Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TENGSLIN VIÐ FÆREYJAR Milli Færeyja og Íslands ersterk taug. Skyldleikinndylst engum, sem heimsæk- ir Færeyjar. Nú hefur fyrsti utanrík- isráðherra Færeyja látið það verða sitt fyrsta verk í opinberum erinda- gjörðum erlendis að heimsækja Ís- land. Høgni Hoydal utanríkisráð- herra átti í fyrradag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var margt á dagskrá ráðherr- anna, þar á meðal óskir Færeyinga um að ganga í Fríverslunarsamtök Evrópu. Eins og fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar hafa Íslending- ar þegar léð málstað Færeyinga stuðning á vettvangi EFTA. Norð- menn hafa fylgt í kjölfarið, en Sviss- lendingar eru aðild þeirra andsnúnir. Það er sjálfsagt og eðlilegt að styðja þessa ósk Færeyinga og Íslendingar eiga að leggja áherslu á að telja Svisslendinga á að opna EFTA fyrir Færeyjum. Ekki hefur farið mikið fyrir sjálf- stæðisbaráttu Færeyinga undanfarin misseri. Hins vegar hefur sjálfstæði þeirra verið að aukast smátt og smátt og meira vald að færast til þeirra frá Danmörku eins og embætti hins nýja utanríkisráðherra ber vitni. Því fylgir að Færeyingar munu á þessu kjörtímabili taka í sínar hendur fjór- tán málaflokka af 21, sem Danir sjá nú um. Þjóðarflokkurinn, flokkur Høgna, styður sjálfstæði, en ekki er eining um málið í landstjórninni, sem mynduð var í upphafi febrúar. Margt ber merki um grósku í Fær- eyjum um þessar mundir. Þar er nú mikil áhersla lögð á að efla ferða- mennsku, en um leið er talað um að gæta verði þess að eyjarnar glati ekki sérkennum sínum fyrir vikið. Einnig vilja Færeyingar verða at- kvæðameiri í alþjóðlegri umræðu. Fiskveiðar eru mjög mikilvægur atvinnuvegur fyrir Færeyjar og seg- ir sú staðreynd að afli á hvern íbúa er næstum helmingi meiri í Færeyjum en á Íslandi sína sögu. Færeyingar hafa unnið að því að gera veiðar sínar sjálfbærar rétt eins og Íslendingar. Það er mikilvægt að styðja Fær- eyinga eftir mætti og sömuleiðis sækja í þeirra reynslubrunn. Tengsl- in eru þegar sterk á mörgum sviðum og þau má efla enn frekar, hvort sem það er í stjórnsýslu, viðskiptum, menntun eða menningu. Høgni Hoy- dal benti á að fáir færeyskir náms- menn væru við nám á Íslandi og það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að í þeim efnum er hægt að ýta undir meiri tengsl auk þess sem auka mætti stúdentaskipti milli landanna. Menningartengsl skipta einnig máli. Íslenskar bókmenntir hafa ver- ið þýddar á færeysku, og færeyskar á íslensku. Vinsældir Williams Heine- sens sýna hvaða erindi verk hans eiga til Íslendinga. Þá var gott fram- tak að setja upp yfirlitssýningu á mögnuðum verkum Sámals-Joensens Mikines, föður færeyskrar málarlist- ar, á Kjarvalsstöðum í upphafi þessa árs. Færeyingar og Íslendingar eiga víða samleið. SÓKNARFÆRI Í LÍFRÆNNI RÆKTUN Það er ekki oft sem atvinnugreiner á undir högg að sækja, og þarfnast nýrra leiða til framþróunar, getur reitt sig á að áherslubreytingu í framleiðslunni verði tekið fegins- hendi. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Ólaf Dýrmundsson, land- nýtingarráðunaut hjá Bændasam- tökum Íslands, um sóknarfæri fyrir lífrænan landbúnað. Hann staðhæfir þar að neytendur séu „komnir langt á undan framleiðslunni. Það hefur margfaldast sala á lífrænt vottuðum vörum síðustu árin og mest af því er innflutt. Það sem er framleitt í land- inu svarar engan veginn eftirspurn, það er langt frá því“. Jafnframt bendir Ólafur á að þeir sem kaupa lífrænar vörur séu ekki endilega tekjuhærra fólk, hann telur að það sé ekki síst ungt fólk sem kýs líf- rænan mat. Þessi þróun óska neytenda á Ís- landi er í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska