Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 11
Nafn í fæðingu Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið í Reykjavík fær form- lega nafn með vorinu. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA er miklu meiri þátttaka en við bjuggumst við. Okkur þykir mjög vænt um hvað áhuginn var mikill, því það er til merkis um að hér sé nokk- uð á ferðinni sem skipti fólk máli,“ segir Þórhallur Vilhjálmsson, mark- aðs- og kynningarstjóri Eignar- haldsfélagsins Portus hf., en félagið leitaði nýverið til almennings um til- lögur að nafni á tónlistar- og ráð- stefnuhúsið í Reykjavík. Skilafrestur hugmynda var til 1. mars sl. og bár- ust, að sögn Þórhalls, alls 4.156 til- lögur um nafn á bygginguna frá tæp- lega 1.200 einstaklingum. Sá sem sendi flestar tillögur í samkeppnina sendi alls inn 108 tillögur að nafni. Þórhallur segir þó nokkuð um það að þátttakendur hafi sent bréf með til- lögum sínum þar sem færð voru ít- arleg rök fyrir nafninu. Mikil breidd er í tillögunum, að sögn Þórhalls, en skilyrði var að nafnið félli vel að íslenskri tungu, væri þjált á erlendum tungumálum, lýsandi fyrir starfsemi hússins og undirstrikaði að húsið væri hús fólksins í landinu. Þórhallur segir ekkert eitt nafn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur, þótt eitthvað hafi verið um að fleiri en einn einstak- lingur hafi sent inn sama nafnið. Það nafn sem oftast hafi komið fyrir hafi komið frá um sextíu aðilum. Vinnuhópur fer nú yfir tillögurnar og ráðgert er að kynna bestu tillög- urnar, verðlauna höfunda þeirra og tilkynna um endanlegt nafn hússins eigi síðar en upp úr miðjum apríl. „Þannig að nafnið er í fæðingu. Við óskuðum eftir tillögum […] og viljum verðlauna bestu tillöguna, en það er ekki þar með sagt að það verði end- anlega nafnið á húsinu þó það sé ekki ólíklegt,“ segir Þórhallur og að mjög þurfi að vanda val á nafni hússins. Ánægðir með góðar viðtökur Ríflega fjögur þúsund tillögur bárust um nafn á tónlistarhúsið MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 11 FRÉTTIR ÞAU voru stolt af verki sínu, Valgerður, Sigurbjörg, Páll og Birkir frá Skagaströnd, þegar þau sýndu frétta- ritara afkvæmi sitt. Þar sem byggingarefnið er for- gengilegt þótti þeim vissara að fá mynd af sér með karlinum áður en hlákan eða aðrir krakkar yrðu hon- um að fjörtjóni. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Stoltir byggingasmiðir á Skagaströnd Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MEÐ endurskipulagningu á vinnu starfsfólks slysa- og bráðadeilda Landspítalans er vonast til að hægt verði að stytta biðtíma eftir þjónust- unni um 50-75%. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt móttökuteymi sem samanstendur af lækni, hjúkr- unarfræðingi og öðru sérhæfðu starfsfólki, sem hafa það hlutverk að taka á móti sjúklingum og koma mál- um þeirra sem fyrst í farveg inni á sjúkrahúsinu. Í mörgum tilvikum getur teymið gengið frá málum án þess að aðrir þurfi þar að koma að. „Samkvæmt erlendum rannsóknum er með þessu fyrirkomulagi hægt að afgreiða um 35% sjúklinga sem koma inn nánast viðstöðulaust svo við not- um fótboltamál,“ segir Ófeigur Þor- geirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild í Fossvogi. Ekki verður bætt við starfsfólki vegna þessa heldur er ætlunin að nýta þann mannskap sem fyrir er betur og á skilvirkari hátt, að sögn Ófeigs „Við gerum þetta í ljósi þess að bið eftir þjónustu er of löng,“ segir hann. Meðalbiðtíminn er á bilinu 65-70 mínútur en á háannatíma getur hann farið upp í 4-5 klukkustundir. Er það ekki óalgengt. Teymisvinnan var prófuð á síðasta ári og lofar góðu, að sögn Ófeigs. Sýndi sig að biðtími styttist um 50- 75% á þeim tíma sem teymið var að störfum, þ.e. milli kl. 12 og 18 á dag- inn. Í kjölfar prófunarinnar ákvað stjórn spítalans að veita heimild til að breyta slysa- og bráðadeildinni svo að hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir starfsemi móttökuteymisins. Teymið er nú starfandi á milli kl. 12 og 20 alla virka daga en í framtíðinni er ætlunin að slíkt teymi verði lengur að störfum á degi hverjum og einnig um helgar. „Við erum nú að taka fyrstu skrefin í þessu og æfa mannskapinn,“ segir Ófeigur. „Við gerum ráð fyrir að við verðum komin á fulla keyrslu með þetta fyrirkomulag næsta haust.