Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lífi fjölskyldunnar er ekkilokið þrátt fyrir að for-eldri eigi við geðrænvandamál að stríða þó svo að vissulega geti þau sett sín strik í reikninginn. Veikindin geta auðvitað haft margvíslega erf- iðleika í för með sér. Oftast er þó hægt að lifa viðunandi lífi og börn- in geta fengið aðstoð við hæfi,“ segir m.a. í nýútkomnum fræðslu- bæklingi fyrir foreldra með geð- ræn vandamál. Bæklingurinn er hluti af því efni, sem gefið hefur verið út í tengslum við Fjölskyldu- brúna, nýtt forvarnarúrræði, sem á að hjálpa foreldrum með geðræna erfiðleika að ræða við börn sín um þetta viðkvæma málefni. „Allir foreldrar vilja börnunum sínum það besta og foreldrum sem glíma við geðræna erfiðleika er jafn umhugað um að standa sig í foreldrahlutverkinu og öllum öðr- um. Þeir eru hins vegar oft áhyggjufullir yfir því hvernig og að hve miklu leyti börnin skynja van- líðan þeirra,“ segir Eydís Svein- bjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkr- unar á geðsviði LSH. Hún hefur ásamt Vilborgu G. Guðnadóttur, deildarstjóra legudeilda á BUGL, Sigurði Rafni A. Levy, sálfræðingi á BUGL, og Salbjörgu Bjarnadótt- ur, geðhjúkrunarfræðingi og verk- efnastjóra með verkefninu Þjóð gegn þunglyndi hjá Landlækni, unnið verkefnaáætlun, sem lýtur að nýrri nálgun í geðheilbrigð- ismálum þjóðarinnar sem þau kalla „Fjölskyldubrúna“. Fjórmenningarnir, sem kalla sig þróunarhóp, vinna nú að því að festa þetta frumkvöðlastarf í sessi og koma því í formlegan far- veg innan LSH, þar sem þau hafa trú á því að þessi nýja nálgun skili árangri þegar til lengri tíma er litið. En til þess þarf fjármagn, sem enn er ekki fast í hendi. Gáttir opnuðust í Finnlandi Fyrir utan að hafa viðað að sér víðtækri þjálfun í takt við nýja hugmyndafræði hafa fjórmenn- ingarnir nú menntað og þjálfað upp sextán manna þverfaglegan hóp félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og sálfræð- inga, sem útskrifaðir voru sl. föstudag. Tuttugu Íslendingar eru því nú í stakk búnir til að vinna faglega að brautargengi þessa verkefnis, en í tilraunaskyni hefur nú þegar verið unnið með þrjátíu íslenskar fjölskyldur og lofar sú reynsla góðu, að sögn Vilborgar. Upphafið má rekja til þess að Sigurður Rafn hitti dr. Tytti Sol- antaus, finnskan barna- og ung- lingageðlækni, á norrænni geð- læknaráðstefnu hér á landi árið 2003 og árið 2005 héldu íslensku fjórmenningarnir svo á samráðs- fund um þetta málefni til Finn- lands. Þá fóru hjólin fyrst að rúlla, að sögn Eydísar, en auk þess hefur hópurinn verið í nánu samstarfi við dr. William Beards- lee, barna- og unglingageðlækni. Á fundinum í Finnlandi kom berlega í ljós að Íslendingar eru komnir afar stutt á veg í um- ræðunni og um leið í þróun á við- eigandi stuðningi og öðrum for- varnarúrræðum fyrir þessar fjölskyldur, bæði innan og utan geðdeilda. Hingað til hafi verið einblínt á börnin sér og fullorðna sér, á barnageðdeildum eða á full- orðinsgeðdeildum, en minna gert af því að horfa á hlutina heildrænt með því að spyrja um líðan ann- arra fjölskyldumeðlima, að sögn Vilborgar. Geðrænir erfiðleikar foreldra er þekktur og vel rannsakaður áhættuþáttur, sem getur haft nei- kvæð áhrif á líðan, heilsu og þroska barna. Sérstaklega hafa verið rannsökuð áhrif þunglyndis for- eldra á líðan barna. Þrátt fyrir að þessi vitneskja sé til staðar eru ýmsar ástæður fyrir því að um hana ríkir ákveðin þögn því börn foreldra með geðrænan vanda fá ekki stuðning við hæfi á LSH í dag, að mati fjórmenningana. Stað- reyndirnar tali sínu máli því for- eldrar, sem leitað hafi sér aðstoðar á geðsviði LSH hingað til, hafi lítið sem ekkert verið spurðir um líðan og aðstæður barna sinna þrátt fyr- ir að þjónustan eigi að vera fjöl- skyldumiðuð. Börnin bera ekki ábyrgðina Nærri lætur að í það minnsta átta þúsund íslensk börn búi eða hafi búið með foreldri sem glímir við þunglyndi, að sögn Salbjargar, því talið er að 10% fullorðinna eigi við þunglyndi að stríða á hverjum tíma. „Ýmis einkenni geðrænna erf- iðleika hjá foreldrum, svo sem stöðug þreyta, framtaksleysi, breytingar á hugsun, miklar geð- sveiflur og skerðing á sam- skiptahæfni hafa áhrif á líðan og virkni barna þeirra,“ segir Sig- urður Rafn og heldur áfram: „Stundum gerist það líka að eitt barnanna tekur á sig alla ábyrgð á heimilishaldinu og mögulega leiðir þessi mikla ábyrgð til þess að barnið þarf að sleppa eigin áhuga- málum og samskiptum við vini. Að- stæðurnar geta einnig valdið sam- skiptaerfiðleikum milli systkina.“ Hann segir fulla ástæðu til að grípa inn í, jafnvel þótt barnið seg- ist ráða við verkefnin. „Barnið er, óháð aldri, ófært um að meta hvort það ræður við slíkar aðstæður eða mögulegar langtímaafleiðingar þeirra. Börn búa sér líka til eigin skýringar, sem oft eru byggðar á misskilningi, m.a. um að þau beri ábyrgð á líðan foreldra sinna.