Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 14

Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er nóg af þorski að fá, það er bara spurningin hvort menn vilja taka hann eða mega það. Það eru reyndar bara tveir bátar eftir hér á netum, en þeir eru að fá um tonn í trossuna. Hinir eru farnir norður fyrir Nesið. Þar er mokfiskirí,“ sagði Þórarinn Hilmars- son, hafnarvörður á Arnarstapa, í gær. „Fæðingarorlof“ Veiðar voru að komast í gang eftir páskafrí, en bræla setti strik í reikn- inginn. Sérstaklega með tilliti til þess að „fæðingarorlof“ þorskins hefst fyrsta apríl. Þá verða bátarnir að fara út af hrygningarslóðinni. Margir segja að páskarnir hafi verið of snemma nú. Það hefði verið betra að geta veitt síð- ustu dagana, sérstaklega vegna bræl- unnar nú. En tímasetningu páskanna verður víst ekki hnikað nema eftir reglum, sem ekki miðast við íslenzka sjósókn. Austan fýla „Hér er austan fýla og leiðindi,“ sagði Sverrir Vilbergsson, hafnarvörð- ur í Grindavík. Hann sagði að þetta færi því rólega af stað, en á annan páskadag voru nokkrir á sjó og með ágætan afla. Litlu línubátarnir lönd- uðu þá reyndar í Sandgerði þar sem veðrið er skaplegra en í austanáttinni í Grindavík. „Það hefur verið mjög gott fiskirí í öll veiðarfæri í marz og það er ljóst að nóg er af fiski til staðar. Það er tölu- vert af þorski á hinni hefðbundnu ver- tíðarslóð. Að minnsta kosti ekki minna en í fyrra og þá þótti mönnum mikið á ferðinni. Það er helzt að tog- ararnir, sem halda sig utar, sjái minna af þorski. Nú verðum við bara að vona að brælan gangi niður sem fyrst, því stutt er í stoppið,“ sagði Sverrir. Mok í öll veiðarfæri „Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í Ólafsvík að undanförnu,“ sagði Gunnar Bergmann, starfsmað- ur Fiskmarkaðar Íslands. Í gær voru dragnóta- og netabátar á sjó, en einn þeirra, Bárður SH, lagði netin aðfara- nótt annars páskadags og fékk 11 tonn í nokkrar trossur. „Það hefur eiginlega verið mok hjá okkur í öll veiðarfæri að undanförnu. Það er svipað og í fyrra en breytingin sem maður sér er stærðin á fiskinum. Það er ekki bara að hann sé stærri og betur á sig kominn, heldur er stærð- ardreifingin afar jöfn. Þegar litið er á þorsk úr dragnót í marz, er stærð- ardreifingin nánast 20% í hvern af hinum fimm stærðarflokkum. Það sama á við um línufiskinn og í netin kemur svo stærsti fiskurinn,“ segir Gunnar. Verð á fiskmarkaðnum var farið að lækka fyrir páskana, enda mikið af fiski og og lítil vinnsla á fiski í landi yf- ir páskana. Gunnar segist búast við mjög háu verði í þessari viku, en ótt- ast að það verði rólegt á fiskmörk- uðunum í vor. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnarstapi Pétur Pétursson landar netaþorski af Bárði SH en þar er hann um borð ásamt föður sínum. Mikið af þorski á slóðinni                                                                          !" %  " &"  !         !" %  " &"  !      '  ' ( '  ( ' )* +      ! *   ,* -&"  ./0             )* +     ! ,* ./0  -"&&   HÁKON EA gerði mjög góðan kol- munnatúr fyrir páskana. Hann kom þá til löndunar í Neskaupstað með 700 tonn af heilfrystum kolmunna og 1.300 tonn í bræðslu. Aflaverðmæti rúmlega 45 milljónir króna. „Það er mjög gott að fá svona góð- an kolmunnatúr eftir þessa fárán- legu loðnuvertíð, sem nú er lokið. Veiðibannið var alveg út í hött og óþarfa taugaveiklun í gangi. Það hefði verið nær að hlusta betur á skipstjórana. Bannið kom á okkur á versta tíma,“ segir Ingi Jóhann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Gjög- urs, útgerðarfélags Hákonar. Hákon var við veiðar niður við Rockall, en þangað er mjög löng sigling. Hann hefur nú haldið aftur til veiða. Gjögur gerir út annað upp- sjávarskip, Áskel, auk tveggja tog- báta. Ingi segir að gert sé ráð fyrir að Áskell haldi til kolmunnaveiða með vorinu, þegar kolmunninn verði genginn nær landinu. Skipin eigi um 11.000 tonna kvóta og gangi svona vel áfram gæti hann verið búinn í vor. Þá verður Hákoni stefnt á veið- ar á norsk-íslenzku síldinni, en þar er Gjögur með rúmar veiðiheimildir. Síldin er nánast öll flökuð og fryst um borð, ekkert fiskað beint í bræðslu. Þangað fer bara afskurð- urinn af frystu síldinni og sú síld sem ekki hentar í frystingu. Loðnuveiðum lokið Loðnuveiðunum virðist nú end- anlega lokið. Fyrir páska fékkst lítið sem ekkert vestan við landið. Mest af því var hængur, sem lítið er að hafa út úr. Alls veiddust 145.400 tonn, en leyfilegur heildarkvóti var 157.200 tonn. Því eru óveidd tæplega 12.000 