Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 41 / SELFOSSI/ AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS ÓTTINN HEFUR LIFNAÐ TIL LÍFSINS. Er einhver rosalegasta spennuhrollvekja seinni ára. HANNAH MONTANA VÆNTANLEG 19. MARS Í DIGITAL 3-D nánari upplýsingar um væntanlegar myndir í þrívídd má finna á vefslóðinni http://3D.SAMbio.is FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. JUNO kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára UNDERDOG m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP kl. 8 - 10 B.i.7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝNDÁ SELFOSSI STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára MEET THE SPARTANS kl. 8 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:10 B.i. 16 ára RAMBO kl. 10:10 B.i. 16 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali Sýnd fös., lau. og sun. LEYFÐ BRÚÐGUMINN Sýnd fös., lau. og sun. B.i. 7 ára / KEFLAVÍK NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 10:10 LEYFÐ SÝND Á SELFOSSI Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er voðalega glaður yfir þessu, enda kyssti ég hana á eftir. Mér finnst sjálfsagt að vekja athygli á þessu enn og aft- ur,“ segir Jónas Sen sem leikur á píanó, selestu, orgel og önnur hljómborðs- hljóðfæri í hljóm- sveit Bjarkar Guðmunds- dóttur. Eins og fram hefur komið tileinkaði Björk Tíbetum lagið „Declare Independ- ence“ á tónleikum sínum í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn, meðal annars með því að kalla „Tíbet, Tíbet“, og vakti það æði misjöfn viðbrögð tón- leikagesta. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum víða um heim síðustu daga og meðal annars hefur verið greint frá því að einhverjir hafi yf- irgefið tónleikana um leið og Björk minntist á Tíbet. „Mér fannst ég al- veg finna fyrir óánægju,“ segir Jón- as um viðbrögð tónleikagesta. „„Declare Indipendence“ er alltaf seinna aukalagið okkar, sem sagt síðasta lagið á tónleikunum. Fyrir aukalögin var allt vitlaust og brjáluð fagnaðarlæti en þegar hún var búin að syngja „Declare Independence“ fannst mér salurinn kólna mjög mik- ið.“ Í sumum fjölmiðlum hefur því ver- ið haldið fram að atvikið hafi farið framhjá tónleikagestum en Jónas telur svo ekki vera, auk þess sem myndband sem finna má á Youtube gefur til kynna að tileinkunin hafi ekki farið framhjá nokkrum manni. Viðbjóðslegur yfirgangur Aðspurður segir Jónas hugs- anlegt að Björk hafi útilokað sjálfa sig frá frekara tónleikahaldi í Kína með þessu athæfi. „En ég held að það hafi hvort eð er ekkert staðið til að spila aftur í Kína þótt ég viti auð- vitað ekkert um hennar plön.“ Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Björk lætur málefni Tíbeta sig varða því hún kom fram á Tibetan Freedom-tónleikunum sem haldnir voru í San Francisco í júní árið 1996, og svo aftur ári síðar í New York. Sjálfur segist Jónas lengi hafa stutt sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. „En það þorir aldrei neinn að segja neitt við Kínverja enda eiga allir viðskipti við þá. En þeir eru með viðbjóðslegan yfirgang við Tíb- eta þannig að mér fannst þetta frá- bært. Og ef það þýðir að ég sjálfur kemst ekki aftur til Kína verður bara að hafa það,“ segir Jónas og hlær. Þess má geta að nú hefur verið gert fimm vikna hlé á tónleika- ferðalagi Bjarkar en næstu tónleikar hennar fara fram í Manchester á Englandi hinn 11. apríl. „Fannst þetta frábært“ Yfirlýsing Bjarkar Guðmundsdóttur á tónleikum í Sjanghæ hefur vakið mikla athygli www.bjork.com daath.blog.is Reuters Virðing Lögreglumaður stendur vörð við mynd af Maó formanni á Torgi hins himneska friðar í Peking. Maó innlimaði Tíbet í alþýðulýðveldið árið 1951. Reuters Pólitísk Björk á tónleikum í Tókýó í Japan hinn 22. febrúar síðastliðinn. Jónas Sen RAPPARINN The Game er kominn í fangelsi. The Game var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að sveifla skamm- byssu í miðjum körfuboltaleik í Los Angeles í fyrra. Fyrir það var hann dæmdur til 60 daga fangelsisvistar. The Game heitir réttu nafni Jayceon Terrell Taylor. Hann lenti í deilum við mótherja í körfuboltaleik á skólavelli í febrúar í fyrra sem endaði með því að Taylor sló mótherjann í andlitið, náði svo í byssu sem hann geymdi í bílnum sínum og ógnaði hinum slegna með henni. Maðurinn sem Taylor sló, Rodrick Shannon, bar vitni gegn honum í sept- ember í fyrra. Taylor fær að gista fangageymslu fjarri geymslum ann- arra fanga og mun að öllum líkindum afplána um helming dómsins, þ.e. 30 daga. Má því reikna með því að rapp- arinn fái frelsið á ný 3. apríl næstkom- andi. Hann þarf engu að síður að gegna 150 stunda þegnskylduvinnu. Bak við lás og slá The Game Harður í horn að taka þegar kemur að körfubolta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.