Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FYRSTI viðskiptadagur með bréf Skipta hf. í Kauphöll OMX á Íslandi verður fimmtudagurinn 27. mars nk. Pétur Óskarsson, talsmaður Skipta, segir félagið hafa fundið fyrir já- kvæðum viðbrögðum og áhuga fjár- festa, sem byggist ekki síst á því að skráningin muni auka fjölbreytni fjárfestingarkosta sem í boði eru. Aðspurður um áhrif núverandi markaðsástands á skráninguna bendir Pétur á að aðstæður á mörk- uðum séu breytilegar og sveiflist. „Á endanum skiptir rekstur fyrir- tækis og framtíðarmöguleikar mestu máli. Við erum sannfærð um að þegar fjárfestar líti á þessa þætti standist Skipti allan samanburð.“ Útboð á 30% hlutafjár Skipta fer fram 10. til 13. mars. Innifalinn í því er 27,8% hlutur Kaupþings, en Ex- ista, sem nú á 43,6% hlut, leggur fram 2,2%. Allt hlutafé útboðsins er því í eigu núverandi hluthafa. Nafnvirði hvers hlutar er ein króna en verðið í útboðinu má vera á milli 6,64 og 8,10 kr. á hlut. Heildarmarkaðsvirði hluta- fjár er því metið á 49-60 ma.kr. Áskrift að hlutum í útboðinu fer fram á tvo vegu, eftir því hvort keypt er fyrir minna en 25 milljónir kr. eða meira. Lágmarksfjárfesting hand- hafa íslenskra kennitalna, bæði fyr- irtækja og einstaklinga, er 100.000 kr. Ekkert hámark er tilgreint, en fjárfestingar yfir 25 milljónir fara fram með öðrum hætti og eru bind- andi. Lægri upphæðir fara í gegnum heimasíðu Kaupþings. Sé kaupandi með heimilisfesti utan Íslands eru 25 milljónir kr. lágmarksfjárfesting. Hvorki Skipti né dótturfélög þess stefna að skráningu í aðrar kauphall- ir, en félagið miðar að því að verða valið í úrvalsvísitöluna OMX I15. Áhugi fyrir Skiptum !"#$%&  !' /0 . *1 ' 23 4 "  5 3 4!  )  3 4!  ) 3 4!  6    ' & 7 2 + )   # - -  ) (%$   ) *     8 9 : ;   <   $#K'= 02K%= %K1= %K1= 0K0= 0K0= 3K"= 3K"= 3K'= 1K'= "2K"= 0K3= 311K1=   ÞETTA HELST ... ● VIÐSKIPTI með skuldabréf í Kaup- höll OMX á Íslandi námu 13,7 millj- örðum króna í gær, 85% af heildar- viðskiptum, sem námu 16,1 milljarði. Mest voru viðskipti með bréf Kaupþings, fyrir 868 milljónir króna, því næst með bréf Lands- bankans og Glitnis. Almennt voru litl- ar hreyfingar á hlutabréfum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3%, lokagildið var 4.816 stig. Mest lækk- uðu bréf Teymis, eða um 2,7%, en Straumur, 365 hf., og Nýherji lækk- uðu um 2%. Mest hækkaði hinn fær- eyski Eik banki, eða um 1,7%. Flest- ar vísitölur Kauphallarinnar hafa nú lækkað um 15-25% frá áramótum. Hlutabréfaverslun að- eins 15% heildarveltu ● ÞAÐ er kreppa í Bandaríkjunum, í öllum hefð- bundnum skiln- ingi orðsins,“ sagði auðkýfing- urinn Warren Buf- fet á mánudag. Þrátt fyrir að hag- vísar hafi ekki náð settum mörk- um sé fjárhagsstaða flestra önnur, hún sé á niðurleið. Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, sagði hins vegar í samtali við Financial Times að „hagvöxtur væri í reynd í núlli.“ Buffet varaði við frekari veikingu dollarans og sagði að Ben Bernanke seðlabankastjóri ætti vandasamt verk fyrir höndum. Ástandið væri þó ekkert í líkingu við 1973-74. Gögn benda til stöðnunar banda- ríska hagkerfisins í desember og janúar. Greenspan kvaðst ekki tilbú- inn að tala um kreppu, líkur á nei- kvæðum vexti væru þó meiri en 50%. Kreppa, segir Buffet, en ekki Greenspan Warren Buffet ● ÍSLAND fellur um sjö sæti á nýjum lista World Economic Forum (WEF) um samkeppnishæfni þjóða í ferða- þjónustu, fer úr fjórða sæti í það ell- efta. Fram kemur í tilkynningu frá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili WEF, að nokkrar end- urbætur hafi verið gerðar á samsetn- ingu vísitölunnar í ár sem útskýri að hluta verra gengi Íslands í könn- uninni, en