Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 1,20% og var 4836,91 stig við lokun markaða. Bréf Eimskips hækkuðu um 0,69%, og bréf Föroya Banka um 0,67%. Bréf SPRON lækkuðu um 4,66% og bréf Bakkavarar um 2,91%. Afar lítil viðskipti voru með skulda- bréf íslensku bankanna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Skulda- tryggingarálag á skuldabréf Glitnis er nú um 682,5 punktar, álag á bréf Kaupþings um 707,5 punktar og álag á bréf Landsbankans um 522,5 punktar. Úrvalsvísitalan lækk- ar í Kauphöllinni ● ÚTBOÐ á 30% hlutafjár Skipta, móð- urfélags Símans, hófst í gær og stend- ur yfir þar til kl. 16:00 á fimmtudaginn 13. mars. Fyrirhugað er að hefja viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni þann 19. mars næstkomandi, en Skipti verður við skráningu fjórða stærsta rekstrarfélagið í Kauphöll- inni. Markaðsvirði félagsins, miðað við útboðsgengið 6,64-8,10 krónur á hlut, verður á bilinu 49-60 milljarðar króna, að því er kemur fram í Morg- unkorni greiningardeildar Glitnis. Útboðið nú er í samræmi við samning Skipta og íslenska ríkisins frá 5. ágúst 2005 um að almenningi standi til boða að kaupa 30% í félag- inu í almennu útboði við skráningu á markað. Útboð á 30% hlut í Skiptum hafið ● AUÐUR Capital hf. hefur lokið fjár- mögnun á sínum fyrsta fagfjárfesta- sjóði, er nefnist AuÐur I. Kristín Pét- ursdóttir, forstjóri fyrirtækisins, segir þátttöku fjárfesta hafa verið langt umfram vonir þeirra miðað við stöðuna á mörkuðum í dag, en heild- arupphæð áskrifta í sjóðnum nam 3,2 milljörðum króna. Alls tók 21 fjárfestir þátt. Þar á meðal eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins sem og aðrir stofnana- og fagfjár- festar. AuÐi I er ætlað að fjárfesta í starfandi fyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika, og sérstaklega er horft til fyrirtækja í eigu eða undir stjórn kvenna. Að sögn Kristínar er verið að skoða mörg áhugaverð verk- efni en ekkert þeirra komið á það stig að hægt er upplýsa meira um þau. Auður Capital með 3,2 milljarða króna sjóð ● FLAGA Group sendi í gær frá sér afkomuviðvörun þar sem ákveðið hefur verið að færa virðisrýrnun á viðskiptavild og mun sú færsla hafa „verulega neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs og ársreikning ársins 2007.“ Í tilkynningu Flaga til kauphallar kemur fram að áætlað sé að færa virðisrýrnun á viðskiptavild vegna í tengslum við kaup Flaga á Medcare Systems U.S. (sem nú heita Embla Systems) en kaupin áttu sér stað ár- ið 2002. Upphæðin er um 11,5 millj- ónir Bandaríkjadala, jafngildi um 787 milljóna króna. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að virðisrýrnun verði ekki færð á viðskiptavild vegna kaupanna á Sleeptech árið 2004. Afkomuviðvörun frá Flaga Group ÓTTI fjárfesta við ætlaða yfirvof- andi kreppu einkenndi stemninguna á erlendum mörkuðum í gær, en al- mennt lækkuðu helstu hlutabréfa- vísitölur heimsins. Fréttir föstu- dagsins af fækkun starfa í bandaríska hagkerfinu virðast, að sögn Wall Street Journal, hafa vald- ið þessum mikla óróa, auk þess sem slæmar fréttir bárust af nokkrum þarlendum fjármálafyrirtækjum. Fjárfestingarsjóður í eigu fjár- festingarrisans Carlyle Group greindi í gær frá afar veikri stöðu sinni, en lánardrottnar sjóðsins hafa margir hætt stuðningi við hann og krefjast greiðslu á lánum. Er sjóð- urinn sagður ramba á barmi gjald- þrots. Bandaríska fjárfestingarfélagið Blackstone Group tapaði 170 millj- ónum dala, 11,7 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en á sama tímabili 2006 nam hagnaður fé- lagsins 1,18 milljörðum dala. Skýrist tapið einkum af afskriftum vegna óheppilegra fjárfestinga og ástands á fjármálamörkuðum almennt. Er afkoma Blackstone undir væntingum greiningardeilda en fé- lagið var skráð á markað í júní á síð- asta ári. Á heildina litið nam hagn- aður Blackstone á síðasta ári 1,62 milljörðum dala en árið 2006 nam hagnaður fyrirtækisins 2,27 millj- örðum dala. Þá hækkaði olíuverð á heims- markaði í gær og náði það 107 doll- urum á tunnuna, og voru megin- ástæðurnar áhyggjur af veikum dollara og birgðasamdráttur í Bandaríkjunum. Dimmur dagur á Wall Street Reuters Lækkun Japanskir vegfarendur fylgjast með gengi Nikkei-vísitölunnar, en hún lækkaði um 3,3% í gær vegna ótta við kreppu í Bandaríkjunum. Björgólfur Thor segir frétt Børsen ranga Eftir Agnesi Bragadóttur og Bjarna Ólafsson Í GREIN danska blaðsins Børsen og á vefsíðu blaðsins á ensku er í gær fjallað um reikningsskil fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í