Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 10

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það gat ekki verið að það vefðist fyrir Dabba að bjarga heimskreppunni. VEÐUR Hún er stundum skrýtin tík, póli-tíkin. Samkvæmt stjórnsýsluút- tekt Ríkisendurskoðunar var Þró- unarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. fyllilega heimilt að selja eignir á Miðnesheiði án útboðs. Þess utan kemur þar fram að hagsmuna rík- isins hafi verið gætt í þeim við- skiptum sem fram fóru.     Þar með hefðu flestir talið, aðmálið væri afgreitt, óvissu hefði verið eytt, niðurstaða væri fengin. En ó nei, ekki!     Ekki BjarniHarðarson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sem ásamt Atla Gísla- syni, þingmanni vinstri grænna, gekk harðast fram í gagnrýni sinni fyrr í vetur á það með hvað hætti eignunum hafði verið ráðstafað.     Þeir víluðu ekki fyrir sér að haldaþví fram að um óeðlileg hags- munatengsl nafngreindra ein- staklinga hefði verið að ræða, sem hefðu verið „að skara eld að eigin köku“ eins og þingmennirnir orð- uðu það svo smekklega.     Bjarni Harðarson mætti Ragn-heiði Elínu Árnadóttur í Kast- ljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, og hélt uppteknum hætti að mestu, með dylgjum og óhróðri um nafn- greinda menn og taldi Ríkisend- urskoðun einfaldlega ekki hafa rannsakað þau gagnrýniatriði sín sem mestu máli skiptu!     Vill þingmaðurinn alls ekki aðtekið sé mark á honum?     Það er hægt að lýsa viðureignþeirra Bjarna og Ragnheiðar Elínar á einfaldan hátt: Ragnheiður Elín vann! STAKSTEINAR Ragnheiður Elín Árnadóttir Ragnheiður Elín vann! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     !"!#$  !"!#$      !"!#$  #% # "   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &      & & & & & &  &   & & & &    &                           *$BC !!!!                !  "   # !  $       !    " #  %              &    '     $ $ *! $$ B *! ' (  ) !  !( !#    % *% <2 <! <2 <! <2 ' )  !+ $,!-%.  C                     (    )    * & $) *  &  +  ,   *  *  D B  D" 2  -$    !.      ,! $     $    +  $*          $)   /    0          01     $  "  2! $  1    #  %               /0 !!%11 %!!2# % %!+ $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hrannar Baldursson | 26. mars 2008 Gætir þú hugsað þér að búa í gámi? Þetta er ástand sem við höfum búið til. Þetta eru fyrstu merkin um afleiðingarnar af óeðlilegum hækkunum á húsnæðisverði, og ég spái því að við eig- um eftir að sjá meira af sambæri- legum hlutum í framtíðinni, jafnvel heilt bæjarfélag byggt á gámum … Kannski er framtíðin ekki í sem- enti, heldur í gámum? Meira: don.blog.is Birgitta Jónsdóttir | 27. mars 2008 Enn ein blóðug rósin í hnappagat Kína Við sem upplýst þjóð, verðum að leggja okkar á vogarskálar réttlætis og gera eitthvað til að þrýsta á kínversk yf- irvöld og láta þau vita að okkur er ekki sama um mannréttindi í heiminum. Þau kynda undir þessu stríði en hafa því sem næst komist upp með öll sín myrkraverk óáreitt vegna þess að, ég veit það ekki, Kína er svo langt í burtu!? Meira: birgitta.blog.is Bjarni Harðarson | 27. mars 2008 Ríkisstjórnin býr til óðaverðbólgu Hin alþjóðlega fjár- málakreppa var þekkt þegar núverandi rík- isstjórn var mynduð og stjórnin hefur nú haft mánuði til að bregðast við en ekkert gert. Við framsóknarmenn höfum boðið stjórnvöldum að vinna að þjóðar- átaki gegn hinni válegu stöðu en ekki uppskorið annað en hroka og sjálfumgleði stjórnarliða. Þar fer saman sinnuleysi og valdþreyta … Meira: bjarnihardar.blog.is Ármann Kr. Ólafsson | 26. mars 2008 Hafa bankarnir óeðlileg áhrif … ? Fyrir páska og svo aftur í dag hafði ég samband við aðila sem fjármögnuðu bíl sem ég keypti á síðari hluta síðasta árs þegar gengisvísitala krónunnar var í kringum 118. Ég ákvað að taka lán í íslenskum krónum sem var að því er mér var sagt und- antekning þar sem vextir væru svo háir. Ástæðan frá minni hendi var ein- föld, ég taldi krónuna of hátt skráða og var viss um að hún ætti eftir að veikj- ast. Fyrir páska fór gengi krónunnar svo í 160 og