Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIKILL meirihluti forstöðumanna ríkisstofn- anna er jákvæður gagnvart flutningi hluta op- inberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar (AFE) lét gera. Fram- kvæmdastjóri félagsins segir oft látið í veðri vaka að það sé vegna tregðu í embættis- mannakerfinu sem illa gangi að flytja störf út á landi en svo sé bersýnilega ekki. Í úttekt sem AFE hefur gert kemur fram að frá árinu 2003 hefur opinberum störfum fjölg- að um 3.000 á höfuðborgarsvæðinu en á sama tíma um 100 við Eyjafjörð – þar af um 80 við Háskólann á Akureyri. Ættu hlutföllin að vera jöfn hefði ríkisstörfum átt að fjölga um 300 á nyrðra Eyjafjarðarsvæðinu á tímabilinu. Í þetta sinn var einnig gerð könnun meðal yfirmanna ríkisstofnanna. Samkvæmt úttekt- inni voru um 73% af yfirmönnum stofnana rík- isins jákvæðir gagnvart því að flytja hluta starfa á vegum hins opinbera af höfuðborg- arsvæðinu og út á land en 15% þeirra voru nei- kvæðir gagnvart slíkum flutningi. Einnig var kannað hversu hátt hlutfall starfa á vegum ríkisins væri þess eðlis að þau væri hægt að vinna hvar sem væri. Fram kom hjá yfirmönnum ríkisstofnana að þau reyndust 10 eða fleiri í 28% stofnana á vegum ríkisins og 3-9 störf í 25% stofnana. Aðeins 19% rík- isstofnana reka starfsemi þar sem ekkert starf er fyrst og fremst unnið við tölvu eða í gegnum síma. Einnig kom fram að í stærstu stofnunum ríkisins er þetta hlutfall enn hærra eða nær 60%, skv. upplýsingum AFE. „Byggðaáætlanir síðustu áratuga hafa lagt áherslu á að störf á vegum ríkisins byggist ekki einungis upp á höfuðborgarsvæðinu held- ur verði dreift um landið og síðustu byggða- áætlanir hafa lagt áherslu á að efla Eyjafjarð- arsvæðið til mótvægis við höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt þessari úttekt er fátt um efndir. Staðan hefur nákvæmlega ekkert breyst und- anfarin ár, þrátt fyrir mikla uppbyggingu Há- skólans á Akureyri á þessum tíma, enda veldur sú stofnun ein og sér nær alveg þeirri fjölgun ríkisstarfa sem þó hefur orðið á svæðinu,“ seg- ir í greinargerð Magnúsar Þórs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra AFE frá því í gær. Þar segir ennfremur. „Oft er talað um að þrátt fyrir að stjórnmálamenn séu allir af vilja gerðir til að færa til störf, þá sé tregða í emb- ættismannakerfinu til að gera það. Úttekt AFE staðfestir að svo er ekki, þar sem nær ¾ yfirmanna ríkisstofnana eru jákvæðir gagn- vart flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu og út á land.“ Og Magnús heldur áfram: „Við hljótum því að spyrja; hvar liggur tregðan í raun og veru?“ Framkvæmdastjórinn segir ekki hægt að staðsetja stofnanir hvar sem er og þótt mörg ríkisstörf séu þess eðlis sé líklegt að í kringum sérhæfða starfsemi þurfi víðtækt framboð þjónustu, hátt menntunarstig íbúa, nútímalega afþreyingu og mikil lífsgæði. „Öll þessi skilyrði uppfyllir Eyjafjarðarsvæðið betur en nokkurt annað landsvæði á Íslandi, en auk þess má benda á hagkvæmnissjónarmið.