Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 29
Elsku amma, við vitum að þú fylg- ist áfram með okkur, hvíl í friði. Þín barnabörn, Herdís, Helga Hildur og Einar. Við systkinin viljum með nokkr- um orðum kveðja alveg stórkostlega manneskju, hana ömmu Höllu. Um- hyggja, kærleikur, dugnaður, reisn og elja eru orð sem koma strax upp í huga okkar þegar hugsað er um hana. Amma veitti okkur í uppvextinum sérdeilis frábæran samastað á Norðurtúninu og stór hluti af æsku- minningunum tengist opnu og hlý- legu heimili hennar – þar var maður alltaf velkominn. Þó svo að slíkt geti talist lítilvægt í dagsins amstri, bú- um við að þessum minningum að ei- lífu. Amma, þú lifðir lífi þínu af því- líkum dugnaði að við yrðum ánægð með að geta fetað í þín spor þó ekki væri nema að hluta til. Við erum ei- líflega þakklát fyrir allt sem þú veittir okkur í uppvexti okkar og fram á þinn síðasta dag. Þín verður sárt saknað – hafðu það gott á himn- um. Þín barnabörn, Guðrún Soffía, Skúli Páll og Birnir Sær. Það er eiginlega ótrúlegt að amma Halla eða amma í Kefló, eins og ég kallaði hana, sé farin yfir móð- una miklu. Þrátt fyrir háan aldur var hún nefnilega hvorki í anda né líkama deginum eldri en sjötug. Þegar maður hugsar um allar stund- irnar sem við áttum saman þá læðist brosið og hláturinn að í gegnum tár- in því amma hafði ótrúlegt lag á að orða hlutina og gera grín að aðstæð- um, sama hvort var í orði eða gerð- um. Hún hafði ískaldan húmor og veigraði ekki fyrir sér að skjóta lúmskum skotum að fólki, þannig að alltaf braust fram hlátur en ekki hneykslan. Amma í Kefló sat aldrei auðum höndum. Hún var mikil hannyrða- kona og bjó til ómetanlegar gjafir sem glatt hafa börnin hennar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Lopapeysurnar hennar voru eftir- sóttar og þær voru sko alltaf eftir nýjustu tísku. Amma í Kefló keyrði bíl nánast fram á síðasta dag. Hún „skutlaði skvísunum“ út um alla Keflavík, eins og hún orðaði það, en það voru vin- konur hennar sem voru hættar að keyra. Mjög er minnisstæð ein ferð- in til mín í Garðabæinn þar sem hún, 81 árs, bölsótaðist út í vörubílstjóra sem keyrði á undan henni á Reykja- nesbrautinni: „Hann var bara á 80 alla leiðina og ég komst aldrei fram úr honum því umferðin á móti var svo þétt“. Það er yndislegt til þess að hugsa að amma hafi haft góða heilsu nán- ast allt sitt líf og þegar hún brást henni þá hvarf ekki góða skapið. Ég kveð þig í bili, elsku amma, og geymi í huga mér minninguna um þig. Æðruleysi þitt og elja er mín fyrirmynd. Takk fyrir allt og allt. Vala. Ein af sterkustu fyrirmyndum í lífi mínu er látin. Í þessari kveðju ætla ég að leyfa mér að kalla þig Höllu ömmu, eins og ég hef gert allt mitt líf. Ég ólst upp á Norðurtúninu í Keflavík við hliðina á Höllu ömmu og Skúla. Þar sem ömmur mínar og afar bjuggu í Reykjavík tróð ég mér inn í barnabarnahópinn þeirra. Allt- af var mér tekið opnum örmum eins og öllum sem sóttu í félagsskap Höllu ömmu. Það var líkt og Halla amma ætti óþrjótandi birgðir af ást og athygli að gefa af. Þó svo að ég hafi yfirleitt boðið mér sjálf inn á heimilið á Norðurtúninu þá var litla athyglissjúka skvettan alltaf vel- komin. Lífsorkan og kraftur þinn hefur verið mér hvatning í lífinu. Þú kenndir mér að allt væri hægt þegar viljinn væri fyrir hendi. Það sann- aðir þú margoft á lífsleiðinni og þá sérstaklega fyrir mér þegar þú tókst bílprófið um sextugt þegar Skúli veiktist. Þú kenndir mér með fram- ferði þínu að láta ekki bugast, hafa nóg fyrir stafni og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Það vita það allir sem voru svo heppnir að þekkja þig að það var alltaf nóg að stússa hjá þér, hvort sem það var fjölskyldan, föndur, handavinna, ferðalög eða að skutlast með stelp- urnar, eins og þú orðaðir það. Alltaf varstu boðin og búin að aðstoða mig við stóra og smáa hluti, þó það hafi aðallega verið félagsskapur þinn sem ég sótti í. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég til fjölskyldu þinnar, því fráfall þitt mun vafalaust skilja eftir djúpan gíg sem minning þín nær vonandi að brúa. Elsku Halla amma. Ég mun halda áfram að segja sögur af þér svo lengi sem ég lifi. Takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Þín Vigdís. Hvernig færir maður á blað minn- ingar um þann sem manni hefur verið kærastur? Minningar um konu sem hefur verið til staðar frá fyrstu minningabrotum og fram á daginn í dag. Hendur hennar voru hendur verkakonu. Hún breiddi fisk á stak- stæðum, tók þátt í síldarævintýrinu mikla, vann í frystihúsi og hún skúr- aði gólf. Hún fæddi börnin sín heima og ekki naut hún fæðingarorlofs. Fékk neitun 90 ára gömul um pláss á elliheimili þar sem hún þótti of hraust. Hafði greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins en átti samt ekki rétt á neinu. Hún Halla mín var búin að hafa verulega fyrir þessu lífi. Fimm ára gömul leggst hún inn á Vífilsstaði með berkla. Hún fær barnaveikina og lífi hennar er bjargað vegna þess hvar hún dvelur. Hún er skorin á háls, raddböndin skemmast og hún er hás upp frá því. En öllu tók hún með jafnaðargeði. Hún lifði lífinu lif- andi. Snemma á ævinni er mér komið í fóstur til föðurömmu og afa. Tíma- bundið þótt teygðist á þræðinum. Litla níu mánaða stúlkan varð dek- urbarn átta föðursystkina og þeirra á meðal var Halla mín. Fyrstu æskuminningarnar eru sennilega frá fjögurra ára aldri. Halla og Skúli að kela uppi í kvistherbergi. Ég sitj- andi á gólfinu lærandi orðin – ekkan mín áttin mín. Amma að klæða mig í fínan pífukjól. Ólafur Thors var að koma í heimsókn. Ég tek utan um hálsinn á ömmu og segi „Amma sú Halla é Súli“. Kyssi ömmu og segi „Ekkan mín áttin mín“. Næsta minningabrot. Halla og Skúli búa á loftinu hjá Steinunni. Þau eignast litla stúlku sem lifir stutt. Næst er það Vatnesvegur 21 hjá Guðna og Ólafíu. Þar fæðast Guðni, Guðrún og Snorri. Stofan vísaði út á Hafn- argötu og Vatnsnesveg og þar tók Skúli Esso-bílinn í vinnuna. Þetta heimili var sem himnaríki í mínum huga. Guðni Steini fæðist og að sjálfsögðu var ég spurð ráða varð- andi nafnið. Margar uppástungur en að lokum sæst á nafnið Guðni Þorsteinn sem ég var bara nokkuð sátt við. Halla og Skúli voru mér sem bestu foreldrar. Lífið var toppað þegar ég fékk að máta brúðarkjól Höllu. Svartur úr tjulli og marglit- um pallíettum. Í honum dansaði ég dag út og dag inn, speglaði mig og fannst ég vera Shirley Temple. Þá hét ég því að gifta mig í svörtu. Lífshlaup mitt hefur verið sam- ofið Höllu minni. Ég hef eiginlega aldrei gert mér grein fyrir því hvort hún hefur verið mér sem móðir, systir, vinkona eða verndarengill. Dætur mínar líta á hana sem sína og ég lít á krakkana hennar sem systk- ini mín. Án hennar hefði líf mitt orð- ið snauðara – bara –. Hluti af lífi mínu hefur runnið sitt skeið. Verð þó að halda áfram að þrauka og þurrka nafn hennar úr gemsanum mínum. Leyfi því þó að vera aðeins lengur í von um að sím- samband við himnaríki lagist. Inga, Arnstein og Fred biðja fyrir kveðjur. Það gera einnig Halldís, Lars, Jónína, Tobias, Ási Goði og Guðný Helga sem senda kveðjur frá Danmörku. Guðný Helga Árnadóttir. Er Hallveig Þorsteinsdóttir, föð- ursystir konu minnar, hvarf yfir móðuna miklu á afmælisdegi nöfnu sinnar, Hallveigar Bjarkar Hösk- uldsdóttur, var sem hlekkur í ör- yggiskeðju fjölskyldu minnar brysti. Strax í æsku bundust þeir kær- leikar með konu minni og – Höllu frænku – og manni hennar Skúla Pálssyni að aldrei bar þar skugga á. Þessu kærleiksbandi fengum ég og dætur okkar að bindast og munum við aldrei geta þakkað það. Konan sem gaf alla tíð frá sér þor og þrek, ástúð og umhyggju. Konan sem ann fjölskyldu sinni, heimilinu og afkomendum sínum af alúð. Konan sem var tryggðatröll vin- um sínum og samborgurum. Konan sem ætíð fylgdist með fjöl- skyldu minni hvar sem hún bjó og baslaði. Konan eina sem heimsótti okkur hvar svo sem við bjuggum á landinu. Konan sem hnýtti þann lárviðar- krans sem átti að minna okkur á sig- ur vonar, trúar og kærleikar. Konan sem fylgt hafði fjölskyldu minni um hálfrar aldar skeið er nú öll. Hafðu þökk fyrir allt og allt, meg- ir þú uppskera eins og þú sáðir til er himnarnir opnast. Aðstandendum sendi ég öllum mína dýpstu samúð. Höskuldur Goði. Mér er ljúft að minnast með nokkrum kveðjuorðum Höllu mömmu