Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 24

Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Umboðsmaður Alþingis, Álftamýri 7, 150 Reykjavík. Reykjavík, 18. mars 2008. Vísað er til bréfs yðar, dags. 19.febrúar sl., til undirritaðs er varð-ar kvartanir sem yður hafa boristfrá Guðmundi Kristjánssyni og Pétri Dam Leifssyni vegna skipunar und- irritaðs, sem setts dóms- og kirkju- málaráðherra, í embætti héraðsdómara með starfsstöð við héraðsdóm Norðurlands eystra. Gefið þér undirrituðum, settum dóms- og kirkjumálaráðherra, færi á að senda yður skýringar og athugasemdir í til- efni af nefndnum kvörtunum, sbr. 7. og 9. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Al- þingis, og þá óskið þér sérstaklega eftir því að svarað verði og skýringar veittar vegna ellefu nánar tilgreindra spurninga sem þér setjið fram. Athygli vekur að spurningar yð- ar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úrlausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram. Af þeim sökum má halda því fram að svör þau sem undirritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu og þar með hinn sjálfsagði réttur undirritaðs til andmæla. Engu að síður verður fyrirspurnum yðar nú svarað lið fyrir lið, en spurningar yðar jafnframt teknar upp hér að neðan samhengis og skýrleika vegna. 1. Samkvæmt því sem fram kemur í kvörtun Guðmundar var hann upplýstur um það um kl. 11 að morgni 20. desember sl. að þér hefðuð verið settur til að fara með um- rætt mál og kl. 14.23 þann sama dag hefði verið hringt í hann og honum tilkynnt að búið væri að skipa í starfið. Í upplýsingum og gögnum sem forsætisráðuneytið lét mér í té samkvæmt beiðni þar um var bréf þess ráðuneytis um setningu yðar sent 20. des- ember sl. en bréf um ósk reglulegs dóms- og kirkjumálaráðherra um að víkja sæti barst ráðuneytinu 17. desember sl. Daginn eftir, 18. desember sl. kynnti forsætisráð- herra þá fyrirætlan sína í ríkisstjórn að gera tillögu til forseta Íslands um að þér yrðuð settur til að fara með málið og taka ákvörðun í því. Í bréfi forsætisráðuneytisins kemur fram að þann sama dag hafi forseti Íslands áritað tillögu forsætisráðherra þessa efnis. Ég óska af þessu tilefni eftir upplýs- ingum yðar um hvort þér hafið fengið skjöl málsins, þ.m.t. umsóknir og umsögn þeirrar nefndar sem fjallað hafði um umsóknirnar, fyrir 20. desember sl. og hver hafi látið yður þau í té? Eins og fram hefur komið setti forsætis- ráðherra á ríkisstjórnarfundi þann 18. des- ember 2007 fram tillögu um að undirrit- uðum yrði falið að fara með málið og taka ákvörðun í því sem settur dóms- og kirkju- málaráðherra. Um hádegi þann dag, eftir ríkisstjórnarfundinn, fór undirritaður í dóms- og kirkjumálaráðuneytið og fékk öll gögn er vörðuðu málið afhent. Ráðuneyt- isstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu lét undirrituðum gögnin í té. 2. Hvaða starfsmenn Stjórnarráðs Íslands eða aðrir veittu yður aðstoð eða komu með öðrum hætti að undirbúningi og töku ákvörðunar um skipun í umrætt starf með yður, þ.m.t. um birtingu hennar og rök- stuðning? Ég tek það fram að fyrirspurn þessi er sett fram með tilliti til reglna II. kafla stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi og fyrirliggjandi skjala málsins. Áður en undirritaður kom að málinu hafði málið fengið venjubundna formlega meðferð í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eins og gögn málsins bera með sér. Efnisleg með- ferð á umsóknum var síðan í höndum lög- skipaðar nefndar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. dómstólalaga nr. 15/1998 sem fór yfir um- sóknir og gögn tengd þeim og skilaði um- sögn sinni, sbr. 4. mgr. 