Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er mikilvægt að viska og hæfni kvenna sé metin að verð- leikum í þróun félagasamtaka og í samfélaginu almennt. Samtök þar sem konur leggja sitt af mörkum sem full- komlega virkir þátt- takendur eru opin og öflug vegna fjöl- breyttra skoðana kvenna og einstakrar nálgunar þeirra á mál- efnum. Að meta marg- breytileika mannlífsins tryggir bæði vernd á rétti einstaklinga og leysir úr læðingi sköp- unarkraft með því að leiða saman vitsmuni og sýn fólks úr öllum áttum. Það gerir samfélaginu kleift að taka sam- stillt skref fram á við og því er mik- ilvægt að kraftar kvenna njóti sín. Konur búa yfir einstökum hæfi- leikum til þess að nálgast flókin verkefni á þolinmóðan, einbeittan og sveigjanlegan hátt. Hagfræðing- urinn og baráttukonan dr. Hazel Henderson hefur þessa eiginleika og hefur nýtt þá við vernd hins nátt- úrulega umhverfis. Hazel var að eigin sögn „venjuleg húsmóðir“ þegar að því er virtist hversdagslegur atburður breytti lífi hennar. Það var á sjöunda áratug síðustu aldar og hún bjó í New York. Dag einn kom dóttir hennar heim með sótlag á húðinni sem náðist eng- an veginn af sama hversu mikið hún var skrúbbuð. Hazel varð þá ljóst að andrúmsloft borgarinnar var hræði- lega mengað. Knúin áfram af þeirri einföldu þrá að barnið hennar gæti andað að sér hreinu lofti tók Hazel að ræða málin við konur í hverfinu með því að brydda upp á einfaldri spurningu, „Finnst þér ekki loftið vera mengað?“ Fram- tak hennar og samræð- ur við einn einstakling í einu varð uppspretta vináttu, trausts og auk- innar samstöðu. Hún hófst handa og skrifaði bréf til borg- arstjóra og borgarfull- trúa og fékk svar frá borgarstjóranum um að það sem hún áliti vera mengun væri aðeins mistur sem teygði sig inn frá hafinu. Án þess að láta bugast hélt hún áfram rannsóknum sínum þar til hún komst að því að borgin lét í raun og veru mæla daglega svifryk í loftinu. Hún fór á sjónvarpsstöðvar og í aðra fjölmiðla ásamt þrýstihópum og tókst að lokum að fá því framgegnt að fjallað yrði um mengunarstig loftsins í daglegum veðurfregnum. Hazel dró einnig í efa líkön um hagfræðilegan vöxt sem réttlæta eyðileggingu á náttúrulegu um- hverfi. Hún átti frumkvæðið að því að þessi líkön yrðu endurskoðuð og þeim breytt. En stjórnmálamenn og svokallaðir sérfræðingar neituðu að taka mark á henni. Fyrir að beita stórfyrirtæki og stjórnvöld end- urtekið þrýstingi vegna ýmissa skyldra málaflokka var hún gagn- rýnd opinberlega fyrir að vera „ein af hættulegustu konum í Bandaríkj- unum.“ Bréf sem gagnrýndu fram- gang hennar voru send til vinnuveit- anda eiginmanns hennar. Hún varð fyrir niðurlægjandi aðdróttunum: Hvað vissi ómenntuð húsmóðir um hagfræði? Sú gagnrýni hvatti hana til að leggja enn frekar á sig til að mennta sig í hagfræði- og vistfræðikenn- ingum þar til hún gat sjálf átt frum- kvæðið að kappræðum við heims- þekkta kennimenn og sagt skýrt og skorinort það sem segja þurfti. Hug- rekki hennar og sannfæring voru gífurlega mikilvæg til að gera öðrum konum kleift að finna sér vettvang. Samtökin „Borgarar berjast fyrir hreinu lofti,“ sem hún stofnaði með nágrönnum sínum, voru brautryðj- endasamtök í umhverfishreyfing- unni. Þau leiddu til þess að mikilvæg lög voru sett og hugarfar fólks og starfshættir fyrirtækja og stjórn- valda tóku miklum breytingum. Hazel einbeitir sér að bláköldum veruleikanum, heilsu fólks, öryggi og hamingju, frekar en að inn- antómum hugmyndum. Hún heldur alltaf sínu striki og fylgir málefnum sínum eftir allt til enda. Vegna heildrænnar nálgunar hennar, sem á sér rætur í raunveru- leika daglegs lífs og þránni til að vernda og næra lífið, hefur boð- skapur Hazel átt breiðan hljóm- grunn meðal almennings