Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 22
|föstudagur|28. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Gamla handverkið hefur allt-af togað í mig, alveg fráþví ég fyrst snerti ápensli, en skiltamálun var minn starfsvettvangur í byrjun. Ég fór til Danmerkur sautján ára gam- all til náms í skiltamálun, hvattur af mínum meisturum hér heima. Vissu- lega var spennandi að fara utan í nám svo ungur og ekki síður lær- dómsríkt. En ég vissi nokk hvað ég vildi,“ segir Helgi Gretar Krist- insson málari. Hann heldur áfram: „Síðar eftir að ég hafði lokið sveinsprófi hér heima, hellti ég mér út í framhalds- nám í Óðinsvéum og lauk á tveimur og hálfu ári svokölluðu diplóma. Þar var mikil áhersla lögð á gamla hand- verkið og þau gömlu efni sem því til- heyrðu. Þetta voru ýmsir sérþættir sem nánast voru horfnir úr iðngrein- inni, til dæmis málun marmara og viðarlíkinga, gyllingar og ýmsir þættir skreytimálunar fyrri tíma. Ég skerpti á þessari kunnáttu minni og þekkingu fyrir einum fimmtán ár- um þegar ég fór til náms í Kaup- mannahöfn, því þessi listræni þáttur höfðar til mín. Þá fór ég í ársleyfi frá kennslu, en ég hef starfað við kennslu í málun í rúm þrjátíu ár, lengst af við Iðnskólann í Reykja- vík.“ Helgi Gretar hefur nýlega lokið við að gylla og mála marmaralíkingu á predikunarstólinn, altarið og skírnarfontinn í endurbættri Hafn- arfjarðarkirkju. Allir þessir hlutir eru úr tré, en eftir að Helgi fór hönd- um um þá, líta þeir út fyrir að vera úr marmara. Þeir sem til þekkja og vita hvernig þeir voru fyrir, segja Helga Gretar hafa unnið listaverk. „Að mála marmaralíkingu á tré, svo vel sé, er heilmikil kúnst og vandaverk sem krefst kunnáttu og einbeitingar. Mála þarf í mörgum lögum til að ná dýpt í áferðina. Áður fyrr var sagt að ef tré var nógu vel málað sem marmari, þá átti spýtan að geta sokkið,“ segir Helgi Gretar og hlær. Litir úr jörðu og pressuð hörfræ Predikunarstóllinn, altarið og alt- aristaflan eru úr Garðakirkju frá því um 1880, en upphaflega smíðaði þessa hluti Páll Halldórsson í Görð- um, sem var aðaltrésmiður og málari þess tíma þar. Hann fór til Dan- merkur að læra að mála svokallaðar oðringar, trélíkingar. Ástæðan fyrir því, að hlutir þessir voru fluttir úr Garðakirkju í Hafnarfjarðarkirkju, var sú að Garðakirkju var lokað um 1914, því hún var að hruni komin en hún var endurbyggð um miðja tutt- ugustu öld. „Stóllinn var áður mál- aður af forverum mínum, hjónunum Jóni Björnssyni og Grétu Björnsson. Þau viðarmáluðu stólinn en Gréta var lærður skreytingamálari,“ segir Helgi Gretar, en það tók hann um mánuð að endurmála og gylla þessa þrjá hluti. „Ég á eftir að gera fleira hér í Hafnarfjarðarkirkju, t.d. að mála tvö ný pípuorgel með sömu áferð og predikunarstólinn og alt- arið, en annað þeirra kemur til með að vera uppi á svölunum í kirkjunni. Litirnir sem ég nota í marmarmál- unina eru mjög náttúrlegir. Ég nota í þetta jarðliti sem eru fengnir úr jörðu og bindiefnið sem ég nota er til dæmis pressað úr hörfræjum, svo- kölluð línolía.