Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐILD Íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu er enn og aftur ofarlega í huga manna sem telja sig hagsmuni eiga að verja. Athafnamenn sem hafa verið í landvinningum á undanförnum ár- um heimta nýjan gjaldmiðil enda er krónan þeim einskis nýt. Fjöl- miðlum þeirra er beitt óspart og áróðurinn kýldur áfram af miklu offorsi. Ef þetta þýðir að Ísland verði að sækja um aðild að ES þá verður það bara að vera svo. Ef til vill neyðast þeir að flýja land með starfsemi sína ef menn halda áfram að þrjóskast við. Aftur á móti virðist sem öll vandamál Ís- lendinga hverfi sem dögg fyrir sólu ef þetta smáskref er tekið. Laun hækka, matarverð lækkar og þjóðin verður jafnvel enn ham- ingjusamari en áður. Og hvað er þetta bandalag sem okkur er ætlað að sameinast? Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að í fyllingu tímans er því ætlað að verða eitt sameig- inlegt ríki. Það á að ná frá vest- ustu mörkum Evrópu og guð einn veit hve langt í austur, en talað er um að auk Tyrklands þá verði Úkraína næst á listanum. Í Bruss- el er komið á fót skrifbákn sem ekki virðist lúta neinum lýðræð- islegum lögmálum og takmarkað eftirlit er með. Um 40 000 blý- antsnagarar eru þar að störfum á háum launum (gjarnan skattfrí- um), og þar starfa um það bil 700 fastanefndir. Hvað ætli þetta fólk sé að gera frá mánudegi til föstu- dags? Spilling er landlæg en í þrettán ár í röð hafa löggiltir end- urskoðendur ekki treyst sér að undirrita fjárhagsáætlanir banda- lagsins. Ef menn höguðu sér svona í alvöru einkafyrirtækjum væri löngu búið að reka þá með skömm. Rétt er einnig að benda á að bandalagið hefur nú stofnað sinn eigin her. Rapid Reaction Force er evrópskur her sem ætlað er að slökkva ófriðarbál þar sem þurfa þykir (Ljósmæður munu ekki skipa háan sess í þeim her- afla). Þá þurfa Íslendingar ekki að rífast um hvort þeir styðji vafa- samar innrásir í önnur lönd, þeir verða aðilar að slíkum hernaðar- aðgerðum og verða ekki spurðir álits. Það er athyglisvert að stjórn- málamenn sem eru útbrunnir og hefur verið hafnað í kosningum heima fyrir af landsmönnum sín- um dúkka gjarnan upp í Brussel og eru þar á fínum kontórum og hafa öðlast nýtt líf og trygg laun og áhrif. Það er víða en á Íslandi sem þarf að koma stjórn- málamönnum sem þjóðin vill ekki, til hjálpar. Þegar bandalagið var stækkað um árið og Írar og Danir gengu inn vildi svo illa til að þjóð- irnar höfnuðu aðild. Þetta skipti stjórnmálamenn þessara landa engu og var bara kosið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fékkst. En þá var líka hætt að kjósa og enginn kostur gefinn á að kjósa aftur er nokkur reynsla var komin af aðildinni. Í fyrra var kosið í nokkrum landa Evrópu um svokallaða stjórnarskrá Evrópu. Tvær þjóðir höfnuðu þessari stjórnarskrá og málið því dautt, eða hvað? Nei, ekki aldeilis, frumvarpið var um- skrifað og hét nú ekki stjórn- arskrá lengur þótt ýmsir þjóð- arleiðtogar segðu að engin marktæk breyting hefði verið gerð. Til vonar og vara verður málið ekki sett í þjóðaratkvæði því þjóðunum er auðsýnilega ekki treystandi til að kjósa rétt og því skulu nú aðeins stjórnmálamenn koma að afgreiðslu málsins. Forsætisráðherra okkar var ný- lega í heimsókn í Brussel til skrafs og ráðagerða (vonandi mát- aði hann enga stóla!). Hann ámálgaði þar við skrifstofumenn hvort Íslendingar gætu fargað krónunni og farið að notast við evru í staðinn til að koma til móts við nýríka Íslendinga. Þetta var af og frá og kemur ekki til greina nema við göngum í bandalagið en jafnframt að sú innganga mundi ganga hratt og greiðlega fyrir sig. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að bandalagið vill endilega fá Íslendinga inn og nú er farið að beita þrýstingi. Af hverju? Gæti verið að gjöful fiskimið skipti máli? Eru ef til vill aðrar auðlind- ir sem mætti nota? Ugluspegilinn Zírinofskí í Rússlandi telur að nýta mætti Ísland sem fanga- nýlendu en trúlega sér ES eitt- hvert arðbærara hlutverk, næg er orkan t.d. Málpípur aðildar að ES á ís- landi hafa gjarnan sett fram þau rök að við verðum að ganga í bandalagið til að hafa áhrif á mál er okkur skipta og hafa þeir gefið í skyn að þessi áhrif verði ekki lítil, við njótum allmikillar virð- ingar. Þegar 70 milljónir Tyrkja hafa gengið í ES lætur nærri að íbúar bandalagsins verði um 750 millj- ónir. Í framtíðinni þegar gengið verður til sameiginlegra kosninga í Evrópuríkinu þyrfti þing þess að skipa einhver þúsund þingmanna til að Íslendingar gætu komið ein- um manni að! Einstök áhrif það. Íslendingar hefðu nákvæmlega ekkert að segja um eigin mál, hvað þá almenna stefnu ríkisins. Nú sem ég er að ljúka þessum hugleiðingum heyri ég í fréttum að allt logar í verkföllum í Þýska- landi. Hvernig má þetta vera? Eru Þjóðverjar ekki í bandalag- inu sæla? Má það vera að þrátt fyrir aðild verði eitt og eitt vandamál áfram til staðar? LÚÐVÍK VILHJÁLMSSON, Espigerði 2, Reykjavík. Hugleiðingar um ES Frá Lúðvík Vilhjálmssyni „Sá sem stjórnar gjaldmiðlinum, stjórnar landinu.“ John Maynard Keynes. Á LIÐNUM mánuðum hefur bor- ið mikið á umræðu um nýjar framkvæmdir í vegamálum. Það vekur þó furðu að mitt í þeirri umræðu sem er um lofts- lagsmengun þá skuli vera ákveðið að leggja einn hálendisveginn enn, yfir langa heiði og mjög bratt upp að fara, hér á ég við veginn um Öxi upp úr Berufirði. Jarðgöng hafa víða verið í um- ræðu og má þar nefna; göng und- ir Lónsheiði, undir Berufjörð milli Breiðdalsvíkur og Djúpa- vogs að ógleymdum göngum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, sem stjórnvöld létu í veðri vaka að kæmu strax ef af sameiningu staðanna yrði. Þau eru ókomin enn, verður vonandi byrjað á þeim á þessu ári og þau þá vonandi boruð alla leið á Seyðisfjörð, og til Héraðs, ann- að hvort úr Eskifirði eða Mjóa- firði. Vonandi þurfa ekki að verða mörg banaslys á þessum leiðum áður en stjórnvöld hífa upp um sig og hefja framkvæmdir. Við gerð aðganga við Fljóts- dalsvirkjun hafa verið notaðir stórvirkir borar sem hafa borað langar leiðir á skömmum tíma. Nú munu hafa verið í gangi at- huganir um kaup á slíkum bor til gangagerðar hér á Austurlandi. Hægt mun vera að fá á borinn borkrónu með 9-10 m. þvermál. Ótrúlegt verður að teljast ef ekki er hægt að útvega erlent fjármagn til slíkra kaupa, þar sem hér er um stórt verkefni að ræða ekki bara á Austurlandi heldur um land allt. Hér mætti hugsa sér að stofnað yrði félag sem sveitarfélögin stæðu að ásamt með stórfyrirtækjum og verktökum, ríkissjóður kæmi að málinu með þeim framlögum sem ætluð eru til vegaframkvæmda hverju sinni og borguðu þannig niður lánið. Við sem búum á Austurlandi höfum fengið tvenn jarðgöng á leiðina til Reykjavíkur og fundið hve miklu máli þau skipta hvað varðar ferðaöryggi og styttingu leiða, allt viðhald bæði þægilegra og ódýrara, mengun minni og eng- inn snjómokstur. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á nýjan veg milli Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar sem verið er að leggja í Hólmaháls og allir Eskfirðingar sem ég hef heyrt í eru furðulostnir yfir að skuli vera lagður svona og bölva og bann- syngja. Ég ætla samt að vona að þær bölbænir komi ekki niður á saklausum vegfarendum sem eiga eftir að þurfa að aka þessa leið. Þarna er verið að vinna mikil nátt- úruspjöll á friðlandi og með ólík- indum að náttúruverndarsamtök skuli ekki hafa séð ástæðu til and- mæla. Við sem búum á Eskifirði frétt- um af því síðastliðið vor að til stæði að leggja þann veg sem nú er verið að vinna við, og hinsvegar að leggja veginn niður við sjó út með ströndinni og gera um 100 m. jarðgöng. Við það hefði öll leiðin verið á jafnsléttu og mengun verið í lágmarki. Þegar af væntanlegri framkvæmd fréttist fór af stað undirskriftasöfnun þar sem þeirri leið sem nú er farin var mótmælt, en bent á hina auk þess sem bent var á að rökréttast væri að leysa þetta mál með jarðgöngum í fram- haldi af göngum til Norðfjarðar. Þessi mótmæli voru síðan send hlutaðeigandi aðilum en aldrei hafa borist svör. Þegar leitað var svara í samtölum við bæjaryfirvöld kom fram að Vegagerðin hafði svarað með því að ef þetta yrði ekki sam- þykkt yrði ekkert gert, enginn vegur lagður. Er lýðræðið á Íslandi svona? Borgararnir geta bara haldið kjafti og borgað skattana sína svo aðrir hafi peninga til að gera það sem þá langar til. Eskifirði á föstudaginn langa, 21. mars 2008. AÐALSTEINN VALDIMARSSON, skipstjóri. Hugleiðingar um vegagerð á Austurlandi Frá Aðalsteini Valdimarssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ var sögulegt frumkvæði sem tekið var með stofnun „Styrkt- arfélags aldraðra“ hér í Hafn- arfirði, 26. mars 1968. Með því tóku til starfa samtök sem höfðu það að markmiði að berjast fyrir úrbótum á kjörum og aðbúnaði eldri borgara. Þetta frumkvæði sýndi að hér var unnið af hug- sjón og horft til fram- tíðar. Við sem erum eldri borgarar í dag eigum þessum frum- herjum mikið að þakka. Þótt nafni fé- lagsins hafi verið breytt á aðalfundinum 1992 í „Félag eldri borgara í Hafnarfirði“ (FEBH) þá er þetta sama félagið, sem starfað hefur samfellt að baráttumálum fyrir aldraða í 40 ár. Meðal baráttumála frá þess- um fyrstu árum fé- lagsins má nefna: „Sköttum á að létta af öldruðu fólki.“ „Það þarf að reisa heimili fyrir aldraða í Hafn- arfirði.“ „Það vantar tómstundastarf í bæ- inn fyrir aldraða.“ Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í baráttu- málum aldraða þá eru þessi mál enn í brennidepli. Íslenskt sam- félag hefur verið að breytast. Stór- fjölskyldan, þar sem allt upp í 3 til 4 ættliðir bjuggu saman á heimili, er ekki lengur til staðar. Nú búa eldri borgarar út af fyrir sig og þurfa að blanda geði sín á milli. Þessi breyting sem hefur verið að gerast á síðustu áratugum gerir þá starfsemi, sem félög eldri borgara standa fyrir, mjög mikilvæga. Baráttumál aldraðr. Skatta- og kjaramálin verða aldr- ei leyst í eitt skipti fyrir öll. Þau mál eru meira á borði Landsam- bands eldri borgara. Á þann hátt er reynt er að koma með samræmdar kröfur vegna greiðslna frá Trygg- ingastofnum (TR) og varðandi skattamálin. Að mínu mati þarf stefnumótum í þessum málum að vera skýrari, sérstaklega hvað varðar