Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA „Algjört listaverk” eeeee - 24 STUNDIR „Ein mikilfenglegasta bíómynd síðari ára” eeeee - Ó.H.T. Rás 2 eeee - H.J. MBL 8 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL eeee „Daniel Day Lewis er stórkostlegur“ 24 STUNDIR SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA DARK FLOORS kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 8:30 - 10:10 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 7 - 10:10 B.i.16 ára LÚXUS VIP eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DARK FLOORS kl. 8:20 - 10:40 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 10:30 B.i. 7 ára SWEENEY TODD kl. 6 B.i.16 ára Hoffmannsgalleríið í Reykja-víkurakademíunni er fund-víst á hógværar sýningar sem ekki fara hátt en eru heim- sóknar virði. Þann 15. febrúar opn- aði þar sýning á teikningum eftir, hafi ég talið rétt, sextán myndlist- armenn, fjórtán íslenska og tvo er- lenda. Úrvalið er breitt og lista- mennirnir bæði ungir og aldnir, lífs og liðnir. Þeir eru valdir af kost- gæfni og þekkingu sem ég skrifa á Kristin G. Harðarson myndlist- armann og ábyrgðarmann Hoff- mannsgallerís, en ekki kemur fram hjá Reykjavíkurakademíunni hver stendur að vali á verkum og upp- hengi.    Teikningin er komin aftur í tískuí myndlistinni, eftir langt tíma- bil útlegðar og forsmánar. Ef við stiklum á yfirborði listasögu okkar tíma má segja að síðari hluta 20. aldar hafi handbragð ekki verið í tísku. Hugmyndalistamenn notuðu sér að vísu teikningar í verkum sín- um, en gættu þess þá vandlega að sýna þar ekki leikni eða hefðbundin vinnubrögð, það hefði þótt aftur- haldssemi. Teikningar þeirra áttu einungis að þjóna þeim tilgangi að koma hugmynd til skila. Nýja mál- verk níunda áratugarins bauð ekki upp á endurnýjun teikningarinnar sem slíkrar, þar voru það hinar stórkarlalegu pensilstrokur sem giltu. Á sama tíma og fram á tíunda áratuginn átti handbragð lista- manna helst að vera ósýnilegt, listaverk voru unnin með nýjum há- tækniaðferðum og ljósmyndin kom sterk inn, má nefna list Jeff Koons sem dæmi um slíka nálgun. Auðvit- að voru þó á þessum tíma líka lista- menn sem unnu með teikninguna sem miðil, en þeir voru ekki í brennidepli.    Það var ekki fyrr en tölvutækninvar orðin svo almenn og mikið notuð að menn fengu nóg af slíku og það fór að vakna þrá eftir hinu persónulega og innilega, jafnt í myndlistinni sem tónlistinni, nú mátti listin vera „unplugged“. Tón- listarmenn leituðu að einfaldleika í söng og órafmögnuðum hljóð- færum og myndlistarmenn fyrir sína hönd leituðu að innblæstri í hversdagnum, því smáa og per- sónulega sem ekki síst endurspegl- ast í beinu sambandi hugar og handar og í því frjálsa flæði sem slík vinnubrögð geta boðið upp á.    Á sýningunni í Reykjavík-urakademíunni eru þó nokkur verk sem vekja umhugsun og snerta við áhorfandanum. Eygló Harðardóttir sýnir teikningu sem sameinar línuna á yfirborðinu og umbrot pappírsins í eftirminnilegu samspili tvívíddar og þrívíddar. Haraldur Jónsson sýnir flæði í verki, í heillandi teikningu sem er sambland af dútli, landslagi eða gróðri. Myndin gefur til kynna vinnubrögð í anda ósjálfráðrar teikningar súrrealistanna en þó virðist hún á sama tíma sýna ákveð- ið fyrirbæri og skapar þessi tilfinn- ing áhugaverða mynd. Katrín Sig- urðardóttir sýnir mynd sem getur bæði verið skissa að skúlptúr eða staðið sem sjálfstæð mynd. Þórdís Aðalsteinsdóttir sýnir dæmigerð vinnubrögð samtímans í mynd sem er bæði klippimynd, málverk og teikning, þróuð vinnubrögð einnig í anda súrrealistanna. Margt er ótal- ið en einna sterkust er hér teikning eftir Hörð Ágústsson frá 1955 þar sem birtist á kraftmikinn hátt upp- brot ákveðinnar hrynjandi svo að skapandi óreiða verður til og kem- ur vel fram hvers miðillinn er megnugur.    