12. gr. laganna. Þann 18. desember sl. fékk undirritaður gögn málsins afhent, eins og áður segir. Undirritaður fór sem settur dóms- og kirkjumálaráðherra ítarlega yfir öll gögn málsins og myndaði sér síðan skoðun á mál- inu og tók ákvörðun um skipun í framhald- inu á grundvelli 1. mgr. 12. gr. dóm- stólalaga. Þegar ákvörðun undirritaðs lá fyrir fór málið aftur í venjubundna formlega meðferð í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þann 27. desember 2007 barst frá tveimur umsækjendum beiðni um rökstuðning vegna skipunarinnar. Undirritaður samdi í fram- haldinu rökstuðning fyrir ákvörðuninni og sendi hann umræddum aðilum hinn 4. jan- úar 2008. 3. Í yfirlýsingu sem birtist opinberlega af yðar hálfu vegna umrædds máls 10. janúar sl. sagði m.a.: „Í þessu tilfelli telur ráð- herrann að gallar hafi verið á umsögn dóm- nefndar sem hafi verið ógagnsæ, lítt rök- studd og innra ósamræmis gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa.“ Með tilliti til hinnar lögmæltu aðkomu þeirrar dóm- nefndar sem starfar samkvæmt 12. gr. laga nr. 15/1998 og reglum sem dómsmálaráð- herra hefur sett eða samþykkt um störf nefndarinnar óska ég eftir að þér skýrið nánar í hverju þeir annmarkar voru fólgnir sem þér teljið að hafi verið á umsögn dóm- nefndar samkvæmt tilvitnuninni. Við umrædda skipun héraðsdómara var litið til umsagnar og aðferðafræði hinnar lögskipuðu dómnefndar, sbr. meginreglur stjórnsýsluréttarins um lögbundna álits- umleitan og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993. Viss vandkvæði voru þó á því að reisa ákvörðunina um skipun alfarið á umsögninni vegna þess hversu ógagnsæ hún var og vegna innra ósamræmis við mat á þeirri reynslu sem hin ýmsu störf sem umsækj- endur hafa gegnt gefur þeim sem og mat á reynslu af öðrum störfum þeirra og við- fangsefnum. Með þessu á undirritaður við að umsögnin um hvern umsækjenda er sam- felldur texti, nánast útdráttur úr ferilskrá, og síðan í lokin sagt: „Að öllu því, sem rakið hefur verið og fram kemur í umsókn- argögnum, er það álit dómnefndar, að [X] sé [mjög vel hæfur/hæf/hæfur] til að gegna embætti héraðsdómara.“ Ekki er gerð grein fyrir því hvaða þættir skipta máli, hverjir miklu máli, hverjir litlu eða engu. Þetta kallar undirritaður lítt rökstutt álit. Með samanburði á umsögnum um einstaka um- sækjendur má þó sjá hvað nefndin telur skipta mestu máli. Þetta er sérstaklega skýrt þar sem þrír umsækjenda útskrifast á svipuðum tíma (sá sem skipaður var þó ári fyrr (1999) en hinir tveir (2000).) Þeir eru með líkan starfsferil í upphafi, þ.e. eru allir aðstoðarmenn dómara. Að því loknu þróast störf þeirra í meginatriðum á eftirfarandi hátt: Einn heldur í frekara nám, einkum á sviði þjóðaréttar, og síðar í kennslu, annar heldur áfram ferli sínum sem aðstoð- armaður dómara og sá er skipaður var verð- ur aðstoðarmaður dóms- og kirkju- málaráðherra. Tveir hinir fyrrnefndu eru síðan taldir mjög vel hæfir en sá síðastnefndi einungis talinn vera hæfur. Þarna telur und- irritaður gæta mikils mis- ræmis hjá dómnefndinni og starf aðstoðarmanns ráðherra mjög vanmetið andspænis öðrum störfum. Undirritaður telur reynslu í starfi sem að- stoðarmaður dóms- og kirkju- málaráðherra fullkomlega samanburðarhæfa við aðra starfsreynslu sem metin er gera aðra umsækjendur mjög vel hæfa. Því var það nið- urstaða undirritaðs að um fjóra umsæjendur hafi í raun verið að ræða sem voru mjög vel hæfir, til að gegna embætti héraðsdómara, en ekki þrjá. 4. Jafnframt óska ég eftir að fram komi hvort þér teljið að dómnefndin hafi ekki fylgt þeim reglum sem settar hafa verið um störf hennar bæði um þau tilgreindu atriði sem nefndin skal hafa til