m.a. er meira tilliti tekið til sjálfbærni og umhverfismála. Mark- mið þessa lista er m.a. að mæla þá þætti sem gera þróun ferðaþjónust- unnar að álitlegum kosti í mismun- andi löndum. Sviss, Austurríki og Þýskaland eru í efstu sætunum og Ástralía, Spánn, Bretland, Bandarík- in, Svíþjóð, Kanada og Frakkland koma þar á eftir. Fyrir aftan Ísland eru m.a. Danmörk og Noregur. Ferðaþjónustan fellur á samkeppnislista ● FEBRÚAR var annar veltumesti mánuðurinn í kauphöll OMX á Íslandi með skuldabréf, en þá nam veltan um 372 milljörðum króna. Á fyrstu tveimur mán- uðum ársins er heildarvelta með skuldabréf orðin 1.055 milljarðar sem er 43% af heildarveltu ársins í fyrra. Kaupþing er með mestu velt- una á skuldabréfamarkaði, eða um 34%, Glitnir með 14,74% og Lands- bankinn 14,68%. Á sama tíma var mjög lítil velta með hlutabréf í kaup- höllinni í febrúar, eða fyrir 133 millj- arða króna, og hefur ekki verið minni í einum mánuði síðan í nóvember ár- ið 2006. Mest viðskipti voru með bréf Kaupþings, eða fyrir 58 millj- arða, og fyrir 28 milljarða í Glitni. Mikil skuldabréfa- velta í kauphöllinni >6? >6?  + + = = >6? E ,?   + , = = @ A B $C  + , = = DE)/ @#?   + + = = >6? C: >6? 89     + + = = ,%$ &  " 1%   "/ $ -/ <=> / ?  #  @A  *++3  /  # & 5 * -  ,&&"F 5 * -  /0 -  D2 5 * -  5   & -    /&* G' ( 7H  5 * -  . *1 ' , & -  2  & (  -  6 -  ) I>$ )  J,   D   -  E4 -  K  -  M  - * 9  8;: -  # H -  # H #A4 # H    LD /& , & D' 5 * -  DM 4 , & 7H H 5 * -  $%- -  E4'' 'F -    F -     8., * N ) N  4 #   N  , 5  -  * -  7                                            ! !"  #  $  $    #     !! !$     !   #   &* '  E  3  & ' . * ) 8::8 <; 9 9 <: :  :  : < ;  9 8;  :  ;<: ;; ;::; 98;9<98 <8<  ;  ;: ; <;; 999  9< < J J J J J J <8:9  J J O : 8<O; O <O ;O< <O 9O  O :O;: <O; :O 8 O  9O<: < O O9 ;O; <O: 9<:O 9 8O O<< 8:O 8O J J J 98: O O : J O ; 9 O : O< <O< O <O9 :O : 8 O ;O: < O8 :O  O8 :O  < O: O: ;O;;  O : :O 98 O O 8O: 8O: O:: J O: 99 :O <O ;O DF "&*  < 8 8 < <  9  ;  9  9 J J ; J J J J J J  J J @'  ' "&" 98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  98  88  <   98  98  88  88  <      ;     98  :  9  Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, föstudaginn 14. mars 2008 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. VIÐSKIPTAHALLI síðasta árs var um 200 milljarðar króna, samanbor- ið við 296 milljarða árið 2006. Mun- inn má helst rekja til helmingssam- dráttar í vöruskiptahalla, sem var 88 ma.kr. árið 2007 en 156,5 ma.kr. árið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Samkvæmt bráðabirgðatölum bankans var við- skiptahallinn 2007 15,8% af vergri landsframleiðslu, en var 25,5% árið 2006. Í síðustu þjóðhagsspá bankans var áætlað að hann yrði 18%. Hrein staða við útlönd versnaði um 492 ma.kr. á síðasta fjórðungi 2007 en hún var í heild neikvæð um 1.845 ma.kr. í lok ársins. Erlendar skammtímaskuldir hækkuðu um 523 ma.kr. og staða langtímalána um 219 ma.kr. á fjórðungnum. Þá var gengi krónunnar 2,08% lægra í árslok en í lok september. Á síðasta fjórðungi 2007 var við- skiptahallinn 91 ma.kr. samanborið við 29 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi. Meginskýringin er sú að jöfnuður þáttatekna versnaði um 68 ma.kr., sem er vegna samdráttar í ávöxtun hlutafjár, þó að á móti vegi hærri vaxtatekjur af skuldabréfum. Þjónustujöfnuður var neikvæður um 16,4 ma.kr. á fjórðungnum sam- anborið við 4 ma.kr. fjórðunginn á undan, sem má helst rekja til árs- tíðasveiflna í ferðaþjónustu. Fjár- magnsjöfnuður fjórðungsins var nei- kvæður um 6,3 ma.kr. en jákvæður um 100,5 ma.kr. á sama tíma 2006. Viðskiptahalli minnk- aði um 32% milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.