Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 8
Smökkun Rúnar Marvinsson, kokkur í Vinakaffi, bragðar á soðinu sem hann setur í fiskisúpuna. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MATUR og menning verður samtvinnað í starf- semi veitingahúss sem opnað verður á morgun, fimmtudag, í Borgarnesi. Staðurinn hefur fengið nafnið Vinakaffi/Café des Amis, sem vísar í þá stemningu sem ætlunin er að skapa í félagsskap náttúrunnar við Hrafnaklettana en þar hefur hús- inu verið fundinn staður. Það er hinn landsþekkti kokkur Rúnar Marvinsson sem hefur veg og vanda af matseðlinum en umgjörðin, húsið sjálft, er ekki síður þekkt. Það hét áður Nauthóll og var við Nauthólsvík í Reykjavík. Húsið var fyrir nokkru flutt í Borgarfjörðinn og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt nafn. „Kaffi- húsamenningin lagði sem sagt af stað til Borg- arness fyrir meira en ári,“ segir Páll Björg- vinsson, arkitekt og annar eigandi Sólorku ehf. og Borgarvogs ehf. sem rekur Vinakaffi. Hann segir eftirspurn eftir veitingastað með útsýni á Borg- arfjörðinn og á ekki von á öðru en að ferðalangar, sumarbústaðaeigendur sem og heimamenn eigi eftir að kunna að meta þessa nýjung. Þá á hann von á því að háskólanemar og menntskælingar taki Vinakaffi fagnandi. Matur og menning Í Vinakaffi er nefnilega ekki aðeins stefnt að því að bjóða upp á kaffi og metnaðarfulla matreiðslu heldur einnig menningu af ýmsu tagi. Þannig er ætlunin að staðurinn tengist gamla Mjólk- ursamlaginu hvað varðar listviðburði og sýningar og eru eigendur Vinakaffis nú að leita að lista- mönnum, þekktum sem óþekktum, er vilja troða upp, hvort heldur sem er í Vinakaffi sjálfu eða Mjólkursamlaginu. Einnig er nú leitað að starfs- fólki á veitingastaðinn sjálfan. Matseðill Vinakaffis er enn í þróun en Rúnar segir að boðið verði m.a. upp á gæðakaffi, girni- legar hnallþórur og gómsæta smárétti. Þá verði fiskisúpa á boðstólum og var hann einmitt að gera soðið í súpuna er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þá segir Rúnar að einnig verði boðið upp á fleiri fiskrétti sem og kjötrétti og er framtíð- arsýnin m.a. sú að nýta sem mest af þeim afurðum sem verða til í gróskumiklum landbúnaði Borg- arfjarðarins. Og af nógu er að taka í þeim efnum. „Hérna er hægt að finna allan fjandann,“ segir hann. „Hér er bæði nautagripa-, fjár- og geitabú- skapur og nóg af fersku grænmeti og sjávarfangi. Svo er líklegt að hér sé að finna villtan gróður sem ég hef líka áhuga á að nota í matargerðina.“ Húsnæðið hefur verið stækkað um helming eft- ir flutninginn í Borgarnes. Búið er að byggja stórt eldhús með aðstöðu fyrir starfsmenn og lag- erplássi. Enfremur var byggður við húsið 30 manna funda- og veislusalur ásamt stórri verönd allt í kringum húsið. En hugmyndin er engu að síður sú að halda í þann góða anda sem útivist- ardýrkendur nutu yfir kaffibollunum í Nauthóls- víkinni. Kið og leyndarmál „Það er enn þá torf á þakinu og við fengum reyndar þá hugmynd að ala þar kiðlinga sum- arlangt og slátra að hausti,“ segir Rúnar á léttu nótunum. „En svona í alvöru talað, þetta hús er mjög hlýlegt og ég ætla mér að reyna að halda í það.“ Rúnar er fluttur í Borgarnes til að sinna þessu nýja verkefni. Þar verður hann a.m.k. næstu tvo mánuðina. „En ef mér líkar vel, sem ég á nú frek- ar von á, þá kem ég til með að vera hér áfram því héðan er svo stutt á Snæfellsnesið. Og ég er með hausinn fullan af hugmyndum um framtíðina.“ Spurður hverjar þær séu hvíslar Rúnar og hlær: „Það er leyndó, algjört leyndó.“ Hann vill ekki segja meira en að sé matargerð sýnd alúð þá náist árangur og aðrir hrífist með. „Það er ekkert flóknara en það.