“ Vantar gamlar byggingar Við gyllinguna á þessum fornu hlutum notast Helgi Gretar við ekta 24 karata blaðgull í örþunnum örk- um sem eru einn þúsundasti úr milli- metra á þykkt. Arkirnar eru lagðar hver við aðra og það er vandaverk að fá þær til að leggjast vel á útskornar myndir eins og andlit engla og flúrað rósamynstur. „Þetta er ekki nýtt handverk. Egyptar voru til dæmis farnir að vinna með blaðgull 2000 ár- um fyrir Kristsburð. Maður þarf vissulega að búa yfir þekkingunni, því þetta er nokkuð sérhæft, bæði gylling og marmaramálun. Marm- aramálun krefst töluverðra list- rænna hæfileika og þekkingar á eðli og gerð viðkomandi marmarateg- unda. Því miður eigum við ekki mik- ið af gömlum byggingum á Íslandi til að halda okkur við, þessir fáu sem kunnum þetta hér á landi. Þegar ég fór í framhaldsnám árið 1967, var langt síðan einhver héðan hafði farið í þessa iðngrein erlendis til að leita sér sérþekkingar. En ég hef ýtt á nemendur mína og nokkrir þeirra hafa farið í sérnám erlendis,“ segir Helgi Gretar en hann hefur síðast- liðin 15 ár verið með endurmennt- unarnámskeið ýmiss konar í sinni iðngrein, þar á meðal námskeið í hinu eldra handverki, málun marm- ara og viðarlíkinga, ásamt skreyti- málun. Helgi kann því vel að vera í friði og ró í kirkjum við störf sín. „Ég hef unnið bæði fyrir Húsafriðun og Þjóðminjasafnið undanfarin ár og þá er ég stundum einn í kirkjum og það eru góðar stundir,“ segir Helgi sem sinnir þessum verkefnum utan vinnutímans í kennslunni í Iðnskól- anum, þar sem hann er í fullu starfi. „Nú er ég að leggja síðustu hönd á endurmálun gamla og fyrsta land- læknisbústaðarins, Nesstofu, sem byggð var árið 1762. Einnig fékk ég í hendurnar skemmtilegt verkefni síðastliðið sumar við að endurmála eina kennslustofu í Menntaskól- anum í Reykjavík, svokallað Langa- loft. Mér finnst virkilega gaman að vinna með þetta. Maður þarf að hafa tilfinningu fyrir efnum, litum og lög- un og ekki síður hinu eldra hand- verki til að ná árangri. Vissulega eru þessir verkþættir mjög krefjandi en líka gefandi þegar vel tekst til. Þetta er skapandi vinna.“ khk@mbl.is Fagrir munir Skírnarfonturinn og altarið í Hafnarfjarðarkirkju hafa einn- ig fengið að njóta listhæfileika Helga og munirnir eru sem nýir eftir það. Morgunblaðið/Ómar Nákvæmni Helgi hefur lagt mörg handtök í predikunarstólinn. Glæsilegt Predikunarstóllinn er mikið listaverk sem Helgi hefur end- urgert svo fagmannlega, bæði með marmaramálun og gyllingu. Listamaðurinn lengi þar við undi Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í marm- aramálun og gyllingu. Kristín Heiða Krist- insdóttir hitti hagleiks- manninn Helga Gretar Kristinsson og dáðist að hlutum sem hann hefur farið höndum um. Pétur Stefánsson hitti fyrir„fluguskömm“ með ærandi suði við einn kúpulinn: Af hverju var skaparinn að skap’ana, skrýtna flugu sem ærði mig með suði? Ég sló hana fast með flötum lófa og drap’ana. – Nú flögrar hún um í stofunni hjá Guði. Stefán Vilhjálmsson velti fyrir sér spurningunni í fyrripartinum og kom í hug kviðlingur eftir Ogden Nash: The Lord in His wisdom made the fly, And then forgot to tell us why. Og Stefán snaraði: Skaparinn fluguna skóp að bragði, en ástæðuna engum sagði. Kannski var flugan sköpuð til þess að vekja mönnum andagift. Það kunna allir Litlu fluguna og Ólöf Guðný Sveinbjarnardóttir líkti vísum sínum við flugur: Vísa mín sem fluga flaug, féll svo enginn heyrði. Sumt var meinlaust, sumt var spaug, úr sumu blóðið dreyrði. Ólafur Sigfússon, Forsæludal, var „frjáls“ maður er hann orti: Enga ber ég hlekki um háls, hjartað laust við dróma. Get ég eins og flugan frjáls flögrað milli blóma. Þorbergur Þorbergsson Snóksdal, sem fórst voveiflega á Seyðisfirði um 1882, eins og frá greinir í vísnasafni Héraðsskjala- safns Skagafjarðar, orti á sínum tíma um Björn Einarsson seyðska: Allir breyskir erum vér eins og Björn veslingur. Þar sem flugan sárið sér sest hún á og stingur. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af flugu og skáldskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.