hliðsjónar, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglna nr 693/1999 og verklags- reglur samþykktar af dóms- og kirkju- málaráðherra 23. mars 2001, og um að hún skuli skila umsögn þar sem fram komi ann- ars vegar rökstutt álit á hæfni hvers um- sækjanda og hins vegar „rökstutt álit á því hvern eða hverja nefndin telur hæfastan og eftir atvikum samanburður og röðun á um- sækjendum eftir hæfni“, sbr. 1. mgr. 5. gr. sömu reglna. Undirritaður telur að nefndin hafi að formi til fylgt þeim reglum sem settar hafa verið um störf hennar nr. 693/1999 og haft til hliðsjónar verklagsreglur nefndarinnar frá 23. mars 2001, en telur að álit nefnd- arinnar sé ekki hafið yfir gagnrýni. Und- irritaður var ekki sammála mati nefnd- arinnar í öllum atriðum. Taldi hann að nokkuð hafi skort á að nefndin gætti sam- ræmis við mat á umsækjendum. Einkum hafi það átt við þegar metnir voru þeir þrír umsækjendur sem útskrifuðust frá lagadeild Háskóla Íslands á svipuðum tíma, þ.e. sá sem skipaður var, árið 1999, en hinir tveir, árið 2000. Tveir af þessum þremur, sá sem skipaður var og Halldór Björnsson, hafa sambærilega langa reynslu af lögfræðistörf- um en einn þeirra, Pétur Dam Leifsson á ekki ýkja langan starfsferil að baki við lög- fræðistörf en hefur varið meiri tíma í menntun, einkum á sviði þjóðaréttar. Allir hafa þeir verið aðstoðarmenn dómara, en sá sem skipaður var hafði gegnt því starfi í tæp 3 og ½ ár við héraðsdóm Reykjavíkur. Eftir yfirlestur umsagnar nefndarinnar um hvern umsækjanda og hæfnisröðun þeirra taldi undirritaður að augljóslega hefðu verið vanmetin þau störf þess umsækjenda sem stöðuna hlaut. 5. Sé litið til stöðu dómnefndar sem fjalla skal um „hæfni“ umsækjenda um embætti héraðsdómara samkvæmt ákvæðum laga og þeirra reglna sem settar hafa verið um störf hennar verður ekki annað séð en nefndinni sé fengið lögbundið hlutverk að stjórnsýslu- rétti við rannsókn málsins og undirbúning ákvörðunar ráðherra um hver verður skip- aður í embætti dómara. Nú liggur fyrir af rökstuðningi yðar og tilkynningum sem sendar voru öðrum umsækjendum með bréf- um, dags. 20. desember sl., að ákvörðun yð- ar um skipun á Þorsteini Davíðssyni í emb- ættið var fyrst og fremst byggð á mati yðar á „reynslu [hans] og þekkingu, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmanns dóms- og kirkjumálaráðherra“. Af þessu verður ekki annað ráðið en þér hafið í þessu máli veitt reynslu sem umsækjandi hefur öðlast í starfi aðstoðarmanns ráðherra afgerandi vægi og þar með metið þá starfsreynslu með verulega öðrum hætti en dómnefndin telur að nýtist við störf dómara, og þá í sam- anburði við starfsreynslu annarra umsækj- enda. Af þessu tilefni óska ég eftir afstöðu yðar til þess hvernig það samrýmist reglum stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls og lögbundinnar aðkomu dómnefndarinnar að þeim þætti málsins að afla ekki nýrrar um- sagnar dómnefndarinnar ef þér tölduð að nefndin hefði ekki metið starfsreynslu um- sækjenda í samræmi við þau sjónarmið sem þér tölduð rétt að leggja til grundvallar við mat á hæfni umsækjenda. Með 12. gr. dómstólalaga er marg- umræddri dómnefnd falið það hlutverk að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara, og láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um um- sækjendur. Nefndin telst þannig að stjórn- sýslurétti lögbundinn álitsgjafi við töku um- ræddrar stjórnvaldsákvörðunar, þannig að öflun umsagnar hennar er nauðsynlegur undanfari ákvarðanatökunnar. Tilgangur umsagnarinnar er öðrum þræði að málið sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Það er hins veg- ar dómsmálaráðherra sjálfs, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt 14. gr. stjórnarskrár- innar, að taka umrædda stjórnvalds- ákvörðun á grundvelli 1. mgr. 12. gr. dóm- stólalaga að gættum meginreglum stjórnsýsluréttarins, m.a. réttmætis- og jafnræðisreglu, og er hann ekki bundinn af umsögn nefndarinnar, sbr. 