Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJARASAMNINGAR Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum að- ildarfélögum, en talningu atkvæða lauk í gær. Rétt til að greiða atkvæði um samninginn höfðu alls 31.859 félagsmenn SGS, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar, VSFK og Boð- ans. Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 84% félagsmanna landsbyggðarfélaga SGS samning- inn og 85% félagsmanna Flóafélaganna. Þátttaka var 20,5%, nokkuð meiri á landsbyggðinni eða 24,5% en tæp 18% hjá Flóafélögunum. 73% samþykk í Trésmiðafélagi Rvk. Hjá aðildarfélögum Samiðnar fór talning at- kvæða fram í gærkvöldi og mun ljúka í dag. Í gær lágu niðurstöður fyrir um samninga Samiðnar fyrir hönd Trésmiðafélags Reykjavíkur við SA annars vegar og Samiðnar við Meistarasamband byggingamanna. Voru samningarnir samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu. 73% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, en 27% greiddu at- kvæði gegn samningunum. Nálega fimmtungur félagsmanna tók þátt. 13,9% kosningaþátttaka hjá VM Talningu atkvæða í póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags vélstjóra og málmtækni- manna (VM) við Samtök atvinnulífsins lauk kl. 16 í gær. Á kjörskrá voru 2.029 félagsmenn og tóku 283, þ.e. 13,9%, þeirra þátt í kosningunni. Auðir seðlar voru 2 og 28 ógildir. Já sögðu 184 eða 72,2%. Bókagerðarmenn samþykktu Félagar í Félagi bókagerðarmanna hafa einnig samþykkt kjarasamning við Samtök atvinnulífs- ins en talningu atkvæða lauk í gær. Á kjörskrá voru 1.091. 356 kusu eða 32,6%. 271 samþykkti samninginn eða 76,1%, 78 voru andvígir samn- ingnum eða 21,1% og auðir og ógildir voru 7 eða 2%. Þá hefur kjarasamningur MATVÍS og SA verið samþykktur af aðildarfélögum félagsins. Samtals voru greidd 152 atkvæði og voru 143 af þeim gild. Já sögðu 122 eða 80,3%, nei sögðu 21 eða 13,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 9 eða 5,9%. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stétt- arfélags, er þeirrar skoðunar að úrslit atkvæða- greiðslunnar innan félagsins í gær sýni að almenn ánægja sé með niðurstöður kjarasamninganna, „þó maður hefði vissulega viljað sjá meiri þátt- töku,“ segir Sigurður. Hann telur þó ekki að túlka megi takmarkaða þátttöku í atkvæðagreiðslunni sem óánægju með samningana heldur bendi margt til þess að almennt séu félagsmenn ánægð- ir. Ætla megi að margir hafi sleppt því að kjósa í trausti þess að aðrir sjái um að afgreiða þá. Í ljós kom mikil þátttaka erlendra starfsmanna í atkvæðagreiðslum hjá einstökum stéttarfé- lögum. Hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur og ná- grennis kom t.d. á daginn að 98 erlendir starfs- menn greiddu atkvæði eða 70% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt. Til samanburðar höfðu 517 íslenskir starfsmenn atkvæðisrétt, þar af greiddu 183 at- kvæði eða 35% þeirra sem voru á kjörskrá. „Sam- kvæmt þessari niðurstöðu var þátttaka erlendra starfsmanna í könnuninni mun betri en íslenskra starfsmanna sem eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsvíkur og ná- grennis,“ segir í frétt á vef félagsins. Samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta Kjarasamningarnir á almenna vinnumarkaðinum voru sam- þykktir með miklum meirihluta í öllum stéttarfélögum sem hafa lokið atkvæðagreiðslu um samn- ingana og birt niðurstöðurnar. Morgunblaðið/Golli Talning Atkvæðagreiðslu um kjarasamningana lauk hjá Eflingu og öðrum Flóafélögum kl. 12 í gær og hófst þá talning atkvæða í húsnæði Eflingar sem gekk