Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 41 Nemendur í listfræði viðHáskóla Íslands og list-nemar við Listaháskóla Íslands stóðu saman að því að setja upp sýningu um fyrri hluta ferils Hjörleifs Sigurðssonar list- málara. Sýningin var haldin í tengslum við námskeið í sýning- arstjórnun og sýningargerð og þar er að finna verk eftir Hjörleif frá árunum 1953 til 1969. Á sýn- ingunni sást vel hvernig list hans þróaðist frá ströngum litaflötum yfir í lífrænni abstraktverk.    Hjörleifur kynntist ab-straktlistinni á námsárum sínum í París og sýndi sín fyrstu verk í anda hennar á Sept- embersýningunni árið 1952. Hjör- leifur segir sjálfur í sjálfsævisögu sinni Listmálaraþönkum: „Við vorum fjögur eða fimm sem áttum hlut að þessu máli að skapa grundvöll geómetrískrar listar á Íslandi: Valtýr [Pétursson], Hörð- ur [Ágústsson], Gerður [Helga- dóttir], skrifari og að einhverju leyti Guðmundur Elíasson mynd- höggvari. Á því leikur enginn vafi að Valtýr varð fyrstur okkar til að gróðursetja geómetríuna í ís- lenskri mold“ (48). Allt þetta fólk var í París á árunum 1949-1950 og drakk í sig nýja strauma í myndlist sem það kom svo með heim til Íslands.    Hér fengu verk þeirra mis-jafnar viðtökur eins og Hjörleifur segir líka frá í Listmál- araþönkum. „Við abstrakt- listamennirnir, eða klessu- málararnir eins og við vorum tíðast kallaðir vorum álitnir hættulegir þjóðfélagsþegnar. Ýmsir góðborgarar og reyndar fólk úr öllum stéttum taldi okkur vinna skemmdarverk á íslenskri menningu, sögðu okkur sletta li- taklessum á léreftið eða pappírs- örkina af því að við kynnum ekk- ert í listgreininni sem við höfðum valið okkur og numið bæði í menntastofnunum bæði hér heima og erlendis. Þegar vísað var til nafntogaðra skóla – í París eða Kaupmannahöfn til að mynda – voru þeir allt í einu orðnir út- ungunarvélar klaufabárða“ (61).    Það var mjög vel til fundið aflistfræðinemunum að velja sér Hjörleif Sigurðsson sem við- fangsefni. Það hefur ekki verið fjallað mikið um verk hans, sér- staklega ekki síðustu árin, kannski að hluta til vegna þess að hann hefur verið búsettur erlend- is lengi. Það var því full þörf á að vekja athygli á honum hér heima á ný. Sérstaklega var það þarft framtak hjá aðstandendum sýn- ingarinnar að auglýsa eftir upp- lýsingum um verk Hjörleifs og út- búa skrá yfir þau, bæði þau sem til eru á söfnum og í heimahúsum. Í tengslum við sýninguna verður svo gefin út myndarleg sýning- arskrá með greinum um Hjörleif og list hans. Þetta tímabil í ís- lenskri listasögu er að einhverju leyti enn til í lifandi minni og það verður að nota tækifærið sem enn gefst til þess að mikilvægar upp- lýsingar glatist ekki vegna van- rækslu.    Listfræði hefur aðeins veriðkennd á Íslandi í örfá ár. Það var fyrst árið 2003 sem boðið var upp á hana sem aukagrein við Há- skóla Íslands og síðan var aukið við námið svo nú er hægt að taka listfræði sem aðalgrein á móti annarri til BA prófs. Enn er ekki hægt að stunda framhaldsnám í greininni hérna heima. Þegar vel tekst til með val og framkvæmd á verkefnum eins og í þessu tilfelli sést hversu mikilvægt það er að listfræðinemar geti stundað nám sitt á Íslandi. Þeir geta lagt mikið af mörkum til rannsókna og kynningar á myndlist á meðan þeir eru í námi og gefst þá kannski einmitt tækifæri til þess að