Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TILGANGUR þessarar greinar er að kalla eftir svörum um stefnu bæjaryfirvalda á Akureyri í skipu- lagsmálum sem lúta að þéttingu byggðar. Spurt er hvort bæjaryf- irvöld ætli að viðhafa þau vinnu- brögð að gera deiliskipulagstillögu hagsmunaaðila í byggingariðnaði að sinni, eins og nú lítur út fyrir að verði gert, og þar með þétta byggð á Akureyri með háhýsum hvernig svo sem þau falla að aðliggjandi byggð og án tillits til framkominna óska íbúa sem telja lífsgæði sín skert með slíkum byggingum? Er þetta íbúalýðræðið í framkvæmd á Akureyri? Ýmsar deilur hafa sprottið upp í bænum vegna háhýsabygginga. Minna má í því sambandi á deilur vegna háhýsa við Baldurshaga, við Mýrarveg og í Síðuhverfi. Nú virð- ist svonefndur Undirhlíðarreitur, þ.e. reitur sem markast af Miðholti, Krossanesbraut, Undirhlíð og Langholti, vera næsti háhýsareitur á dagskrá bæjaryfirvalda. Forsaga málsins er að síðla sum- ars 2007 lagði byggingaverktaki á Akureyri, í samstarfi við arkítekt, fram drög að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að tvö 7 hæða há- hýsi með 70 íbúðum rísi við Und- irhlíð. Ekið væri frá Undirhlíð inn í bílageymslu milli húsanna. Hug- myndirnar voru kynntar íbúum á fundi hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis 22. ágúst sl. Í fram- haldinu sendi hverfisnefnd umsögn til skipulagsdeildar Akureyr- arbæjar. Í henni kom eftirfarandi fram: „Hverfisnefnd Holta- og Hlíða- hverfis telur að tillögur SS-Byggis að deiliskipulagi Undirhlíðar- Langholts-reits sem kynntar voru fyrir hverfisnefndinni taki ekkert tillit til heildaryfirbragðs Holta- hverfis. Byggingarnar séu í engu samræmi við aðliggjandi byggð hvað varðar hæð og umfang. Hverfisnefndin telur að ofangreind tillaga að deiliskipulagi sé ekki í samræmi við markmið í Að- alskipulagi Akureyrar 2005-2018, kafla 2.2.4 um bæjarmynd þar sem segir að nýbyggingar í eldri hverf- um skuli falla vel inn í þá götu- mynd/bæjarmynd sem fyrir er. ... Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverf- is telur sjálfsagt að byggt verði á Undirhlíðar-Langholts-reit eins og gert er ráð fyrir í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Við gerð deiliskipulags svæðisins þarf að gera kröfur til skipulagshöfundar um að taka mið af þeim byggingum sem fyrir eru í Holtahverfi.“ Til viðbótar má geta þess að fram kemur í umsögn hverf- isnefndar að ellefu af fjórtán manns sem tjáðu sig á kynning- arfundi um tillögur byggingaverk- takans lýstu sig andsnúna þeim. Samhliða umsögninni sendu nokkr- ir íbúar í næsta nágrenni tölvupóst til allra bæjarfulltrúa með hug- myndum að uppbyggingu svæð- isins. Þær voru eftirfarandi: „Tillaga 1: Á reitnum verði byggð að hámarki sex tveggja hæða hús við Miðholt. Miðja svæð- isins yrði fyllt upp og útbúið úti- vistarsvæði fyrir fjölskyldur með malbikuðum göngustígum, sem væru með akrein fyrir hjólreiða- menn. Undirgöng væru undir Krossanesbraut og göngu/ hjólastígur þar í gegn sem tengdist niður í „Bótina“. Áfram yrði mikið af gróðri á svæðinu, runnar með- fram göngu/hjólastígum og mikið af trjám. Í miðju svæðisins yrði blómatorg með bekkjum (samanber við Eiðsvöll). Tillaga 2: Á reitnum verði útbú- inn fjölskyldugarður með bekkjum, göngustígum, blómabeðum, tjörn og leiktækjum. Engar byggingar yrðu leyfðar á þessu græna svæði. Miðja svæðisins yrði fyllt upp og útbúið útivistarsvæði fyrir fjöl- skyldur með malbikuðum göngu- stígum, sem væru með akrein fyrir hjólreiðamenn. Undirgöng væru undir Krossanesbraut og göngu/ hjólastígur þar í gegn sem tengdist niður í „Bótina“. Áfram yrði mikið af gróðri á svæðinu, runnar með- fram göngu/hjólastígum og mikið af trjám. Í miðju svæðisins yrði blómatorg með bekkjum.