Morgunblaðið - 26.03.2008, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VARÚÐ!
HUNDUR
VARÚ
HUND
Ð! VARÚÐ!
HUNDUR
ODDI, SKILTIÐ
Á VIÐ ÞIG
GRR!
BARA 5
DAGAR Í
AFMÆLI
BEET-
HOVEN
BÚÐIR
OPNAR
ÞANGAÐ
TIL 9 Á
KVÖLDIN
SVONA! FULL KANNA AF
„LÆKNINGARDRYKK KALVINS“!
ÉG ÆTLA AÐ SELJA HVERT
GLAS Á HUNDRAÐKALL OG
VERÐA RÍKUR!
EN ÞETTA ER BARA SKÍTUGT
VATN ÚR SKURÐINUM! ÞAÐ
ER LAUFBLAÐ Í VATNINU
ÉG SEGI BARA
AÐ ÞETTA SÉ
LÆKNINGAJURT
ÞAÐ Á ENGINN
EFTIR AÐ VILJA
DREKKA ÞETTA!
ÞAÐ SJÁ ALLIR
AÐ ÞETTA ER
BARA DRULLA!
ÞAÐ
GÆTI
VERIÐ
RÉTT
SVARTIDAUÐI
Á KÖNNUNNI!
BARA HUNDRAÐ
KRÓNUR
GLASIÐ!
HVAÐ Á ÉG
EIGINLEGA AÐ
GERA VIÐ
ÞETTA?
GETUM VIÐ EKKI BARA
BOÐIÐ FÓLKI TIL
OKKAR Í MATARBOÐ?
AF HVERJU KOMSTU MEÐ
SVONA MARGAR BÆKUR
HEIM ÚR SKÓLANUM?
ATLI, BÆKUR HJÁLPA
MANNI AÐ NÁ ÞEIM
MARKMIÐUM SEM MAÐUR
SETUR SÉR Í LÍFINU
STEFÁN, ÞETTA VAR ENGIN
SMÁ FERMING! ÞAÐ VAR
PLÖTUSNÚÐUR, ANDLITSMÁLARI,
LEIKJAHERBERGI...
ÞAÐ EINA SEM
VANTAÐI VAR
SVERÐAGLEYPIR OG
NOKKRIR FÍLAR
ÞAÐ VORU ENGIR
LAUSIR ÞESSA HELGI
ÞETTA VAR SAMT
FRÁBÆRT...
ANSANS! ÉG VAR AÐ NÁ
YFIRHÖNDINNI ÁÐUR EN JAMESON
ÁKVAÐ AÐ EYÐILEGGJA ALLT
LÁTTU
MIG
NIÐUR!
EINS OG
ÞÚ VILT!
AAAHH!
dagbók|velvakandi
Minning um vin
HUNDURINN Ares lést í svefni
mánudaginn 17. mars sl. Honum var
gotið 1. desember
1994 að mér
óþekktum bæ í
nágrenni Hvols-
vallar. Móðirin
var einstæð Collí
tík. Föðurinn
töldu bændur,
eftir að hafa séð
Ares, vera „stór-
an Skota, senni-
lega Scheffer
blandaðan, sem
gekk laus á svæðinu“. Viku gamall
kom Ares inn á mitt heimili hér í
Kópavogi og bjó þar það sem eftir
var ævinnar. Þann dag fékk hann
nafn. Honum varð ekki hvolpa auðið.
Saman sóttum við Ares hvolpa- og
hundanámskeið hjá hundaskólanum
Gallerí Voff og fékk hann ávallt 1.
verðlaun fyrir mestu framfarir.
Við andlát Aresar míns barst mér
ein samúðarkveðja með SMS frá
starfsfélaga mínum og vini. Vegna
þess að mér finnst hún tær snilld og
lýsa djúpum skilningi sendanda á til-
gangi lífsins og siðferði þess birti ég
hana. „Votta þér samúð mína. Megi
hann kjamsa á ljúfum hnútum á hin-
um eilífu veiðilendum. P.“
Höfundur er verkfræðingur.
Týnd kisa á Álftanesi
CARLOS er 10 mánaða, svartur og
hvítur, geldur fress. Hann er með
bleikt trýni en tvo svarta bletti sinn
hvorum megin á nebbanum. Hann er
örmektur (208224000163370) en ekki
með ól. Hann sást síðast laugardag-
inn 8. mars, í Austurtúni á Álftanesi.
