Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég kynntist Finna frænda ekkert al- mennilega fyrr en á síðasta ári. Hann hafði verið búsettur á Taílandi síðastliðin ár og ég frétti af honum af og til í gegnum ömmu og afa. Þegar Finni kom til Íslands í síð- asta skipti, í fyrra, kynntumst við bet- ur og mikið rosalega er ég þakklát því. Ég og Finni gátum spjallað tím- unum saman og man ég sérstaklega Finnur Freyr Guðbjörnsson ✝ Finnur FreyrGuðbjörnsson fæddist í Keflavík 29. júní 1963. Hann lést á sjúkrahúsi í Taílandi hinn 7. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 20. febrúar. eftir einu áhugamáli sem við áttum sameig- inlegt, það voru hundar. Finni átti eitt sinn hundinn Mozart og ég er með stóran hund á mínu heimili svo við gátum skipst á mörgum sögum. En nú er hann frændi minn farinn og ég er viss um að honum líði vel, hvar sem hann er. Elsku pabbi minn, ég samhryggist þér innilega, Tinna María. Kæri vinur. Það eru orðin ansi mörg ár síðan við vorum óaðskiljan- legir vinir og brölluðum við margt saman sem lengi var hlegið að. Því miður skildu leiðir okkar þegar við vorum 17 ára gamlir þar sem við fór- um hvor í sína áttina en vorum þó ávallt góðir vinir. Mig hefur oft orðið hugsað til þín í gegnum lífið og veit að þín verður vel gætt hinumegin. Stefaníu, Bóa og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sverrir. Mig langar að fara nokkrum orðum um æskufélaga minn Finn Frey Guð- björnsson sem fallinn er frá langt fyr- ir aldur fram. Það voru forréttindi að alast upp í hverfinu okkar Finna í Keflavík þar sem gleði, leikur og gaman voru okk- ar aðalsmerki. Það voru aðeins þrjú hús á milli heimila okkar þar sem ég bjó við Krossholtið og hann á Faxa- brautinni. Það var því oft sem við heimsóttum hvor annan, tókum spil eða spiluðum borðtennis. Heim til Finna var gott að koma, enda heimilið hlýlegt og snyrtilegt í alla staði. Ósjaldan var matar- og bökunarlykt í eldhúsinu sem var gott því henni fylgdi alltaf góðgæti frá Stefaníu, móður Finna. Í baklóðinni var svo æv- intýrastaðurinn þar sem krakkarnir í hverfinu komu allir saman, spiluðu fótbolta og léku sér. Finnur var góður íþróttamaður og gaf sig allan í fótbolt- ann hvort sem um leik eða keppni var að ræða. Heiðarbúar hét liðið okkar og þar var spilað af krafti og ánægju í öllum frítímum sem í minningunni voru æði margar. Úr þessu hverfi eig- um við öll sem þarna ólumst upp ynd- islegar minningar um góða, áhyggju- lausa og skemmtilega tíma. Þegar ég sjálfur fór í heimavistar- skóla skildi leiðir en fréttir af Finna voru aldrei langt undan. Það var svo fyrir um tíu árum að við vorum svo heppinn að fá foreldra Finna, þau Stebbu og Guðbjörn, til liðs við okkur í fjölskyldufyrirtækinu, Hótel Kefla- vík, þar sem þau starfa enn af miklum krafti og eru orðin órjúfanlegur hluti af liðinu okkar og þeirri þróun sem þar hefur orðið. Umhyggja þeirra sem við þar upplifum var sú um- hyggja sem Finni naut einnig frá for- eldrum sínum alla tíð og gaf honum mikið enda leitaði hann mikið til þeirra sem um leið gaf okkur tíma til að hittast og ræða liðna tíma. Síðast þegar ég hitti Finna seint á síðasta ári á skrifstofu minni gaf hann sér góðan tíma til að segja mér frá nýja lífinu sínu í Taílandi þar sem hann hefði fundið ástina og staðinn fyrir sína framtíðardrauma. Spenntur sagði hann mér frá sinni paradís, fólk- inu sem þarna bjó, landinu og hrís- grjónaræktinni sem hann tók nú full- an þátt í og hafði lagt sitt af mörkum með verklegri þekkingu og dugnaði. Og þarna leið honum vel, í austrinu, þar sem dagurinn rís með suðrænum þey átti hann sér þann æðsta draum með unnustu sinni að kaupa litla land- spildu og rækta sinn eigin garð. En nú þegar stundin er komin hjá Finna er gott að rifja upp góðar