hennar Guðrúnar æskuvin- konu minnar. Minningarnar frá bernskuárunum eru sólskinsstundir þar sem við vinkonurnar komum saman hvor heima hjá annarri og oftar en ekki hittumst við í Norð- urtúninu. Þarna á loftinu höfðum við mikið rými fyrir okkur hvort sem það voru leikir eða kompan þar sem hægt var að grúska í gömlum vikuritum. Þarna uppi var líka saumavélin hennar Höllu og þessi kröftuga kona sem vann mikið utan heimilis á þessum árum vílaði ekki fyrir sér að framleiða hverja flíkina af annarri þegar heim var komið, oft eftir erfiðan vinnudag. Á þessum árum myndaðist kær- leiksstrengur sem ekki slitnaði þótt árin liðu. Á seinni árum höfðum við gaman af því að rifja upp minningar frá þessum árum og gátum hlegið mikið. Það lýsir vel atorku og krafti hennar að eitt sinn þegar Halla var að nálgast níræðisaldurinn fórum við Guðrún í heimsókn til hennar og um leið og við rennum í hlaðið kem- ur hún akandi á bílnum sínum og segist vera sein fyrir, því hún hafi verið að keyra nokkrar konur heim. Það gustaði af henni þarna á planinu og mér varð hugsað til þess hversu mikil gæfa það er að fá að eldast jafn vel og hún Halla gerði. Það ein- kenndi hana ætíð mikil sjálfsbjarg- arviðleitni og hún fór allra sinna ferða sjálf þar til hún þurfti að leggjast á sjúkrahús eftir áramótin og átti ekki afturkvæmt. Halla fagnaði níræðisafmælinu sínu fyrir tæpum tveimur árum með ættingjum og vinum og í afmælið mættu tvær æskuvinkonur hennar sem komnar voru yfir nírætt. Það var ánægjulegt að fylgjast með gleðinni og vináttunni sem ríkti á milli þeirra. Ég minntist þess í ræðustúf sem ég flutti þennan dag að í gamla daga hefði verið tekið eft- ir þeim vinkonunum fjórum Höllu, Helgu, Möggu Fúsa og Svövu fyrir það hversu hörkuduglegar þær voru við fiskverkun og það var eftir því tekið hvernig þær breiddu fiskinn og verkuðu hann. Þessi dugnaður einkenndi þær alla tíð og komust þrjár þeirra yfir níræðisaldurinn. Svava lést nú í janúar en Helga dvelur á Garðvangi í Garði. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt henni Höllu minni síðasta spölinn en kveð hana með hlýhug og þakklæti fyrir liðnar stundir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Sigurlaug Einarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 29 ✝ Elskuleg móðir mín, amma og langamma, DRAGICA VULETIC, Droplaugarstöðum, áður Eiríksgötu 9, sem lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt miðviku- dagsins 5. mars, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 12. mars kl. 11.00. Zorka Bjelivuk, Dragana Bjelivuk, Jovana Bjelivuk, Tomislav Rast, Nevena Cupovic, Kristian Rast. ✝ Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, GUÐNÝJAR VALGEIRSDÓTTUR, Ofanleiti 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna Landspítalans við Hringbraut. Egill Valgeirsson, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Ólafur H. Hannesson, Birna Valgeirsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Víðir Valgeirsson, Guðrún Valgeirsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU HANNESDÓTTUR, Skálagerði 15, Reykjavík, áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum fyrir góða og hlýlega umönnun. Hólmfríður Kjartansdóttir, Sigurður Adolfsson, Inga Hanna Kjartansdóttir, Kjartan Þórir Kjartansson, Áshildur Kristjánsdóttir, Baldur Kjartansson, Hrönn Róbertsdóttir, Erla Kjartansdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, KJARTAN ÓLASON, Fagragarði 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 5. mars. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 14.00. Kristín V. Matthíasdóttir, Matthías Kjartansson, Anna Guðrún Tómasdóttir, Óli Þór Kjartansson, Jóhanna Grétarsdóttir, Hólmfríður Kjartansdóttir, Páll Ólason, Súsanna K. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, SVEINFRÍÐUR S. JÓHANNESDÓTTIR, Einilundi 2, Garðabæ, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. mars kl. 13.00. Hinrik Matthíasson, Matthías Hinriksson, Kristín Dögg Guðmundsdóttir, Sigrún H. Hinriksdóttir, Kristján T. Sveinbjörnsson, Kristín P. Hinriksdóttir, Matthías Bjarnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.