bændur að nýta sér þennan ört vaxandi markað. Að und- anförnu hefur verið bent á aukinn kostnað bænda vegna áburðar- og fóðurkaupa, en þessar vörur hafa hækkað gríðarlega mikið í verði. Við lífræna ræktun er einvörðungu not- aður tilfallandi lífrænn áburður – mykja og áburður úr öðrum lífræn- um úrgangi – sem hlýtur að skapa bændum sóknarfæri þegar tilbúinn áburður er jafndýr og raun ber vitni. Þær aðstæður sem nú eru til stað- ar vegna verðhækkana í aðföngum bænda ættu því að verða til þess að fleiri sjái sér leik á borði með lífræna ræktun. Jafnframt má ætla að slíkar afurðir hljóti að verða hlutfallslega ódýrari en áður. Í setningarræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna á nýliðnu Búnað- arþingi, hvatti hann stjórnvöld m.a. til að „milda áhrif verðhækkana á áburði“. Spyrja má hvort slíkt myndi ekki skekkja samkeppnisstöðu líf- rænnar ræktunar og þá um leið hvort ekki þarf að finna hvata til að stuðla að frekari þróun á því sviði sem mót- vægisaðgerð við þá erfiðleika sem fylgja hefðbundinni ræktun um þess- ar mundir. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska bændur að markaður fyrir þær lífrænu vörur sem þeir fram- leiða skuli vera til staðar. Þá er það ekki síður mikilvægt fyrir þá fjöl- mörgu sem velja lífræna vöru fram yfir venjulega að hún sé framleidd í sem mestu magni hér innanlands. Flutningar á matvöru með flugvélum og skipum með tilheyrandi mengun á fátt skylt við sjálfbærni eða þá hug- myndafræði sem liggur að baki líf- rænni ræktun. Nú er því lag í ís- lensku samfélagi að leggja áherslu á og þróa nýja búshætti öllum til fram- dráttar – bændum, neytendum og náttúrunni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SÓSÍALISTAFLOKKUR José Luis Rodríguez Zapatero hrósaði sigri í spænsku þingkosningunum síðastliðinn sunnudag og er því að hefja sitt annað kjörtímabil. Framan af sýndi talning at- kvæða að sósíalistar myndu ná hreinum meirihluta á þinginu og það hafði einnig verið takmark þeirra í kosningabaráttunni. Því náðu sósíalistar hins vegar ekki, en þeir náðu 169 þingsætum á móti 153 þingsætum Þjóðarflokksins, 176 þingsæti voru nauðsynleg til að ná hreinum meirihluta. Sósíal- istar verða því að treysta á aðra þingflokka til stjórnarmyndunar. Zapatero var stoltur á fyrsta fundi sínum með fjölmiðlum eftir fund flokksforystunnar í gær. Hann kvaðst ánægður með úrslitin og sagði að þetta væru „þriðju bestu kosninganiðurstöðurnar í sögu Sósíalistaflokksins“. Varðandi stjórnarmyndunarvið- ræður sagði Zapatero að rætt yrði við forystu allra þingflokka, of snemmt væri þó að fara nánar út í þá sálma, en að varlega yrði farið í samningaviðræðunum. Pólitískt hugrekki Í kosningaumfjöllun dagblaðsins El País í gær, sem þykir hallara undir Sósíalistaflokk Zapateros, var lögð áhersla á að hugrekki for- sætisráðherrans hefði nú skilað sér í úrslitum kosninganna. Zapa- tero hefði þrátt fyrir ráðleggingar flokksráðgjafanna aldrei verið hræddur við að „henda sér út í drullupollana, hann hefði ætíð haft þá köllun að vera stjórnmálamaður en ekki einungis umboðsmaður“. Zapatero er talinn hafa sýnt pólitískt hugrekki þau fjögur ár er hann hefur gegnt embætti for- sætisráðherra, m.a. með því að taka upp viðræður við ETA, að- skilnaðarhreyfingu Baska, auk þess að standa að róttækum fé- lagslegum umbreytingum á Spáni. Hann mun nú væntanlega hafa los- að sig við það orðspor að vera óverðskuldað við völd, en hryðju- verkaárás á lestarkerfi Madríd- borgar rétt fyrir kosningarnar 2004 var talin helsta orsök þess að hann komst óvænt til valda það ár- ið. Rajoy sáttur við árangurinn Áfallið er vissulega mikið fyrir Mariano Rajoy, formann Þjóðar- flokksins, sem