Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kennsla Skálholtsskóli Námskeið Dagana 11.-13. mars nk. leiðir Gunnar Eyjólfsson leikari Qi Gong kyrrðardaga í Skálholti ásamt Árna Bergmann rithöfundi og sr. Axel Árnasyni. Námskeiðið hefst kl.10.00 árdegis á þriðjudag. Skráning og frekari upplýsingar í síma 486 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is Verið hjartanlega velkomin www.skalholt.is Tilboð/Útboð Vesturbyggð Aðalstræti 63 450 Patreksfirði Bréfasími: 456 1142 Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar Tillaga til breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar Sveitarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 19. desember 2007 að auglýsa skv 21. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin tengist snjóflóðavörnum á Bíldudal þar sem byggður verður leiðigarður og snjóflóðarenna. Tillögur að breytingum á aðal- skipulagi eru þessar: Opið svæði til sérstakra nota Ú9 stækkar að Lönguhlíð og að hluta til að Tjarnarbraut yfir svæði sem nú er skilgreint sem íbúðarsvæði. Á svæðinu verða stígar og skógrækt í tengslum við snjóflóðavarnar- garðinn. Íbúðarsvæðið á milli Lönguhlíðar og Tjarnarbrautar verður skilgreint sem frístundabyggð með takmarkaðri nýtingu fyrir gistingu í samræmi við mat á snjóflóðahættu. Hættusvæði vegna ofanflóða er breytt í samræmi við framkvæmdir við snjóflóðavarnir. Tillagan verður til sýnis ásamt umhverfis- skýrslu sem liggur frammi á skrifstofu Vestur- byggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði frá 7. febrúar 2008 til 6. mars 2008. Ennfremur er tillagan til sýnis ásamt umhverfisskýrslunni hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunar. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Vesturbyggðar fyrir 20. mars 2008 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögunar innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri. Tilkynningar Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps auglýsir íbúafund vegna skipulagsmála Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Aðalskipulag nær til alls lands innan staðarmarka sveitarfélagsins og er stefna sveitarstjórnar um:  Landnotkun og þróun byggðar  Samgöngur og veitur  Umhverfismál  Þéttleika byggðar og byggðarmynstur  Takmarkanir á landnotkun Í þeim tilgangi að gefa íbúum og öðrum hags- munaaðilum kost á að koma á framfæri ábendingum í upphafi vinnunnar er boðið til al- menns íbúafundar. Fundurinn verður haldinn mánudagskvöldið 10. mars klukkan 20:00 á Hótel Klaustri. Frá klukkan 18:00 til 20:00 , áður en fundur hefst, gefst íbúum og hagsmunaaðilum, sem þess óska, tækifæri til að ræða einslega við ski- pulagsráðgjafa, skipulagsfulltúa, formann skip- ulags og byggingarnefndar og oddvita Skaftárhrepps vegna endurskoðunar Aðalskipulags Skaftárhrepps 2002-2014 í fremri salnum á Hótel Klaustri. Klukkan 20:00 hefst síðan almennur íbúafundur vegna skipulagsmála í Skaftárhreppi. Fyrsta mál á dagskrá er kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps við Lakagíga og umhverfisskýrsla þeirrar tillögu. Annað mál á dagskrá er að kynna þá vinnu sem framundan er og þær hugmyndir sem komnar eru vegna heildarendurskoðunar Aðalskipulags Skaftárhrepps 2002-2014. Leitað verður eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra hagsmunaaðila eins og jafnan er gert við upphaf skipulagsvinnunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps. Fræðslufundur um gallamál Í samvinnu við Matsmannafélag Íslands mun Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseigendafélagsins halda fyrirlestur um helstu gallamál sem Húseigendafélagið hefur haft til meðferðar. Hér er um mjög fróðlegt og áhugavert málefni að ræða, enda Sigurður þekkur fyrir að vera skeleggur og skemmtilegur ræðumaður. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hvammi að Grand Hóteli, Sigtúni 38, fimmtudaginn 6. mars nk. og hefst kl. 17.00. Kaffiveitingar. Með kveðju, Stjórn Matsmannafélags Íslands. Breyting á deiliskipulagi Vaðlaborga A, frístunda- byggðar í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vaðlaborga A, frístundabyggðar í landi Veiga- staða, Svalbarðsstrandarhreppi samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Meginbreytingin felst í því að allar lóðirnar verða séreignarlóðir, en í gildandi deiliskipu- lagi er kveðið á um að öll hús séu í eigu sama aðila (landeiganda) sem leigði þau út. Auk þess er byggingarlóðum fjölgað um 6 úr 25 í 31. Þá er breytt vegtengingu að lóðunum á efra svæðinu, þannig að hún verður um veg sem liggur um land Veigastaða norðan skipu- lagssvæðisins. Lóðarmörkum er breytt og er stærð lóða á bilinu 1.550 – 3.414 m², auk annarra breytinga, s.s. varðandi sameiginleg svæði. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrif- stofu Svalbarðsstrandarhrepps í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri frá og með miðvikudeginum 5. mars 2008 til og með miðvikudagsins 2. apríl 2008. Á sama stað skal skila athugasemdum við tillöguna í síðasta lagi kl. 12:00 fimmtu- daginn 17. apríl 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst samþykkur henni. Sveitarstjórinn í Svalbarðsstrandarhreppi. Aðalskipulagsgerð Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020 Um þessar mundir er verið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir Hvalfjarðarsveit. Landlínur ehf mun sinna hlutverki skipulagsráðgjafa og er áætlað að vinnuferlið muni vara út árið. Ákvörðun um landnotkun og landnýtingu í Hvalfjarðarsveit til næstu ára skiptir íbúa vissu- lega miklu máli. Aðalskipulagsáætlunin mun án efa hafa bein eða óbein áhrif á líf íbúa sveit- arfélagsins um ókomna tíð. Það er því mikil- vægt að almenningur verði meðvirkur við skip- ulagsvinnuna frá upphafi, þar sem erfiðara verður að gera umtalsverðar breytingar á skip- ulagstillögunni þegar hún er vel á veg komin. Forsenda þess að sem mest sátt ríki um aðalskipulagið er að íbúar fylgist vel með fram- vindu verksins og komi með tillögur og/eða at- hugasemdir er varða einstaka málaflokka. Þeim má koma til skila til skipulags- og byggingar- fulltrúa sveitarfélagsins fyrir 30. apríl 2008 á ýmsan máta, til dæmis er hægt er að koma í heimsókn að Miðgarði milli kl. 10:00 og 12:00 á virkum dögum eða eftir samkomulagi, senda bréf, hringja í síma 433 8505 eða senda tölvupóst á netfangið skuli@hvalfjarðarsveit.is Stefnt er að því að íbúum verði haldið upplýstum um framgang mála með ýmsu móti, svo sem dreifibréfum, kynningarfundum og á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem veffangið er www.hvalfjardarsveit.is Ef landeigendur hafa uppi áform um breytta landnotkun er mikilvægt að skipulags- og byg- gingarfulltrúi sveitarfélagsins fái upplýsingar um slíkt. Breytt notkun lands getur t.d. falið í sér áform um skipulag frístundabyggðar, athaf- nasvæða, efnistökusvæða, skógræktarsvæða, verndarsvæða og útivistarsvæða (golfvöllur, tjaldsvæði, íþróttasvæði, siglingaaðstaða o.fl.). Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri þriðjudaginn 11. mars 2008 kl. 14:00: Mið-Mörk, Rangárþing eystra, lnr.163780, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Gísli Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 4. mars 2008. Félagslíf I.O.O.F. 9  18830581/2 III.* I.O.O.F. 7.  18830571/2  0.*I.O.O.F. 18  188358  * Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HELGAFELL 6008030519 VI GLITNIR 6008030519 III Aðalfundur FÍ 12. mars nk. Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20.00 í sal FÍ, Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin. Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.