Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ VÆRI mjög gott ef krónan
myndi styrkjast. Hún er náttúru-
lega bara dropi í hafið á móti þess-
um stóru gjaldmiðlum,“ segir
Magnús Ásgeirsson, innkaupa-
stjóri eldsneytis hjá N1, um áhrif
gengisins á olíuverðið. N1 lækkaði
lítraverð á bensíni um eina krónu í
gær og segir Magnús mjög erfitt
að segja fyrir um þróun verðsins.
„Það er mjög erfitt að segja til
um það eins og staðan er. Það er
búið að vera flökt á gengi krón-
unnar gagnvart olíuverðinu, á
sama tíma og það hefur verið flökt
á heimsmarkaðsverði á olíu. Það
hefur verið hreyfing á þessum lið-
um upp og niður. Dollarinn er svo
veikur gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um. Það þarf að „lækna dollar-
ann“, ef svo má að orði komast. Ef
dollarinn myndi styrkjast gagn-
vart stærstu gjaldmiðlum heims
myndum við horfa fram á miklu
stöðugra ástand.“
Magnús segir heimsmarkaðs-
verðið á olíu ekki gefa tilefni til
frekari lækkunar að sinni.
„Við bíðum og sjáum hvað olíu-
fyrirtækin eru að gera í augna-
blikinu. Hráolíuverðið er grunn-
þátturinn og afleiðan unnar
olíuafurðir. Langtímaspár gera
ráð fyrir að verðið á tunnunni á
hráolíu verði um 100 dalir næstu
mánuði.
Nýjustu spár gera ráð fyrir að
heimsmarkaðsverð gæti í þetta
sinn hækkað fyrr út af sumrinu en
síðustu ár. Þótt hráolían lækki um
nokkra dollara, þurfa olíutegundir
að lækka líka. Framvirk hækkun á
bensíni fyrir júní og júlí nemur 16-
17 dölum. Það verður þó að hafa í
huga að þetta eru aðeins spár.
Það þarf að líða nokkuð frá at-
burðum síðustu daga áður en ég
treysti mér til að spá fram í tím-
ann. Dagurinn í dag [í gær] sýnir
að það er mikil iða á markaðnum.“
Lækkuðu líka um krónu
„Við lækkuðum í morgun, um
eina króna á bensíni og dísil, segir
Samúel Guðmundsson,“ fram-
kvæmdastjóri vörustýringasviðs
Olís. Aðspurður um olíuverð á
næstunni segir Samúel erfitt að
segja til um hver þróunin verður.
„Gengið er veikt núna og olíu-
verðið hátt og það eina sem ég get
sagt er að við munum tryggja við-
skiptavinum okkar samkeppnis-
hæft verð á hverjum tíma.“
Skeljungur lækkaði lítraverð á
bensíni og dísil um eina krónu í
gær. „Hver þróunin verður fer eft-
ir gengi krónunnar og þróun á
heimsmarkaðsverði,“ segir Stefán
Karl framkvæmdastjóri neytenda-
sviðs hjá Skeljungi. Öll hreyfing á
genginu hefur mikil áhrif.“
Útlit fyrir að olíuverðið
haldist hátt á næstunni
Deilur urðu um byggingarsvæðið vegna
skógræktar sem þar er fyrir og myndar hluta
af græna treflinum svokallaða, en Reykjavík-
urborg lét gróðursetja tré á svæðinu fyrir um
15 árum. Skógrækt ríkisins gerði athuga-
semdir við skipulagsáætlanir og benti á þá
kröfu laganna að framkvæmdaaðili bæti með
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gatna- og
holræsagerð í Reynisvatnsási í Grafarholti.
Á svæðinu, sem þekur um 10 hektara, eða
100.000 fermetra, er ráðgert að byggja 106
íbúðir og er áætlað að ljúka gatnagerð í októ-
ber. Verður einnig gerð tengibraut inn á
Hólmsheiði.
skógrækt annars staðar þann skóg sem fer
undir nýja hverfið.
Í þeim framkvæmdum sem nú standa yfir er
þess gætt að hrófla sem minnst við trjágróðri
á lóðum og starfsmenn umhverfissviðs sjá um
að færa þau tré sem eru á götustæðum og
þykja lífvænleg.
Morgunblaðið/Ómar
Byrjað að ryðja fyrir byggð í Reynisvatnsási
Borgin segir þess gætt að hrófla sem minnst við gróðri á svæðinu
DÆMI eru um að fornminjum hafi verið rask-
að við lagningu jarðstrengja, ljósleiðara og
annarra lagna, t.d. skólplagna, án þess að
Fornleifavernd ríkisins hafi verið kunnugt um
að framkvæmdir stæðu fyrir dyrum eða væru
hafnar. Slíkar framkvæmdir eru oft ekki mat-
skyldar samkvæmt lögum um mat á umhverf-
isáhrifum en hins vegar er í Þjóðminjalögum
kveðið á um allar slíkar framkvæmdir skuli til-
kynna Fornleifavernd.
Í Morgunblaðinu í gær minntu forstöðumað-
ur Fornleifaverndar ríkisins og minjavörður á
Reykjanesi á fornleifar í tengslum við alla um-
hverfisvernd en tilefni greinarinnar eru hug-
myndir um að leggja jarðstrengi í stað loftlína í
Reykjanesfólkvangi. Kristín Huld Sigurðar-
dóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar, segir
að stofnunin frétti alltof oft af framkvæmdum
sem valda jarðraski eftir að þær eru hafnar og
jafnvel yfirstaðnar. „En við verðum alltaf að
vera með í ráðum,“ segir Kristín. „Það er alveg
sama hvort um stærri eða minni framkvæmdir
er að ræða.“
Hún segir að t.d. hafi fyrir nokkru verið lögð
girðing yfir fornan veg á Hellisheiði án vit-
undar Fornleifaverndar.
Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands
vestra á Sauðárkróki, þekkir fleiri dæmi. Í
Húnavatnssýslu hafi fyrir nokkrum árum ljós-
leiðari verið plægður í gegnum friðlýstar minj-
ar, gamalt bæjarstæði sem kallast Frumsalir
og tilheyra Þingeyrum. Framkvæmdin var
ekki háð umhverfismati og kom aldrei á borð
Fornleifaverndar. Engu að síður segir Þór að
slíkar framkvæmdir séu tilkynningaskyldar til
Fornleifaverndar samkvæmt þjóðminjalögum.
„Það er stundum misbrestur á að lögin séu
virt,“ segir Þór og telur skýringuna geta falist í
því að framkvæmdaaðilar þekki ekki nægilega
vel til þjóðminjalaga.
Stundum frétta minjaverðir Fornleifavernd-
ar af framkvæmdum þegar þær eru nýhafnar
eða á döfinni og geta þá komið í veg fyrir
skemmdir fornminja. Það varð t.d. raunin við
lagningu hitaveitu í Akrahreppi. „Þar gátum
við fært málin til betri vegar,“ segir Þór en á
þeim slóðum hefur verið búið allt frá landnámi
og því fornminjar að finna víða.
Hann segir að oft þurfi aðeins að hnika lagn-
ingunni til, svo komast megi framhjá minjum.
Ekki þurfi að vera um mikinn kostnað að ræða
fyrir framkvæmdaaðilann. „Kostnaðaraukinn
getur einmitt falist í því að hafa ekki samband
við okkur og lenda svo í einhverjum vandræð-
um.“
Þór segir ástandið þó hafa batnað síðustu ár.
„En það vantar ennþá upp á og alltaf einhverj-
ar framkvæmdir sem fara fram hjá okkur, sér-
staklega ýmiskonar veitulagnir þar sem
strengir eru plægðir í jörð.“
Veitulagnir hvers konar ber að tilkynna Fornleifavernd ríkisins samkvæmt þjóðminjalögum þó að
þær þurfi ekki að fara í umhverfismat Framkvæmdaaðilar þekkja ekki nægilega vel til þjóðminjalaga
Minjar skemmdar við jarðrask
Í HNOTSKURN
»Í þjóðminjalögum nr. 107/2001 segirm.a. í 12. gr. að „ef fyrirsjáanlegt er að
minjastaður spillist vegna breyttrar land-
notkunar eða framkvæmda skal viðkom-
andi sveitarfélag eða framkvæmdaraðili
gera Fornleifavernd ríkisins viðvart með
hæfilegum fyrirvara.“
» Í 14. gr. segir m.a.: „Nú telur landeig-andi, ábúandi eða einhver annar, þar á
meðal sá sem stjórnar opinberum fram-
kvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask,
svo sem vegna vegagerðar, veitulagnar,
framræslu eða skógræktar, er haggað geti
við fornleifum og skal hann þá skýra Forn-
leifavernd ríkisins frá því áður en hafist er
handa við verkið.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jarðrask Ljósleiðari plægður í jörð um Hlíð-
arfjall við Akureyri.
HLUTI úr höfuðkúpu sem fannst í Kjós-
arhreppi á páskadag verður afhentur
réttarmeinafræðingi sem mun rannsaka
beinið með aðstoð mannfræðings í Sviss
og munu fræðingarnir skera endanlega
og formlega úr um hvort um mannabein
sé að ræða.
Um er að ræða efsta hlutann á höf-
uðkúpunni, þann sem iðulega er skorinn
af við krufningu. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær fannst beinið
ásamt öðru braki úr hjólhýsi sem hafði
fokið í ofvirði um áramót.
Kona sem hafði aðgang og afnot af
hjólhýsinu sagði við Morgunblaðið í gær
að hún hefði fengið beinið hjá tengda-
syni sínum og það verið meðal hluta
sem hann hefði losað sig við þegar hann
var að hreinsa til á heimili sínu fyrir
nokkru. Beinið hefði tengdasonurinn
fengið að gjöf hjá afa sínum sem var
læknir. Henni hefði verið sagt að þetta
væri mannabein en hún ekki lagt neinn
sérstakan trúnað á þá frásögn, jafnvel
talið að þetta væri eftirlíking eða af
dýri. Skálin sem þessi hluti höfuðkúp-
unnar myndar hefði síðan verið notuð
sem öskubakki í hjólhýsinu. „En síðan
var þetta uppi í hillu eins og hvert ann-
að glingur,“ sagði hún. Konan sagðist
ekki hafa hugmynd um hvernig lækn-
irinn eignaðist beinið en hann væri lát-
inn fyrir löngu.
Höfuðbeinið
sent í
rannsókn
Fengið að gjöf frá
tengdasyni og notað
sem öskubakki
INGIBJÖRG Sólrún
Gísladóttir utanrík-
isráðherra ræddi í gær
við Zhang Keyuan,
sendiherra Kína á Ís-
landi, þar sem hún lýsti
þungum áhyggjum
vegna ástandsins í Tíb-
et. Samkvæmt upplýs-
ingum frá utanrík-
isráðuneytinu nefndi
ráðherra sérstaklega
fregnir af tugum dauðsfalla í tengslum við
mótmæli síðustu daga og áframhaldandi
spennu milli íbúa Tíbets og kínverskra
stjórnvalda. Þá hvatti Ingibjörg til þess að
kínversk stjórnvöld beittu ekki valdi og að
þau legðu sig fram um að finna
varanlega lausn á stöðu Tíbets og að
mannréttindi yrðu virt.
Lýsti áhyggjum
vegna Tíbets
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir