Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
LARS Lindstrom (Ryan Gosling) er
með afbrigðum mannfælinn náungi.
Þegar yrt er á hann líkist hann einna
helst dádýri sem dáleitt er af fram-
ljósunum sem stefna óðfluga að hon-
um. Líkt og dádýrið tekur hann því-
næst viðbragð og flýr.
Í meðförum Ryans Gosling tjáir
ofsafælni Lars þó meira en furðuleg-
heit, því það sést glitta í dýpri sárs-
auka og reynist félagslegur ótti hans
aðeins ytra einkenni alvarlegra sál-
rænna vandamála. Lars býr í bíl-
skúrnum í húseign sem hann deilir
með bróður sínum, Gus (Paul
Schneider) og óléttri konu hans,
Karin (Emily Mortimer). Hann
starfar á einhvers konar skrifstofu
en blandar ekki geði við nokkurn
mann, ekki einu sinni fjölskyldu
sína. Þannig bregður Gus og Karin
kvöld eitt þegar Lars bankar upp á
og segist vera með kvenkyns gest í
heimsókn sem þurfi að fá að gista
hjá þeim yfir nóttina. Þau taka frétt-
unum fagnandi en bregður heldur
betur í brún þegar þau hitta vinkon-
una. Þar er á ferðinni kynlífsdúkka
sem Lars pantaði á netinu og gaf
nafnið Bianca. Ljóst er að geðveiki
Lars hefur brotið sér leið upp á yf-
irborðið og í hönd fer sérkennilegt
tímabil þar sem fjölskyldunni er ráð-
lagt að taka þátt í ímynduðum veru-
leika Lars.
Sögusviðið er smábær í Miðvest-
urríkjum Bandaríkjanna þar sem
hegðun Lars vekur að sjálfsögðu eft-
irtekt, en Lars fer m.a. með Biöncu í
vinnupartí og guðsþjónustu. Kímni-
gáfa myndarinnar er þó góðlátlegri
en maður skyldi ætla í fyrstu. Allir
bregðast vel við erfiðleikum Lars og
reyna að hjálpa honum eftir bestu
getu. Hér er e.t.v. einn veikleika
myndarinnar að finna, en viðbrögð
smábæjarsamfélagsins eiga einna
helst rætur að rekja til svart-hvítra
Frank Capra-mynda, og of miklu
plássi er eytt í að búa til klisju-
kennd- ar smábæjarstaðalmyndir.
Þá kann úrlausn myndarinnar að
reyna dálítið á þolinmæði áhorfenda
sem þykir nóg um sykurhúðaða um-
gjörð frásagnarinnar, en lengst af
tekst að halda uppi frumlegri nálgun
við óvenjulegt söguefni. Þá stendur
Ryan Gosling sig með mikilli prýði
og sama má segja um aðra leikara.
Þetta er mynd sem stendur ekki al-
veg undir væntingunum sem fyrri
helmingurinn vekur en er óvenjuleg
og bráðskemmtileg á köflum.
Undarlegt ástarsamband
Kynlífsdúkka Skyldfólki Lars er ráðlagt að taka þátt í ímyndunum hans.
Heiða Jóhannsdóttir
KVIKMYND
Sambíóin Álfabakka og Akureyri
Leikstjórn: Craig Gillespie. Aðalhlutverk:
Ryan Gosling, Emily Mortimer, Paul
Schneider, Patricia Clarkson. 116 mín.
Bandaríkin, 2007.
Lars og raunverulega stúlkan
(Lars and the Real Girl)
bbbnn
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
„ÍSLENDINGAR hugsa til Sval-
barða með skelfingu, að það hljóti
að vera ofsalega kalt þar og fátt
fólk, sem er nákvæmlega það sem
heimurinn hugsar um okkur,“ segir
Þorsteinn Guðmundsson um nafnið
á Svalbarða, nýjum þætti á Skjá ein-
um þar sem hann og Ágústa Eva Er-
lendsdóttir verða í aðalhlutverkum.
Þættirnir verða blanda af spjall-
þætti og skemmtiþætti þar sem
verða fengnir gestir í þáttinn á milli
leikinna atriða og tónlistarflutnings
frá hljómsveit hússins.
