Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 21
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 21 Tæknin sem ég lærði ánámskeiðinu bjargaðilífi mínu,“ segir Lilja ogbrosir breitt, en hún bjó lengi á erlendri grundu, bæði í Englandi og Sviss. Það var fyr- ir nokkrum árum, á erfiðu tíma- bili í lífi hennar, sem hún fór á öndunartækninámskeið hjá The art of living-samtökunum. „Síðan hef ég margsinnis farið á nám- skeið hjá samtökunum og einnig tekið þátt í framhaldsnám- skeiðum.“ Lilja, sem starfar nú sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu- deild Landspítalans, flutti heim til Íslands á ný í september 2006 og hefur síðan staðið að því að fá námskeiðin hingað. „Öndunar- æfingarnar veita slökun, maður verður einbeittari og fær aukna orku. Öndunartæknin er enda bæði góð hugar- og líkamsrækt,“ segir Lilja og bætir við að Art of Living samtökin séu mjög virk á meginlandi Evrópu. „Kennd er sérstök önd- unartækni, jóga, slökun og íhug- un sem nýtist fólki vel. Önd- unartæknin getur þannig hjálpað fólki að takast á við mótbyr í líf- inu, að taka ákvarðanir, auk þess sem hún dregur fram fegurðina og það góða í manninum. Mark- miðið er að fólk haldi áfram að stunda æfingarnar og þá er aðal- atriðið að fólk finni sér þann tíma dags sem því best hentar svo að æfingarnar, ásamt slökun og íhugun falli vel inn í rútínu dagsins,“ segir Lilja sem er að vinna í því að öðlast réttindi sem „Art of Living“ kennari. Öndun á Litla-Hrauni „Nýlega héldum við námskeið fyrir fanga á Litla-Hrauni sem Regina Boensel, yfirmaður Evr- ópudeildarinnar, stýrði. Þessi tækni hefur reynst sérlega góð fyrir fanga sem oft þurfa að losa sig við sektarkennd sem og þann stimpil sem þeir hafa fengið bæði af samfélaginu og sjálfum sér.“ Öndunartæknin hefur einnig verið notuð sem áfallahjálp, t.d. í Kosovo og eins eftir flóðbylgjuna miklu í Asíu um jólin 2004. „Ég hef trú á að Íslendingar geti nýtt sér hana líka,“ segir Lilja. „Önd- unaræfingarnar gætu þannig verið góð viðbót við endurhæf- ingu sjúklinga eftir erfiða spít- alavist og kvíðann sem því fylgir að fara aftur út í þjóðfélagið. Einnig væri tilvalið að kenna öndunartæknina í skólum til að sýna unga fólkinu leið til að tak- ast á við hraðann í þjóðfélaginu á skynsamlegan hátt.“ Listin að anda vel Árvakur/Eggert Listin að lifa „Öndunaræfingarnar veita slökun, maður verður ein- beittari og fær aukna orku,“ segir Lilja Steingrímsdóttir, sem stundar „Art of Living“-öndunaræfingar sem eru aldargamlar. Lilja Steingrímsdóttir er sem ný kona eftir að hún kynntist önd- unartækni í Sviss sem á uppruna sinn á Ind- landi. Tæknin er ald- argömul en er nú haldið á lofti af alþjóð- legum samtökum er nefnast The Art of Living. Halldóra Traustadóttir settist niður með Lilju og kynnti sér leið að betra og jákvæðara lífi í gegnum öndun. www.artofliving.de hjartanslist@yahoo.com NÚ HAFA vísindamenn staðfest það sem hin 77 ára Beverly Fike hefur lengi vitað: Örstuttur lúr frískar upp heilann. Frá þessu er sagt á vefmiðli MSNBC. „Ég hef alla tíð lagt mig í tíu mínútur þegar ég finn að heilinn hægir á sér, og það er ekki að spyrja að því að hann virkar hraðar og bet- ur eftir slíkan lúr. En lúrinn má ekki vara lengur en í tíu mínútur, því annars verð ég bara enn latari,“ segir Beverly. Þýsk rannsókn hefur nú staðfest að þetta er hárrétt hjá gömlu konunni, en rann- sóknin leiddi ekki eingöngu í ljós að aðeins sex mínútna lúr yfir daginn lætur fólki líða miklu betur, heldur eykur það hæfni til að læra og muna. Tengslin milli svefns og hæfileikans til að leggja eitthvað á minnið hafa aðeins nýlega verið negld niður af vís- indamönnum en reynsla fólks hefur lengi verið á þá leið að svefn frískar upp heilann. Meira að segja stærðfræðiséní leggja sig til að leysa reikningsþrautir. En það sem ekki var vitað var hversu margar mínútur ná- kvæmlega þurfti að loka augunum og hvíl- ast, til að ná fram þessari bættu starfsemi heilans. Rannsakendur í Dusseldorf gerðu því nákvæma rannsókn á stúdentum, þar sem þeir voru látnir leggja á minnið lista með 30 orðum. Ýmist voru þeir sem tóku þátt látnir leggja sig eða þeir voru látnir leika tölvuleik, og niðurstöðurnar voru af- gerandi um að þeir sem lögðu sig, mundu betur listann. Með nákvæmari rannsóknum komust þeir að því að eingöngu þurfti sex mínútur til að töfrarnir ættu sér stað. Sum- ir draga þennan stutta tíma, sex mínútur, í efa og segja nánari rannsóknir með stærra úrtaki nauðsynlegar til að staðhæfa um þetta. Aðrir leggja líka áherslu á að stuttur lúr komi aldrei í staðinn fyrir góðan næt- ursvefn. Samfelldur og góður nætursvefn sé undirstaða velllíðunar og góðrar heilsu. Stuttur lúr frískar upp heilann Þitt atkvæði skiptir máli Taktu afstöðu!!! Munið að atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi 10. mars Boðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.