Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LÍKLEGT er að ráðamennirnir í Ísrael fyrirskipi fleiri mannskæðar árásir á Gaza-svæðið áður en þeir átta sig á því að þær duga ekki til að binda enda á flugskeytaárásir Ham- as, að sögn sérfræðinga í málefnum Miðausturlanda. Yfir 120 Palestínumenn, þeirra á meðal 22 börn, hafa beðið bana í árásum Ísraela frá því á miðvikudag. Þótt tugir liðsmanna Hamas liggi í valnum eftir hernaðinn hefur hreyf- ingin getað haldið áfram nær dag- legum flugskeytaárásum á Suður- Ísrael. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í átökunum og Ísraeli beið bana í einni flugskeytaárása Hamas. Nokkrir fréttaskýrendur spáðu því að stjórn Ísraels myndi fyrir- skipa fleiri árásir á Gaza-svæðið áð- ur en hún áttaði sig á því að hún kæmist ekki hjá því að hefja viðræð- ur við leiðtoga Hamas. Yaakov Amidror, fyrrverandi for- ingi í leyniþjónustu Ísraelshers, sagði að stjórnin virtist staðráðin í að „sýna íbúum Gaza, Hamas og heims- byggðinni að ef hún á einskis annars úrkosti verði hafinn enn mannskæð- ari hernaður“. Hann bætti við að stjórnin myndi þó að lokum átta sig á því að hún hefði aðeins tvo kosti: að hertaka allt Gaza-svæðið aftur eða hefja viðræður við leiðtoga Hamas. Menachem Klein, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda við Bar Ilan-háskóla í Tel Aviv, sagði árás- irnar til marks um gremju stjórn- arinnar yfir því að geta ekki bundið enda á flugskeytaárásir Hamas sem hafa kostað 14 ísraelska borgara lífið síðan í september 2000. „Ísrael hegð- ar sér eins og blindur Golíat sem bregst harkalega við án pólitískra markmiða.“ Margir styðja viðræður Annar sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, Emmanuel Sivan, sagði að tími væri kominn til að Ísr- aelar féllu frá þeirri stefnu sinni að sniðganga leiðtoga Hamas og reyndu þess í stað að semja um vopnahlé. „Eina lausnin er að semja við Hamas, ekki um friðarsamning, sem er ómögulegt í ljósi viðhorfa hreyfingarinnar, heldur um vopna- hlé sem er báðum aðilum í hag,“ sagði Sivan í sjónvarpsviðtali. Í stofnskrá Hamas kemur fram að hreyfingin stefnir að því að stofna íslamskt ríki í allri Palestínu en leið- togar hennar hafa þó léð máls á vopnahléi sem standi í 50 ár eða jafn- vel lengur. Viðhorfskannanir benda til þess að margir Ísraelar séu hlynntir við- ræðum um vopnahlé. Í könnun, sem dagblaðið Haaretz birti fyrir viku, sögðust 64% aðspurðra telja að Ísr- aelar ættu að hefja viðræður við ísl- amistana í Hamas. Nokkrir varnarmálasérfræðingar í Ísrael hafa þó látið í ljós efasemdir um þessa lausn. Þeir telja að vopna- hlé geti gert Hamas kleift að styrkja stöðuna sína og birgja sig upp af langdrægari flugskeytum. Ísraelska dagblaðið Yediot Aharo- not sagði að Ísraelar þyrftu að velja á milli allsherjarstríðs á Gaza og við- ræðna við Hamas. „Valið á milli þessara kosta er eins og að velja á milli svartadauða og kóleru. Það virðist samt vera óhjákvæmilegt.“ Allsherjarinnrás eða viðræður við Hamas Kostunum líkt við val á milli svarta- dauða og kóleru AP Blóðsúthellingar Ættingjar við útför Hamas-manns sem féll í einni árása Ísraelshers á Gaza-svæðið. Yfir 120 manns liggja í valnum, þar af 22 börn. London. AP. | Winston Churchill trúði ekki á vísindin en sendi eigi að síður stjörnuspámanninn Louis de Wohl til fundar við bandarísk yfirvöld um mitt ár 1941 til að sannfæra þau um að nasistar myndu tapa stríðinu ef bandaríski herinn skærist í leikinn. Þetta sérkennilega skref Churc- hills er tíundað í skýrslum bresku leyniþjónustunnar, MI5, sem leynd hefur verið svipt af og fjalla öðrum þræði um hvernig de Wohl var ráð- inn til að sjá fyrir næstu skref Adolfs Hitlers þegar síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi. Þegar ekkert virtist geta stöðvað framrás þýsku stríðsvélarinnar fyllt- ust starfsmenn bresku leyniþjónust- unnar örvæntingu og tóku að leita allra leiða til að reyna að skyggnast í hinn óútreiknanlega huga Hitlers. Það var í þessu andrúmslofti taugaveiklunar sem de Wohl var fenginn til að skyggnast fram í tím- ann og sjá fyrir orrustur og útkomu þeirra, líkt og stjörnuspámennirnir í þjónustu Hitlers. De Wohl hafði starfað sem banka- starfsmaður og rithöfundur þegar hann flúði 32 ára gamall til Bret- lands, af ótta við að hann yrði ofsótt- ur vegna ætternis síns, en hann var fæddur inn í gyðingafjölskyldu. De Wohl var frjór í hugsun og kom ýmist fram sem ungverskur að- alsmaður, skyldmenni austurrísks hljómsveitarstjóra, barnabarn bresks bankajöfurs eða skyldmenni