“ Oft vil ríkja þögn um geðræna erfiðleika í fjölskyldum, að sögn Sigurðar enda hætt við að for- eldrar veigri sér við að ræða áhrif þeirra við börn sín. „Hægt er að hafa jákvæð og verndandi áhrif á líðan og stöðu þessara barna en foreldrarnir þurfa að fá tækifæri og stuðning til að ræða sjálfir við börn sín um áhrif geðrænu erf- iðleikanna á fjölskyldulífið. Börnin þurfa líka tækifæri og stuðning til að geta spurt foreldra sína um ein- kenni og áhrif geðrænu erfiðleik- anna. Þannig fá þau útskýringar beint frá foreldrum sínum á því sem fyrir þau hefur borið. Lyk- ilatriði í stuðningnum er að for- eldrið tali sjálft við barnið og að barnið skilji að foreldrið skynji stöðu þess. Það er enginn fagmað- ur sem getur tekið það hlutverk að sér að tala við barnið fyrir munn foreldris enda er það svo miklu mikilvægara að foreldrið tjái barni sínu sannleikann og sína vænt- umþykju í stað þess að einhver fagmaður tjái barninu hvernig mál- um er háttað. Munurinn á áhrif- unum er ekki ósvipaður því ef for- eldri segir barni sínu að sér þyki vænt um það móts við að einhver fagaðili segir barni að foreldrinu þyki vænt um það.“ Verndandi og jákvæð lífsleikni Eydís leggur áherslu á að þetta nýja stuðningsúrræði lúti fyrst og fremst að þörfum barna, verndandi þáttum og jákvæðri lífsleikni. For- eldrar eru studdir af fagaðilum til að geta sjálfir rætt við börnin sín um geðrænu erfiðleikana og áhrif þeirra á daglegt líf barnanna. Tak- ist það fá börnin viðeigandi skýr- ingar og verða vonandi betur í stakk búin til að takast á við lífið og tilveruna þegar fram í sækir. join@mbl.is Bilið milli foreldra og barna brúað Morgunblaðið/Ómar Þróunarhópurinn Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði LSH, Sigurður Rafn A. Levy, sál- fræðingur á BUGL, Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri „Þjóðar gegn þunglyndi“ á vegum Landlæknisembættisins, og Vilborg G. Guðnadóttir, deildarstjóri á legudeildum BUGL. Í HNOTSKURN »Fjölskyldubrúin er nýtt for-varnarúrræði, sem á að hjálpa foreldrum með geðræna erfiðleika að nálgast börnin sín. » Geðrænir erfiðleikar for-eldra eru þekktur áhættu- þáttur, sem getur haft neikvæð áhrif á líðan, heilsu og þroska barna. » Foreldrar, sem leitað hafasér aðstoðar á geðsviði LSH, hafa ekki verið spurðir um líðan og aðstæður barna sinna þrátt fyrir að þjónustan eigi að vera fjölskyldumiðuð. » Miðað við að 10% fullorð-inna eigi við þunglyndi að stríða á hverjum tíma má ætla að um átta þúsund íslensk börn búi eða hafi búið með foreldri, sem glímir við þunglyndi. » Til að fá stuðninginn þarfforeldrið sjálft að vera í meðferð, en stuðningur á ekki við þegar geðsjúkdómur er í bráðafasa eða þegar aðrir al- varlegir erfiðleikar eru til staðar, t.d. ofbeldi. Stuðnings- aðilar þurfa að undirgangast þjálfun og handleiðslu í hug- myndafræðinni. Börn sjá heiminn frá sínu sjónarhorni og telja gjarnan að vanlíðan, sem þau upplifa í fari foreldra sinna, tengist sér á einhvern hátt. Með nýju stuðningsúrræði eru bundnar sterkar vonir við að styrkja megi börn foreldra, sem glíma við geðræna erfiðleika, út í lífið. Jóhanna Ingvarsdóttir fræddist um þessa nýju forvörn, sem þróunarhópurinn væntir að fái gott veganesti ráðamanna. Börnin þurfa líka tækifæri og stuðning til að geta spurt foreldra sína um einkenni og áhrif geðrænu erfiðleikanna. 13.30 Setning ráðstefnu 13.40 The European Parliament, EU national parliaments and the Lisbon Treaty Alyn Smith, þingmaður á Evrópuþinginu fyrir skoska Þjóðernisflokkinn 14.00 How can the Norwegian parliament influence EU/EEA policy? Svein Roald Hansen, þingmaður norska Verkamannaflokksins 14.20 Hvernig getur Alþingi aukið áhrif sín á vettvangi EES? Bjarni Benediktsson, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar 14.40 Kaffihlé 15.00 Fyrirspurnir og umræður Auk fyrirlesara, sitja í pallborði Percy Westerlund, sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi, og Ragnheiður E. Árnadóttir, alþingiskona 15.45 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: Árni Páll Árnason, þingmaður og varaformaður utanríkismálanefndar Ráðstefna utanríkismálanefndar Alþingis og fastanefndar ESB Reykjavík 7. mars 2008 Eru áhrif þinga á ákvarðanatöku í ESB að aukast? Nýr ESB sáttmáli og staða Evrópuþings og þjóðþinga innan ESB/EES Á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 7. mars 2008 kl. 13.30-15.45 Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.esb.is eða í síma +(47) 22 83 35 83 Að dagskrá lokinni verður boðið uppá léttar veitingar. Öll erindi verða flutt á ensku. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.