Augljóslega mætti gera munstærri sýningu byggða á teikn- ingum, og slík sýning væri sann- arlega í takt við strauma og stefnur samtímans eins og þessi litla en áhugaverða sýning leiðir í ljós. Reykjavíkurakademían er opin almenningi virka daga frá kl. 9 - 17 og stendur sýningin fram á vorið. Blað og blýantur allt sem þarf AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir » Teikningin er kominaftur í tísku í mynd- listinni, eftir langt tíma- bil útlegðar og for- smánar. Morgunblaðið/Frikki Skapandi óreiða Teikning eftir Hörð Ágústsson frá 1955. ragnahoh@simnet.is SÖNGKONAN Whitney Houston mun að öllum líkindum fá greiddar 1,4 milljónir dala (tæpar 930 milljónir) fyrir að koma fram á fjáröflunartónleikum í London fyrir styrkt- arsjóð barna sem milljarðamæringurinn John Caudwell skipuleggur. Að sögn ónefnds heimildarmanns er það Caudwell mjög mikilvægt að sjóðurinn fái umfjöllun í fjölmiðlum og vonast hann til að nafn Houston muni gera gæfumuninn í þeim efn- um. Whitney Houston hefur lítið komið fram á undanförnum árum en á allra sein- ustu misserum hefur hún verið að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir að hafa sokkið nokk- uð djúpt í neyslu fíkniefna. Það vakti hins vegar mikla athygli þegar hún mætti til Fashion Rocks hátíðarinnar í Royal Albert Hall í október á síðasta ári og svo hélt hún tónleika á Live and Loud tónlistarhátíðinni í Kuala Lumpur í Malasíu í desember sama ár. Barátta Houston við áfengi og eiturlyf komst fyrst í fréttirnar árið 2000 þegar hún og þáverandi eiginmaður hennar, tónlist- armaðurinn Bobby Brown, voru handtekin fyrir að hafa undir höndum maríjúana á flugvelli í Hawaii. Síðar það ár vakti það mikla athygli þegar hún afboðaði sig með 10 mínútna fyrirvara á tónleika til heiðurs plötuframleiðandanum Clive Davis þegar Davis var hleypt inn í frægðarhöll rokksins. Houston skildi við Bobby Brown í fyrra eft- ir 15 ára hjónaband. Fær tæpan millj- arð fyrir að syngja Reuters Whitney Houston Ætti ekki að hafa miklar áhyggjur af peningum næstu mánuðina. ALDURINN er farinn að fær- ast yfir söngvarann Rod Stewart og eitt merkið um það er að nú er það ekki leng- ur hann sem stendur fyrir veislulátum og háværri tónlist á hótelberbergjum heldur er hann geðvondi maðurinn sem hringir í móttökuna og kvart- ar undan öðrum gestum. Þegar hann gisti á Int- ercontinental-hótelinu í Sydney nýlega lenti hann í herbergi nálægt manni sem spilaði lög Eros Ram- azzotti á hæsta styrk. Þegar starfsfólk hafði tekið á móti kvörtunum frá Stewart sem lá andvaka í hávaðanum bað það manninn að lækka en hann þvertók fyrir það. „Ef Rod Stewart vill lána mér einn af sínum diskum get ég sett hann í spilarann í staðinn,“ sagði hann, en Stewart mun ekki hafa tekið boðinu. Rod Stewart Andvaka Stewart í Ástralíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.