Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 18
Andrúmsloftið á heimili Guð-rúnar er notalegt. Fjöldigrenitrjáa standa um-hverfis húsið, veita skjól og ýta undir vinnufrið vefaranna Gíslrúnar Sigurbjörnsdóttur, Mál- fríðar Håkanson og Dóru Þórhalls- dóttur sem mættar eru til vinnu í dag. Á efri hæð hússins hefur Guð- rún útbúið tvær vinnustofur, sett þar inn sex vefstóla og boðið vinkonum sínum frá námsárunum í Húsmæðra- skólanum fyrir fimmtán árum að vefa með sér. En auk þeirra Guð- rúnar, Gíslrúnar, Dóru og Málfríðar er Jakobína Guðmundsdóttir, kenn- ari þeirra í Húsmæðraskólanum í hópnum. Gíslrún situr við gamlan sérhann- aðan íslenskan vefstól og er að vefa púða úr afgöngum. Litasamsetning er vel valin – íslenskir sauðalitir í bland við djúpbláan skandinavískan lit. Með henni á vinnustofu er Mál- fríður sem vefur löber í jólalitum. „Það er algjörlega henni Guðrúnu að þakka að við vinnum að þessum vefn- aði,“ segir Dóra. „Við hittumst að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku. Við erum ekki bara að vefa heldur að- stoðum við líka hver aðra við að koma upp verkefnum sem við þurfum hjálp með.“ Fínlegur og flókinn undirbúningur Uppsetning á vefnaði getur verið flókin og undirbúningur tímafrekur. Í þeim tilfellum nota þær balbínuna, sem er svo gömul að hún ætti helst heima á minjasafni. Svo er það rak- grindin. Með henni er mælt hversu marga þræði þurfi að nota, hvort þeir séu 50 eða 2.500. Það þarf að ákveða strax í upphafi. „Undirbúningurinn er svo fínlegur og flókinn að ég get ekki ímyndað mér að blessuð börnin í Asíu séu að sinna þeirri vinnu,“ segir Dóra sem er nýbyrjuð að vefa flókinn dúk. Guðrún sýnir blaðamanni dúk álíkum þeim sem Dóra vefur. Hann óf hún fyrir mörgum árum og hann er eingöngu notaður við hátíðleg til- efni. „Fyrir brúðkaup og kannski jól,“ segir Guðrún og blaðamaður virðir fyrir sér fínlegt handbragðið og á erfitt með að ímynda sér hversu tímafrek vinnan er. „Við erum nú ekki að telja mínúturnar,“ segir Dóra og Guðrún samsinnir. En hvernig er þetta með eirðina og þolinmæðina? „Allar sem þekktu mig í skólanum voru gapandi er þær fréttu að ég væri farin að vefa, en mér finnst þetta virkilega gaman. Í þá daga var ég hins vegar hryllilega ómyndarleg. Það breyttist síðan þeg- ar ég eignaðist börn,“ segir Guðrún. „Þó vefnaðurinn sé seinlegur þá er hann aldrei leiðinlegur, það er alltaf gaman. Maður sér árangurinn, þó hann skili sér ekki hratt. Stundum þarf að slá fast og það getur reynt á þolinmæðina. En eirðin, hún kemur bara.“ Hvað með persónulegt hand- bragð? „Kantarnir sýna ákveðið handbragð og það er mikilvægt að þeir séu fallegir,“ segir Dóra. En list- rænt gildi vefnaðarins? „Ég lít ekki svo á að ég sé að skapa list, þetta er heimilisiðnaður fyrst og fremst,“ segir hún. Gefa mest af því sem þær gera Heimili Guðrúnar ber þess merki að hún hafi ekki setið auðum höndum í gegnum árin. Víða blasir við vefn- aður; falleg veggteppi prýða veggi og púðar liggja í sófum. „Ég gef mest af því sem ég geri. Barnabörnin fá þannig tuskumottur í fermingagjafir, sem ég er nú ekki viss um að þau séu svo ánægð með,“ segir hún og vin- konurnar taka í sama streng, kveðast hafa gefið mest af vefnaðinum. Blaðamanni leikur því næst for- vitni á að vita hvaða vefnaður sé skemmtilegastur. „Ætli það sé ekki sá vefnaður þar sem ég fæ að vinna með liti og blanda þeim saman. Einn- ig er upplífgandi að vefa teppi sem segja sögu og þá vil ég gjarnan hafa litina fallega og bjarta,“ segir Guð- rún. En er þetta handverk að deyja út? Málfríður, sem hefur ofið frá því hún fór á sín fyrstu námskeið árið 1976 hefur orðið: „Í þá daga var Heimilisiðnaðarfélagið með nám- skeið ár eftir ár og oft voru þetta sömu konurnar sem mættu.