Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í sam-
vinnu við Efnahags- og félagsmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna og
stjórnvöld á Barbados stóð í fyrra-
dag fyrir ráðstefnu á Barbados
undir yfirskriftinni „Alþjóðleg sam-
vinna á sviði sjálfbærrar þróunar –
samstarf Íslands og smáeyþróun-
arríkja í Karíbahafi“. Utanrík-
isráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir fer fyrir íslensku
sendinefndinni og mun eiga fundi
með starfsystkinum sínum, vara-
aðalritara SÞ og framkvæmda-
stjóra svæðisskrifstofu UNIFEM.
Fulltrúar 16 þróunarríkja í Kar-
íbahafi sækja ráðstefnuna, auk full-
trúa frá SÞ þar á meðal vara-
aðalframkvæmdastjóra stofnunar-
innar, Sha Zukang, sem fer með
málefni sjálfbærrar þróunar og
þróunarmála.
Markmiðið með ráðstefnunni er
að leggja grunn að frekari þróun-
arsamvinnu og
samstarfi við rík-
in á svæðinu. Er
fyrst og fremst
um að ræða
verkefni sem rík-
in sjálf telji að
beri að njóti for-
gangs og þar
sem staða Íslands
er sterk, svo sem
í sjávarútvegs-
og orkumálum.
Af hálfu Íslands taka þátt í ráð-
stefnunni, auk utanríkisráðstefn-
unnar, Þróunarsamvinnustofnun
Íslands, Sjávarútvegsskóli og Jarð-
hitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi og Útflutningsráð Ís-
lands. Nokkur íslensk fyrirtæki
tengd orku- og sjávarútvegi taka
einnig þátt og munu eiga fundi
skipulagða af Útflutningsráði með
viðskiptaaðilum á svæðinu.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Alþjóðleg samvinna á
sviði sjálfbærrar þróunar
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í fyrradag fyrir-
tækið 3X Technology á Ísafirði. 3X hlaut Útflutningsverðlaun forseta Ís-
lands árið 2006 fyrir ágætan árangur sem fyrirtækið hafði náð á skömmum
tíma í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum
fyrir matvælaiðnaðinn.
Árangur fyrirtækisins sýnir hverju hugvit, þekking og tækni fær áorkað
og starfsemi þess er gott dæmi um nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni,
segir í frétt frá embætti forseta Íslands.
Ljósmynd/Halldór
Ísfirðingar Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði gengið um fyrirtækið
var boðið upp á veitingar á kaffistofunni og þar tók Mugison á móti gestum.
Forsetinn heimsótti 3X
!
! ! ! ! ! !
! ! ! ! ! !
"
#
$#
%& '
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-&
(& .#
/
!
%
-&(&
#
. !
0 ! -
/
/
!
!
-&
(&
##
.# 1 /
-
!
*
-
-
!."
!.&!
!.
-
-
23
! ! ! ! ! ! !
"
"
"
#"
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
TÍU kör af ýsu, um þrjú tonn, voru
seld á Fjölnetinu hjá Fiskmarkaði
Vestmannaeyja í gærmorgun. Ýsan
var af togaranum Jóni Vídalín og
voru 40 kör í boði. Verð á hvert kíló
var 130 krónur. Ísfiskur í Kópavogi
keypti ýsuna og verður hún unnin
roð- og beinlaus fyrir markaðinn í
Bandaríkjunum.
Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári
sem fiskur er seldur á Fjölnetinu. Þar
er um að ræða fisk, sem fyrirhugað er
að flytja óunninn utan í gámum. Selj-
andi á þess þá kost að setja fiskinn,
allan eða hluta hans, inn á uppboðs-
markaðinn á fjölnetinu og láta honum
fylgja ákveðið lágmarksverð. Kaup-
endur geta svo boðið í fiskinn og sé
boðið hærra verð en lágmarksverðið
fær hæstbjóðandi fiskinn, annars ráð-
stafar útgerðarmaðurinn honum á
annan hátt, sendir hann utan eða
vinnur sjálfur heima.
Vilja nota Fjölnetið meira
Stefán Friðriksson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
sem gerir Jón Vídalín út, segist sáttur
við þessa útkomu. Ætlunin sé að nýta
Fjölnetið meira. „Fjölnetið er í raun
góður kostur. Maður kemst í samband
við fleiri kaupendur. Það þarf hins
vegar ekki endilega að leiða til þess að
ýsa verði unnin í stórum stíl hér á landi
umfram það sem nú er og markaður-
inn erlendis falli niður. Markaðurinn
og verðið á honum mun á endanum
alltaf stjórna því hvert fiskurinn fer.
Ég sé þetta sem góðan kost á meðan
ekki þarf að hreyfa við fiskinum, sem
ekki selst. Hann getur þá farið út í
gám eða upp í hús til vinnslu. Við erum
bara að leita eftir bezta verðinu og
hagstæðasta útgerðarforminu,“ segir
Stefán.
Gaman að fá að
bjóða í þennan fisk
„Það er gaman að fá að bjóða í þenn-
an fisk, sem annars ætti að fara utan.
