Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 36

Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 36
■ Lau. 29. mars kl. 14.00 Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar- innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi, trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson ■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista- mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Í þeim atriðum bregð- ur fyrir draumi um aðra og betri mynd. Kannski sjáum við hana síðar …41 » reykjavíkreykjavík BJÖRK Guðmundsdóttir mun halda tónleika í Ísrael hinn 31. júlí næstkomandi, að því er fram kemur á fréttavefnum Jerusalem Post. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Björk heldur tónleika þar í tólf ár, en ekki hefur enn fengist staðfest hvar tón- leikarnir munu fara fram þótt líklegt sé að þeir verði í Tel Avív. Þá segir í fréttinni að ein evra af hverjum seld- um miða muni renna til UNICEF. Björk er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Volta. Björk hefur á undanförnum mánuðum kom- ið fram í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi í Japan og Kína, en tónleikar hennar í síðastnefnda landinu vöktu mikla athygli þar sem söngkonan tileinkaði Tíbetum lagið „Declare Independence“. Annars er það að frétta af Björk að smáskífa með lagi hennar „Wanderlust“ er væntanleg í verslanir hinn 14. apríl næstkomandi. Myndband við lagið verður hins vegar frumsýnt á Yahoo.com á mánudaginn, 31. mars, og verður hægt að skoða það í heilan sólarhring á síðunni. Þeir sem hafa aðgang að þar til gerðum gler- augum geta einnig séð myndbandið í þrívíd sem ku vera hreint mögnuð upplifun. Björk með tónleika í Ísrael Morgunblaðið/Ómar Björk Er væntanleg til Ísraels og í þrívídd á Yahoo.com.  Tónlistarmað- urinn BMV gerir það aldeilis gott þessa dagana með lagi sínu „End- lessly“, en það er í 26. sæti yfir vin- sælustu lögin á Balí á útvarpsstöðinni Phoenix Ra- dio sem ku vera sú heitasta á eyj- unni. „Endlessly“ fór beint inn á lista yfir vinsælustu lög stöðv- arinnar í síðustu viku, í 31. sæti. Þá er lagið í 5. sæti á útvarpsstöðinni Radio Vala Rinore í Kosovo en hún ku einnig vera sú vinsælasta þar í landi. Í Litháen hefur lagið einnig notið vinsælda, á vinsælustu út- varpsstöðinni þar, Radio Centras. Frá þessu greinir BMV sjálfur, Brynjar Már Valdimarsson. Vinsæll á Balí, í Kosovo og Litháen  Jaðabókaútgáfan og ungskálda- félagið Nýhil leitar nú fram- kvæmdastjóra í 20-25% hlutastarf. Vinnu- og ráðningartími er sveigj- anlegur og laun „sanngjörn“. Í um- sókn má gjarnan vera ljóð. Ómót- stæðilegt tækifæri í kreppunni? Sveigjanlegur ráðning- artími, sanngjörn laun  Bubbi Morthens heldur tónleika í Austurbæ fimmtudaginn 3. apríl nk. kl. 21. Á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni, s.s. klassískir Bubba-tónleikar, Bubbi og gítarinn. Ný plata er svo vænt- anleg frá kónginum 6. júní, á af- mælisdegi meistarans. Pétur Ben stjórnaði upptökum. Bubbi og gítarinn í Austurbæ í apríl Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SKILGREININGAR eru hvergi jafn nákvæmar og í þunga/harð- kjarnarokki og dans/raftónlist, þess- um ofsavirku og einkar frjósömu neðanjarðarsenum. Þannig leika Mi- sery Index, hljómsveit frá hinum vin- sæla viðkomustað Íslendinga í Bandaríkjunum, Baltimore, svokall- aðan dauðamulning eða „death grind“ sem er samsláttur tveggja nokkuð ólíkra stefna, dauðarokks og „grindcore“. Misery Index er orðin sæmi- legasta stærð í bransanum, gefur t.a.m. út hjá Relapse risanum en sveitina stofnaði bassaleikarinn og söngvarinn Jason Anderson er hann og fleiri gengu úr dauðarokkssveit- inni Dying Fetus (eða öfgadauða- rokkssveitinni Dying Fetus, svo við styggjum nú ekki skilgreiningarfas- istana). Skemmtilega beittir „Við höfum reyndar komið marg- oft til Íslands,“ segir Anderson blaðamanni. „En bara til að milli- lenda. Það eina sem við höfum séð af landinu er flugstöðin, og það úr flug- vélagluggunum. Ég hlakka því til að sjá meira, og við ætlum að fara smá hring um landið meira að segja.“ Anderson segir að hann hafi stofn- að Misery Index af því að hann hafi langað í meira fjör og meiri skemmt- an en hann upplifði í Dying Fetus. Blaðamaður hváir, enda er sveitin þekkt fyrir beitta, pólitíska texta en auk þess vísar heiti sveitarinnar í hagfræðistuðul sem mælir vesaldóm og fátækt (auk þess að vera heiti á síðustu plötu Assück, sem Misery In- dex dregur þónokkur áhrif frá). „Það er nú alveg hægt að segja eitthvað af viti og vera skemmtilegur um leið,“ segir Anderson og brosir í gegnum símann. „Ég nenni ekki að vera að syngja eitthvert bull, text- arnir verða að taka á einhverju.“ Í framhaldinu segir hann þá fé- lagana lifa sæmilega eftir boðorði anarkískrar hugmyndafræði, þó þeir gangi ekki svo langt að rækta eigin kartöflur. 100% þungarokkari „Hljómsveitin hófst sem hljóðvers- verkefni en þróaðist fljótlega út í tón- leikasveit líka,“ heldur Anderson áfram. „Ég er reyndar einn eftir af upprunalega bandinu. Þróunin hjá okkur hefur verið línulega upp á við síðan við byrjuðum árið 2001. Við er- um reyndar mun stærri í Evrópu en í Bandaríkjunum.“ Segja má að Misery Index byggi brú á milli harðkjarna og þunga- rokks, enda leikur sveitin jöfnum höndum með fulltrúum beggja heima. „Ég byrjaði sem 100% þungarokk- ari,“ rifjar Anderson upp þegar þetta er lagt fyrir hann. „Svo var það ekki alveg að gera sig fyrir mig og ég fékk í framhaldinu áhuga á pönki og harðkjarnatónlist og dembdi mér af fullum krafti í það. Nú svo ákvað ég bara að slengja þessu saman í einn pakka þegar ég stofnaði Misery In- dex og fá þannig það besta úr báðum. Sniðugt ekki satt?“ Dauðans alvara Bandaríska öfgarokksveitin Misery Index heldur tónleika á Organ og í Hellinum Misery Index „Það er nú alveg hægt að segja eitthvað af viti og vera skemmtilegur um leið,“ segir bassaleikarinn og söngvarinn Jason Anderson. Dyr opnast á Organ kl. 20.30. Á laugardaginn í Hellinum (TÞM, Hólmaslóð 2) opnast þær kl. 19.30 og þá hita Forgarður helvítis, Dis- integrate og Gone Postal upp. Ekk- ert aldurstakmark er á þá tónleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.