standa að merkilegum verk- efnum sem útskrifaðir listfræð- ingar hafa ekki tök á að sinna meðfram öðrum störfum. Hættulegum þjóð- félagsþegni til heiðurs AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir » Ýmsir góðborgararog reyndar fólk úr öllum stéttum taldi okkur vinna skemmd- arverk á íslenskri menningu. Í þungum þönkum Hjörleifur Sigurðsson um það leyti sem Listamannsþankar komu út árið 1997. gunnhildur@mbl.is / SELFOSSI/ AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. THE BUCKET LIST kl. 8 B.i. 7 ára DARK FLOORS kl. 10 B.i. 16 ára JUNO kl. 8 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP kl. 6 - 10 B.i.7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK 27 DRESSES kl. 8 LEYFÐ ATONEMENT kl. 10:10 B.i. 12 ára SWEENEY TODD kl. 10:10 B.i. 16 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 8 B.i. 17 ára / KEFLAVÍK Er einhver rosalegasta spennuhrollvekja seinni ára. ÓTTINN HEFUR LIFNAÐ TIL LÍFSINS. SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI eee - S.V. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA eeeee - V.J.V. Fréttablaðið „Ein mikilfenglegasta bíómynd síðari ára” eeeee - Ó.H.T. Rás 2 eeee - H.J. MBL eeee „Daniel Day Lewis er stórkostlegur“ - A.F.B 24 STUNDIR Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB SÝND Á SELFOSSI THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 10:20 B.i. 16 ára 27 DRESSES kl. 8 LEYFÐ 8 UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI „Myndin er verulega vel leikin og að öllu leyti frábær” - E.E., DV - Ó. H. T. , RÁS 2 eeee - H.J. , MBL eeeee FRIÐÞÆING HANNAH MONTANA VÆNTANLEG 19. MARS Í DIGITAL 3-D nánari upplýsingar um væntanlegar myndir í þrívídd má finna á vefslóðinni http://3D.SAMbio.is SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP SÝND Á SELFOSSI DANSKA ofurfyrir- sætan Helena Christen- sen og leikarinn Josh Hartnett eru hætt sam- an. Samband þeirra komst fyrst í hámæli eft- ir tónlistarhátíðina T in the Park í júlí á síðasta ári en þar spásseruðu þau á milli tónleika hönd í hönd. Sagan segir að Helena sem er 39 ára og Josh Hartnett sem er 29 ára hafi hist fyrst þegar Christensen reyndi að koma Hartnett saman við vin- konu sína Rosario Dawson. Hartnett á að hafa svarað því til að hann myndi miklu frekar vilja hitta hana sjálfa. Að sögn vina þeirra beggja ákváðu þau Christensen og Hartnett að slíta sambandinu í sameiningu auk þess sem þau hyggjast halda vina- sambandi áfram. Helena á átta ára gamlan son, Mingus, sem hefur getið sér gott orð á skákvellinum. Helena og Josh hætta saman Helena Christensen Josh Hartnett ROKKARINN Keith Richards segist vera far- inn að lesa Biblíuna í tíma og ótíma, en honum leiðist það hins vegar mjög. „Ég les Biblíuna öðru hverju, en mér finnst hún samt alveg drepleiðinleg. Mig lang- aði bara að vita hvað það var sem öðrum fannst svona heillandi. Af hverju eru allir svona hrifnir af þessu „í upphafi“ dóti?“ spyr Rich- ards í nýlegu viðtali. Kappinn, sem er orðinn 64 ára gamall, hef- ur ekki beinlínis stundað kristilegt líferni síðustu áratugina. Undir lok áttunda áratug- arins leitaði hann sér hjálpar við heróínfíkn sinni, og í fyrra sagði hann meðal annars að hann hefði tekið ösku föður síns í nefið. Leiðist Biblían Keith Richards

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.