“ Vinakaffi drukkið við fjörðinn Ljósmynd/Páll Björgvinsson Útsýni Vinakaffi er við Hrafnaklett í Borgarnesi og þaðan er gott útsýni og mikil náttúrufegurð. Dreymir um að nýta afurðir héraðsins við matreiðsluna 8 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAGANA 7.-10. mars stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun, sem er einn af árvissum viðburðum félagsins. Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í garðfugla- skoðuninni, sérstaklega þeir sem fóðra fugla í görðum sínum. Þeir Ís- lendingar sem gefa fuglum að vetri til teljast örugglega í þúsundum. „Markmið garðfuglaskoðunar er að fá sem flesta til að skoða fugla í görðum sínum og vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt er að stunda hana, fá fólk til að fóðra fugla, vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra,“ segir í tilkynningu. Um framkvæmd athugunarinnar má lesa á heimasíðunni fuglavernd- .is og þar er einnig að finna eyðu- blöð til að skrá niðurstöðurnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fuglaskoðun EFNT verður til útifundar á Lækj- artorgi í hádeginu í dag, miðviku- dag, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd. Yfirskrift fundarins er „stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza“. Ræðumenn verða Katrín Fjeld- sted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína. Útifundur vegna Gaza MÁLÞING um tungutækni og hug- búnaðarþýðingar á vegum Ís- lenskrar málnefndar og Tungu- tækniseturs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu 231b, föstudaginn 7. mars kl. 14-17. Frummælendur verða Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefndar Skýrslutæknifélagsins, Eiríkur Rögnvaldsson, stjórnarformaður Tungutækniseturs, Trod Troste- rud, Háskólanum í Tromsö, Hjálm- ar Gíslason, Símanum, Halldór Jörgenson, Microsoft Íslandi og Bogi Arnar Emilsson, Skjali þýð- ingarstofu. Fundarstjóri verður Hrafn Loftsson, stjórnarmaður í Tungutæknisetri. Stuttar fyrirspurnir verða að loknu hverju erindi en í lokin verða almennar umræður. Málþing um málið VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks í borgarstjórn, vék að því í ræðu sinni í gær að hann hefði beðið innri endurskoð- endur borg- arinnar að fara yfir samskipti borgaryfirvalda og Knattspyrnu- sambands Íslands vegna fram- kvæmda í Laugardal. Sagði Vil- hjálmur að ef kröfur KSÍ væru réttar hefði kostnaður borgarinnar vegna framkvæmdanna aukist um 80-90% frá kostnaðaráætlun. Vil- hjálmur sagði svör endurskoðenda verða lögð fram á borgarráðsfundi á morgun og að allt yrði lagt á borðið, þ.m.t. fundargerðir bygg- inganefndar. Var framtaki oddvit- ans fagnað. Óraunhæfar kröfur KSÍ? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson STUTT Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEIRIHLUTI F-lista og Sjálf- stæðisflokks lagði fram breyting- artillögur við frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fram- kvæmdir og fjármál Reykjavíkur- borgar í gærdag. Að því er fram kom í framsöguerindi Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra hefur slíkt ekki gerst áður milli um- ræðna um áætlunina. Breytingarn- ar gera ráð fyrir aukinni áherslu á skóla- og velferðarmál en ekki var hljómgrunnur fyrir öllum hug- myndum meirihlutans. Hvað helst skar í augu borg- arfulltrúa minnihlutans hugmyndir um að teknar yrðu upp greiðslur til þeirra foreldra sem biðu eftir niðurgreiddum leikskólaplássum. Ekki komu borgarfulltrúar sér saman um hvort kalla ætti greiðsl- urnar þjónustugjöld eða heim- greiðslu en Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, fannst við hæfi að þær væru greiddar undir kjörorðinu „konurnar heim“. Dagur gagnrýndi einnig hugmynd- ina á þeim forsendum að hún gerði ekkert til að stytta biðlista – líkt og borgarstjóri boðaði. „Foreldrar ungra barna árið 2008 eru ekki að bíða eftir skaðabótum, heldur þjónustu. Þau eru að bíða eftir þjónustu leikskóla eða dagmæðra.