sem lætur sér annt um framtíðina. Þessi hæga umbreyting í anda hennar er í al- gjörri andstæðu við ofbeldisfullar byltingar sem karlar hafa svo oft nýtt til að koma á breytingum. Viska og kraftur kvenna og ábyrg nálgun þeirra á raunveruleikanum, hugulsemi og umhyggja fyrir fólki í nánasta umhverfi og geta til að bera fullkomna virðingu fyrir lífinu sjálfu, þarf að endurspeglast í öllu sam- félaginu. Aðeins þá munum við sjá öruggar framfarir í að leysa alvarleg heimsvandamál og koma á raun- verulegum friði. Til þess er bráð- nauðsynlegt að hugarfarsbreyting verði hjá körlum. Þetta minnir mig á eftirfarandi orð Eleanor Roosevelt, sem lék lyk- ilhlutverk við gerð Mannréttinda- sáttmálans. Hún fullyrti árið 1930: „Ef tíu milljónir kvenna vilja raun- verulegt öryggi, virka þátttöku, heiðarleika, réttláta og vitra löggjöf, hamingju og þægileg lífsskilyrði og framtíð án stríðshörmunga, þá verða þessar 10 milljónir kvenna að rísa upp.“ Dr. Henderson tjáði mér von sína um að 21. öldin yrði tími samvinnu milli karla og kvenna. Ég er henni fyllilega sammála. Konur og karlar ættu að vinna saman af gagnkvæmri virðingu og opna nýja leið fyrir kom- andi kynslóðir. Saman getum við skapað framtíð þar sem hver ein- staklingur er metinn og virtur sem manneskja og sem einstök og ómet- anleg birtingarmynd á lífinu. Þetta verða tímar þegar við öll munum njóta fjölbreyttrar flóru mannlífsins. Leiðin að skapandi samvinnu Daisaku Ikeda skrifar í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna »Daisaku Ikeda skrif- ar um mikilvægi þess að nýta þekkingu og visku kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Daisaku Ikeda Höfundur er heiðursforseti Soka Gakkai International, stofnandi Soka háskólanna og handhafi frið- arverðlauna Sameinuðu þjóðanna. EFTIR því sem lengra líður á vet- urinn þyngjast áhyggjur mínar. Þingmennskan er ekkert grín þegar maður hefur það fyrir atvinnu að sitja undir grafalvarlegum ræðu- höldum um búsifjar og brotalamir í þjóð- arbúinu. Niðurskurður í þorskkvóta, háir stýri- vextir, smæð krón- unnar, áfellisdómur Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, hækkun á aðföngum bænda, hærra mat- vælaverð, skuldir heim- ilanna, lánsfjárkreppa bankanna og svo mætti lengi telja. Og svo má ekki gera flugu mein öðruvísi en vökul augu alþingismanna bregðist við í fyr- irspurnum og athugasemdum úr ræðustól Alþingis og undir þessu sit- ur maður og brúnin þyngist og and- vökunóttunum fjölgar. Það liggur við að allar heimsins byrðar séu komnar á herðar mér, samviskusömum stjórnarþingmanninum og óbreytt- um liðsmanni í stjórnarliðinu. Ég gæti svo sem farið að blogga á nóttunni eins og Össur eða skrifað lærða grein eins og þeir Bjarni og Ill- ugi. Ég tala nú ekki um að hafa mig frammi í ræðupúlti og fjölmiðlum al- mennt með háværum yfirlýsingum og gerast „besserwisser" um hag- kerfið og þjóðarbúið. Stela senunni. Næg eru tilefnin og er það ekki í tísku í pólitíkinni að láta fara fyrir sér? Hæst bylur í tómri tunnu. Kannski er það leti, kannski er það aldurinn eða kannski er það reynslan og minningarnar sem halda aftur af mér. Einhvern veginn rámar mig í það að þetta sé ekki fyrsta krísan sem við lendum í. Það var hlutskipti íslenskra stjórnmálamanna og þjóð- arinnar allrar að berjast við verð- bólgudrauginn í áratugi og þá ekki síst á því tímabili sem mér hlotnaðist sá heiður að sitja á þingi hér áður fyrr. Það var löng og ströng glíma og þó voru bankarnir í ríkiseign og Seðlabankinn í rassvasanum á for- sætisráðherra og opinberar stofn- anir sem réðu verðlaginu, innflutn- ingnum og gjaldeyriskaupunum. Það vantaði ekki völdin. Það vantaði held- ur ekki sérfræðingana og handhafa sannleik- ans í þeirri umræðu allri og yfirleitt var