Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 9 LÍFSHLAUPI Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands var hleypt af stokkunum í gærmorgun en Lífshlaupið er hvatningar- og átaksverkefni sem miðar að því að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig meira og auka líkamsrækt. Lífshlaupið hófst í Álftamýrarskóla í Reykja- vík í morgun að viðstöddum skólabörnum sem skemmtu sér hið besta þegar Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra reyndu með sér í dekkjahlaupi og hefðbundnu sippi. Þorgerður vann. Að sögn Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, er fyr- irmynd verkefnisins að hluta til hið vel þekkta hreyfingarátak undir yfirskriftinni Hjólað í vinnuna. „Við viljum nota stjórnskipulag okkar til að fá allan almenning til að taka þátt í hollri hreyfingu og flétta við hana góðlátlega keppni sem fram fer á netinu en þar fer fram skráning á tíma- fjölda og iðkun,“ segir Ólafur. Samstarfsaðilar ÍSI í Lífshlaupinu eru, auk heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis, Lýð- heilsustöð, Skýrr, Ávaxtabíllinn og Rás 2. Lífshlaupinu, hvatningar- og átaksverkefni ÍSÍ, hleypt af stokkunum í gær Morgunblaðið/Kristinn Ráðherrarnir kepptu í dekkjahlaupi SKILJANLEGT er að landeigend- um við neðri hluta Þjórsár, þar sem áform eru uppi um að reisa þrjár virkjanir, finnist ganga hægt í samningavið- ræðum við Landsvirkjun. Þetta segir Þor- steinn Hilmars- son, upplýsinga- fulltrúi Lands- virkjunar. Í Morgunblaðinu á dögunum sagði Renate Hanneman, landeigandi á Herríðarhóli í Ásahreppi, að eng- inn gangur væri í samningavið- ræðum við landeigendur á svæð- inu. Herríðarhóll kæmi til með að missa 70-80 hektara land og rætt hefur verið um að byggja varn- argarð til að koma í veg fyrir það. Þrátt fyrir að því hafi verið lofað á fundi í febrúar í fyrra að íbúar fengju gögn um slíkan garð hefðu þau enn ekki borist. Þorsteinn segir að við hönnun- arvinnu vegna Urriðafossvirkjun- ar, sem er neðst virkjananna þriggja, hafi verið leitast við að minnka lónið verulega. Næst stífl- unni hafi verið gert ráð fyrir að hæð lónsins yrði um fimm metrar, en nú hafi verið ákveðið að hún verði fjórir metrar. „Við það minnkar lónið úr tólf ferkílómetr- um í níu,“ segir Þorsteinn. Vitað að lónið færi inn á láglendi Hann segir að við Herríðarhól hafi verið vitað að lónið færi þar inn á láglendi ef ekkert yrði að gert. Þorsteinn segir að meðan verið sé að ganga frá endanlegri hönnun virkjunarinnar muni ákveðin óvissa ríkja, t.d. um varn- argarð sem kunni að verða reistur, eða aðrar lausnir. Hann hyggi að reynt hafi verið að útskýra þessa stöðu fyrir landeigendum. Þorsteinn segir að málefni Urr- iðafossvirkjunar hafi líka tekið langan tíma hvað varðar skipu- lagsmál hjá Flóahreppi. „Vatns- réttindi í þessari virkjun eru að litlum hluta í einkaeigu þar en ekki bara í eigu ríkisins sem aftur á við um efri virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár [Holta- og Hvamms- virkjun]. Þar eru vatnsréttindin að fullu í eigu ríkisins,“ segir Þor- steinn. Lausn þessara atriða hafi gert að verkum að málin hafi dregist á langinn. Þorsteinn segir að unnið sé að því að leysa málin. En það að ver- ið sé að minnka lónið og lækka vatnsborðið geri að verkum að auðveldara ætti að reynast að bjarga því landi sem um ræðir á Herríðarhóli frá því að fara undir vatn. Málin séu hins vegar komin lengra hvað varðar virkjanir ofar í ánni. Verði virkjanirnar ekki byggðar allar í einu megi vænta þess að sú efsta verði byggð fyrst og Urriðafossvirkjun síðast. „Eðli- lega hefur frágangurinn fikrast niður eftir ánni og þessi landeig- andi er við neðsta hlutann á þessu svæði.“ Skilur að landeigend- um finnist hægt ganga Ár síðan íbúum var lofað gögnum um mögulegan varnargarð Í HNOTSKURN »Renate Hanneman, landeig-andi á Herríðarhóli í Ása- hreppi, sagði nýlega að enginn gangur væri í samninga- viðræðum við landeigendur á svæðinu. »Þorsteinn Hilmarsson, upp-lýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, segir að unnið sé að því að leysa málin. »Næst stíflunni var í upphafigert ráð fyrir að hæð lónsins yrði um fimm metrar, en nú hef- ur verið ákveðið að hún verði fjórir metrar. Þorsteinn Hilmarsson ' )! *  < +!  ,   " )  )& 4    %1 4.   &1 > .    30&               , %      < 94?@@>? AB96 4?@@>? CD96 EF F8(@7?G96 4?@@>? ?98F<?HC8F IJ?9  - , -     !     .  -!  "   -% . / ÁKVEÐNAR tegundir tóbaks hækkuðu í verði um mán- aðamótin, en almennt hefur tóbak hækkað um 2-3 prósent frá ára- mótum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarfor- stjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, ÁTVR. Hún segir að sumar tegundir hafi hækkað í jan- úar, aðrar í febrúar og enn aðrar nú í mars. Sigrún Ósk segir að ÁTVR kaupi tóbak á verði sem birgjar ákveði. ÁTVR leggur síðan lög- bundinn skatt á tóbakið. Skattur er á hinn bóginn lagður á áfengi við innflutning. Sigrún Ósk segir að birgjar geti breytt verði áfengis mán- aðarlega. Hún segir að nokkrar hækk- anir hafi orðið á áfengi í febrúar, en þá hækkaði verð þess um 1,15 prósent miðað við sölu síðustu tólf mánaða. 1. mars síðastliðinn breyttist verðið um 0,66 prósent miðað við sömu forsendur. Tóbak hef- ur hækkað um 2-3% Sigrún Ósk Sigurðardóttir Breyta má áfengis- verði mánaðarlega Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nir kjlar frÆ TUZZI                          !   "#$ %   &$  "#                            ! " #    #  #   $  % & '      # (#  (  ' '    )( * +'  $   '   ,-% &    " . %/ "          ! "#$  '    ( ) $  * * +** )     "!*  ,-   . " /  !  #*  0 !1 ! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.