hratt og vel fyrir sig. Úrslit lágu fyrir síðdegis. ÞRIGGJA daga opinber heimsókn forsetahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussa- ieff, til Mexíkó hefst í dag með því að forseti Ís- lands leggur blómsveig frá ís- lensku þjóðinni að minnisvarða um frelsishetjur Mexíkó. Þá tekur við hátíðleg móttökuathöfn við Þjóðarhöllina í Mexíkóborg þar sem forsetar beggja landa flytja ávarp. Í kjölfarið fer fram viðræðu- fundur forseta Mexíkó og Íslands ásamt ráðherrum og sendinefndum beggja landa. Um hádegisbil að staðartíma munu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og ráðherrar úr ríkisstjórn Mexíkó að viðstöddum for- setum beggja landa staðfesta samn- ing um afnám tvísköttunar milli land- anna og samkomulag um rannsóknir og aðra samvinnu á vettvangi jarð- hita. Í kvöld flytur forseti Íslands fyr- irlestur og tekur þátt í samræðum um loftslagsbreytingar og nýjar leiðir í orkubúskap veraldar á fundi Alþjóða- málaráðs Mexíkó. Heimsókn til Mexíkó Ólafur Ragnar Grímsson Samningur um afnám tvísköttunar GEIR H. Haarde forsætisráðherra greinir frá stöðu íslenskra efna- hagsmála í New York á fimmtu- dag og situr síðan fyrir svörum fréttamanna. Hann verður jafnframt á meðal fyrirlesara á ársfundi íslensk-amer- íska viðskiptaráðsins á fimmtudag. Forsætisráðherra býður frétta- mönnum upp á einkaviðtöl á fimmtudag og föstudag eftir ráð- stefnuna, en auk hans fjalla Lárus Welding, forstjóri Glitnis, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, og Gregory Miller, prófessor við Har- vard-háskóla, um íslensku bankana og efnahagsmálin. Geir fer til New York Geir H. Haarde INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra fer í opinbera heim- sókn til Danmerkur í dag. Hún geng- ur á fund Margrétar Þór- hildar Dana- drottningar og hittir Per Stig Møller, utanríkis- ráðherra Dana. Þau munu meðal annars ræða mál- efni Norður-Ís- hafsins, alþjóða- mál, svo sem Afganistan, Mið-Austurlönd og lofts- lagsmál, Evrópumál og framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá á ráðherra fundi með utanríkismálanefnd danska þingsins og formanni danskra jafnaðar- manna. Viðskiptaráð Íslands stendur í dag fyrir ráðstefnu í Kaupmannahöfn um íslensk efnahagsmál í ljósi alþjóða- væðingar og flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir framsöguerindi. Aðrir ræðumenn verða dr. Richard Portes, Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, og Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndagerðarmaður. Efnahags- málin rædd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ♦♦♦ ♦♦♦ „ÞETTA er mjög afgerandi stuðningur við samningana,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamn- inga sem SA undirrituðu við meginþorra stétt- arfélaga innan ASÍ þann 17. febrúar fór fram í vikunni 3.-7 mars meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 88% greiddra atkvæða, 9,7% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 2,3% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 38,2%. Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við eftirfarandi sambönd og félög: Starfsgreinasambandið, Flóabanda- lagið, Verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðar- samband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðar- manna (FBM), Félag vélstjóra- og málmtækni- manna (VM) og Matvís. „Okkur finnst mjög gott að finna þennan stuðning og þetta traust sem er á kjarasamning- unum í atvinnulífinu,“ segir Vilhjálmur. ,,Þetta er í fyrsta sinn í sögu Samtaka atvinnulífsins sem fram fer svona heildaratkvæðagreiðsla um kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. 