Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 20
Drengir telja sig geta náðárangri í námi og starfi efþeir bara vilja og kærasig um. Flestar stúlkur taka hins vegar hlutina inn á sig og eru að eigin mati lélegar í einhverju, glataðar á einhvern hátt eða þær telja sig ekki geta lært tilteknar námsgreinar. Þetta eru m.a. nið- urstöður meistaraprófsverkefnis Sigríðar Bílddal, náms- og starfs- ráðgjafa við Holtaskóla í Reykja- nesbæ, en hún hefur lengi velt fyrir sér hvernig trú á eigin færni komi fram í námi og af hverju nemendur, sem ættu að geta náð árangri, gera það ekki. Ljóst er af bæði íslenskum og erlendum rannsóknum að kynja- munur er til staðar í náms- og starfs- vali ungs fólks og undirstrika nið- urstöður Sigríðar þá staðreynd þó ekki sé hægt að alhæfa um niðurstöð- urnar vegna fárra þátttakenda. Rit- gerð Sigríðar ber yfirskriftina: „Ég get, ég skal, ég vil" - álit stúlkna og drengja á eigin færni í námi og starfi. Þátttakendur í rannsókninni voru tíu nemendur af báðum kynjum í 10. bekk grunnskóla í sveitarfélagi í ná- býli við höfuðborgina. Í 10. bekk þurfa nemendur að velja hvaða sam- ræmd próf þeir ætla að taka og nið- urstöðurnar hafa áhrif á hvort þeir komast í það nám, sem hugur þeirra stendur til. Í meistaraprófsverkefninu, sem Sigríður vann við Háskóla Íslands, leitaðist hún við að skoða hvernig stúlkur og strákar ræða um nám og framtíðarstörf og hvort ungmennin hafa trú á eigin færni til að ná ár- angri á ýmsum sviðum. Munur er á stúlkum og drengjum þegar þau spá fyrir um einkunn í samræmdu prófunum. Flestar stúlknanna spáðu sér lægri einkunn- um en þær fengu svo í raun, sér- staklega í tungumálum, á meðan flestir strákana spáðu sér hærri en- kunnum en þeir í raun fengu. Stelpurnar töldu sig auk þess ekki eins hæfa og strákarnir til að fara í erfitt nám. „Strákarnir eru því mjög kokhraustir á meðan stelpurnar eru fullar af vanmáttarkennd. Ég hef verulegar áhyggjur af jafnréttinu í landinu ef þessar sláandi kynjanið- urstöður endurspegla viðhorf allra aldurshópa,“ segir Sigríður. Fyrirmyndir og hvatning Fyrirmyndir eru einn þáttur, sem hefur áhrif á mótun trúar á eigin færni. Nemendur bera sig gjarnan saman við aðra og það hefur áhrif á hvort þeir telja sig geta ráðið við verkefnin eða efist um sjálfa sig. Í rannsókn Sigríðar kom í ljós að fyr- irmyndir reyndust bæði jákvæðar og neikvæðar. Hvatning og sannfæring kemur helst frá foreldrum og í viðtölum Sig- ríðar við nemendurna kom fram að langflestir nutu aðstoðar foreldra og systkina við heimanám auk þess sem umræða fer fram heima um námið, náms- og starfsval. Nemendur voru spurðir hvað þeir héldu að foreldrar þeirra myndu vilja að þeir lærðu. Hjá mörgum kom fram að foreldrarnir styðji hugmyndir ungmennanna um náms- og starfsval. Þetta var sér- staklega áberandi hjá drengjunum, en stúlkurnar sögðu foreldrana oft hvetja til þess að dæturnar lærðu eitthvað meira en t.d. hársnyrtiiðn og þeir kæmu sömuleiðis með tillögur að starfsvali sem féllu í misgóðan jarðveg hjá stúlkunum. Þrautseigja og trú á eigin getu Kvíði, ónóg trú á eigin færni og neikvætt sjálfstal var meira áberandi hjá stúlkunum en drengjunum þegar kom að tilfinningalegum vangavelt- um vegna samræmdu prófana, sem framundan voru. Afleiðingar trúar á eigin færni kemur m.a. fram í mjög mismunandi þrautseigju nemenda í því að vinna heimavinnuna sína og hvernig þeim gengur að skipuleggja sig, að sögn Sigríðar. „Stúlkunum gengur betur að halda sig að námi. Þær læra heima og skila af sér heimaverkefnum á réttum tíma. Drengirnir láta frekar félagana glepja sig og hafa síður þá sjálfs- stjórn, sem stúlkurnar virðast hafa. Stúlkurnar stunda með öðrum orð- um námið betur en drengirnir. Þrátt fyrir það hafa þær flestar efasemdir um að þeim komi ekki til með að ganga vel í öllum samræmdu próf- unum,“ segir Sigríður. Foreldrar miklir áhrifavaldar Fæstir nemendur hafa á þessu ald- ursskeiði sett sér formleg náms- markmið, en þegar kom að umræðu um kynbundin störf telja drengirnir almennt að þeir geti komist í gegnum hvaða nám sem er og leyst verkefnin farsællega ef þeir bara vildu, nenntu og hefðu áhuga á. Meðal strákanna var hins vegar nær engin umræða um hefðbundin kvennastörf. Stúlkurnar höfðu annars konar orðræðu um sig í tiltekin störf en drengirnir og töldu stúlkurnar sig alls ekki geta unnið öll störf, sér í lagi hefðbundin karlastörf. Þær notuðu gjarnan útskýringar á borð við „get ekki“ og „er ekki góð í því“ og tengdu það svo hæfileikum