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 693/1999. Í fyrirspurn yðar tilgreinið þér að ekki verði „annað ráðið en [undirritaður hafi] í þessu máli veitt reynslu sem umsækjandi hefur öðlast í starfi aðstoðarmanns ráðherra afgerandi vægi og þar með metið þá starfs- reynslu með verulega öðrum hætti en dóm- nefndin telur að nýtist við störf dómara, og þá í samanburði við starfsreynslu annarra umsækjenda.“ Hér er ekki farið alveg rétt með. Hið rétta er að undirritaður telur að sú starfsreynsla sem felst í því að gegna starfi aðstoðarmanns ráðherra teljist síst veigaminni en starfsreynsla þeirra tveggja annarra umsækjenda sem metnir voru mjög vel hæfir en svipað var ástatt um í starfs- aldri á vinnumarkaði og sá sem staðan var veitt, en annar þeirra, Pétur Dam Leifsson, hefur raunar varið drjúgum tíma eftir út- skrift úr Lagadeild Háskóla Íslands í frek- ari menntun, einkum á sviði þjóðaréttar, og minna við lögfræðileg störf á almennum vinnumarkaði en sá sem staðan var veitt. Sjónarmið um starfreynslu var, eins og sjá má af rökstuðningi undirritaðs frá 4. janúar 2008, aðeins eitt þeirra sjónarmiða sem litið var til við umrædda embættisveitingu, og þar komu fleiri atriði til, eins og rakið er í rökstuðningnum. Úrslitum réði fjölbreytt reynsla umsækjandans og þekking sam- kvæmt heildarmati, en inn í það mat kom auðvitað, ásamt öðru, reynsla umsækjand- ans úr starfi aðstoðarmanns ráðherra. Þá verður að taka fram að undirritaður hafði, sem veitingarvaldshafi, val um það hvort þörf var á nýrri umsögn hins lög- bundna álitsgjafa og fer um mat á þörf á slíku alfarið eftir atvikum máls hverju sinni, og hlýtur að heyra til undantekninga. Und- irritaður telur að í þessu tilviki hafi ekki verið þörf á slíku endurmati. Umsögn nefndarinnar um umsækjendur og mat hennar á starfsreynslu þeirra lá fyrir en mat undirritaðs um það atriði, og önnur, var einfaldlega annað en nefndarinnar. Ef þau atriði sem máli skipta við mat ráðherra koma fram í umsóknum, fylgigögnum þeirra eða öðrum fyrirliggjandi gögnum þarf ekki að kalla eftir frekari upplýsingum eða álits- gjöf áður en ákvörðun er tekin. Ákvörðun undirritaðs byggðist, eins og áður segir, á fjölmörgum sjónarmiðum, ekki hvað síst starfsreynslu. Ekki stenst að að þótt mat undirritaðs hafi verið annað en nefndarinnar um sum atriði beri honum að leita nýrrar umsagnar um hvert og eitt slíkt atriði. Slíkt fyrirkomulag fæli aðeins í sér marklausa endurtekningu á fyrra ferli. Fullkomlega málefnaleg rök réðu ákvörðun undirritaðs og málið var nægilega rannsakað í skilningi 10. gr. stjórnsýslulaga. Ákvörðunin var tek- in að vel yfirlögðu ráði eftir að undirritaður hafði farið ítarlega yfir álit dómnefndar og allar fyrirliggjandi umsagnir og fylgigögn þerira. 6. Ég óska eftir upplýsingum um hvernig þér sem settur dóms- og kirkjumálaráð- herra í þessu tiltekna máli könnuðuð áður en ákvörðun um skipun í embætti var tekin: Í hverju starf aðstoðarmanns dóms- og krikjumálaráðherra var fólgið á þeim tíma sem Þorsteinn Davíðsson gegndi því. Svar Árna M. Mathiesen til umboðsmanns Alþingis Árni M. Mathiesen Tryggvi Gunnarsson Morgunblaðið hefur undir höndum bréf það, sem Árni M. Mathiesen, settur dómsmála- ráðherra við skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands og Austurlands, hefur sent um- boðsmanni Alþingis. Bréfið birtist hér í heild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.