Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 26.03.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 29 ✝ Sigurður Páls-son fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 14. september 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 14. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Daðey Gísladóttir húsmóðir, f. 17.1. 1908, d. 3.7. 1981 og Páll Jónsson skip- stjóri, f. 12.12. 1903, d. 1944. Systkini Sigurðar eru Guð- munda, f. 30.7. 1927, Þórdís, f. 21.6. 1933, d. 22.11. 1991, og Páll, f. 3.6.1932. Sigurður kvæntist í september 1953 Sigrúnu Sigfúsdóttur, f. 23. ágúst 1932. Foreldrar hennar voru Marta Einarsdóttir hús- móðir, f. 22.11. 1905 og Sigfús Þorsteinsson bóndi, f. 20.3. 1901. Synir þeirra Sigurðar og Sigrún- ar eru 1) Ingvar, f. 2.1. 1954, börn hans eru, a) Sigrún, maður henn- ar Ómar Örn Magnússon, b) Sjöfn, sonur hennar Gabríel Elí, maki Hafsteinn Þór Auðunsson, c) Hlynur. 2) Sævar, f. 22.2. 1955, kona hans er Fay Robina Castel. 3) Sigmar, f. 8.8. 1956, börn hans frá fyrri sambúð eru a) Hjalti Hreinn, maki Hulda Jóhanns- dóttir, sonur þeirra Magnús Vík- ingur, b) Ásta María, maki Haukur Ólafsson, börn þeirra Atli Þór, f. 10.4. 2004, d. 4.5. 2006 og Sigrún Helga, c) Sigrún Marta. Kona Sig- mars er Jónína Dag- mar Ásgeirsdóttir, hún á fjögur börn. Sigurður var upp- alin á Þingeyri, hann byrjaði 8 ára gamall að sækja sjó með föður sínum. Var á héraðsskólanum á Núpi, lauk svo hinu meira fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1952. Ungur gekk hann í skátahreyfinguna á Þing- eyri og var einn af stofnendum Lions-félagsins í Stykkishólmi. Í báðum félögunum gegndi hann hinum ýmsu trúnaðarstörfum. Hann var skipstjóri á fiskibátum í Keflavík. Vann við lögreglustörf á Keflavíkurflugvelli og við Lór- anstöðina á Stokknesi. Var sveit- arstjóri á Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi og Hveragerði, hreppstjóri Hveragerðishrepps og umboðsmaður skattstjóra til margra ára. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kæri Diddi, þá ert þú farinn í þá ferð sem allra bíður. Mig langar að þakka þér fyrir þá stuttu samfylgd sem við áttum hér í þessu lífi. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir tíu árum síðan og fékk höfðinglegar móttökur eins og ykkur hjónum var einlægt. Á þessum árum rákuð þíð gistiheimilið Ljósbrá í Hveragerði og hafði ég mikla ánægju að vinna þar með ykkur meðan það varði. Ég man sérstaklega Diddi að eitt sinn var alveg fullbókað þegar ég fór heim, um morguninn þegar ég kom fann ég þig liggjandi á gólfinu í strauherberginu en þar hafðir þú sofið um nóttina, þú hafðir boðið fólki að sofa í húsvarðarherberginu. Þannig var þjónustulundin, alltaf tilbúinn að gera öllum greiða. Á þessum tíma var farið að bera á minnisleysi hjá þér, sem við vitum nú að var byrjun á Alzheimer. Við gerð- um oft grín að minnisleysinu og þú hafðir á orði að það gætu nú allir gleymt. Það var alltaf stutt í kímnina hjá þér, þó að alvaran lægi undir. En nú, Diddi minn, ertu laus við fjötra sjúkdóms, sem við eigum erfitt með að skilja og þér líður vel hjá ást- vinum þínum sem biðu þín glaðir, hinum megin við hliðið. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín tengdadóttir Jónína Dagmar Fyrsta minning mín um Sigurð Pálsson mág minn, eða Didda eins og ég kallaði hann alltaf, var fyrir rúmri hálfri öld er hann kom heim í Skála- teig, þá heitbundinn Sigrúnu systur minni. Daginn eftir að hann kom var hann kominn í smíðaherbergið og farinn að dytta að hlutum sem þurftu viðgerðar við. Það var uggur og kali í brjósti mínu til þessa manns sem mér fannst vera kominn til að taka stóru systur frá mér. Ekki þurfti þó meira en bros frá honum og vin- gjarnleg orð til að áhyggjur mínar hyrfu og ævarandi vinátta okkar hófst. Rúmu ári seinna var hann orð- inn fóstri minn er örlög réðu því að ég fluttist með þeim til Þingeyrar við Dýrafjörð þar sem þau hófu búskap. Búsetan á Þingeyri var stutt, tæpu ári síðar var Diddi búinn að kaupa hálfkaraða íbúð og fluttur með fjöl- skylduna til Keflavíkur þar sem hann gerðist skipstjóri á vertíðar- báti. Með sjósókninni innréttaði hann íbúðina og smíðaði flest sjálfur. Fljótt fjölgaði í fjölskyldunni, á rúm- um þremur árum eignuðust þau Sig- rún þrjá syni, Ingvar, Sævar og Sig- mar, og atvinna hans breyttist þegar hann hóf störf hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Eftir nokk- urra ára starf þar var hann sendur til að sinna löggæslu við Lóranstöð- ina á Stokknesi. Fjölskyldan flutti þá til Hafnar og Hornfirðingar átt- uðu sig fljótt á því að þar fór traust- ur maður og réðu hann sem sveit- arstjóra stuttu síðar. Því embætti gegndi hann í nokkur ár uns hann var ráðinn sveitarstjóri í Stykkis- hólmi. Eftir mörg góð ár í Stykk- ishólmi tók hann við starfi sveitar- stjóra í Hveragerði sem hann gegndi í 12 ár uns breytingar urðu í pólitíkinni þar og Sigurður hætti af- skiptum af sveitarstjórnarmálum. Þá sneri hann sér að hótelrekstri í gamla hótelinu í Hveragerði ásamt Sigrúnu og sonum og til varð Hótel Ljósbrá. Fjölskyldan gerði miklar endurbætur á hótelinu og vann það að mestu leyti sjálf. Útsjónarsemi og verklagni Didda kom sér þá vel, hann var listamaður, það gilti einu hvað hann fékkst við; allt lék í hönd- unum á honum. Þau ráku einnig far- fuglaheimili sem mikill erill var í kringum. Í framhaldi gerðist hann rútubílstjóri, fararstjóri og leið- sögumaður ferðahópa sem sóttu hótelið heim. Bæði íslenskir og er- lendir ferðamenn í þessum ferðum lofuðu hann fyrir hve vel hann miðl- aði til þeirra þekkingu sinni á um- hverfi, náttúru og íslenskri sögu. Hann kunni nöfn á öllum jurtum og steinum sem fyrir augu bar og þrátt fyrir að vera hlédrægur og sjaldan margmáll kom hann þessu vel til skila svo að allir nutu vel. Diddi var áhugaljósmyndari og hafði sérstak- lega næmt auga fyrir réttu augna- bliki og sjónarhorni þegar hann festi eitthvað á filmu, einnig málaði hann fallegar myndir. Eitt af áhuga- málum Didda var steinasöfnun, þau Sigrún fóru oft um fjöll og firnindi til að safna fágætum steinum og áttu orðið veglegt steinasafn. Sögð er gamansaga af því þegar hann ásamt öðrum manni fór upp í Drápuhlíðarfjall og sótti þangað stóran trjásteingerving sem þeir renndu niður fjallið á járnplötu og veltu upp í skottið á litla gamla Sa- ab-bílnum hans. Steingervingurinn var svo þungur að í sögunni var sagt að bíllinn hefði nánast risið upp á endann þegar steinninn var kominn í skottið. Síðustu ár stríddi Diddi við mikla vanheilsu en hann var einn af þess- um æðrulausu mönnum sem alltaf bera sig vel og kvarta ekki. Ég kveð mág minn með söknuði og miklu þakklæti fyrir allan þann kærleika sem hann auðsýndi mér frá okkar fyrstu kynnum til hinstu stundar. Ingibjörg Sigfúsdóttir. Sigurður Pálsson Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN KVARAN, Sóleyjargötu 9, Reykjavík, sem lést laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. mars kl. 15.00. Guðrún Kvaran, Jakob Yngvason, Vilhjálmur B. Kvaran, Helga Pála Elíasdóttir, Einar B. Kvaran, Böðvar B. Kvaran, Ásta Árnadóttir, Hjörleifur B. Kvaran, Anna Kristín Ólafsdóttir, Gísli B. Kvaran, Anna Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, MARGÉT AUÐUNSDÓTTIR, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 17. mars, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur eða önnur líknarfélög. Haukur Bergsteinsson, Ragna Guðvarðardóttir, Margét Hauksdóttir, Agnes Hauksdóttir, Þórir Borg Gunnarsson, Sara Indriðadóttir, Haukur Borg Þórisson. ✝ Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona, AUÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ytra-Skógarnesi, síðast til heimilis á Bræðraborgarstíg 55, Reykjavík, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtudaginn 13. mars, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Grundar s. 530-6100. Jens Kristjánsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Einar Haukur Kristjánsson, Anna Jóna Sigurðardóttir, Kristjana Ágústa Kristjánsdóttir, Sigríður Dinah Dunn, Magnús Hansson, Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir og aðrir ættingjar og vinir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRTFRÍÐUR HJARTARDÓTTIR, Brúarholti 4, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Jón Steinn Halldórsson, Hjördís Jónsdóttir, Guðlaugur Wium Hansson, Matthildur Jónsdóttir, Þorvaldur Héðinn Einarsson, Kristrún Jónsdóttir, Vilhelm Þ. Árnason, Dröfn Jónsdóttir, Elías Hákonarson, Halldór Friðgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HELGI HALLVARÐSSON fyrrverandi skipherra, Lautasmára 1, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 15. mars. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Þuríður Erla Erlingsdóttir, Guðfinna Helgadóttir, Guðni Einarsson, Sigríður Helgadóttir, Birgir H. Sigurðsson, Helgi Helgason, Brynja Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Vallargötu 7, Sandgerði, sem lést mánudaginn 17. mars verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 28. mars kl. 14.00. Jón Ásmundsson, Helga Karlsdóttir, Kristín Ásmundsdóttir, Jón Árni Ólafsson, Ragnheiður Ásmundsdóttir, Magnús Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.