Ég ákvað að prófa þetta og sjá hvernig
þessi fiskur væri. Ég hefði keypt fisk-
inn allan hefði ég haft nógu góða þekk-
ingu á þessu skipi. Maður vill svona í
fyrsta kastinu taka minna og sjá út-
komuna áður en farið er út í að kaupa
meira. Maður vill hafa borð fyrir
báru,“ segir Albert Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfisks.
„Það er rosalegur munur fyrir okk-
ur að geta haft aðgang að þessum
fiski og geta þá verið með stöðugri
vinnslu. Stundum getur verið hag-
stæðara fyrir alla að fiskurinn fari út í
gámi en stundum getur verið hag-
stæðara að við kaupum hann, eins og í
þessu tilfelli. Með Fjölnetinu fær
fiskurinn að fljóta í gegnum markað-
inn og það hlýtur að vera kostur fyrir
útgerðarmanninn að þeim mun fleiri
hafi áhuga á fiskinum. Það hlýtur að
vera góður kostur fyrir alla, þegar
upp verður staðið, að geta nýtt sér
möguleika fjölnetsins,“ segir Albert.
Góður kostur fyrir alla
10 kör af ýsu seld á Fjölnetinu í gær – verða unnin í Kópavogi
Í HNOTSKURN
»Fjölnetið er vettvangur þarsem innlendir fiskkaupendur
geta boðið í fisk, sem annars er
ætlaður óunninn til útflutnings í
gámum
»Verð á fiskmörkuðum er-lendis er að öllu jöfnu hærra
en hér heima. Hins vegar verður
að reikna með um 40 krónum
hærri kostnaði vegna sölunnar
erlendis en hér heima.
ÚR VERINU
ÁSTAND fiskistofna, stjórnun fiskveiða og samsetning
fiskiskipaflotans eru meðal atriða sem vísindamenn og
nemendur frá MIT-tækniháskólanum í Bandaríkjunum
hafa kynnt sér í heimsókn sinni til aðila í íslenskum
sjávarútvegi á undanförnum dögum.
Yfirlýst markmið ferðarinnar er að safna gögnum
fyrir ítarlega skýrslu í tengslum við verkefnið „Er
hægt að bjarga hafinu“ og hefur hópurinn meðal ann-
ars heimsótt sjávarútvegsráðherra, HB Granda, út-
gerðina í Vestmannaeyjum og fulltrúa Hvals hf.
„Þau hafa tekið fyrir ýmis stór verkefni og hafa
meðal annars farið til Galapagos-eyja og kynnt sér
náttúrufarið þar og hvernig megi vernda náttúru
eyjanna. Þau hafa farið til Alaska og einnig skoðað að-
stæður eftir fellibylinn Katrínu í New Orleans. Segja
má að þau hafi skoðað stærri verkefni og reynt að
nálgast þau frá ýmsum hliðum,“ segir Sigrún Þorgeirs-
dóttir, skrifstofustjóri tækni- og verkfræðideildar Há-
skólans í Reykjavík, sem hefur milligöngu um heim-
sókina, um tilefni þess að hópurinn valdi að koma til
Íslands.
Að undanförnu hefur MIT veitt Háskólanum í
Reykjavík ráðgjöf um uppbyggingu verkfræðináms og
segir Rafael L. Bras, prófessor við MIT, samstarfið
hafa gefist vel fram að þessu.
Bras og kollegi hans, Sam Bowring prófessor, voru
sammála um að mál manna væri að ef Ísland gæti ekki
rekið vel heppnaða fiskveiðistefnu gæti engin þjóð í
heiminum það.
Málið væri snúið og fjölmargar hliðar á því. Hægt
væri að sækja aflann á skömmum tíma á stórum skip-
um, en þá kæmi á móti að það hefði félagslegar afleið-
ingar að fækka smærri skipum, atriði sem yrði að taka
til athugunar. Mjög mikilvægt væri að heyra sjónarmið
Íslendinga – einn nemenda þeirra hefði haft á orði að
hann hefði fengið meira út úr ferðinni en heilli náms-
önn.
Orkuframleiðslan áhugaverð
Meðal nemenda í hópnum voru Tracey Hayse, sem
hyggur á nám í umhverfisverkfræði, og Rodrigo Zele-
don, sem leggur stund á nám í geimvísindum.
Spurður hvað honum hefði þótt markverðast í heim-
sókninni sagði Zeledon að framleiðsla Íslendinga á
endurnýjanlegri orku væri mjög áhugaverð, meðal
annars í því ljósi að eldsneytis- og orkumál yrðu of-
arlega á baugi í bandarískum stjórnmálum í framtíð-
inni.
Var það ósk þeirra Hayse og Zeledon að sá mála-
flokkur fengi meira vægi í stjórnmálunum.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Í kynnisferð Nemendur og kennarar frá MIT-tækniháskólanum í Bandaríkjunum komu við í HB Granda í gær.
Vísindamenn frá MIT
kynna sér sjávarútveginn
Læra af reynslu Íslendinga í sjávarútvegsmálum