hefur nú í annað sinn beðið ósigur fyrir Zapatero. „Við erum flokkurinn sem bætti við sig flestum sætum og atkvæð- um,“ sagði Rajoy samt sem áður við stuðningsmenn sína eftir að úr- slit voru orðin ljós á sunnudags- kvöldið. Rajoy hefur látið í það skína að úrslitin séu alls ekki svo slæm, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi hlotið meira kjörfylgi. El Mundo hefur bent á í þessu sam- bandi að Þjóðarflokkurinn hafi í nýafstöðnum kosningum náð sín- um næstbesta árangri í þingkosn- ingum til þessa og jafnframt besta árangri sem stjórnarandstaða hef- ur náð í sögu lýðræðis á Spáni. Vangaveltur um framtíð Rajoy sem formanns flokksins verða vafalaust í loftinu fram að næsta flokksþingi Þjóðarflokksins. El Pa- ís og El Mundo hafa bæði gefið í skyn að reikna mætti með afsögn Rajoy sem formanns Þjóðarflokks- ins í kjölfar ósigurs í kosningun- um. Samkvæmt skrifum hægra- dagblaðsins ABC þykir þó sam- staða ríkja um forystu Rajoy meðal flokksmanna. Honum hafi einnig tekist vel að halda uppi raunverulegum sigurvonum allt fram að talningu atkvæða, en það er talið munu vega þungt þegar kemur að ákvörðuninni um fram- tíð hans sem leiðtoga flokksins. Tveir ráðandi flokkar Í fyrsta skipti síðan árið 1993 eru sósíalistar nú sterkasti flokk- urinn í Baskalandi, en þar unnu þeir einn fulltrúa á kostnað Þjóð- ernisflokks Baska (PNV) sem tap- aði kosningum í fyrsta sinn. Zapa- tero lýsti því yfir við fjölmiðla í gær að sigurinn í Baskalandi væri feiknamikilvægur fyrir flokkinn. Morð á fyrrum bæjarfulltrúa Sósí- alistaflokksins í Baskalandi á föstudeginum fyrir kosningar varpaði skugga á kosninga varð til þess að formleg ingabaráttu var hætt fyrr Zapatero hefur sagt að E staðið fyrir morðtilræðinu hefur enginn lýst yfir á morðinu. Nokkuð dræm kosninga var í Baskalandi, 64,90% minni en árið 2004, en þ geta að ETA hafði farið fr stuðningsmenn sína að sn þingkosningarnar og sög boða nýtt tímabil kúguna nesku þjóðarinnar. Um 84% atkvæða run aðhvort til Sósíalistaflokk Þjóðarflokksins og sýnir ingu tvíflokkakerfis á Sp Sósíalistar aftu lykilhlutverki á Fögnuður José Luis Rodríguez Zapatero fagnar sigri í höfuðstöð ZAPATERO mun hafa nóg fyrir stafni á komandi kjörtímabili, en hann hefur lýst því yfir að sigur Sósíalistaflokksins sé „nægjanlega sterkur og traustur“ til að unnt verði að uppfylla gefin kosninga- loforð. Hann gerir þó vissulega ráð fyrir að þurfa að semja um áherslurnar, þar sem sósíalistar náðu ekki hreinum meirihluta á þingi. Að sögn Zapateros verða for- gangsverkefnin að blása í glæður efnahagslífsins og atvinnumark- aðarins, auk þess að halda áfram þeim félagslegu umbótum sem hann hefur barist fyrir til þessa. Landsframleiðsla Spánar hefur aukist um 3,7% á síðustu fjórum árum og er landið nú í áttunda efsta sæti á heimslista yfir verga landsframleiðslu. Þrátt fyrir þann árangur hefur efnahagsás farið nokkuð dvínandi. Za hefur þó varist ásökunum arandstöðunnar og segir n hægja um eftir áratugar v Metvöxtur hefur orðið á vinnuleysi og er Spánn nú sæti OECD-landa hvað atv leysi varðar, með 8,8% atv leysi. Meðal kosningalofor pateros er að fjölga störfu 1,2 milljónir á kjörtímabili Innflytjendamál hafa ei verið í brennidepli og sýna opinberar tölur að í febrúa rúmlega 250.000 erlendir isborgarar atvinnulausir á sem er 54% hærra en á ári Þessar tölur má rekja til v ástands á spænska húsnæð aðnum, en 92% erlendra á vinnu eru úr byggingariðn Traust Zapatero og flokksmenn hans hyggjast nú koma til móts væntingar kjósenda, en efnahagur hefur versnað og atvinnuleys Næg verkefni framund Zapatero ánægður með þriðju bestu niðurstöðu Sósíalis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.