sínum. „Stúlkurnar lýsa greinilega meiri efasemdum um sig í ýmsum störfum og telja sig frekar eiga heima í hefðbundnum kvennastörfum heldur en karlastörfum. Þær skoða til dæm- is ekki möguleika á rafvirkjastarfinu eða tölvunarfræði þrátt fyrir góða stærðfræðikunnáttu. Drengirnir þóttust aftur á móti geta unnið öll störf án tillits til þess hvort þau eru kynbundin eða ekki. Þeir höfðu aftur á móti engan áhuga á kvennastörf- um. Eina fagið, sem bæði kynin voru viss um að geta lokið námi í og starf- að við, reyndist vera sálfræði. Drengirnir töldu allir foreldra sína styðja þá heils hugar í náms- og starfsvali á meðan sumar stúlknanna voru á því að foreldrarnir vildu að þær lærðu eitthvað annað en hugur þeirra stóð til. Það féll í misgóðan jarðveg hjá þeim þótt þær segðust taka mark á skoðunum foreldra sinna. Foreldrar eru því mikilvægir áhrifavaldar í náms- og starfsvali barna og ósamræmi á milli foreldra og barna í námsvali getur án efa ver- ið áhrifaþáttur í brotthvarfi frá námi,“ segir Sigríður Bílddal að lok- um. join@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Kynjamunur Stelpur og strákar velja ólíkt þegar kemur að náms- og starfsvali ef marka má íslenskar og erlendar rannsóknir og undirstrika niðurstöður Sigríðar Bílddal þetta enn fremur. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Meistaraneminn Sigríður Bílddal starfar sem náms- og starfsráðgjafi við Holtaskóla í Reykjanesbæ og hefur velt fyrir sér kynjamun í því sambandi. Unglingsstrákar þykjast færir í flestan sjó en unglingsstúlkur eru ekki jafnsannfærðar um eig- ið ágæti. Náms- og starfsráðgjafinn Sigríður Bílddal sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur frá áhyggj- um sínum af jafnréttinu ef þetta mynstur héldist upp alla aldursflokka. „Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig trú á eigin færni komi fram í námi og af hverju nemendur, sem ættu að geta náð árangri, gera það ekki.“ Strákar og stelpur hafa mismikla trú á sjálfum sér |miðvikudagur|26. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf FORELDRAR sem lifa mjög streituþrungnu lífi hafa ekki síður áhrif á ónæmiskerfi barna sinna en sitt eigið. Nýleg rannsókn sem gerð var í Rochester-háskólanum og sagt er frá á vefmiðli BBC, sýnir að börn streitufullra og þung- lyndra foreldra voru oftar veik en önnur börn. Lengi hefur verið vitað að streita hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið en fyrst núna hefur það verið sannað að þetta vandamál geti færst frá foreldrum yfir á börn þeirra. Í rannsókninni var foreldrum 169 barna fylgt eftir yfir þriggja ára tímabil. Börn foreldra, sem voru undir miklu andlegu álagi, voru áberandi oftar veik. Einnig var blóð þessara barna stressaðra foreldra rannsakað og í ljós kom að ónæmiskerfi þeirra var verra en annarra barna. Einhverjir hafa efasemdir um þessar niðurstöður og segja þörf á langtímarannsóknum til að geta fullyrt um þær. Eins er bent á að engar rannsóknir hafi verið gerðar á því hvort börnin nái sér fljótt eftir að viðveru streitu- fullra foreldra sleppir eða hvort það skaði þau fyrir lífs- tíð. Hinir sömu segja að ekki sé á bætandi að stressa upp foreldra, sem nú þegar séu slæmir á taugum, með slíkum fullyrðingum. Þeir bæta við að börn séu alveg ólseig og foreldrar þurfi ekki að hafa of þungar áhyggjur af þess- um niðurstöðum. Streita foreldra slæm fyrir heilsu barnanna Reuters Streita Þessi kona er vonandi ekki alveg svona stress- uð þegar hún er í nálægð við börnin sín. LÆKNAR eru oft hikandi við að tilkynna sjúklingum sínum að lík- ur séu á að þeir þjáist af Alzheim- ers-sjúkdóminum eða séu fórn- arlömb annarra elliglapa af ótta við viðbrögð skjólstæðinga sinna. Staðreyndin er hinsvegar sú að greiningin ein og sér er oft léttir fyrir marga einstaklinga, sem komnir eru á efri ár. Staðfestir rannsókn við Washington-háskóla í St. Louis að læknar þurfi ekkert að óttast í því að koma hreint fram með sannleikann einan að vopni, að því er netmiðill NBC greindi nýlega frá. Rannsóknin leiddi í ljós að sjúk- dómsgreiningin ein og sér eykur hvorki kvíða né depurð meðal sjúklinga. Þvert á móti er hún miklu frekar fallin til þess að framkalla létti meðal sjúklinganna yfir því að fá loks skýringar á ástandi sínu og þá hugsanlega rétta meðferð og hjálp í kjölfarið. Greiningin er oft léttir fyrir sjúklinginn Aldraðir Rannsóknir sýna að öldr- uðum er oft létt við að fá skýringar á sjúkdómsástandi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.