Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ekki tókst „eyja genginu“ þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir rétt Rang- æinga að fá að „míga í saltan sjó“ VEÐUR Í byrjun níunda áratugarins varhaldin sýning á verkum Tryggva Ólafssonar í Listmunahúsinu á Lækjargötu 2. Þá varð Eyjólfi Ein- arssyni listmálara litið út um gluggann upp á gaflinn á Verzl- unarbankanum, þar sem ljósaskilti sýndi vaxtastig í landinu. Honum varð að orði: „Já, nú er illa komið, vextirnir eru komnir í sama styrk- leika og brennivínið – 42,5%.“     Þá fór verð-bólgan yfir 100% og nafn- vextir af óverð- tryggðum lánum voru því háir. Vextir á almenn- um innstæðum í Seðlabankanum fóru raunar upp í 45 til 50% árið 1983 og voru því vel rúmlega styrkleiki brennivíns- ins. Samt voru þeir neikvæðir í svo mikilli verðbólgu. Óðaverðbólg- unnar saknar enginn, sem lent hef- ur í þeim hrunadansi.     Heimsmetið í verðbólgu er núna íZimbabwe, þar sem hún mælist í tugum þúsunda prósenta, og þar eru stýrivextir um 1.200%. Og það telst lágt á þeim bænum!     Þórarinn G. Pétursson hagfræð-ingur hjá Seðlabankanum rifj- aði nýlega upp að stýrivextir í Bandaríkjunum náðu hámarki í 19% árið 1981 og voru um 10% að meðaltali frá 1979 til 1990. Að hans mati jók slík festa trúverðugleika Seðlabankans vestra og gerði hon- um kleift að lækka vexti núna.     Þrátt fyrir fjármálakerfið hafibreyst síðan, er verðbólga svip- uð hér á landi og hún var þá í Bandaríkjunum og einnig nafn- vextir og raunvextir. Fordæmi er því fyrir slíkum aðferðum þegar verðbólga er farin að grípa um sig, jafnvel í þróuðum ríkjum.     Glíman við verðbólgudrauginn errétt að hefjast! STAKSTEINAR Þórarinn G. Pétursson Glíman við verðbólgudrauginn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                        !"" #"  #  !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              ! "" $ ! "" $     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? # #     #  # %# #  # #   #  # %# %#   #   #                            *$BC """"              ! "    !# $!! % ! !   !       % ! & !  #  *! $$ B *! & '  ( "  "' "    ) *) <2 <! <2 <! <2 & (  "+ $,"- ).  CD                   *  E B  E" 2  ' !   (    "  !      )      * ! $!! % ! !   !  !    +  #  <7       ,  &    &     !    - ! ."         "  /  % ! & !   #     !   /0 "")11  )""2 ) )"+ $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gunnlaugur B. Ólafsson | 25. mars Lífrænn áburður Góður búmaður hag- ræðir og leitar tæki- færa. Talað er um það sem eitthvert lögmál að matvælaverð hækki um tugi prósenta á næstu vikum. Þar er talin geng- isfelling upp á 30% frá áramótum og fyrirsjáanleg hækkun um hátt í 100% á innfluttum áburði. En eðlilegt er að innflytjendur og framleiðendur sýni aðhald, þannig að slíkar verðbreyt- ingar velti ekki af fullum þunga á heimilin í landinu … Meira: gbo.blog.is Elín Sigríður Grétarsdóttir | 26. mars Dagurinn í dag er það eina sem ég á ... spurning hvað ég ætla að gera með hann, fór á fund í hádeginu, þar sem var mikið talað um hversu grátt við höfum leikið fólkið í kringum okkur í neyslunni … fyrir mína parta var mér alltaf slétt sama um aðra, sama hvort það var sonur minn, vinir, fjölskylda, vinnuveitendur eða hvað, svo lengi sem ég fékk mitt stöff … þarf ekki að útskýra þetta fyrir neinum, að- eins að biðja um leiðsögn og fara eftir henni og reyna að vera til friðs … Meira: ellasiggag.