Morgunblaðið - 05.03.2008, Page 29

Morgunblaðið - 05.03.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 29 Það voru dapurleg tíðindi að frétta að Gunnar Reynir Sveinsson, eitt merk- asta tónskáld Íslands, væri allur og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Gunnari Reyni þegar ég var að útsetja sönglög eftir hann árið 1986. Nokkru síðar hófum við samstarf sem staðið hefur síðan þá. Í samstarfi okkar Gunnars treysti hann mér til að útfæra tónlistina sína yfir á gítarinn og verkaskiptingin var því mjög skýr, hann samdi tónlistina og ég útsetti hana á hljóðfærið. Síðan lék ég verkin fyrir Gunnar og hann lagði blessun sína yfir útkomuna. Fundir okkar urðu margir í Gíraff- afélaginu, eins og við kölluðum sam- starfið og oft þurfti að halda aðal- fund. Í þessu samstarfi kynntist ég Gunnari mjög vel því margt var rætt og hann sagði mér gjarnan frá liðinni tíð. Frásagnirnar voru svo margar og ótrúlegar að maður trúir varla að einn maður hafi getað afrekað allt þetta á einni mannsævi. Gunnar var einstakt ljúfmenni og tók mér ætíð fagnandi og óskaði eftir því að ég tæki gítarinn með og mynd- aðist ákveðin hefð á fundum okkar. Þannig byrjuðum við að rabba saman um líðandi stund, síðan spilaði ég nokkur lög fyrir hann á meðan hann lagaði cappucino. Þegar hér var kom- ið hófst alvaran og við hófum að ræða einstök verkefni. Afrakstur sam- starfs okkar kemur fram á mörgum sviðum. Ekkert íslenskt tónskáld á jafn mikið af tónsmíðum fyrir gítar og Gunnar Reynir og hafa þau verið leikin víða á tónleikum heima og er- lendis og hlotið mjög góða dóma. Ríkisútvarpið hefur tekið upp mörg þessara verka og í heimildarmynd- inni „Svartur sjór af síld“ koma fram mörg gítarverk. Einnig kom út geisladiskurinn „Glíman við Glám“ þar sem ég leik gítarverk Gunnars. Gunnar var mjög afkastamikið tónskáld og á tímabili samdi hann eitt verk á dag. Á þessum tíma samdi hann einkum sönglög, en ekkert ís- lenskt tónskáld hefur samið jafn mörg sönglög og Gunnar. Því miður hafa mörg þeirra ekki heyrst enn op- inberlega, en Gunnar hefur ekki ver- ið mjög áberandi eftir að hann veikt- ist. Eftir að Gunnar greindist með sykursýki og sjónin versnaði sam- fara veikindunum hætti hann um tíma að semja. Jafnframt veigraði hann sér við að sækja tónleika og fara eitthvað sem var ekki bráðnauð- synlegt, enda kominn með sár á fæt- Gunnar Reynir Sveinsson ✝ Gunnar ReynirSveinsson tón- skáld fæddist í Reykjavík 28. júlí 1933. Hann andaðist 30. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Laug- arneskirkju 12. febrúar. ur sem vildu ekki gróa. Þrátt fyrir erfiðan tíma og þjáningar var alltaf stutt í húmorinn. Sl. vor hringdi hann í mig hress og kátur og sagði að 26. maí hefði hann staðið upp úr rúminu og byrjað að semja aftur. Á þessu tímabili lagði hann áherslu á pólýfóníska útfærslu í verkum sín- um. Sl. sumar fórum við tvívegis til Þing- valla, en þangað hafði hann ekki komið í mörg ár og veitti það honum mikla ánægju. Jafnframt heimsóttum við Hilmar organista í Skálholti og fórum á tónleika á Gljúfrasteini þar sem verk hans voru flutt. Eftir þetta áttum við Gunnar Reynir nokkra fundi í Gíraffafélag- inu og virtist hann vera nokkuð hress. Nú verða fundir okkar í Sig- túni ekki fleiri að sinni, en tónlist Gunnars mun lifa um ókomin ár. Börnum Gunnars votta ég mína inni- legustu hluttekningu. Símon H. Ívarsson. Kveðja frá SÁL Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld sveiflaðist