London, Novator Ltd og Novator Partners LLP, og þau ekki sögð hafa skilað ársreikningum til þarlendrar ársreikningaskrár, Companies House. Er í greininni sagt að Nova- tor Ltd hafi ekki skilað ársreikning- um síðan árið 2004 og hafi ársreikn- ingaskráin hótað því að félagið verði leyst upp innan fárra vikna verði ekki gerð bragarbót þar á. Björgólfur Thor Björgólfsson, eig- andi Novator, segir að það sé ekki mikið um þennan fréttaflutning Bør- sen að segja. „Efnislega er fréttin einfaldlega röng. Við erum innan tímamarka með okkar reikningsskil og við munum engar sektir þurfa að greiða,“ sagði Björgólfur Thor í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöld. Eignir allar utan Bretlands Björgólfur Thor sagði jafnframt: „Það er svo allt annar handleggur, að við erum að leggja Novator Ltd. niður sem sjálfstætt félag og það hefur nákvæmlega ekkert með þessa vitleysu í Børsen að gera. Novator hefur verið félag, einvörðungu um rekstrarkostnað á Novator í Lond- on. Eignir mínar í lyfjageiranum, fjármálageiranum, símafyrirtækjum og fleira eru allar í eignarhaldsfélög- um utan Englands, þetta kemur þannig mínum fjárfestingum ekkert við.“ Novator Partners er í Børsen ekki sagt standa frammi fyrir svo alvar- legum aðgerðum, en að það hafi ekki skilað ársreikningum síðan 2005. Er í blaðinu haft eftir talsmanni Björgólfs, Ásgeiri Friðgeirssyni, að til standi að birta reikningana sem um ræðir síðar á þessu ári, en hann bendir á að Novator Ltd hafi ekki stundað nein viðskipti undanfarin ár og hafi selt allar sínar eignir til Novator Partners LLP. Til standi að leggja það niður þess vegna. Er haft eftir Ásgeiri að ástæða seinkunar- innar sé sú að birting ársreikninga í Bretlandi skipti ekki jafnmiklu máli og annars staðar þar sem þeir hafi ekki áhrif á skattgreiðslur. Børsen segir breska eftirlitsaðila hóta að leysa Novator upp mynta. Fleiri þættir komi þó til sem skapi þrýsting til lækkunar krón- unnar. Útlit sé nú fyrir að íslenska hagkerfið sé á leið inn í ládeyðu- tímabil í fjárfestingum og um- svifum og spáir greiningardeildin því að hagvöxtur verði enginn á árinu. Meðal annarra áhrifaþátta eru breyttar horfur lánshæfismatsfyr- irtækisins Moody’s á lánshæfi rík- issjóðs úr stöðugum í neikvæðar auk þess sem hátt skuldatrygg- ingarálag íslensku bankanna hefur áhrif. GENGI íslensku krónunnar hélt áfram að lækka í gær, þótt velta á millibankamarkaði væri umtalsvert minni en á föstudaginn, þegar velt- an nam um 90 milljörðum króna. Lækkaði gengi krónunnar í gær um 1,5% og nam velta á markaðnum um 26,2 milljörðum króna. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis segir að ljóst sé að krónan fari ekki varhluta af vaxandi áhættufælni í kjölfar lausafjár- kreppu á alþjóða-fjármálamörk- uðum og hafi gengi hennar lækkað líkt og gengi annarra hávaxta- Enn lækkar krónan          !  " #$%  &%%' #$ % "&%  (& 4&52# 6 .04&52# 78 ( 2# +4&52# 4 ( 9 2# :#7 5 #3 !   ;<   4&52# " 51 !6 2# +  9    2# *  2# =>?@ (  -6 /  /#92# A B 2# C 2# ( $ ) *+  2# # < 2# ( ( < D B ( ( <= (&  =  7 6  ! 4&52# E&B 6 ;<   <4&52# @F2  2# AB!! !  (0 2# G  (0 2# # ,! ) -  H (B   H& :64  2# : 5  2# .+/ 0 "+ $  !$  !$  $ $   $!  $! !$ $    $!   !$                                                    G  5(  ! A 9&,&  ! I " 5                -        - - -  - -                       -  -   -                        -      0 .  5(               -        - - -  - - J ! ( .  .                              ?*K ?*K ! %$ %$ L L ?*K 46K     %$ %$ L L J&DM& @  N    %$ %$ L L J K    %$ %$ L L ?*K5 ?*K,   %$ %$ L L INVIK, hið sænska dótturfélag Milestone, hefur aukið hlut sinn í fjárfestingarbankanum Carnegie upp í 17,57%. Invik hefur smám sam- an verið að byggja upp eign sína í Carnegie en sem kunnugt er skóku hneykslismál bankann fyrir nokkru síðan og neyddi sænska fjármálaeft- irlitið stjórn hans til þess að víkja. Carnegie hefur áður komið við sögu íslensku útrásarinnar því bæði Kaupþing og Landsbankinn hafa átt þar stóra hluti. Invik kaupir FINNSKA tryggingafélagið Sampo, sem Exista er stærsti hluthafi í, hef- ur skotið upp kollinum á hluthafa- skrá sænska bankans Swedbank, sem á sínum tíma varð til við sam- runa fjölda sænskra sparisjóða. Þetta kemur fram í frétt Direkt. Samkvæmt nýrri hluthafaskrá hefur Sampo í febrúar eignast 0,7% hlut í Swedbank en ekki er ljóst hvort finnska félagið hafi keypt hlutabréf- in fyrir hönd viðskiptavinar. Og Sampo líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.