spurninguna um hlutverk TR. Þar á ég við, hvort greiðslur frá TR eiga að vera hluti af tekju- jöfnun stjórnvalda eða hvort allir eldri borgarar, sem náð hafa ákveðnum aldri, eigi að fá sömu greiðslur, án tillits til tekna eða efnahags? Húsnæðismálin eru meira málefni heima í héraði. Hjá okkur í Hafnarfirði hefur margt áhugavert gerst í þeim málum. Má þar nefna hversu FEBH barðist fyrir að Hrafnista í Hafnarfirði yrði byggð. Einnig bygging íbúðanna að Álfaskeiði 64, Hjallabraut 33 og Höfn, það er Sólvangs- vegi 1 og 3. Í dag er fjölbreytni í húsnæðis- málum aldraðra meiri en áður var. Það er komin samkeppni einkaaðila um að fá að byggja fyrir eldri borg- ara. Margt af okkar fólki á eignir, sem bet- ur fer, og því er horft til þessa hóps sem traustra viðskiptavina. Í dag er þjónustan við eldri borgara mik- ilvæg atvinnugrein, eins og við þekkjum hér í Hafnarfirði. Þetta er mikilvæg þjónusta á vinnu- markaðnum, bæði fyr- ir þá sem þiggja og veita. Ég vek athygli á að Hrafnista er annar stærsti vinnuveitand- inn í bænum. Hins vegar vantar að skil- greina betur eða þróa, hvaða þjónusta á að vera eða þarf að vera á hverjum stað. Eins þarf að skilgreina skýrt og greinilega hvað þarf til þess að íbúðir megi kallast þjónustuíbúðir. Öldrunarþjónusta. Sólvangur, okkar gamla hjúkr- unarheimili, sem veitt hefur svo mörgum öldruðum góða umönnun og skjól á sínum 55 árum, er stofn- un sem er barn síns tíma og var byggt fyrir allt aðrar kröfur og þarfir en þær sem gerðar eru í dag. Af þeim sökum er mikilvægt að sem fyrst verði hrint í framkvæmd þeirri áætlun, sem mótuð var af nefnd á vegum heilbrigðis- ráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar og skilaði niðurstöðum í febrúar 2006. Þar er gert ráð fyrir að Sól- vangur verði í framtíðinni miðstöð öldrunarþjónustu og að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili á fallegum stað í suðvesturhlíðum Ásfjallsins. Föndur, afþreying og íþróttir Tómstunda- og félagsstarf eldri borgara er mikilvæg starfsemi sem er í stöðugri þróun. Í dag er Hafn- arfjarðarbær í samvinnu við FEBH með rekstur á félagsheimilinu Hraunseli, sem er 740 m2 húsnæði, þar sem fram fer kraftmikið starf, alla virka daga, við föndur og af- þreyingu. Eldri borgarar eru stækkandi hópur í samfélaginu. Þetta er hópur sem er betur á sig kominn en áður var, lifir lengur og hefur meira fyrir stafni. Breytingin sem orðið hefur í íslensku samfélagi á síðustu öld er mikil. Þjóðin hefur náð því að komast úr því að vera ein fátækasta þjóð í Evrópu í það að verða ein af þeim betur settu. Fjörutíu ára saga Félags eldri borgara í Hafnarfirði. „Dýrmæt ár“ er heiti á skemmtilegri bók sem Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri, er höfundur að. Margir hafa án efa áhuga á að eignast þessa bók, sem er 240 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda úr starfi félagsins fyrr og nú. Bókin verður til sölu í Hraunseli fyrir alla þá sem áhuga hafa á að eignast hana og verðinu er mjög stillt í hóf. Fjörutíu ára afmæli Félags eldri borg- ara í Hafnarfirði Sigurður Hallgrímsson fjallar um starf eldri borgara í Hafn- arfirði í fjóra áratugi Sigurður Hallgrímsson. » Sköttum á að létta af öldr- uðu fólki. Það þarf að reisa heimili fyrir aldraða í Hafn- arfirði. Það vant- ar tómstunda- starf í bæinn fyrir aldraða. Höfundur er formaður FEBH. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.