“ Þann 14. febrúar sl. gekk sami hópur á fund bæjarfulltrúa og kall- aði eftir svörum um stöðu mála. Svarið sem fékkst frá bæjarstjóra var að meirihlutinn hefði nú þegar ákveðið að vinna eftir deiliskipu- lagstillögu byggingaverktakans sem gerir ráð fyrir háhýsunum tveimur. Við hljótum að spyrja okkur af hverju haldið er áfram að vinna eftir tillögu sem bæði er í ósamræmi við markmið í Að- alskipulagi Akureyrar og gengur gegn um- sögn hverfisnefndar. Að okkar mati er það ekkert annað en skipulagsslys að byggja háhýsi á Und- irhlíðarreitnum. Í því sambandi nefnum við nokkur atriði: – Há- hýsi í byggð þar sem fyrir eru 1-2 hæða hús samræmast ekki markmiðum í núverandi Aðalskipulagi Akureyrar þar sem segir að nýbyggingar í eldri hverfum skuli falla vel inn í þá götumynd/bæjarmynd sem fyrir er. – Háhýsin byrgja útsýni og varpa skugga á nærliggjandi hús og skerða þar með lífsgæði íbúa í næsta nágrenni. – Gríðarleg um- ferðaraukning verður um svæðið með tilkomu háhýsa. Henni fylgir aukin loft- og hávaðamengun sem er ærin fyrir. – Stórhýsin tak- marka mjög möguleika til upp- byggingar útivistarsvæðis á reitn- um. – Um mikið mýrarsvæði er að ræða á þessum reit. Slíkar stór- framkvæmdir og þurrkun þeim samfara geta valdið sigskemmdum á húseignum íbúanna í kring. Við skorum á bæjaryfirvöld að kalla eftir nýrri deiliskipulag- stillögu fyrir Undirhlíðarreitinn, til- lögu þar sem umhverfissjónarmið eru í heiðri höfð og tekið er um leið tillit til hagsmuna þeirra sem búa í næsta nágrenni. Akureyri: Öll lífsins gæði? Anna Ólafsdóttir og Valdimar Pálsson skrifa um skipulagsmál á Akureyri »Ætla bæjaryfirvöld að þétta byggð á Ak- ureyri með háhýsum án tillits til framkominna óska íbúa sem telja lífs- gæði sín skert með slík- um byggingum? Anna Ólafsdóttir Höfundar eru í hópi aðstandenda ný- stofnaðra samtaka um betri byggð á Akureyri. Nafn samtakanna er: Öll lífsins gæði? Valdimar Pálsson Undirhlíðarreiturinn BJÖRGÓLFUR Thor Björg- ólfsson vék að því fyrir nokkru í umræðu um íslensk peninga- og efnahagsmál að athugandi væri að taka upp svissneska franka sem gjaldmiðil Íslands. Því miður kafnaði þessi hugmynd Björgólfs Thors í enda- og innhaldslausri umfjöllun fjölmiðla um fall hluta- bréfa í Kauphöll Íslands. Nú bregður svo við að Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, víkur að því í frétt í Fréttablaðinu hinn 4. mars, að vel komi til álita að skipta íslensku krónunni út fyrir svissneska franka eða annan gjaldmiðil. Gera verður ráð fyrir því að taka megi nokkurt mark á orðum þingmannsins. Og gott væri ef hann beitti sér fyrir því að efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis setti kraft í að skoða kosti þess að taka upp svissneska franka sem gjaldmiðil hér á landi. Upptaka svissnesks franka af hálfu annars ríkis er ekki for- dæmalaust því smáríkið Lichten- stein hefur allt frá árinu 1916 not- að svissneska franka. Lengi framan af án nokkurs samnings við svissnesk yfirvöld. Íslensk stjórnvöld geta án efa gert hið sama þó væntanlega sé betra að semja um upptöku gjald- miðils annars ríkis fyrir fram. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að milli Íslands og Sviss eru rík tengsl gegnum EFTA. Telja má ótvírætt að upptaka svissnesks franka hér á landi yrði af hinu góða efnahagslega fyrir alla og sérstaklega góð pólitískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokk- urinn fengi þá út af borðinu hina endalausu umræðu um upptöku evrunnar og aðild að Evrópusam- bandinu. En eins og kunnugt er eru þau mál ekki á dagskrá Val- hallarbænda. Sigurður G. Guðjónsson Þingmaður á réttri braut? Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. „MÉR finnst svo sem eins og eitt- hvert bragð (frb. braggð) að brauð- inu“, var haft eftir kerlingu fyrir norðan, þegar ég var að alast upp. Þau kátlegu orð koma mér nú í hug. Í Morgunblaðsgrein minni, „Hvers vegna er bragð að matn- um?“ (22. febrúar, bls. 25), gerði ég að um- talsefni notkun for- setninga með orðinu bragð, því að hand- bókum og leiðbeining- arskrifum frá síðustu árum ber ekki saman um þá notkun. Spurn- ingin er hvort við finn- um bragð að e–u eða af e–u. Ég taldi að óvissu um þetta þyrfti að eyða og tók af skar- ið með þessum orðum: „Orðalagið finna bragð að e–u er því rétt og góð íslenska og á sér djúpar rætur. Hins vegar er tæpast hefð fyrir því að nota af í stað að í þessu sam- bandi, þótt þess séu dæmi“. Þetta þóttist ég styðja fullgildum rökum – og tel svo enn. Jón G. Friðjónsson prófessor mælir gegn áliti mínu hér í blaðinu 28. febrúar sl. (bls. 28) undir fyr- irsögninni „Hvers vegna finnum við bragð af matnum?“ Þarna vill Jón hafa af, en ekki að, og skýrir það í löngu máli. Hér er ekki rúm til að rekja þær skýringar né hrekja, þótt ég hafi margt við þær að athuga. Ég vil heldur bæta einni röksemd við það sem ég hefi áður sagt. Við Jón erum, góðu heilli, sam- mála um að bragð sé að matnum (ekki af honum). Þó segist Jón finna bragð af mat og hefir þá skipt um forsetningu. Ástæðan virðist vera sú að sögnin finna sé þarna í „yf- irfærðri merkingu“, hvað sem það er. Ef hann á við merkinguna ‘skynja’ (eins og ég skil hana) stenst þetta ekki að minni hyggju. Hér er eflaust efni í langa fræðilega um- ræðu, en ég skal reyna að skýra mál mitt á einfaldan hátt. Ef það er bragð að matnum, þá finnum við bragð (vera) að matnum. Ef það er lykt af e–u, þá finnum við lykt (vera) af e–u. Ef það er fýla frá e–u, þá finnum við fýlu frá e–u o.s.frv. Sögnin finna ‘skynja’ breytir engu um forsetninganotkun. Sama forsetning fylgir finna og vera. Þegar sögnin finna er notuð, býr sögnin vera ávallt undir, nema hún komi beinlínis upp á yf- irborðið. Sama er að segja um sögnina finnast, þegar hún á við. Jón nefnir dæmin: Gaman er að börnunum og Foreldr- arnir hafa gaman af börnunum. Það er sem sé gaman að e–u, þótt við höfum gaman af e–u. Enginn ágrein- ingur er um þetta. Með sögninni hafa kemur ný forsetning. En sögnunum finna og finnast fylgir engin breyting. Þess vegna finnst foreldrunum gaman að börnunum, eins og kerlingunni fannst svo sem eins og eitthvert bragð að brauðinu. Þarna býr sögn- in vera ávallt