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 25. mars Djöfullinn danskur! Ef minnið svíkur mig ekki, þá var stöðugt hamrað á því við mig meðan ég var barn að ef ég færi ekki með bæn- irnar mínar og ef ég hegðaði mér ekki skikk- anlega færi ég beinustu leið til Helvítis eftir þessa jarðvist. Þessu trúði ég mátulega og hefi ávallt hegðað mér óaðfinnanlega í öllu sem ég tek mér fyr- ir hendur í von um að lenda ekki í neðra á efsta degi. Vissulega man ég að ég kenndi einum ungum dreng að blóta, en það var eins og að skvetta vatni … Meira: velstyran.blog.is Arnþór Helgason | 26. mars 2008 Dagblað alþýðunnar og Tíbet Í dag birtir Dagblað al- þýðunnar tvær greinar um Tíbet og eru þær all- harðorðar. Þær eru svo beinskeyttar og skemmtilega skrifaðar að þær minna mig stundum á skrif Jónasar frá Hriflu og jafnvel ónefndra, íslenskra ritstjóra sem enn eru á dögum. Út úr þeim skín viss pólitísk sannfæring og hræddur er ég um að ýmislegt, sem þar er sagt, sé sannleikanum sam- kvæmt. Í annarri greininni er greint frá umfjöllun nokkurra vestrænna fjöl- miðla um Tíbet og atburðina þar að undanförnu og vitnað m.a. í kan- adíska ferðamenn, sem áttu fótum fjör að launa þegar munkar hófu grjót- kast að vegfarendum í Lhasa. Því er lýst hvernig bifhjólamaður, sem átti leið þar hjá, var dreginn af hjólinu og drepinn fyrir augunum á almenningi. Fleiri hafa því greinilega verið drepnir en andófsmenn. Furðar höfundurinn sig á að vestrænir fjölmiðlar skuli kalla þetta friðsamleg mótmæli. Greinarhöfundur víkur síðan í nokkrum vel völdum orðum að hræsni Vesturlanda þegar þau segjast bera virðingu fyrir mannréttindum í Tíbet og annars staðar í Kína og hæðist að orðum Nancy Pelosi sem hyggst senda óháða nefnd sérfræðinga til Tíbets til þess að rannsaka ásakanir um mannréttindabrot. Hin greinin fjallar um áróður fylg- ismanna Dalai Lama og reyndar Dalai Lama sjálfan. Því er lýst hvernig hann talaði um sjálfstætt Tíbet allt fram til ársins 1977 þegar Vesturlönd hófu að auka samskipti sín við Kína. Þá breyttust áherslur hans. Blaðið vitnar síðan til tveggja ummæla bræðra hans sem ræða um 20 ára sjálfs- stjórn og síðan þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Tíbets. Greinarhöfundur segir einnig frá því að fylgismenn Dalai Lama geri kröfur um mun stærri landsvæði en hið eig- inlega Tíbet og segir að þau nemi um fjórðungi alls Kína. Grein þessari lýkur svo á tilvitn- unum í nokkra kínverska sagnfræð- inga sem greina frá hinu eiginlega upphafi Tíbetmálsins, en það er rakið til innrásar Breta árið 1904. Umræð- ur um sjálfstætt Tíbet segja þeir að hafi byrjað um tveimur áratugum síð- ar. … Meira: arnthorhelgason.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórn- sýslukæru vegna útgáfu byggingar- leyfis fyrir álver í Helguvík. Í frétt frá Náttúruverndarsam- tökunum kemur fram að þau krefj- ast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði felld úr gildi. Til bráðabirgða er þess krafist að fram- kvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til mál þetta hefur verið til lykta leitt, sbr. 6. mgr. 8. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. einn- ig 29. stjórnsýslulaga 37/1993. Fram kemur í kærunni að Skipu- lagsstofnun gerði þrenns konar fyr- irvara í áliti sínu um álver í Helgu- vík. Í fyrsta lagi varðandi óvissu um orkuöflun, í öðru lagi varðandi orku- flutninga og í þriðja lagi um losunar- heimildir fyrir gróðurhúsaloftteg- undir. Í áliti Skipulagsstofnunar segir að áður en Norðuráli Helguvík sf. verði veitt framkvæmda- og byggingar- leyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyr- irtækið fær þá losunarheimild sem það þarf eða hafi sýnt veitanda los- unarheimilda fram á hvernig losun gróðurhúsalofttegunda verði mætt. Fram kemur í kæru Náttúru- verndarsamtakanna að hvorki liggi fyrir slík heimild né áætlun er sýni hvernig Norðurál hyggist mæta los- un gróðurhúsalofttegunda. T.d. með kaupum á losunarkvótum. Þá segir að fullyrðingar lögmanns Norðuráls í grein í Morgunblaðinu í gær þess efnis að „... ekki [sé] annars að vænta en að væntanlegu álveri Norðuráls við Helguvík verði úthlut- að losunarheimildum vegna starf- semi sinnar ...“ lýsir annað hvort vanþekkingu eða skeytingarleysi Norðuráls um alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands í loftslagsmálum. Stjórnsýslukæra vegna álversins í Helguvík Helguvík Æðarfugl hefur gert sig heimakominn á umdeildum stað. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.