“ Aðgengi vandamál víða Lækna vantar enn til starfa á deildinni í kjölfar uppsagna ung- lækna nýverið. Ófeigur segir mót- tökuteymin m.a. til komin til að mæta því vandamáli. Rúmlega 60 þúsund komur eru á slysa- og bráðadeild á hverju ári. „Það er klárlega aðgengisvandamál að heilbrigðiskerfinu öllu,“ segir Ófeigur spurður hvort einhverjir þeirra sjúklinga sem leita til slysa- og bráðadeilda ættu frekar að snúa sér til heilsugæslunnar. „Það er erfitt að fá tíma hjá læknum og ekki verið að mæta þörfinni. Það þýðir það að okk- ar deild er neyðarúrræði, hún er ör- yggisventillinn í samfélaginu. Ef fólk kemst ekki að annars staðar leitar það til okkar.“ Annar vandi deildarinnar snýr að útskriftum sjúklinga á aðrar deildir spítalans. Keðjuverkun fer af stað þegar sjúklingar sem liggja á legu- deildum fá ekki pláss á hjúkr- unarheimilum. Það þýðir að ekki er pláss fyrir bráðveika sjúklinga á deildunum og því myndast tappi, m.a. á slysa- og bráðadeild. Verið er að taka á þessum vanda m.a. með upp- setningu svokallaðrar skamm- verueiningar innan deildarinnar.  Bið eftir þjónustu slysa- og bráðadeildar að meðaltali um klukkustund en á álagstímum er algengt að fólk bíði í 4-5 tíma  Móttökuteymi eiga að greiða götu sjúklinga sem fyrst eftir komu á deildina Ætla að stytta biðina um 50-75% Morgunblaðið/G.Rúnar Á vaktinni Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson, yfirlæknir á slysadeild. FYRIRTÆKIÐ Nýtt upphaf vinnur nú að því í samstarfi við Ástráð, for- varnarstarf læknanema, og fleiri að- ila að dreifa smokkum til forvarn- arfulltrúa grunn- og framhaldsskóla. Í verkefninu er gert ráð fyrir að for- varnarfulltrúar fái smokka handa öllum nemendum níundu og tíundu bekkja grunnskólanna og fram- haldsskólanna til að nota í forvarnar- og fræðsluskyni. Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir, eigandi Nýs upphafs sem m.a. rekur netsíðuna smokkur.is, segir að um sé að ræða um 37.000 nemendur og að gert sé ráð fyrir að allt að 50.000 smokkum verði dreift í tengslum við verkefnið. Hún segir það síðan vera alfarið í höndum forvarnaraðila hvers skóla fyrir sig að ákveða hvernig smokkarnir verði nýttir í forvarnarstarfinu og að því sé alls ekki sjálfgefið að þeim verði dreift til nemenda. Hrafnhildur gerir þó ráð fyrir því að viðbrögð við verkefninu verði bæði jákvæð og neikvæð þar sem kynlífsfræðsla sé alltaf viðkvæm. Tilgangurinn með verkefninu sé hins vegar sá að útvega forvarnaraðilum tæki til forvarnarkennslu, sem þeim sé í sjálfsvald sett hvernig þeir nýti. Ætla að gefa um 50.000 smokka Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FJÁRMÁL lögreglustjóraembætt- isins á Suðurnesjum eru í „vinnu- ferli“ og verða engar ákvarðanir um aðgerðir teknar fyrr en niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir, sam- kvæmt tilkynningu frá dómsmála- ráðuneytinu sem gefin var út eftir fund dómsmálaráðherra og lög- reglustjórans í gærmorgun. Á fund- inum lögðu fulltrúar embættisins fram upplýsingar vegna rekstrar- áætlunar ársins 2008. Stjórn Lögreglufélags Suðurnesja fundaði í gær með formanni og framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Jón Halldór Sig- urðsson, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, sagði að lögreglumenn hefðu áhyggjur af ástandinu en biðu átekta og vildu sjá hvað kæmi út úr fundum ráðuneytisins með forsvars- mönnum lögreglustjóraembættisins. Jón Halldór sagði að kæmi til veru- legs niðurskurðar væri vandséð hvernig hægt væri að reka embætt- ið. „Við lýsum yfir áhyggjum af álagi og öryggi okkar félagsmanna,“ sagði hann. Nú þegar vantaði rúmlega 15 lögreglumenn í liðið en búist hefði verið við að fleiri yrðu ráðnir í vor þegar næst verður útskrifað úr Lög- regluskólanum. Fjölgun íbúa og farþega Jón Halldór benti á að sveitar- félögin í umdæminu hefðu stækkað og farþegum um Leifsstöð fjölgað verulega. Í því ljósi hefðu menn bú- ist við að fjárheimildir yrðu auknar, frekar en að útlit væri fyrir að skera þyrfti niður þar sem fjárframlög væru ekki aukin. Þá tók hann fram að félagið stæði þétt við bakið á stjórnendum embættisins. Steinar Adolfsson, framkvæmda- stjóri landssambandsins, sagði það verulegt áhyggjuefni ef lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum yrði að grípa til uppsagna til þess að halda rekstrinum innan fjárheimilda. Steinar sagði að víðar heyrðust raddir um rekstur hjá lögregluemb- ættum, t.d. hefði lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu þurft að skera nið- ur. Niðurskurður bitnaði óhjákvæmilega á lögreglumönnum enda væru laun yfirleitt á bilinu 80- 85% af útgjöldum embættanna. Hjá landssambandinu hefðu menn velt því fyrir sér hvort tekjugrunnur lög- regluembættanna væri hugsanlega rangur. Fjármál lögreglunnar á Suðurnesjum í vinnuferli Lögreglufélagið á Suðurnesjum fundar með Landssambandi lögreglumanna Morgunblaðið/Sverrir Eftirlit Löggæslumenn að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.