maður sammála síðasta ræðumanni, þangað til sá næsti tók til máls. Nú sit ég sem aldurs- forseti og fer mér hægt, enda meðlimur í góðu stjórnarsamstarfi, sem ekkert er út á að setja því stutt er á milli hinn- ar klassísku sjálfstæð- isstefnu annars vegar og jafnaðarmennsk- unnar hins vegar. Tveir frjálslyndir og praktískir stjórnmálaflokkar í einni sæng. Það var kominn tími til. Vandinn er hins vegar sá að það má ekki tala um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu öðruvísi en að sérhagsmunaöflin reki upp angistarvein, það má ekki tala um verndun náttúrugersema öðruvísi en heyra ræðuhöld um uppbyggingu at- vinnulífs og stóriðju og það má alls ekki fitja upp á aðild að Evrópusam- bandinu öðruvísi en menn berji bumbur þjóðernis og sjálfstæðis. Auðvitað spillir það góðu samstarfi ef menn rugga bátnum og tala um eitt- hvað sem ekki rataði inn í stjórn- arsáttmálann. Ekki vil ég vera frið- arspillir á bænum þeim. Ríkisstjórnin okkar þarf að sitja sem fastast. Draumur í dós Ég læt það því liggja milli hluta, að minnsta kosti í bili, að nefna mann- réttindabrotin sem þarf að lagfæra í kvótakerfinu, ég læt það vera að minnast á fyrirhuguð spellvirki í Neðri-Þjórsá en ég get ekki komist hjá því að benda í allri hógværð á út- gönguleið fjármálalífsins inn í Evr- ópusambandið. Hvað er svona hættulegt við það að huga að aðild að Evrópusamband- inu? Hvað er það svo sérstakt við Ís- land umfram önnur Evrópulönd sem gerir okkur ókleift að taka þátt í því samstarfi? Það færir okkur nýjan, stöðugan gjaldmiðil, frjálsan aðgang að miklu stærri markaði, ódýrari neysluvörur og aðgang að ákvarð- anatöku um flest ef ekki allt sem snýr að því regluverki og leikreglum sem við verðum hvort sem er að búa við. Evrópusamstarfið er draumur í dós, byggður á þeim frjáls- ræðishugmyndum sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur alla tíð barist fyr- ir. Atvinnufyrirtækin, fjármála- stofnanir, neytendasamtökin og stjórnsýslan öll æpa á nauðsyn þess- arar samvinnu og það er allsendis óreynt og ókannað hvort einhverjar kvaðir í sjávarútveginum verði settar á okkur. Og þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er betri og frjálsari kostur en geðþótta- ákvarðanir í bakherbergjum. Hætt- um að hafa vit fyrir öðrum. Leyfum þjóðinni að ráða. Erum við ekki öll að beita okkur fyrir auknu frelsi? Mín skoðun er sú að aðild að Evr- ópusambandinu leysi jafnt sjávar- útveg sem landbúnað úr álögum heimóttans. Við erum alveg menn til að laga okkur að breyttum að- stæðum. Og við losnum úr ánauð ónýts gjaldmiðils. Núverandi ríkisstjórn hefur alla burði til að hefja þessa för. Við vini mína og samstarfsmenn í Sjálfstæð- isflokknum segi ég: „Evrópusam- bandið er í anda ykkar hugsjóna, samtök um frið og öryggi, frjálsan markað og heiðarlega samkeppni. Evrópska efnahagssvæðið hefur fært okkur gegnsætt þjóðfélag, gjör- breyttar leikreglur og tækifæri út- rása og athafna. Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Sendibréf til sjálfstæðismanna Ellert B. Schram vill skoða að- ild að Evrópusambandinu »Mín skoðun er sú að aðild að Evrópusam- bandinu leysi jafnt sjáv- arútveg sem landbúnað úr álögum heimóttans. Ellert B. Schram Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjálfstæðismaður. NÚ stendur yfir tveggja vikna fræðslu- og fjáröflunarátak á vegum Krabbameinsfélags Ís- lands undir yfirskrift- inni „Karlmenn og krabbamein“ til að vekja athygli á þremur algengustu tegundum krabbameins meðal karla, blöðruháls-, lungna- og rist- ilkrabbameini. Í þess- ari grein mun ég sér- staklega fjalla um það síðastnefnda. Aukin tíðni rist- ilkrabbameins Tæplega þriðja hvern dag greinist ein- staklingur hér á landi með ristilkrabbamein eða um 136 manns á