Ágústa Eva hefur að mestu leyti
staðið utan við sviðsljósið síðan æv-
intýrinu um Silvíu Nótt lauk. Þor-
steinn segir að það hafi verið nauð-
synlegt að fá kvenmann til liðs við
þáttinn. „Við Sindri Páll Kjart-
ansson höfum verið að þróa þáttinn
og þetta var okkar hugmynd í upp-
hafi og okkur fannst nauðsynlegt að
hafa konu í leiknu atriðunum til
þess að minnka táfýluna af þessu
pínulítið. Við vorum mjög glaðir að
Ágústa vildi leika við okkur.“
Innblástur frá Útvarpi Sögu
Þorsteinn og Ágústa Eva skrifa
og leika öll hlutverk í leiknu atrið-
unum í þættinum. „Þetta verður
fyrst og fremst grín sem tengist dá-
lítið þjóðfélagsumræðunni og gest-
inum í þættinum,“ segir Þorsteinn
og nefnir tvö atriði sem veittu þeim
innblástur í gerð þeirra, bresku
gamanþættina League of Gentle-
men og hlustendur Útvarps Sögu.
„Þeir hafa ríka tjáningarþörf og eru
í miklu uppáhaldi hjá okkur.“
Gestalistinn er enn ekki tilbúinn,
en það er þó ljóst hver verður fyrsti
gestur þáttarins. „Flosi Ólafsson
verður okkar fyrsti gestur og heið-
ursgestur um leið, við erum ofsa-
lega ánægð með að fá meistarann,“
segir Þorsteinn, en annars eiga
þættirnir eftir að fullmótast.
„Við ætlum að fá gesti í spjall til
þess að ræða svona ýmis mál og
kynna hvað þeir eru að hugsa og
gera. Maður hefur séð spjallþætti í
ýmsum löndum og þetta er svona
sambland af mörgu. Ég veit ekki al-
veg hvernig þátturinn verður fyrr
en ég sé hann.“
Hljómsveit hússins ber líka nafnið
Svalbarði og þar verður Ágústa
fremst í flokki sem söngkona, en
auk hennar skipa hljómsveitina
Helgi Svavarsson trommuleikari,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
bassaleikari úr Flís og Sigurður
Halldór Guðmundsson orgelleikari
og söngvari í Hjálmum.
Fyrsti þátturinn af Svalbarða
verður sýndur á Skjá einum föstu-
dagskvöldið 4. apríl.
Svalbarði okkar Ísland
Áhöfnin „Okkur fannst nauðsynlegt að hafa konu í leiknu atriðunum til
þess að minnka táfýluna af þessu pínulítið,“ segir Þorsteinn.
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Semi-Pro kl. 3:45 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Be kind rewind kl. 10
27 dresses kl. 5:40
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA
M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA
eeee
„Into the Wild telst til einna
sterkustu mynda það sem af er árinu.“
-L.I.B., TOPP5.IS
eeeee
„Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“
-B.B., 24 Stundir
eeee
„Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn
af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu
sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“
-S.V., Mbl
Sími 564 0000
eeeee
„Bráðsnjöll
gamanmynd,
þar sem aðalleikararnir
Mos Def og Jack Black
leika á alls oddi“
-H.J., Mbl
eee
-24 Stundir
Frá framleiðendum The Devils Wears Prada
eee
- S.V. MBL
Frábær grínmynd
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eee
Í BRUGGE
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
l
ATH:
Á UNDAN MYNDINNI
VERÐUR FRUMSÝNT
FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ
(TRAILER)
ÚR ICE AGE 3!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Sími 462 3500
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- ÓHT, Rás 2
eee
eeee
- E.E, D.V.
- L.I.B.
Topp5.is/FBL
eeee
- Empire
eeee
- D.Ö.J.
Kvikmyndir.com
eeee
SÝND Í REGNBOGANUM
In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Horton m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10
The Orphanage kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Be kind rewind kl. 10:30
27 dresses kl. 5:30 - 8
1
„Allt smellur saman og gengur upp”
- A.S., MBL
eeee
„Fín Fjölskyldumynd”
- 24 Stundir
eee
SÝND Í REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Spiderwick Chronicles kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
Horton m/ísl. tali kl. 6
Heiðin kl. 8 - 10 síðasta sýning B.i. 7 ára
Semi-Pro kl. 10 síðasta sýning B.i. 12 ára
- S.V., MBL
eeee
Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Shutter kl. 4 - 6 - 8 - 10 LÚXUS
Spiderwick Chron.. kl. 3:30 - 5:45 - 10:15 B.i. 7 ára
Horton enskt tal kl. 4 - 6 - 8
Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6