inn í tilveru 11 manna hóps ungmenna haustið 1974. Ungmennin voru nemendur á 3. námsári í leiklistarskóla SÁL er sóttu kennslu í söng og tónmennt í Söngskólanum í Reykjavík þar sem Gunnar Reynir kenndi tónfræði. Nemendurnir voru misjafnlega á vegi staddir í fræðunum en það kom ekki að sök því að frá fyrstu stundu átti Gunnar Reynir í þeim öllum hvert bein enda kunni hann þá list að ná til allra hvað sem tónlistarhæfi- leikum eða kunnáttu leið. Taktur og tónbil, tónheyrn og þurr tónfræði- verkefni lifnuðu við í velþekktum dæmum sem Gunnar dró upp. Húm- or hans var engu líkur og þar voru nemendur alveg með á nótunum. Engu að síður voru viðfangsefnin tekin fyrir af fullri alvöru því „trouble-makerar verða reknir úr bandinu“ eins og hann sagði og lagði fyrir einu skriflegu prófin sem þessi hópur tók í leiklistarskólanum, í tón- fræði. Með alúð, virðingu og þeirri „professional“ þolinmæði, sem gjarn- an einkennir músíkanta, kom Gunn- ar Reynir öllum til nokkurs tónlist- arþroska. Kynnin við Gunnar Reyni urðu sveifla sem um munaði í leiklistar- náminu og það leiddi af sjálfu sér að flétta tónlistarsamstarfinu með hon- um betur inn í það nám sem stefndi að lokaverkefnum 4. árs, uppfærslu leiksýninga í nemendaleikhúsi með öllu tilheyrandi. Gunnar kynnti fjöl- mörg tónverka sinna fyrir hópnum, bæði í tímum og heima í stofu hjá sér og konu sinni, Ástu Thorstensen, sem tók þessu unga fólki með kostum og kynjum. Ásta var sjálf söngkona og tónlistarmenntuð og raddþjálfaði hópinn þegar komið var í nemenda- leikhús. Gunnar Reynir samdi nokkur lög og vann leikhljóð við fyrri leiksýn- ingu nemendaleikhússins í Lindar- bæ, Hjá Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas, í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar. Seinni uppfærsla í nem- endaleikhúsi var jafnframt útskrift- arverkefni hópsins vorið 1976 og samið sérstaklega fyrir hann, söng- leikurinn Undir suðvesturhimni. Höfundur leiktexta og leikstjóri var Sigurður Pálsson skáld. Í leikskrá sýningarinnar segir: „Gunnar Reyn- ir Sveinsson tónskáld hefur samið alla tónlist sýningarinnar svo og all- flesta söngtexta. Hann æfði einnig söngflokkinn og er undirleikari og stjórnandi hljóðbands á sýningum“. Ekki var nóg með að Gunnar Reynir stjórnaði hljóðbandinu á öllum sýn- ingum, heldur hafði hann víbrafóninn sinn baksviðs í Lindarbæ og sló lif- andi tónmyndir á hann í sýningunni auk þess að auðkenna sýningarhlé með alveg sérstökum Gunnarískum víbrafónslætti. Nokkur af lögum við texta Gunnars úr söngleiknum Undir suðvesturhimni urðu seinna mjög þekkt, eins og Maður hefur nú, og eftir að formlegu samstarfi hinna ný- bökuðu leikara og Gunnars lauk samdi hann mikið af leikhús- og kvik- myndatónlist auk alls annars, svo af- kastamikið tónskáld sem hann var. Honum til heiðurs voru haldnir tón- leikar í Gerðubergi 21. apríl 2004 með vandaðri dagskrá þar sem flutt voru brot af hans fjölbreytilega lífs- verki. Blessuð sé minning Gunnars Reynis Sveinssonar. Með virðing og þökk. Anna Sigríður Einarsdóttir. Sífellt flettir maður fleiri síðum og blöðum í lífsins bók. Þar falla þau til vinstri í áttina til upphafsins og geyma myndir, greinar og kafla og nú eru enn kaflaskil. Jóna á Hverfisgötunni er dáin. Fjölskyldur þeirra systra Magg- Aldís Jóna Ásmundsdóttir ✝ Aldís Jóna Ás-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1922. Hún lést á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi 14. febr- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 22. febr- úar. ýjar og Jónu voru nánar og nákomnar foreldrum mínum og okkur systkinunum meira eða minna. Þær Jóna og faðir okkar voru systkinabörn. Allt frá námsárum hans var hans annað heimili á Hverfisgöt- unni eða Frakka- stígnum fyrr. Reykja- víkurheimili utanbæjarmannsins, hvort sem var að aust- an frá Eyrarbakka, vestan frá Núpi eða að austan aftur frá Þingvöllum. Sama gilti raunar um heimili Aldísar á Bergþórugöt- unni, jafnskyldrar í móðurætt. Að breyttum niði umferðarinnar, ilmi brauðhúsanna eða geislum hins litaða glers vorum við komin heim, velkomin hjá frændum og vinum þar sem alltaf var pláss og alltaf var tími, gestrisni og rausn. Litlir frændur og frænkur, næstum fleiri en tölu yrði á komið, sættu þar upp- eldi og leiðbeiningum á stigapöllum stígvéla og klossa, afdráttarlausum og fullum rómi. Andrúmsloftið var þeirra sem áttu sameiginlegan uppruna, lífssýn og kímnigáfu, góðlátlega stríðni eða mikilvæg pólitísk álitamál í stöku tilfelli. Ég man ekki orðin fremur en latínuna frá skólaárunum. Ég finn bara í beinum mér hlýjuna, al- úðina, áhugann og hvatninguna sem við áttum alla tíð að mæta hjá Jónu og öllu hennar fólki. Mér er óhætt fyrir okkur systkinin öll að þakka þessa samferð, Jónu, sem farin er, og ykkur sem eftir lifið. Ég er þess einnig fullviss að ég má bæta við þökkum frá sr. Eiríki og Kristínu að austan. Aðalsteinn Eiríksson. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÖNNU HÄSLER, Sundstræti 36, Ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Bæring Gunnar Jónsson, Hans Georg Bæringsson, Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Geir Elvar Bæringsson, Inga Lára Þórhallsdóttir, Gunnar Reynir Bæringsson, Guðrún Arnfinnsdóttir, Gertrud Hildur Bæringsdóttir, Valgeir Guðmundsson, Jón Sigfús Bæringsson, Edda Bentsdóttir, Henry Júlíus Bæringsson, Jóna Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, BÁRÐAR SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Vífilsstöðum fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð. Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson, Björgvin Þorleifsson, Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsd. Snædal, Bárður Þór Stefánsson, Jenna Huld Eysteinsdóttir, Pálína Sigurrós Stefánsdóttir, Veigar Grétarsson, Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Óskar Sigurðsson og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GEIRS GÍSLASONAR fyrrv. flugstjóra, Strandgötu 73b, Hafnarfirði. Erna Þorsteinsdóttir, Anna Geirsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Geir Harrýsson, Erna Rut Vilhjálmsdóttir, Gísli Vilhjálmsson. ✝ Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR SIGFINNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Bára Björgvinsdóttir, Hilmar Herbertsson, Ása Björgvinsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Björgvinsson, Sigurveig S. Bergsteinsd., barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA SIGURÐSSONAR, Tröllagili 14, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á deild 11G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Einnig færum við starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri okkar bestu þakkir. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðar Árnason, Ásta Guðmundsdóttir, Sævar Árnason, Telma Ríkharðsdóttir, Jakobína H. Árnadóttir, Heiðar Örn Sigurfinnsson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.