vart við aukin skil á þegar úthlutuðum lóðum. Þannig virðist hvorki meira um skil einstaklinga né verktaka á þegar úthlutuðum lóðum til viðkomandi sveitarfélags en í venjulegu árferði. Hjá Guðfinnu Kristjánsdóttur, upplýsingastjóra Garðabæjar, fengust þær upplýsingar að síðast hefði verið úthlutað í Garðabæ í upphafi árs 2007 þegar úthlutað var í Garðahrauni og Hraunsholti eystra, en engri af þeim lóðum hef- ur verið skilað. „Auðvitað er alltaf eitthvað um það að menn skili inn lóðum og það geta verið svo margar ástæður fyr- ir því, jafnvel í bullandi góðæri,“ segir Þór Jónsson, upplýsinga- fulltrúi Kópavogsbæjar. Segist hann hafa fengið þær upplýsingar hjá tæknideild bæjarins að menn verði ekki varir við aukningu í skil- um. „Eigi samdráttur á markaði eftir að hafa áhrif á þetta þá hefur það ekki komið fram ennþá,“ segir Þór. Ekki meira um lóðaskil ♦♦♦ FARÞEGI í vél Iceland Express á leið frá Barcelona til Íslands í fyrrakvöld hegðaði sér ósæmilega á leiðinni og var handtekinn í Prestwick í Skotlandi þar sem þot- an millilenti til að taka eldsneyti. Matthías Imsland, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, seg- ir að ungur íslenskur karlmaður hafi virst vera í annarlegu ástandi og líða illa og orðbragð hans hafi verið þess eðlis að ekki hafi verið forsvaranlegt að hafa hann um borð. Spurður hvort hann hafi verið með sprengjuhótanir segir Matth- ías að orðbragð hans hafi verið í þá veru og því hafi hann verið tekinn frá borði. „Við lítum allt svona mjög alvar- legum augum,“ segir Matthías og leggur áherslu á að öryggi farþeg- anna skipti öllu máli. Hann bætir við að málið verði skoðað og ákvörðun um framhaldið tekin í samráði við lögregluna í Skotlandi. Farþegi handtekinn Morgunblaðið/ÞÖK STEFÁN Kristjánsson er eini Ís- lendingurinn sem hefur unnið tvær fyrstu skákir sínar á Reykjavík- urskákmótinu en 2. umferð var tefld í gærkvöldi. 10 erlendir skák- menn eru líka með tvo vinninga. Björn Þorfinnsson gerði jafntefli við stórmeistarann Eishan Mora- diabadi frá Íran, sem er 21. stiga- hæsti skákmaður mótsins. Annars voru konur og undrabörn í sviðsljósinu. Antoaneta Stefanova, fyrrverandi heimsmeistari kvenna frá Búlgaríu, gerði jafntefli við Kín- verjann Hao Wang, næst stiga- hæsta mann mótsins. Tania Sach- dev, Indlandsmeistari kvenna, vann stórmeistarann Alojzije Jankovic frá Króatíu og er með tvo vinninga. Ray Robson frá Bandaríkjunum gerði jafntefli við egypska stór- meistarann Ahmed Adly og Illya Nyzhnyk frá Úkraínu jafntefli við Svíann Cristin Andersson. Undrabörn Ray Robson frá Bandaríkjunum og Illya Nyzhnyk frá Úkraínu gerðu báðir jafntefli í gærkvöldi. Stefán í hópi efstu manna Undrabörn og konur í sviðsljósinu á Reykjavíkurmótinu í skák Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.