ætlaði ég þá að breyta yfir í erlent lán, enda hafði mér verið sagt þegar ég tók lánið að það væri ekkert mál. En það var nú aldeilis ekki svo, mér hefur verið neitað í tvígang um slíka breytingu. Mér finnst þetta væg- ast sagt döpur þjónusta af hendi við- komandi fyrirtækis sem er dótturfélag eins stærsta banka landsins. Er nema von að krónan veikist þegar skrúfað er fyrir eftirspurn eftir henni með þessum hætti. Í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri að bankinn hefði vís- bendingar um að einhverjir kynnu að hafa haft óeðlileg áhrif á gengi krón- unnar. Athyglisvert ekki síst í ljósi þess að kvittur hefur verið um að bankarnir hafi verið að skortselja krónu (selja krónu sem þeir eiga ekki en afhenda síðar) í þeim tilgangi að veikja hana með offramboði. Á sama tíma skrúfa þeir fyrir lántökur í erlendri mynt sem einnig verður til þess að takmarka eft- irspurn eftir krónu og þar með veikja hana. Engu að síður eiga þeir yfir 500 milljarða í erlendum gjaldeyri. … Ég vona svo sannarlega að bankarnir hafi ekki verið að stýra genginu til að laga afkomuna hjá sér á kostnað við- skiptavina þeirra og almennings í land- inu. Meira: armannkr.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur eftirlit með íbúð- arhúsnæði en öll híbýli sem ætluð eru til íbúðar þurfa samþykki bygg- ingafulltrúa. Flutningsgámur fær ekki leyfi sem íbúðarhúsnæði. Ef leyfi á að fást til að búa í gámi er um að ræða íbúðargám með leyfi bygg- ingafulltrúa fyrir staðsetningu og þar sem gengist er undir skilmála um aðstöðu í og við gám. „Ef íbúar húsnæðis telja að þeir búi við heilsuspillandi aðstæður geta þeir snúið sér til heilbrigðiseftirlits- ins og óskað eftir skoðun á húsnæð- inu,“ er haft eftir Rósu Magnúsdótt- ur, deildarstjóra hollustuhátta hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, í fréttatilkynn- ingu. Leiðarljósið er sagt vera heilnæmt umhverfi borgarbúa og meginreglan er að fólk beri sjálft ábyrgð á eigin húsnæði og aðstæðum sínum. Fólk má hafa það eins og það vill heima hjá sér svo lengi sem það truflar ekki aðra. Heilbrigðiseftirlitið kemur til sögunnar ef kvörtun berst. Haft er eftir Rósu að það sé löngu liðin tíð að heilbrigðiseftirlitið hafi frumkvæði að því að hlutast til um húsnæðisað- stæður hjá fólki. „Ef í ljós kemur að tiltekið hús- næði er heilsuspillandi og óíbúðar- hæft getur heilbrigðiseftirlitið bann- að útleigu á því,“ er einnig haft eftir Rósu og að slíku banni sé þá jafnan þinglýst. Eftir að endurbætur á hús- næði hafi farið fram sé hægt að fara fram á úttekt heilbrigðisfulltrúa til að aflétta leigubanninu. Ef húsnæðið þarfnist aftur á móti einungis við- gerðar, en teljist ekki heilsuspillandi, sé leigjanda eða húseiganda skrifað bréf og bent á að endurbóta sé þörf. Rósa segir óheimilt að leigja út íbúðarhúsnæði sem ekki hefur verið samþykkt sem slíkt hjá bygginga- fulltrúa. Heilbrigðisfulltrúar mega ekki fara inn í híbýli fólks nema að ósk íbúa eða að undangengnum dómsúrskurði eða í fylgd og að beiðni lögreglu. Slökkviliðið getur þó kallað til heilbrigðiseftirlitið en þá eru fulltrúar húseigenda einnig á staðn- um. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig eftirlit með umgengni á lóðum og getur gert kröfur til lóðarhafa að þeir haldi lóðunum snyrtilegum og fari eftir settum reglum um um- gengni og förgun úrgangs. Rósa seg- ir að heilbrigðiseftirlitið sé kallað til ef slæm umgengni veldur ónæði, til dæmis vegna ólyktar. „Ef slíkt er til dæmis í fjöleignahúsum þarf hús- félagið að taka á málum en heilbrigð- iseftirlitið kemur þá til sögunnar sem óháður aðili sem getur staðfest ónæðið,“ segir hún. Flutningsgámur ekki íbúðarhúsnæði Kristín M. Jóhannsdóttir | 27. mars Andsk. íþróttirnar Síðustu tveir dagar hafa ekki verið góðir fyrir íþróttirnar mínar. Ég var eitthvað ógurlega veiklu- leg í dag og klifraði ekki vel. Canucks töpuðu fyrir Calgary í gær og Colorado í dag og eru í síðasta úrslitasætinu eins og er þeg- ar fimm leikir eru eftir. Meira: stinajohanns.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.