“ Hann nefnir m.a. minni starfsmannaveltu og lægri húsnæð- iskostnað en á höfuðborgarsvæðinu. Magnús segist munu taka málið upp við ráðamenn. Umræðuna þurfi að hefja upp yfir persónur og leikendur, enda sé ekki spurt að því hvort það sé sanngjarnt, hagkvæmt eða fé- lagslega æskilegt þegar fólk þarf að flytja af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar vegna vinnu sinnar. „Það er sérkennileg staðreynd að ríkisstörf tengd sjávarútvegi eru að mestu leyti á höf- uðborgarsvæðinu eða rúmlega 90% af heild en einungis um 4,6% eru í Eyjafirði. Þessar tölur skjóta skökku við enda er sjávarútvegur at- vinnugrein sem er hér um bil öll stunduð utan höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjörður og ná- grannabyggðir mesta sjávarútvegssvæði landsins. Sömuleiðis er landbúnaður öflugur og mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins á svæðinu. Það kemur bæði stofnunum og fyr- irtækjum til góða að vera í sem mestri nálægð. Slíkt umhverfi ýtir m.a. undir nýsköpun. Fjar- lægðin á milli þessara aðila er í dag of mikil og nauðsynlegt að setja störfin í meiri nálægð við atvinnuvegina. Það er því allra akkur að setja opinber störf tengd sjávarútvegi og öðrum matvælaiðnaði í Eyjafjörð.“ Magnús nefnir að 90% fiskveiðikvótans séu skráð á skip á landsbyggðinni en 90% op- inberra starfa í sjávarútvegi séu á höfuðborg- arsvæðinu. „Það er óeðlilegt að opinber störf tengd atvinnugrein sem er undirstaða byggðar á landsbyggðinni skuli vera öll á höfuðborg- arsvæðinu. Störf Hafrannsóknastofnunar eru mörg þess eðlis að þau má vinna hvar sem er og heillavænlegast er að þau séu í nálægð við atvinnugreinina. Það er því eðlileg krafa að höfuðstöðvar stofnunarinnar verði fluttar í Eyjafjörð. Sama má segja um Matís og Fiski- stofu.“ Þá nefnir hann Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun, „sem ættu að ýmsu leyti betur heima á Akureyri og nágrenni heldur en í Reykjavík“ og af heilum stofnunum nefnir hann einnig Umferðarstofu þar sem vinna 50-60 manns. Hann nefnir líka RARIK, Íbúðalánasjóð, Persónuvernd og Einkaleyfastofu. „Þá er óskiljanlegt hvers vegna nýrri stofnun, Lýðheilsustöð, var fund- inn staður í Reykjavík. Þessi stofnun hefur með höndum áfengis- og tóbaksvarnarráð, manneldisráð og vímuvarnarráð eru undir Lýðheilsustofnun.“ „Hvar liggur tregðan í raun og veru?“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegagerð Það er eðlilegt að gera kröfu til þess að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar séu í Eyja- firði, segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Í HNOTSKURN »Framkvæmdastjóri AFE segir eðlilegtað gera kröfu til þess að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar séu í Eyjafirði. Magnús segir að störf úr ýmsum stofnunum mætti flytja í Eyjafjörð og nefnir t.d. Fjársýslu ríkisins, Iðntæknistofnun, Fasteignamat ríkisins, Lánasýslu ríkisins, Veðurstofu Ís- lands, Ríkiskaup, Tryggingastofnun, Rík- isskattstjóra, Seðlabanka íslands og Hag- stofuna. 73% yfirmanna stofn- ana ríkisins jákvæð gagnvart því að flytja opinber störf út á land „TORFUSAMTÖKIN telja óviðunandi að fyrirtæki sem hyggjast hagnast á fram- kvæmdum í miðbænum taki borgina í gísl- ingu [...] og setji t.a.m. verslun við Lauga- veg í uppnám,“ segir m.a. í ályktun sem stjórn Torfusamtakanna sendi frá sér í gær. Í ályktuninni lýsir stjórnin yfir áhyggjum af örri fjölgun þeirra húsa sem standi mann- laus og séu í niðurníðslu í miðbæ Reykjavík- ur, segir m.a. að húsin séu lýti á umhverfinu og skapi þess utan mikla eldhættu. „Ástandið sýnir að alltof lengi hefur verið unnið með of opið deiliskipulag sem býður þessari hættu heim,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna. Nú sé svo komið að nægir