Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 15 MENNING BRESKA mynd- listarkonan og Turner-verð- launahafinn Trac- ey Emin hefur fest kaup á húsa- þyrpingu í Spit- alfields í aust- anverðri Lundúnaborg fyrir fjórar millj- ónir punda. Með þessu vill Emin bjarga bygging- arsögulegum verðmætum og halda áfram listrænni starfsemi á svæðinu. Um helmingur fjárhæðarinnar fer í að gera upp gamla vefnaðarverk- smiðju, Tenter Ground, sem sett var á laggirnar á 17. öld af flæmskum innflytjendum. Þegar endurreisn er lokið ætlar Emin að koma sér upp gríðarstórri vinnustofu. Emin segist í samtali við dagblaðið Observer ætla að bjarga byggingunni frá því að verða breytt í hótel eða veit- ingastað. Emin er einnig talin hafa keypt leigusamninga af þeim lista- mönnum sem eiga vinnustofur fyrir í Tenter Ground. Nýja vinnustofan hennar Tracey Emin mun að öllum líkindum hækka verð á húseignum í nágrenninu en hverfið er þekkt fyrir listastarfsemi og verður því fram- taki hennar eflaust tekið fagnandi, þ.e. hjá þeim sem vilja halda slíkri starfsemi áfram í Spitalfields. Emin segir kaupin í raun algjöra vitleysu, hún hefði vel getað keypt sér mun ódýrara húsnæði undir vinnustofu en hún hefði viljað halda skapandi starfsemi innan veggja verksmiðj- unnar fyrrverandi. Hún flutti í hverfið árið 1982 og notar tvær vinnustofur nú þegar í hverfinu, önnur þeirra er fyrir „þurr verk“ og hin fyrir „blaut“. Tenter Ground er um 743 fermetrar þannig að það ætti ekki að vera þröngt um listakonuna. Verðmæt vinnustofa Emin gerir upp vefnaðarverksmiðju Tracey Emin ÍTALSKI ten- órsöngvarinn Giuseppe di Stef- ano er látinn, 86 ára að aldri. Di Stefano var einn mesti tenór óp- eruheimsins á 20. öldinni, m.a. þekktur fyrir stórkostlegan söng við hlið Mariu Callas. Hann kom 185 sinnum fram í La Scala í Mílanó í 43 sýn- ingum, kom þar fyrst fram árið 1947. Di Stefano látinn Giuseppe di Stefano heitinn Í KVÖLD stendur Alliance française fyrir dagskrá til minningar um franska rithöf- undinn og kvikmyndagerð- armanninn Alain Robbe- Grillet, sem lést 18. febrúar sl. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Torfi Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, fjalla um verk Robbe-Grillet og segja frá kynnum sínum af honum. Þá verður sýndur hluti heimildar- myndar um hann sem kvikmyndagerðarmaðurinn Ari Alexander vinnur að þessa dagana. Dagskráin fer fram á frönsku og íslensku og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Alliance française er að Tryggvagötu 8. Fræði Robbe-Grillet minnst Alain Robbe- Grillet Í KVÖLD verða haldnir tón- leikar í Þorlákskirkju sem eru hluti af tónleikaröðinni Tónar við hafið. Þar mun Kamm- ersveit Reykjavíkur flytja verk eftir Beethoven, Þorkel Sig- urbjörnsson og Mozart. Kammersveitina skipa Jósef Ognibene og Emil H. Friðfinnsson á horn, Einar Jó- hannesson á klarinett, Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir á fiðlu, Sarah Buckley og Herdís Anna Jónsdóttir á víólu og Sigurgeir Agnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Tónleikarnir hefj- ast klukkan átta og kostar 1.500 krónur inn en aldraðir, öryrkjar og tónlistarnemar fá afslátt. Tónleikar Beethoven, Mozart og Þorkell Ludwig van Beethoven SÝNINGU á verkum Hrafn- hildar Ingu Sigurðardóttur, Í forsal vinda, lýkur í dag í Start Art að Laugavegi 12b. Þar sýnir Hrafnhildur 22 ol- íumálverk en umfjöllunarefnið er veðurfar síðustu mánaða, þ.e. rigning og rok og mikill sjógangur sem því fylgir. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni að því er segir í til- kynningu frá Start Art, um 1.500 manns hafa barið verkin augum, m.a. ferm- ingarbörn úr Rangáþingi eystra og börn af leik- skólum borgarinnar í fylgd fullorðinna. Start Art er opið frá kl. 13-17 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Myndlist Veðurofsinn málaður á striga Hluti málverks eftir Hrafnhildi. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á MIÐVIKUDAGINN kemur verða 120 ár liðin frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Í tilefni af- mælisins verður um helgina haldin Þórbergssmiðja í Háskóla Íslands, með margbreytilegum erindum, tón- listarflutningi, Müllersæfingum og Skrímslastofu fyrir börnin. Halldór Guðmundsson, sem er nýskipaður verkefnisstjóri vegna þátttöku Ís- lands á Bókastefnunni í Frankfurt árið 2011, segir að byrjað sé að halda upp á afmælið, þar sem ákveðið hef- ur verið að Fisher Vorlag muni hefja útgáfu á verkum Þórbergs á þýsku. „Íslenskur aðall kemur út í nýrri þýðingu Kristofs Magnússonar,“ segir Halldór. Stytt útgáfa af Íslenskum aðli kom út á þýsku fyrir um 40 árum, byggð á danskri útgáfu með völdum köflum úr sögunni. „Nú kemur öll bókin út. Einn út- gáfustjóra Fischer kom á Bók- menntahátíð í fyrra. Hann varð svo upptekinn af Þórbergi að hann tók sig til og ók alla leið austur að Þór- bergssetri á Hala og heillaðist.“ Halldór segir að rætt hafi verið um framhald á útgáfunni, jafnvel þrjár bækur alls, en það velti þó á viðtökum þessarar fyrstu bókar. „Þetta getur orðið að mjög mynd- arlegri kynningu á Þórbergi. Fyrir utan þessa gömlu sýnisbók úr Ís- lenskum aðli hefur ekkert komið út eftir hann á þýsku og reyndar mjög lítið á öðrum málum. Oft hefur verið sagt að Þórbergur sé óþýðanlegur en ég hef ekki trú á því. En nú reyn- ir á það!“ Halldór segir ljóst að mörg þýsk bókaforlög sé spennt fyrir Íslandi, þar sem landið verði í sviðsljósinu árið 2011 og það muni ráða úrslitum um útkomu á mörgum bókum. „Þetta þýðir líka að Íslendingar muni styðja miklu betur við þessar útgáfur en ella hefði verið gert.“ Næg verkefni fyrir þýðendur Hann segir ljóst að þýðendur á þýsku fái nóg að gera næstu miss- erin, það taki langan tíma að þýða bækur, ekki síst Þórberg. Halldór skrifaði bókina Skáldalíf, um Þórberg og Gunnar Gunnarsson, og hann segist nú finna fyrir aukn- um áhuga á verkum Þórbergs og það sé ekki síst að þakka Þórbergssetr- inu og nýrri bók Péturs Gunn- arssonar. „Gagnrýnin umræða hjálpar höfundum. Ekkert er verra fyrir rithöfund en að vera hafinn á stall. Þórbergur er það víðfemur að lesendur geta fundið ótrúlegustu hluti í verkum hans, kostulegt sam- band af viti og vitleysu. Það mót- sagnakennda er svo hrífandi.“ Myndarleg kynning á verkum Þórbergs Þórðarsonar á döfinni í Þýskalandi Íslenskur aðall á þýsku Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Samræður Þórbergur Þórðarson ásamt Einari Sigurðssyni ríka, en hann skráði ævisögu Einars í þremur bindum á sjöunda áratugnum. Í tilefni af Þórbergssmiðju í Há- skóla Íslands um helgina, koma tvær af bókum Þórbergs Þórð- arsonar út í nýrri kiljuútgáfu nú í vikunni. Eru það Bréf til Láru, sem kom fyrst út árið 1924, og Stein- arnir tala, sú fyrsta af Suðursveit- arbókunum þremur. Kom hún fyrst út árið 1956. Þessar útgáfur marka upphaf nýrrar ritraðar hjá Forlaginu sem kallast Íslensk klassík. Ætlunin er að gefa út klassískar íslenskar bæk- ur sem hafa verið ófáanlegar. Einn- ig verður hrundið af stað ritröðinni Erlend klassík, með vönduðum bók- menntum sem eru til í þýðingu. Svartfugl