“ Guðrún bætir við að vefnaður sé hluti náms- ins hjá Hússtjórnarskólanum. „Ég hef séð að þær eru að gera fallega hluti t.d. sjöl,“ segir hún. Að lokum býður Guðrún blaða- manni niður í kjallara þar sem hún er með flennistóra rakgrind sem minnir meira á skúlptúr en verkfæri vefara. Í kjallaranum eru líka bækur uppi um alla veggi en milli þess sem Guð- rún vefur og sinnir barnabörnunum bindur hún inn bækur á Skúlagöt- unni. „Ég geri þetta fyrir kallinn,“ segir Guðrún og á þar við eiginmann sinn sem á mikið safn bóka. „Svo glugga ég í þær. Sumar eru skemmtilegar, aðrar ekki eins og gengur,“ útskýrir hún og gaukar að blaðamanni miða með nafni bók- bandskennarans og kveður með lokaorðunum „Það er gott efni í næsta viðtal.“ Telja ekki mínúturnar Gíslrún situr við sérhannaðan gamlan íslenskan vefstól. Þolinmæðisverk Guðrún segir vefnaðinn aldrei verða leiðinlegan þótt hann geti verið seinlegur. Morgunblaðið/Ómar Félagsskapur „Við myndum sennilega ekki nenna að vefa ef það væri ekki fyrir félagsskapinn sem við höfum hver af annarri,“ segir Guðrún ( lengst til vinstri ) sem hér stendur ásamt þeim Gíslrúnu Sigurbjörnsdóttur, (lengst t.h.) Dóru Þórhallsdóttur (2. t.h.), Málfríði Håkansson (3. t.h.). Fínlegt Þeir eru margir þræðirnir sem vefurinn er ofinn úr. Litauðgi Bjartur og litríkur vefur er í uppáhaldi hjá Guðrúnu. Verkfærakista vefarans Vefnaður virðist flókið handverk fyrir leikmann- inn enda líta handtökin út fyrir að vera bæði snúin og mörg. Guðrún Magnúsdóttir og vinkon- ur hafa hist og ofið saman á heimili Guðrúnar síðastliðin fimmtán ár. Soffía Guðrún Kr. Jó- hannsdóttir kíkti í heimsókn. Ég lít ekki svo á að ég sé að skapa list, þetta er heimilisiðnaður fyrst og fremst. |þriðjudagur|11. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf BANDARÍSKIR vísindamenn hafa komist að því hvers vegna fólk smitast frekar af inflúensu á vet- urna en á sumrin. Þeim, sem vilja forðast smit, dugar sennilega ekki að vera iðnir við handþvotta. Að sögn vísindamannanna er inflúensuveiran þakin fitukenndu efni, sem storknar og hlífir henni í kulda. Þetta getur skýrt hvers vegna veir- unni vegnar betur og kemst á skrið á veturna, að því er segir á vef Berlingske tidende. Joshua Zimmerberg frá National Institute of Child Health and Human Development, sem stend- ur að baki rannsókninni, segir þetta ekki ósvipað og M&M sælgæti eða smartís. Litrík húðin um- hverfis súkkulaðið bráðnar þegar það er sett upp í munninn og hið sama gerist með vírusinn þegar hann kemst í öndunarfæri manna. Þá bráðnar fitu- lagið umhverfis hann, svo hann nær að dreifa sér um líkamann en það er aðeins þegar hann er í fljótandi formi sem hann getur komið sér inn í frumu og smitað hana. Þegar heitt er í lofti bráðnar þetta verndandi fitulag og sé vírusinn þá ekki þegar inni í mann- eskju eða dýri drepst hann. Þess vegna lifir vírus- inn frekar af um veturinn þegar kalt er. Þetta gæti verið svarið sem vísindamenn hafa lengi leit- að að við því hvers vegna flensa og aðrar kvef- pestir ná betri fótfestu á veturna en á sumrin. Þolir sápu Þessar uppgötvanir geta leitt til nýrra aðferða við að meðhöndla inflúensu að sögn vísindamann- anna. Nú, þegar vitað sé hvernig veiran ver sjálfa sig til að geta smitast frá manni til manns sé hægt að stefna að því að vinna á vörn hennar. Í niðurstöðunum vekur mikla athygli að hið verndandi fitulag veirunnar virðist þola þvotta- efni á borð við sápu og þvottaduft. Því getur verið sérlega erfitt að losna við veiruna af höndum og yfirborði hluta. Inflúensan dreifir sér gegnum loftið með t.d. hósta, hnerra og tali og getur við það sest á yfirborð hluta, þaðan sem hætta er á að hún smitist á hendur fólks. Veirur með verndandi húð líkt og smartís Morgunblaðið/Sverrir Atsjú! Nú er komið í ljós að flensuveiran er með verndandi hjúp sem heldur henni lifandi í kulda og bráðnar eftir að hún hefur fundið sér bústað í manneskju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.