peningar séu til í samfélaginu til að framkvæmdaaðilar geti keypt upp heilu reitina til endurbyggingar. Í ályktuninni segir að eigendur fasteigna virðist sjá sér hag í að láta húsin drabbast niður til að þrýsta á yfirvöld um niðurrifs- leyfi og að sumir fasteignaeigendur telji samningsstöðu sína betri því sóðalegri sem húseignirnar og umhverfi þeirra sé. Þeir fari því fram á meira niðurrif og bygging- armagn en gert hafi verið ráð fyrir í sam- þykktu deiliskipulagi. Miðborgin í gíslingu Morgunblaðið/Valdís Thor Ólíðandi Torfusamtökin mótmæla þróun- inni í miðbænum. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „Í LJÓSI atburða undanfarinna daga og vikna er ljóst að samstillt átak borgaryfirvalda og hags- munaaðila í miðborginni er nauð- synlegt því það verður að stöðva þessa þróun. Borgaryfirvöld munu ekki skorast undan ábyrgð en hana verða framkvæmda- og fasteigna- eigendur í borginni einnig að axla,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavík- urborgar. Hún segir eftirlitshlutverk borg- aryfirvalda vera ljóst og að á fundi skipulagsráðs í næstu viku verði farið yfir hvernig og hvort yfirvöld geti aukið eftirlit eða hert á aðgerð- um vegna yfirgefinna og nið- urníddra húsa í miðborginni. „Málið hefur átt sér langan aðdraganda en er nú komið á það stig að endur- skoðunar er þörf,“ segir Hanna Birna. Samþykkja verður teikningar Hún segir mikilvægt að tryggja að hús sem hugsanlega hafi sögu- legt gildi verði ekki rifin „svokölluð miðborgarsvæði lúta þeirri reglu að eigendur húsa fá ekki að rífa þau án þess að búið sé að samþykkja teikn- ingar þeirra bygginga sem reisa skuli í staðinn. Þetta er mikilvægt tæki fyrir skipulagsyfirvöld sem við viljum nota áfram,“ segir Hanna Birna. Hún segir jafnframt að slæmt viðhald eða óviðunandi eftirlit hús- eigenda megi ekki skapa óeðlilegan þrýsting á skipulagsferli sem í mið- borgum taki eðlilega lengri tíma en annars staðar. Málið alvarlegt Ástand húsa sem bíða fram- kvæmda eða niðurrifs í Reykjavík, ekki síst í miðbænum, er víða mjög slæmt. Eins og kunnugt er kviknaði eldur í tveimur yfirgefnum húsum í miðbæ Reykjavíkur um páskahelg- ina og var karlmanni bjargað af slökkviliði úr öðru þeirra. Einnig kom upp eldur í húsi við Hverf- isgötu í síðasta mánuði og í öllum til- vikunum leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að á fundi með eigendum húsanna við Hverfisgötu 32 og 34 í gærmorgun hafi niðurstaðan orðið sú að húsunum verði lokað auk þess sem hreinsað verði í kringum þau. „Eigendurnir voru mjög meðvitaðir um áhættuna og vildu bregðast við án tafar. Þeim var illa brugðið eftir atburði helgarinnar þar sem nærri varð mannskaði og ég vona að þetta hafi orðið til að vekja alla málsaðila til meðvitundar um alvarleika máls- ins,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Samstillt átak nauðsynlegt Skipulagsráð mun ræða vanda miðborgarinnar Í HNOTSKURN »Mannlaus hús sem ekki erhaldið við valda eldhættu og var kveikt í tveimur slík- um um helgina. »Tekið verður fyrir ánæsta fundi skipulagsráðs hvernig bregðast megi við auknum fjölda húsa í nið- urníðslu. »Formaður skipulagsráðssegir samstillt átak borg- aryfirvalda og hagsmunaaðila nauðsynlegt. Morgunblaðið/Valdís Thor Niðurníðsla Þessi hús standa við Hverfisgötu og svona er ástatt um fjölmörg hús í miðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.