minningar um liðnar æskustundir og láta hug- ann reika um drauma hans og upp- lifun á nýjum framandi stað sem hann lét sína nánustu hér á Íslandi fylgjast með minnst vikulega allt til enda. Þó þau samtöl þaðan verði ekki fleiri að sinni munum við hitta Finna aftur á nýjum og enn meira framandi stað. Elsku Stebba mín og Guðbjörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að gefa ykkur styrk á sorgarstundu sem og bræðrum Finna og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning hans. Steinþór Jónsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES BJARNASON áður til heimilis í Sólheimum 25, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 29. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Herdís Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og afa, ÁRMANNS HALLDÓRSSONAR fyrrum kennara á Eiðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3. hæðar Skjóls fyrir umönnun síðustu árin. Ingibjörg Kristmundsdóttir, Eygló Eiðsdóttir, Knútur Hafsteinsson, Kári, Vera og Elín Inga. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI HELGASON fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, sem lést þann 27. febrúar verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju - Heimahornið s. 438 1110 og Kristniboðssamband Íslands s. 533 4900. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 sama dag. Gunnlaugur A. Árnason, Sigrún Valtýsdóttir, Halldór Árnason, Anna Björg Eyjólfsdóttir, Helgi Árnason, Aðalbjörg Jónasdóttir, Vilborg Anna Árnadóttir, Jón Trausti Jónsson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÁGÚSTSSON frá Sólvangi í Vestmannaeyjum, Hagaseli 28, Reykjavík, lést föstudaginn 22. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 15.00. Margrét Guðjónsdóttir, Guðjón Harðarson, Hrönn Ólafsdóttir, Ágúst Harðarson, Bryndís Guðjónsdóttir, Bjarni Harðarson, Hilmar Harðarson, Fanney Harðardóttir, Guðmundur Már Þorvarðarson, María Harðardóttir, Siggeir Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Fellsmúla 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. mars kl. 14.00. Einar Norðfjörð, Guðrún Norðfjörð, Steinar V. Árnason, Sigurbjörg Norðfjörð, Þorgeir Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGA JENNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.00. Gyða Vigfúsdóttir, Knútur Birgisson, Gréta Vigfúsdóttir, Guðmundur Birgisson, Árni Guðjón Vigfússon, Hrönn Hallgrímsdóttir, Karen Jenný Heiðarsdóttir, Arnar Þór Guttormsson, Vigfús Þór Heiðarsson, Birgir Kristján Guðmundsson, Jóna Björg Ólafsdóttir, Inga Vigdís Guðmundsdóttir, Gísli Pétur Árnason, Kristjana Ólöf Árnadóttir og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést laugardaginn 1. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 14.00. Guðni Þ. Skúlason, Magnea Valdimarsdóttir, Snorri S. Skúlason, Sigrún Einarsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Björn Bjarnason, Birna B. Skúladóttir, Sigurður H. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS RAFNKELL EINARSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 2. mars. María Guðrún Ögmundsdóttir, Ástríður Júlíusdóttir, Samúel Ingimarsson, Guðrún Júlíusdóttir, Ingibergur Þór Kristinsson, Einar Júlíusson, Lára Brynjarsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Rúnar Oddur Guðbrandsson, Ásdís Júlíusdóttir, Jónas Guðbjörn Þorsteinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Sigurður I. Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR STEINUNN SIGURVINSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 2. mars. Útför fer fram frá Njarðvíkurkirkju laugardaginn 8. mars kl. 11.00. Halldór Ómar Pálsson, Halldór Páll Halldórsson, Brynhildur Ólafsdóttir, Dagbjört Rós Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.