Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 47
BANDARÍKJAMENN hafa verið
duglegir við að endurgera asískar
hryllingsmyndir undanfarin ár.
Shutter er ein af þeim.
Myndin var upprunalega drauga-
saga frá Tælandi. Nú er búið að
heimfæra söguna upp á bandarískt
par, Ben (Joshua Jackson) og Jane
(Rachael Taylor), á ferð í Japan, og
japanskur hryllingsmyndaleikstjóri
fenginn til verksins. Parið eru nýgift
og lukkulegt, en Adam er auðvitað
aldrei lengi í Paradís. Ben og Jane
eru varla lent í Japan þegar þau
lenda í dularfullu bílslysi sem á eftir
að draga dilk á eftir sér.
Vandi Shutter er töluverður af því
að sem draugasaga vekur hún af-
skaplega takmarkaðan hroll. Dram-
að vantar einnig af því að lopinn er
teygður óhóflega, og nánast ekkert
kemur á óvart. Vofan (Megumi Ok-
ina) er í stíl Ringu (The Ring), Ju-on
(The Grudge) og Honogurai mizu no
soko kara (Dark Waters) nema hún
er strax mun aumkunarverðari.
Maður er guðslifandi feginn þegar
Jane loksins kveikir á perunni og
áttar sig á því um hvað draugagang-
urinn snýst þannig að hægt er að
ljúka málinu.
Framliðnar
fyrirsætur
KVIKMYND
Smárabíó, Sambíóin Akureyri
Leikstjóri: Masayki Ochiai. Leikarar: Jos-
hua Jackson, Rachael Taylor, Megumi
Okina, David Denman, John Hensley, Ma-
ya Hazen. Bandaríkin. 85 mín. 2008.
Shutter
bbnnn
Anna Sveinbjarnardóttir
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„JA… þá sáum við að minnsta kosti
að við gátum eitthvað,“ segir Magn-
ús Bjarni Gröndal, söngvari og gít-
arleikari We Made God, aðspurður
hvort að 3. sæti Músíktilrauna árið
2006 hafi haft eitthvað að segja um
áframhaldandi tilvist sveitarinnar.
„Nafnið varð líka aðeins þekktara
eftir á en við höfðum reyndar verið
að spila dálítið áður en við lögðum í
keppnina,“ bætir hann við.
Sjálfbær þróun
Eftir Músíktilraunir hófust þeir
félagar handa við að taka upp plötu
sem hefur nú loksins litið dagsins
ljós, tveimur árum síðar. Margt
gekk á í upptökuferlinu, lög voru
tekin upp aftur og aftur og var upp-
tökum þá stolið á einu bretti á Spáni
í fyrrasumar.
„Mér finnst þetta allt saman hafa
bætt plötuna,“ segir Magnús rólynd-
islega og er hinn spakasti. „Það að
vinna í þessu svona lengi var mjög
lærdómsríkt og í dag erum við með
ýmsar brellur uppi í skyrtuermun-
um. Að verka þetta svona lengi hent-
aði okkur mjög vel, samanborið við
að taka þetta upp í einni törn í hljóð-
veri. Við unnum þetta út um hvipp-
inn og hvappinn og upptökustýrðum
þessu sjálfir.“
Umslagshönnun er í höndum
sveitarinnar sem er og útgefandi.
Það er svo Kimi records á Akureyri
sem sér um að dreifa.
Kynniseintökum hefur verið
dreift á ýmsa málsmetandi menn og
þannig fékk platan glimrandi dóma í
hinu víðlesna tónlistartímariti Q fyr-
ir stuttu, alls fjórar stjörnur af
fimm. Sá sem dóminn reit er Paul
nokkur Brannigan, ritstjóri Kerr-
ang! og einnig lausapenni.
„Hann hefur verið dyggur stuðn-
ingsmaður sveitarinnar og við tölum
reglulega saman í síma,“ segir
Magnús. „Hann hefur í raun fylgt
okkur í gegnum þetta ferli og gefið
góð ráð. Árni Matthíasson dró hann
á tónleika með okkur á Airwaves
2006 og hann kolféll fyrir okkur.“
Næsta plata í fæðingu
Magnús segir að We Made God sé
mikið vinaband, hinir meðlimirnir
þrír séu æskuvinir en hann hafi
gengið í sveitina eftir að hafa séð
auglýsingu frá þeim á rokk.is.
„Það er gengisfílíngur í gangi,“
segir Magnús. „Alveg klárlega.
Þetta er meira svona fjölskylda en
hljómsveit.“
Oft losar fyrsta platan um stíflu
og efnið kemur í hrönnum í fram-
haldinu. Er það svo með We Made
God?
„Jú jú, næsta plata er svona að
fæðast hjá okkur,“ viðurkennir
Magnús. „En við erum þannig
hljómveit að ég býst við að plöturnar
komi út á Tool-hraða (og vísar þar í
bandarísku progg-þungarokkssveit-
ina Tool sem læðir út plötum á ca.
fimm ára fresti). En akkúrat núna
nýt ég þess bara að velta þessari
plötu um í hendinni. Hugurinn er
þar og ég ætla að leyfa mér að hugsa
ekki mikið fram í tímann alveg
strax.“ Magnús segir að þeir félagar
séu aðeins að pústa núna en engu að
síður verður eitthvað um tónleika-
hald erlendis í sumar og þá er ekki
verra að hafa stjörnum prýdda plötu
með í farteskinu. Er „eitthvað stórt
gæti gerst“ tilfinning búin að taka
sér bólfestu í maganum?
„Ja … maður passar sig að vera
ekki með of miklar væntingar,“ segir
Magnús. „En jú jú, við erum óneit-
anlega spenntir. Það er a.m.k. gam-
an að láta sig dreyma um það,“ segir
hann að lokum.
Landslag skýjanna
We Made God gef-
ur út sína fyrstu
plötu, As We
Sleep, eftir langt
og strangt upp-
tökuferli
www.myspace.com/wemadegod
Morgunblaðið/G.Rúnar
We Made God Loksins búnir að senda frá sér plötu, tveimur árum eftir Músíktilraunaævintýrið.
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
www.laugarasbio.is
Kauptu bíómiða á netinu á
eeee
- L.I.B.,
Topp5.is/FBL
„Mynd sem hreyfir
við manni“
eee
- S.V., MBL
eeee
- M.M.J.,
kvikmyndir.com
BYGGÐ Á EINNI
VINSÆLUSTU
BÓK ALLRA TÍMA.
LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS!
50.000 MANNS!
FRÁ LEIKSTJÓRA
INDEPENDENCE DAY OG
THE DAY AFTER TOMORROW
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
OG BORGARBÍÓI
Stærsta kvikmyndahús landsins
FRÁBÆR
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
- Ó.H.T. Rás 2
eee
- A.S MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
l
ATH:
Á UNDAN MYNDINNI
VERÐUR FRUMSÝNT
FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ
(TRAILER)
ÚR ICE AGE 3!
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 6 og 8
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
Frábær grínmynd
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eee
Sýnd kl. 8 og 10
The Spiderwick Chronicles kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Horton m/ísl. tali kl. 6
Heiðin kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
The Kite Runner kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Into the wild kl. 10 B.i. 7ára
„Fín Fjölskyldumynd”
- 24 Stundir
eeeeeee„Allt smellur saman
og allt gengur upp”
- A. S., 24 Stundir
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Sýnd kl. 6 m/ísl. tali
- H.J., MBL
eeee
- H.J., MBL
eeee