tonn. Vertíðin í ár er því sú lélegasta síðan 1982 og 1983. Fyrra árið veiddust 13.000 tonn en 133.000 tonn árið eftir. Verðmæti afurðanna af þessari vertíð eru hins vegar hlut- fallslega mikil vegna þess hve hátt hlutfall aflans fór í vinnslu til mann- eldis, heilfrystingar og hrognatöku. Góður kol- munnatúr Morgunblaðið/Snorri Snorrason Veiðar Hákon EA landaði kolmunna fyrir um 45 milljónir fyrir páska. PRENTSMIÐJAN Galdur á Höfn í Hornafirði hefur gengið til sam- starfs við Prentun.com og munu viðskiptavinir Galdurs nú geta nýtt sér þá þjónustu og framleiðslu sem Prentun.com hefur á boðstólum, að því er segir í tilkynningu. Hafa fleiri samningar sem þessir verið gerðir. Prentun.com er í eigu Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda og fleiri prentfyrirtækja hér á landi, í Austur-Evrópu og Banda- ríkjunum. Prentun.com hóf starfsemi hér á landi á síðasta ári en starfsemin á Íslandi er byggð upp að fyrirmynd breska fyrirtækisins Printing.com sem m.a. var valið fyrirtæki ársins í Bretlandi árið 2006. Prentun Samningur gerður af þeim Heiðari Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra Galdurs, og Rafni B. Rafnssyni, framkvæmdastjóra Prentun.com. Galdur samdi við Prentun.com HELSTU hlutabréfavísitölur í kaup- höllum í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun markaða í gær eftir nokkra hækkun daginn áður. Þær tóku þó flestar við sér er líða tók á daginn og hækkaði til að mynda Nasdaq í gær um 0,6% en Dow Jones lækkaði hins vegar lítillega, eða um 0,1%. Ástæðan fyrir lækkuninni í upphafi gærdagsins var rakin til nýrrar mæl- ingar á svonefndri væntingavísitölu Gallup, sem birt var í gær. Hún sýnir að enn dregur úr bjartsýni banda- rískra neytenda. Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllun Evrópu og Asíu hækkuðu tölu- vert í gær, eins og Úrvalsvísitalan hér á landi. Þannig hækkaði FTSE-vísi- talan í London um 3,5% sem og CAC í París og DAX í Frankfurt um 3,2%. Þá hækkaði Hang Seng í Hong Kong um 6,4%. Ekki svartsýnni í fimm ár Í frétt á fréttavef Wall Street Journal segir að væntingavísitalan í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð hafi náð sínu lægsta gildi í þessum mánuði frá því Íraksstríðið hófst fyrir fimm árum. Vísitalan er nú 64,5 stig en hún var 76,4 stig í febrúar og 107,2 stig í marsmánuði á síðasta ári. Samkvæmt bandarískum fjölmiðl- um er helsta ástæðan fyrir minni bjartsýni bandarískra neytenda rakin til þess að húsnæðisverð vestanhafs hefur haldið áfram að lækka eftir nokkra lækkun á síðasta ári. Meðal- verð á íbúðarhúsnæði í tíu stórborg- um var til að mynda um 11% lægra í janúarmánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þetta hefur skapað mikinn vanda fyrir skulduga íbúðaeigendur. Minni bjartsýni vestanhafs Reuters Sveiflur Markaðir vestanhafs réttu nokkuð við sér er leið á gærdaginn. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SKYNDILEG og óvænt hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum sínum í gær hefur aukið áhyggjur manna af því að Ísland gæti orðið fyrsta landið til að fara illa út úr þeim erfiðleikum sem nú eru á fjármálamörkuðum heimsins. Þetta segir í frétt á frétta- vef breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times (FT) í gærkvöldi þar sem fjallað er um ákvörðun Seðla- bankans að hækka stýrivexti sína um 1,25 prósentustig. Segir í frétt FT að hröð veiking krónunnar að undanförnu hafi orðið til þess að talsmenn Seðlabankans hafi talað óvenju ákveðið um það að hætta væri á víxlhækkunum verð- lags, launa og verðs á erlendum gjaldeyri, ef ekkert verði að gert. Er haft eftir Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra að tíminn einn muni leiða í ljós hvort aðgerðir bank- ans muni skila tilætluðum árangri. Í frétt FT segir að á sama tíma og traust alþjóðlegra fjárfesta á Íslandi hafi minnkað umtalsvert hafi ís- lenskir stjórnarmálamenn og hag- fræðingar reynt að fullvissa mark- aðsaðila um styrkleika íslensks efnahagslífs. Þá er haft eftir Richard Portes, prófessor við London School of Economics, sem á síðasta ári skrif- aði skýrslu um íslenskt efnahagslíf að hann hvetji menn til að kynna sér raunverulega stöðu mála á Íslandi. Verið sé að taka á ofhitnun hagkerf- isins og dregið hafi úr hagvexti. Þá hafi viðskiptahallinn, sem margir telji að sé helsta rót vandans, minnk- að mikið. Auk þess sé staða bank- anna sterk samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Áhyggjur af Íslandi aukast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.