Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 43
!
"#$
%
&
'(
! )'
(
&
!
*
+
,,
, &
&
&'
,,
'
! -. &
&
!/
0 ,,
)
1234*561*%758 #9: ;<== 12
3>*561?@"=*A26B5?!5*
*
9C
D53*1
"=
":
- kemur þér við
Sérblað um heilsu
fylgir blaðinu í dag
Rannsakar
ættræknar ær
Hvernig á að lækka
bílakostnaðinn?
Grenjavæðing
miðborgarinnar
Lætur tölvu
stjórna heimilinu
Jóna Ingibjörg
skrifar um bílafíkn
Hvernig kemur gengið
við heimilisbókhaldið?
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
TEIKNIMYNDIN um vinalega fíl-
inn Horton skaust upp í annað sætið
fyrstu vikuna á Bíólistanum, en er
nú búin að fikra sig upp í efsta sætið.
Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf
myndinni fjórar stjörnur og sagði
meðal annars íslensku talsetninguna
til fyrirmyndar.
Þrjár nýjar myndir ná inn á topp
tíu-listann þessa vikuna og þar er
fremst í flokki ævintýramyndin
Spiderwick í öðru sætinu. Hún er
byggð á vinsælli barnabókasyrpu
eftir Holly Black og Tony DiTerlizzi
og fær sömuleiðis góða umsögn hjá
gagnrýnanda Morgunblaðsins eins
og sést hér að ofan, en í dómnum
segir meðal annars að tæknibrell-
urnar séu framúrskarandi og að um-
hverfi söguheimsins sé „skapað á út-
sjónarsaman og kraftmikinn hátt.“
Hryllingsmyndin Shutter stekkur
upp í fimmta sæti í fyrstu tilraun.
Hún fjallar um ungt par sem verður
fyrir því óláni að keyra á litla stúlku
með þeim afleiðingum að hún deyr.
Stuttu síðar fer hún að minna á sig
með óþægilegum hætti.
Unglingamyndin Hannah Mont-
ana: Best of Both Worlds kemur ný
inn í níunda sæti og verður for-
vitnilegt að sjá hvort hún gengur
jafn vel í krakkana hér og í Banda-
ríkjunum þar sem hún hefur átt gíf-
urlegum vinslældum að fagna.
Brúðguminn, nýjasta mynd Balt-
asars Kormáks situr í sjötta sæti
sem er mjög góður árangur miðað
við það að hún hefur verið í sýn-
ingum í rúman mánuð. Rúmlega 52
þúsund manns hafa séð myndina
hingað til.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum bíóhúsum
Fíllinn vinalegi fikrar
sig upp í efsta sætið
5) .,
!"#
$
%&'$!
(
'
$ )
** +
**,
-
.
/ 0-**
Hrollur Japönsk vofa í hrollvekjunni Shutter sem er ný á lista, í fimmta
sæti. Myndin þykir í anda hrollvekjunnar vinsælu The Ring.
ÞAÐ getur ýmislegt farið úrskeiðis
þegar flutt er úr borginni í afskekkt
og yfirgefið hús úti á landsbyggðinni.
Einkum ef um er að ræða hús sem
eitt sinn tilheyrði aldraðri frænku
sem nú er vistuð á geðsjúkrahúsi
vegna þess að hún heldur statt og
stöðugt fram tilvist ósýnilegra álfa.
Það að frænkan hafi hreinlega ekki
verið með öllum mjalla útskýrir líka
sérkennilega aðkomuna: saltrendur í
gluggum, sérkennilegan vernd-
arhring í kringum húsið, skápa, sem
eru fullir af hunangi og tómatsósu,
og einhvers konar nagdýr sem virð-
ast hafa komið sér fyrir inni í veggj-
unum. Grace–börnin, þau Simon, Ja-
red og Malloroy, sem eru nýflutt í
fjölskylduóðalið ásamt fráskildri
móður sinni, uppgötva þó fljótt að
hér er ekki allt með felldu. Hugs-
anlega hafði frænkan rétt fyrir sér
en eitt af því sem hún heldur fram er
að pabbi hennar, sjálfur hr. Spider-
wick, hafi verið numinn á brott af
ljósálfum fyrir áttatíu árum. Þegar
börnin finna bók sem Spiderwick
virðist hafa skilið eftir sig sem grein-
ir frá leyndardómum ljósálfaheims
sem finna má til hliðar við okkar eig-
in dragast þau inn í hættulega at-
burðarás sem tengist tilraunum ills
trölls til að komast yfir bókina og
öðlast þannig völd yfir öllum ljósálfa-
heiminum.
Myndin er byggð á vinsælli bóka-
seríu eftir Tony DiTerlizzi og Holly
Black og víst er að sumir munu
tengja bækurnar og myndina við vin-
sældir Harry Potter, en Spiderwick-
sagan stendur fyrir sínu og er þar
haganlegri umsjón Mark Waters
helst að þakka. Atburðarásin er hröð
en tími gefst þó til persónusköpunar,
systkinin eru ólík en ungi breski leik-
arinn Freddy Highmore sem leikur
bæði Jared og Simon stendur sig al-
veg sérstaklega vel. Sama má í raun
segja um alla leikarana, Mary Lo-
uise Parker og Sara Bolger eru góð-
ar í hlutverki mæðgnanna sem þurfa
að hafa vit fyrir karlmönnunum í
fjölskyldunni, og Seth Rogen og
Martin Short ljá ljósálfum raddir
sínar með bráðskondnum árangri.
Þá leikur David Strathairn nátt-
úrufræðinginn Spiderwick af hæfi-
legri alvöru.
Leikararnir deila tjaldinu jafnan
með aragrúa tölvufígúra en tækni-
brellurnar eru framúrskarandi og er
það ekki fyrr en undir lokin sem þær
verða of fyrirferðarmiklar. Fram að
því fær sagan að þróast í bland við
hasarinn og dularfullt umhverfi
söguheimsins er skapað á útsjón-
arsaman og kraftmikinn hátt. Spid-
erwick-sagan er heillandi æv-
intýramynd fyrir alla fjölskylduna.
Spiderwick-sagan „Atburðarásin er hröð en tími gefst þó til persónusköpunar, systkinin eru ólík en ungi breski
leikarinn Freddy Highmore sem leikur bæði Jared og Simon stendur sig alveg sérstaklega vel.“
Ævintýri í ljósálfalandi
KVIKMYND
Smárabíó, Háskólabíó, Sam-
bíóin Kringlunni, Laugarásbíó
og Borgarbíó
Leikstjórn: Mark Waters. Aðalhlutverk:
Freddy Highmore, Sarah Bolger, David
Strathairn, Seth Rogen, Martin Short,
Mary Louise Parker, Andrew McCarthy,
Nick Nolte. 97 mín. Bandaríkin.
Spiderwick–sagan (The Spiderwick
Chronicle)
bbbbn
Heiða Jóhannsdóttir