“ Dagur sagði óviðunandi að börn- um í Reykjavík fjölgaði meira en leikskólaplássum og kallaði eftir örari uppbyggingu leikskóla. Borgarstjóri taldi fráleitt að verið væri að kalla konurnar heim á heimilin en taldi greiðslurnar koma foreldrum vel við að kaupa aðra þjónustu. Nýir leikskólar yrðu byggðir í takt við aðra upp- byggingu, s.s. í nýjum hverfum og með viðbyggingum við eldri skóla. „Kvennagildra“ borgarstjóra Á blaðamannafundi fyrir borg- arstjórnarfundinn var Ólafur F. spurður hversu háar greiðslurnar yrðu en fátt var um svör. Sagt var að nokkrar tölur væru í um- ræðunni en alla vega væri um að ræða upphæð sem skipti verulegu máli; tugi þúsunda króna. Um 1.200 börn eru á biðlistum eftir plássi á leikskóla. Í innblásinni ræðu sinni tók Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, í svipaðan streng og Dagur hvað varðaði heimgreiðslurnar. „Ég nefni heimgreiðslu til foreldra meðan beðið er eftir leikskóla- plássi […] fyrirheit um stærsta skref aftur á bak í kvenfrelsismál- um sem við höfum séð í sögu borg- arstjórnar.“ Svandís sagði femín- ista í öllum flokkum geta sammælst um það og kallaði greiðslurnar ekkert annað en kvennagildru. Borgarstjóri vék einnig að íþróttamálum í ræðu sinni og sagði m.a. að borgarfulltrúar hefðu gefið íþróttafélögum fyrirheit án þess að bera þau fyrst undir borgarstjórn. Sagðist hann vilja koma á styrkri peningastjórn. „Ég hef væntingar um að geta lagt fram tillögur í borgarráði að fjármálareglum fyr- ir borgina innan skamms.“ Jafnframt sagði hann að áform um t.d. þrjár stúkur austan Elliða- áa gætu ekki verið forgangsverk- efni. „Borgarstjóri hefur fullan skilning á ríkri þörf íþróttafélag- anna fyrir velli og aðstöðu í sínum hverfum. Ég hef hins vegar talið að tækifæri hljóti að vera til sam- nýtingar fleiri íþróttafélaga á keppnisvöllum með fullbúnar stúk- ur. Þess vegna hef ég falið emb- ættismönnum að ræða við forystu- menn í íþróttafélögum um hvernig sé skynsamlegt að byggja upp íþróttamannvirki til lengri fram- tíðar þar sem hagkvæmni verður gætt.“ Hann áréttaði að framlög til starfsemi íþróttafélaga eru aukin í áætluninni, auk þess sem frí- stundakort muni hækka úr 25 þús- und krónum í 40 þúsund krónur í ársbyrjun 2009. Aukin aðkoma einkaaðila Grunnskólamál voru einnig til umræðu á blaðamannafundi með borgarstjóra. Þar sagði hann að meirihlutinn vildi auka fjölbreytni og framboð á þjónustu grunnskól- ans. Áður hafa verið nefndar fimm ára deildir en einnig verður skoð- uð aukin aðkoma einkaaðila þar sem reynslan af samstarfi borg- arinnar við einkarekna grunn- og leikskóla hefur verið afar góð. Ólafur minntist ennfremur á málefnasamning meirihlutans og sagði ljóst að meira hefði verið gert á fyrstu 40 starfsdögunum en 100 daga meirihlutinn hefði áork- að. Þá lagði hann áherslu á að meirihlutinn yrði dæmdur af verk- um sínum og sagði fimmtán af sautján áhersluatriðum málefna- samningsins annaðhvort hafa verið efnd eða komin í ákveðið ferli. Heimgreiðslur til foreldra eða „konurnar heim“ Í HNOTSKURN »Um 1,6 milljarða króna sér-stöku viðbótarframlagi verð- ur varið til heimaþjónustu, húsa- leigubóta, sérskóla og sérdeilda. »Framlög til rekstrar grunn-skóla eru 3,3 milljörðum hærri en í fyrri áætlun. »Framlög til rekstrar íþrótta-og tómstundamála eru 2 milljörðum hærri en í fyrri þriggja ára áætlun. »Framlög til velferðarmálaeru 1,6 milljörðun hærri en í fyrri áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.