undir, nema hún komi beinlínis upp á yfirborðið. Ég vona að þetta sé nógu skýrt og íhugunar vert og þakka Jóni fyr- ir orðaskiptin. Við erum sammála um það meginatriði að bragð sé að matnum, en þá ættum við báðir að finna bragð að matnum eins og Konráð Gíslason og fleiri góðir menn. Um bragðið að matnum Baldur Jónsson skrifar um blæbrigði íslensks máls »Hér er ef- laust efni í langa fræðilega umræðu, en ég skal reyna að skýra mál mitt á einfaldan hátt. Baldur Jónsson Höfundur er prófessor emeritus. SVO virðist sem mesti þunginn í umræðunni núna sé að besta lausnin á vanda okkar varðandi íslensku krónuna væri að taka upp evru. Allavega er flestum ljóst að við get- um ekki búið við þann kostnað sem íslenska örmyntin leggur á herðar atvinnulífi og heimilum. Það hefur hins vegar vafist fyrir mönnum hvort það kallar á aðild að ESB eða ekki. Það virðist vera afstaða rík- isstjórnarflokkanna að svo sé, aðild sé nauð- synleg og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ann- ar stjórnarflokkurinn vill ólmur inn og notar evruna sem svipu en hinn vill ekki ræða að- ild að ESB. Fyrir þá sem eru ekki eins sannfærðir um að aðild að ESB sé nauðsynleg eða eins viljugir að æskja aðildar skiptir eftirfarandi máli. Í fyrsta lagi var markmiðið með EES að skapa umhverfi til að fjór- frelsið virkaði í viðskiptum samn- ingsaðila. Það væri þvert á þennan tilgang ESB og Íslands í þessu tilfelli að þverskallast við sameiginlegum gjaldmiðli. Sameiginlegur gjaldmiðill er í raun aðalatriði í viðskiptum milli einstaklinga og þjóða eins og sérhver sögufróður einstaklingur veit. Það væri undarlegt ef ESB legðist gegn framgangi fjórfrelsisins á EEA. Það væri að minnsta kosti umhugsunar- efni fyrir skriffinna að réttlæta þá niðurstöðu. Í öðru lagi er það grundvallaratriði í hagfræði að það er alltaf hægt að semja í viðskiptum. Það er stundum haft í flimtingum að sumir séu vilj- ugri að semja en aðrir, þ.e. prinsipin séu ekki alltaf aðalatriðið. Ef það eru hagsmunir ESB eða það er álitið vera því til framdráttar að semja þá er örugg- lega hægt að komast að niðurstöðu sem mundi ekki krefjast aðildar áð- ur en sameiginlegur gjaldmiðill er sam- þykktur. Í þriðja lagi þarf varla þarf að efast um að ESB mundi gjarnan vilja víkka út landamæri sín til að ná utan um Norð- urlöndin öll, hvort sem það er gert í einu skrefi eða fleirum. Í þessu sambandi má benda á tíð ummæli um að það mundi ekki taka langan tíma fyrir Ísland að semja um aðild. Í tengslum við ofansagt er rétt að nefna að ef- laust er ESB tilbúið að nota sameig- inlegan gjaldmiðil sem svipu til að reka okkur inn. En hitt er líka jafn rétt að það mundi ígrunda hvort ekki væri rétt að samþykkja sameig- inlegan gjaldmiðil án aðildar. Í huga ESB væri það þá skref til að vinna að framgangi markmiða þótt tíma- ramminn væri lengri. Niðurstaðan er þessi, fyrir þá sem sjá að við verðum að skoða að taka upp annan gjaldmiðil, að hugsanlega má taka upp evruna þótt við göngum ekki í ESB. Að ganga í ESB til að taka upp annan gjaldmiðil er nauð- hyggja sem ætti að forðast. Evran og ESB Við verðum að skoða að taka upp annan gjaldmiðil segir Að- alsteinn Júlíus Magnússon Aðalsteinn Júlíus Magnússon »Er ESB- aðild nauð- synleg fyrir upptöku evru? Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.