Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Fallegar silkidragtir fyrir brúðkaupin M bl .9 77 38 8 Nýjar vorvörur Str. 36-56 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Skeifan 11d • 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Vönduð ítölsk leðurstígvél fyrir breiða kálfa (vídd 44 - 48cm) skóstærðir 38 - 43 Ný sending af yfirhöfnum st: 42-58 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Málfundafélagið Óðinn í Reykjavík verður 70 ára í ár og af því tilefni verður afmælishátíð í Valhöll laugardaginn 29. mars milli kl. 17 og 19. Óðinn 70 ára Léttar veitingar á boðstólum. Allt sjálfstæðisfólk velkomið! Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heldur hátíðarræðu og Illugi Gunnarsson, alþingismaður, verður veislustjóri. Nýja línan frá Fuchs-Schmitt Laugavegi 63 • S: 551 4422 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ fer ekki fram hjá nokkrum upplýstum manni þegar Reykjavík- urmaraþonið er haldið, sérstaklega ekki eftir að Glitnir hóf að auglýsa það af miklum móð. Færri, raunar miklu færri, taka eftir því þegar Fé- lag maraþonhlaupara (FM) blæs til vor- og haustmaraþons en það hefur félagið gert allar götur frá árinu 1998. Vormaraþonið 2008 verður ein- mitt haldið á morgun, laugardag. Ræst verður í maraþoni klukkan 9.00 en í hálft maraþon klukkan 10.30. Leiðin er sýnd á kortinu að of- an. Þeir sem hlaupa hálft maraþon hlaupa fram og til baka en maraþon- hlauparar fara leiðina tvisvar. Ein af ástæðum þess að færri taka eftir maraþonum FM er sú að mun færri hlauparar taka þátt. Í gær þegar skráningu var næstum lokið höfðu 17 skráð sig til þátttöku í maraþoni og hátt í 70 í hálfmaraþoni en til samanburðar luku rúmlega 500 manns Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og ríflega 1.500 hlupu hálft maraþon. En eins og hlauparar vita þá er magn ekki það sama og gæði. Félag maraþonhlaupara var stofnað á hlaupaæfingu hjá hlaupa- hópnum Öli árið 1997. Tilefnið var að sumir voru á leið til New York til að hlaupa maraþonið þar í borg en mönnum þótti nokkuð dýrt að taka þátt í hlaupi erlendis, að sögn Gísla Ásgeirssonar sem hefur verið ritari félagsins í rúman áratug. Þess vegna var ákveðið að stofna félag til að halda fleiri maraþonhlaup á heima- slóð. Fátt er um áhorfendur en Gísla finnst það ekki mikið mál. „Við erum vön því á Íslandi að hafa enga áhorf- endur enda hlaupum við ekki fyrir þá,“ sagði hann. Ræst verður í vormaraþoni FM í Elliðaárdal í fyrramálið  "*& ' * &&"*          6" 41!! * &&"*  (7 *!"&1! * &&"*                 !"#!# $  % % !&"!"   '    %             (            BETUR fór en á horfðist þegar fimm ára drengur var að príla yfir grindverk við leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu á dögunum. Hinn ungi klifurkappi kom nefnilega ekki standandi niður heldur datt á gangstéttina en fallið var nokkuð. Lögreglumaður við almennt eftirlit sá til drengsins og kom strax til að- stoðar. Klifurkappinn bar sig vel og virtist ekki hafa orðið meint af en honum var sennilega meira brugðið við að sjá fulltrúa réttvís- innar á staðnum. Sá síðarnefndi var auk þess á lögreglubíl og hafði sett aðvörunarljós í gang en slíkt vekur jafnan eftirtekt hjá yngstu kynslóðinni, segir í frétt frá lög- reglunni. Tveir leikfélagar piltsins voru hinum megin grindverksins, þ.e. á leikskólalóðinni og í nokkru skjóli af trjágróðri sem þarna er, og fylgdust með atburðarásinni. Sjálf- sagt hafa þeir ætlað að fylgja for- ingja sínum á vit ævintýranna en líklegt má telja að hér hafi verið um að ræða misheppnaðan flótta úr leikskólanum. Hætt er við að drengirnir verði að bíða betri tíma til að skoða heiminn því farið var vel yfir málið á leikskólanum. Niðurstaðan verð- ur væntanlega sú að þremenning- unum verður hér eftir ekki hleypt út á undan öðrum börnum en svo var víst raunin í þessu tilviki. Þess má geta að ungi klifurkappinn hef- ur nokkurt orð á sér fyrir að príla en eftir þessa reynslu má búast við að hann hafi lært sína lexíu. Misheppn- aður flótti úr leikskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.