ári og hefur tíðni sjúk- dómsins aukist á síð- ustu árum. Um helm- ingur þeirra er með sjúkdóminn á alvarlegu stigi og deyja um 50 manns árlega af völd- um hans. Sýnt hefur verið fram á að skimun fækkar dauðsföllum af völdum krabbameins í ristli og endaþarmi. Undirbúningur fyrir skimun Kerfisbundin skimun fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi hefur ver- ið kappsmál margra þingmanna um árabil. Þingsályktun um að hefja slíka skimun var lögð fram fyrir nokkrum árum af Árna Ragnari Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, en hann háði erfiða baráttu við þennan sjúkdóm og lést í ágúst 2004. Að hon- um látnum fylgdi þingmaðurinn Drífa Hjartardóttir málinu til enda, en þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á vorþingi fyrir ári. Nú hillir undir að þetta verkefni verði að veruleika. Þegar hefur farið fram mikill und- irbúningur að skipulagðri skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi innan stjórnkerfisins og hefur land- læknisembættið m.a. gefið út klín- ískar leiðbeiningar þess efnis. Þá hef- ur Ásgeir Theódórs meltingarsérfræðingur unnið þrot- laust að þessu máli og er barátta hans lofsverð. Kerfisbundin skimun hefst á næsta ári Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að kerfisbundin skimun hefjist á næsta ári hjá 60-69 ára einstaklingum af báðum kynjum. Fólki er boðið að skila hægðaprufu til að skima fyrir blóði, sem eru merki um hugsanlegar frumubreytingar í ristli. Finnist blóð í hægðum er viðkomandi boðið að fara í ristilspeglun. Þær þjóðir sem hafa farið þessa leið hafa margar byrjað skipulega skimun á afmörkuðum hópi, en síðan haft hug- myndir um að færa út kvíarnar. Þróun hefur orðið á þessu sviði og er m.a. lit- ið til þess að hugsanlega megi finna merki um forstigsbreytingar í ristli með lífeinda- fræðilegum rann- sóknum, en slíkar rann- sóknir eru aðgengilegri og þægilegri fyrir fólk en framangreindar rannsóknaraðferðir. Enn er þó nokkuð í land til að slíkar aðferðir leysi af skipulega skim- un eins og nú er áformað að hefja. Á fjárlögum fyrir árið 2008 er 20 milljónum króna varið í verkefnið þegar á yfirstandandi ári og er íslenska heil- brigðiskerfið faglega og tæknilega tilbúið að tak- ast á við þetta verkefni. Erum í fararbroddi Með ákvörðun um skimun á krabbameini erum við framarlega í hópi þeirra þjóða sem ákveða að hrinda slíku verkefni af stað. Við erum í far- arbroddi meðal Norðurlandaþjóða með ákvörðun um skipulega skimun fyrir krabbameini í ristli og enda- þarmi, en skimun hófst í Finnlandi 2004 og mun hefjast á Stokkhólms- svæðinu á þessu ári. Umræður um að færa aldurs- mörkin niður til 50-55 ára aldurs eiga rétt á sér og er full ástæða til að skoða slíka útvíkkun við fyrsta tæki- færi, enda næst þá að greina sjúk- dóminn á forstigi áður en hann þróast til hins verra. Árvekni borgar sig Mikilvægt er að hvetja fólk sem er í áhættuhópi á að fá krabbamein í ristli eða endaþarmi og er utan þeirra aldursmarka sem skipuleg skimun er áformuð fyrir að fara í slíkar rann- sóknir. Það á við fólk sem hefur þjáðst af langvinnum ristilbólgum, hefur áður greinst með mein í ristli og endaþarmi eða ættingjar hafa greinst með slík mein. Þá er full ástæða fyrir fólk að vera vakandi fyr- ir einkennum eins og fersku blóði í hægðum, sem er eitt skýrasta merkið um hugsanlegt krabbamein í ristli. Árvekni getur bjargað lífi. Árvekni getur bjargað lífi Fimmtíu einstaklingar deyja árlega af völdum ristilkrabba segir Ásta Möller Ásta Möller »Með ákvörð- un um skim- un á krabba- meini erum við framarlega í hópi þeirra þjóða sem ákveða að hrinda slíku verkefni af stað. Höfundur er alþingismaður og for- maður heilbrigðisnefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.