borgarstjóra Lundúna, þegar hann var inntur eftir bakgrunni sínum. Eiginkonan þóttist vera prinsessa frá Rúmeníu Eiginkona hans, Alexandra, var einnig skrautlegur persónuleiki og kom fram sem rúmensk prinsessa í Santiago, Chile, þangað sem hún flúði hildarleikinn í Evrópu. Gekk hún jafnan undir nafninu „La Baronessa“ syðra, enda kon- ungborin að eigin sögn. De Wohl var sem fyrr segir rithöf- undur og nýtti tækifærið í Lund- únum til að gera grein fyrir þessari náðargáfu sinni í sjálfsævisögunni „Ég fylgi stjörnunum mínum“, óvenjulegu verki sem kom út 1937, árið áður en hann gaf út aðra bók um sama efni, „Leyniþjónusta himinvíð- áttanna“, þar sem rök voru færð fyr- ir því að stjörnurnar gætu gegnt hlutverki njósnara ef rétt var í hreyfingar þeirra ráðið. Bækurnar juku á orðspor de Wohls sem greip tækifærið í mat- arboði í spænska sendiráðinu í Lundúnum þegar spænsk kona af aðalsættum bað hann um að lesa stjörnuspá Hitlers fyrir utanrík- isráðherrann Lord Halifax. Það var svo stuttu síðar sem leyni- þjónustan leitaði krafta de Wohls, sem var úthlutað hótelíbúð við Park Lane. Hafði hann sig þar mikið í frammi en þótti að sama skapi held- ur óljós í spádómum, þvert á það sjálfsmat að hann væri „Nostrada- mus nútímans“. Á bandarískri ráðstefnu stjörnu- spekinga sem voru hallir undir Þjóð- verja var því spáð að Hitler myndi hafa sigur í stríðinu. De Wohl taldi sem fyrr segir það gagnstæða, en ör- lögin höguðu því hins vegar svo að það var árás Japana á Perluhöfn 1941 sem sannfærði Bandaríkja- stjórn um að blanda sér í stríðið, ekki forspá de Wohls, sem af eðl- islægu lítillæti hélt því fram í bók- inni „Stjörnur stríðs og friðar“ að hann hefði barist við Hitler frá lúx- usíbúð sinni með „stjörnuhernaði“. Réðu stjörnuspámann til að sjá fyrir skref Hitlers AP Nýr Nostradamus De Wohl flettir í bók sinni „The Citadel of God“. Gömul skjöl vitna um örvæntingu bresku leyniþjónustunnnar RÚSSNESKI orkurisinn Gazprom kvaðst í gær hafa minnkað gasút- flutning sinn til Úkraínu um helm- ing vegna vangoldinna reikninga. Gazprom sagði að þetta kæmi ekki niður á gasútflutningnum til Vest- ur-Evrópu, en um það bil 80% af gasi sem Rússar flytja þangað fara um leiðslur í Úkraínu. Úkraínska gasfyrirtækið Naftogaz sagði þó að það kynni að þurfa að nota gas, sem ætlað væri Vestur-Evrópu, ef gas- skortur yrði í Úkraínu. Stjórnmálaskýrendur telja að gasdeilan geti orðið samsteypu- stjórn flokka Viktors Jústsjenkós, forseta Úkraínu, og Júlíu Tymós- henkó forsætisráðherra að falli. Eftir að Gazprom hótaði að skrúfa fyrir gasið til Úkraínu fór Jústsjenkó til Moskvu og náði sam- komulagi við Vladímír Pútín Rúss- landsforseta 12. febrúar. Tymós- henkó hefur hins vegar neitað að virða skilmála samkomulagsins. Jústsjenkó og Tymóshenkó voru í fylkingarbrjósti í appelsínugulu byltingunni árið 2004 en hafa síðan eldað grátt silfur saman. „Þau eru eins og hjón sem giftust af hag- kvæmnisástæðum en hata nú hvort annað,“ sagði stjórnmálaskýrandi. Gasdeila við Rússa gæti orðið ríkisstjórn Úkraínu að falli Júlía TymóshenkóViktor Jústsjenkó FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópu- sambandsins leggja nú á ráðin um aðgerðir til að koma í veg fyrir áframhaldandi skattsvik í gegnum skattaparadísir Evrópu. Ríkissjóðir Evrópuríkjanna verða fyrir gríð- arlegu tapi ár hvert vegna þessa og samkvæmt upplýsingum The Independent hefur þýski fjár- málaráðherrann upplýst að skatt- svikin kosti þýska ríkissjóðinn sem nemur um 3 þúsund milljörðum króna á ári. Talið sé að Evrópu- sambandið verði af sem nemur um 100 þúsund milljörðum króna á ári vegna slíkra svika. Útspil fjármálaráðherranna felst í að herða til muna á tilskipun Evr- ópusambandsins um skattlagningu sparifjár sem sett var árið 2005, en fremur auðvelt hefur reynst fyrir viljuga að sneiða hjá tilskipuninni. Skattasérfræðingar efast um ágæti þessa útspils og segja ómögulegt að koma í veg fyrir slík svik. Verði tökin hert á skattaparadísum Evr- ópu, streymi féð einfaldlega til Dubai eða Singapore því peningar streymi ávallt þangað sem skattar eru lágir og nafnleynd ríki. Árið 2000 setti OECD saman lista yfir 35 ósamvinnuþýð skatta- ríki og enn sýna þrjú þeirra lítil merki samstarfsvilja, það eru Mónakó, Liechtenstein og An- dorra. Evrópusambandið hyggst sporna gegn skattsvikum Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Lyfju Mi›vikudag, kl. 14-18 á Smáratorgi Fimmtudag, kl. 13-17 í Lágmúla Föstudag, kl. 13-17 í Smáralind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.