Gunnars í nýrri þýskri útgáfu Í gær fréttist af því að Gunn- arsstofnun hefði gengið frá fyrsta samningnum um nýja erlenda út- gáfu á verki eftir Gunnar Gunn- arsson síðan stofnunin tók við höf- undarréttinum. Að sögn Skúla Björns Gunnarssonar er um að ræða Svartfugl, sem kemur út í nýrri þýðingu Karls Ludwig Wetzig hjá bókaforlaginu Reklam. „Þetta verður innbundin útgáfa í nýrri röð heimsbókmennta,“ sagði Skúli Björn. Meðal annarra höf- unda eru Dickens og Oscar Wilde. Aðventa er eina saga Gunnars Gunnarssonar sem hefur að stað- aldri verið til á þýskum bókamark- aði, en um 500.000 eintök af bókinni hafa verið prentuð á þýsku síðan um miðja síðustu öld. Klassískar út að nýju SÍFELLT fleiri taka bloggið í sína þjónustu. Fyrir flesta er það miðill til að viðra skoðanir og birta dagbók, en notin eru þó margs konar. Einn bloggaranna er Gísli Sigurðsson, mynd- listarmaður, rithöfundur og fyrrum umsjón- armaður Lesbókar Morgunblaðsins. Hann not- ar bloggið til að sýna málverkin sín. „Ég held að þetta sé það sem koma skal í kynningarmálum,“ segir Gísli, sem hefur síð- ustu árin málað og unnið að bókum jöfnum höndum. „Á netinu er svo margháttuð kynning og sala á hinu og þessu að mér datt í hug að at- huga hvort ekki mætti nota netið til að kynna það sem ég er að gera í myndlistinni. Þessi bloggheimur er stórmerkilegur. Þetta er þver- skurður af því sem fólkið hugsar í landinu.“ Gísli ætlar þó ekki að nota bloggsíðu sína til að tjá sig heldur einungis fyrir málverkin. „Ég hef svo mikið að gera við að mála að ég kemst ekki yfir meira. Ég hef orðið að draga úr skrifum. Ég er mikið að vinna úr því sem ég hef aflað á síðustu árum með myndavélinni. Nátt- úra landsins er viðfangsefni númer eitt en svo hnýti ég gjarnan við það einhverju, ef hægt er. Nú nýlega var ég með fallegt mótíf innan frá Hofsjökli, þar sem heitir Hreysiskvísl. Það var einn af þeim stöðum þar sem Fjalla-Eyvindur og Halla voru og þar fundust merkilegir hlutir eftir þau. Postilla Jóns biskups Arasonar og tvær þungar bækur aðrar, bundnar í leður, og askur. Þau hafa ekki treyst sér til að taka þetta með sér en mér finnst gaman að velta fyrir mér augnablikum, eins og því þegar þau ákveða að skilja þessar bækur eftir.“ Sækir meira í Tungurnar Í vetur kom út bók með málverkum og ljóð- um eftir Gísla, Ljóðmyndalindir, en þar eru æskuslóðir hans í Biskupstungum í forgrunni. „Þegar tíminn líður er eins og maður sæki meira í Tungurnar og sérstaklega inn á afrétt. Kjalvegur er mitt eftirlæti, staðir eins og Hveravellir og Hvítárvatn. Og Jarlhetturnar hef ég málað oftar en nokkuð annað. Þær eru makalausar.“ Gísli segir að fyrir fullorðinn myndlist- armann sé það stórt skref að vinna með nýjan miðil eins og bloggið. „Ég hef áður farið þessa venjulegu leið og haldið 12 stórar sýningar, það er mikið tilstand. Gaman væri að geta selt myndir og sýnt á þennan hátt, án stússins við sýningarhald. Svo er annað hvort sá hluti þjóðarinnar sem horfir mest á tölvur vilji annars konar myndlist. Það verður bara að koma í ljós. En ég breyti minni myndlist ekki út frá því.“ Það sem koma skal í kynningarmálum Morgunblaðið/Jim Smart Bloggari „Þverskurður af því sem fólkið hugs- ar í landinu,“ segir Gísli Sigurðsson um blogg- heima, en hann sýnir málverk sín á blogginu. Gísli Sigurðsson, myndlistarmaður og rithöfundur, nýtir nú bloggið til að sýna málverkin TENGLAR ........................................................... www.gislisigurdsson.blog.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.