88% í SA samþykktu samningana Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÍSLENSKIR bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap. Ekki er nægur fjárhagsleg- ur hvati til að fara út í slíkt hér á landi miðað við núgildandi reglur. Ekki stendur þó á faglegri þjónustu Bændasamtakanna, segir formað- urinn, Haraldur Benediktsson, sem segir óraunhæft að ætla sér að ná því markmiði sem sett hefur verið fram í þingsályktunartillögu, að 15% fram- leiðslunnar verði vottuð lífræn að 12 árum liðnum. Í dag er hlutfallið inn- an við 1%, líkt og fram kom í máli Ólafs Dýrmundssonar landnýtingar- ráðunautar í Morgunblaðinu í gær. „Menn eiga ekki að vera að binda sig við prósentutölur,“ segir Harald- ur. „Það er vissulega þörf á því að setja markmið og eðlilegt að við snú- um okkur að því að ýta undir áhuga á lífrænni ræktun.“ En hvers vegna er áhuginn ekki meiri en raun ber vitni? „Vandamálið hefur verið það að menn hafa ekki verið að hafa það út úr lífrænni framleiðslu sem þeir verða að fá til að geta staðið í þessu,“ segir Haraldur. Hann segir áhuga á slíkri ræktun ekki virðast vera mik- inn og játar að ekki hafi nóg ver- ið gert til að ýta undir hann. „En það hefur hins vegar ekkert staðið í vegi fyrir að menn fari út í slíkan búskap,“ segir hann. „Ég get ímyndað mér að fólki finnist of lítið vera í pottinum fyrir þá bændur sem vilja fara í nauðsyn- legt aðlögunarferli. En við höfum einfaldlega ekki haft meiri peninga. Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap. Mín tilfinning er sú að markaðurinn kalli eftir því.“ Samtökin tilbúin að hafa frumkvæði að stöðumati Haraldur segir brýnt að gera stöðumat á því hverjir séu tilbúnir að fara út í lífræna ræktun og hvað þurfi að gera til að ýta slíkum búskap úr vör. Hann segir Bændasamtökin tilbúin að hafa frumkvæði að því. „Þau meðöl sem við höfum haft hing- að til eru greinilega ekki að duga og þá eigum við að vera óhrædd við að velta við öllum steinum, hvort sem það varðar menn, málefni eða fjár- muni.“ Hann segir þegar búið að marka ákveðna stefnu í málaflokknum, t.d. í samningi við hið opinbera um fag- starfsemi þar sem viðurkennt sé að lífrænn búskapur sé mikilvægur. Þá sé í fyrsta sinn fjallað um lífræna framleiðslu í nýjum sauðfjársamn- ingi. Haraldur segir staðreynd að bú- skaparaðstæður hér séu öllu lakari en í flestum nágrannalöndunum. Það geti haft áhrif á umfang lífræns bú- skapar. „Það breytist ekkert þó við förum í lífræna framleiðslu,“ segir hann. „En hvort sem við erum að tala um lífræna framleiðslu eða hefðbundinn búskap liggur okkar sérstaða í gras- nytjum og fóðurframleiðslu úr grasi. Samkeppnisstaða okkar er því að styrkjast nú þegar kornverð er hátt.“ Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap Haraldur Benediktsson Utanríkis- ráðherra hefur skipað Grétu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra al- þjóða- og örygg- issviðs, Þóri Ib- sen, skrifstofu- stjóra varnar- málaskrifstofu, og Sigríði Önnu Þórðardóttur, fyrrverandi ráðherra, sendiherra í utanríkisþjónustunni. Skipun Grétu og Þóris miðast við 15. þessa mánaðar og skipun Sigríðar Önnu miðast við 1. júlí nk. Ekki kemur fram hvar þau koma til með að starfa. Einn sendiherra mun láta af embætti á þessu ári og á næsta ári munu fimm til sjö sendiherrar til viðbótar láta af embættum. Þrír nýir sendiherrar Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta Gunnarsdóttir Þórir Ibsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.