Ef einhver hefur séð til hans er hægt
að hafa samband við Stefán í síma:
693-1064.
Atlantsolía
MIG langar að þakka þeim Símoni,
Ástu og Írisi starfsmönnum hjá Atl-
antsolíu. Ég lenti í vandræðum með
bensínlykilinn minn og voru þau fljót
að kippa þessu í lag fyrir mig. En
þetta var fyrir utan vinnutíma
þeirra. Mig langar að þakka þeim
kærlega fyrir frábæra og persónu-
lega þjónustu.
Guðný Ulla Ingólfsdóttir.
Við sem elskum íslenskuna
Mér finnst svo leitt að sjá hversu
margar málvillur eru í textavarpinu,
það er eins og allar beygingar hverfi
og svo mikið vantar upp á að ég er al-
veg gapandi yfir þessu. Því miður þá
virðist þetta ekkert ætla að batna.
Einnig vil ég lýsa óánægju minni
með Íslandspóst. Oft á tíðum skila
sér ekki bréf til mín og hafa jafnvel
safnað dráttarvöxtum þegar þau
loksins koma í leitirnar. Vil ég kenna
því um að þeir sem eru að bera út,
sem eru oft á tíðum útlendingar,
kunna ekki íslenskuna nógu vel til að
koma þeim til réttra aðila.
Kona í vesturbænum.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
VESPUM hefur fjölgað í umferðinni síðastliðið ár og reyndar mótorhjólum
almennt. Ökumaður þessarar vespu lætur ekki vorhretið aftra sér í að
komast leiðar sinnar.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vespa
FRÉTTIR
AF óviðráðanlegum ástæðum verð-
ur að aflýsa fyrirlestrum kanadísku
blaða- og fræðikonunnar Julie Bar-
low sem fyrirhugaðir voru í dag,
miðvikudag og á morgun, fimmtu-
dag.
Breyting verður því á dagskrá
frönskuvikunnar í þá veru að í stað
fyrirlesturs Barlow fjalla háskóla-
kennararnir Eyjólfur M. Sigurðs-
son og Jóhanna Guðjónsdóttir um
stöðu frönskunnar í heiminum og
hérlendis. Umfjöllun þeirra fer
fram á íslensku á veitingastaðnum
Le Rendez-vous, Klapparstíg 38, í
dag kl. 18.
Fyrirlesturinn sem halda átti í
Háskóla Íslands á fimmtudag fellur
hins vegar niður af ofangreindum
ástæðum, segir í fréttatilkynningu.
Breyting á dagskrá
Frönsku vikunnar
UNDIRRITAÐ verður samkomulag
um endurhæfingarúrræði fyrir ör-
yrkja, sem er tilraunaverkefni til
þriggja ára, en slíkt úrræði hefur
ekki áður verið í boði á Vesturlandi.
Undirritunin fer fram að Kirkju-
braut 1 á Akranesi í dag, 26. mars kl.
15. Að verkefninu standa Akranes-
kaupstaður, Sjúkrahúsið og heilsu-
gæslustöðin á Akranesi (SHA),
Svæðisskrifstofa um málefni fatl-
aðra á Vesturlandi og Akranesdeild
Rauða kross Íslands.
Um leið verður undirritað annars
vegar samkomulag á milli félags-
málaráðuneytisins og Svæðisskrif-
stofu um málefni fatlaðra á Vestur-
landi og hins vegar samkomulag
milli heilbrigðisráðuneytisins og
Sjúkrahússins og heilsugæslustöðv-
arinnar á Akranesi þess efnis að
ráðuneytin hvort um sig leggi til
verkefnisins sem nemur 2,5 milljón-
um króna á ári í þrjú ár.
Endurhæfingarúrræðið hefur
einnig fengið 1,5 milljónir króna á
fjárlögum ríkisins vegna ársins 2008,
Svæðissjóður Rauða krossins á Vest-
urlandi styrkir verkefnið um 1,5
milljónir króna, auk þess sem úrræð-
ið er styrkt m.a. af Hvalfjarðarsveit,
Kaupþingi á Akranesi og Lions-
klúbbi Akraness, segir í fréttatil-
kynningu.
Endurhæfingar-
úrræði fyrir öryrkja